Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 10
10 r MORGVISBTHBIÐ Fðstudagur 18. febr. 1962 jntMtotöfr CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áfem.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: úðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HEIMDALLUR 35 ÁRA í dag, 16. febrúar, er Heim-®' dallur, félag ungra Sjálf- stæðismanna, 35 ára, og minnast Heimdellingar þessa merkisafmælis með kvöld- samkomu í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld. Heimdallur er og hefur um langt skeið verið lang- sterkasta stjórnmálafélag æskulýðsins í landinu. Innan hans vébanda hafa margir hinna nýtustu þjóðfélags- þegna og stjórnmálaforingja öðlazt sinn pólitíska þroska og búið sig undir að gegna með sæmd þeim þýðingar- miklu verkefnum sem þeim hafa verið falin. Meginhlutverk Heimdallar hefur frá fyrstu tíð verið að ræða nýjar hugmyndir og glæða sjálfstæðisstefnuna þrótti og aðlaga hana breytt- um viðhorfum hverju sinni. Þar hefur stundum verið hart deilt, þó að ætíð hafi þar ríkt skilningur á mis- munandi viðhorfum og vilji til að samræma sjónarmiðin og komast að sameiginleg- um niðurstöðum. Skoðanir hinna imgu njanna í Heim- dalli hafa verið fluttarþeim, sem eldri eru í flokknum, og hefur það ætíð verið gæfa Sjálfstæðisflokksins, að þar hafa ávallt verið í forystu menn, sem tóku fagnandi til- lögum æskunnar og hrundu þeim í framkvæmd, jafn- framt því sem ungum mönn- um hefur ætíð verið skapað olnbogarými við framboð flokksins og í áhrifastöðum hans. / Æskulýðurinn hefur séð, að innan Heimdallar gat hann barizt fyrir velferð þjóðar sinnar og hugsjóna- málum sínum. Og hann hef- ur líka séð, að máttur Heim- dallar og samtaka ungra Sjálfstæðismanna yfirleitt nægði til að koma ungum og djörfum hugmyndum 1 framkvæmd. Þess vegna hef- ur unga fólkið flykkzt í Heimdall og gert hann að langsterkasta pólitíska afli æskulýðsins hérlendis. Morgunblaðið flytur Heim dalli og Heimdellingum ám- aðaróskir á þessu merkisaf- mæli og þakkar félaginu styrk þann, sem það hefur veitt blaðinu með vökulu starfi og frjóum hugmynd- um, sem fyrst hafa birzt á síðum Morgunblaðsins. SPURNINGIN TIL KOMMÚNISTA Tlfl'orgunblaðið hefur nokkr- um sinnum beint þeirri spurningu til kommúnista, hvort þeir teldu, að Krúsjeff og fylgismenn hans í Kreml væru sakleysið sjálft og hefðu engan þátt átt í glæpa verkum þeim, sem kennd eru við Stalinstímabilið. Við þessari spurningu hefur ekk ert svar fengizt og er hún því ítrekuð, þótt hver og einn geti raunar svarað henni fyrir sig á þennan aug- ljósa hátt: Þeir, sem nú ráða ríkjum í Kreml, voru allir meðal nánustu samverkamanna Stalins og framkvæmdu skip anir hans. Sjálfir lögðu þeir raunar á ráðin um ýmislegt það, sem þeir saka nú þann dauða um. Menn hafa spurt: Hvað gerði Krúsjeff á með- an Stalin framdi glæpina? Þeirri spumingu er auð- svarað. Krúsjeff starfaðimeð Stalín og gerði það, semhon- um var sagt. Annars væri hann ekki ofan moldar, því að Stalin stytti sérhvern þann um höfuðið, sem ekki sýndi fulla hlýðni og hollustu. Meginefni málsins er það, sem kommúnistar komast1 ekki framhjá, að það er skipu lagið sjálft, sem býður glæpaverkunum heim. Sumir hinna einfaldari eru að telja sér trú um, að hægt sé að losa um tengslin milli hins ráðandi flokks og stjórnar- valdanna í einræðisríki og þannig muni kommúnisminn verða það, sem Marx ætlaði honum. Þessar skoðanir eru hins vegar fráleitar af tveim ástæðum. í fyrsta lagi afsalar ein- ræðisherra sér yfirleitt aldrei ofurvaldi sínu af frjálsum vilja, því að hann gerir sér grein fyrir því, að þá muni pólitískir lífdagar hans stytt ast. En í öðru lagi er það al- veg öruggt, að um leið og tvö öfl væru sterk í komm- únistaríkjunum, arinars veg- ar flokkurinn og hins vegar ríkisstjórnin, mundi hið kommúnistíska kerfi líða und ir lok. Allt fer þá úr einræð- isböndum og fólkið heimtir sitt frelsi. SPURNINGIN TIL FRAMSÓKNAR 1V|orgunblaðið ■‘■’l beint til hefur líka Framsóknar: manna spurningu sem ósvar- að er. Hún er á þessa leið: Væru Framsóknarmenn til- búnir til þess að nema nú úr gildi samkomulagið, sem gert var við Breta í landhelgis- Uhro Kekkonten ÞINGKOSNINGARNAR í Finn- landi, sem fram fóru um fyrsbu helgi þessa mánaðar, voru eins Og kunnugt er mikill sigur fyrir Kekkonen forseta og Bændaflokk hans. Flokkurinn hafði fyrir kosningar 47 þingmenn en fékk nú 55 kosna. Alls eru þingmenn 200. Samsteypuflokkur íhalds- manna jók einnig talsvert fylgi sitt Og bætti við sig þrem þing- sætum. Mest varð tapið hjá Jafn aðarmönnum, sem misstu níu þingsæti. Kommúnistar misstu þrjú þingsæti. Þátbaka hefur aldrei verið jafn mikil í finnskum kosning- um og var kjörsókn 81%. Borgaraflokkarnir, sem misstu meirihluta á þingi við kosning- arn£u- 1958, fá nú samtals 112 þingsæti gegn 88 þingsætum kommúnista, jafnaðarmanna og klofningsflokks jafnaðarmanna, Simonitta. Af borgaraflokkunum hafa íhaldsmenn og Finnski flokkur- inn bætt mest við sig og fengu íhaldsmenn nú 50.000 atkvæðum meira en við síðustu kosningar. Sænski flokkurinn hefur áfram 14 þingsæti eins og áður, þótt hann hafi tapað atkvæðum. At- kvæðin skiptust sem hér segir nulli flokkanna. í svigum er hilut fallstalan frá kosningunum 1958: Bændaflokkurinn 583.115 eða 26,3% (23.7). Kommúnistar 492.820 eða 22,2% (23,6). Jafriaðarmenn 436.803 eða 19,7% (23,5). Sameiningarflökkur íhalds- manna 353.155 eða 16,0% (15,0). málinu, ef Bretar fengjust til að styðja á alþjóðaráðstefnu þá stefnu, sem við börðumst fyrir, þ.e.a.s. að lögfesta 12 mílur sem fiskveiðilandhelgi? Á því leikur naumast vafi, að Bretar, Rússar og önnur stórveldi mundu nú vilja lögfesta 12 mílur sem há- markslandhelgi, því að þau berjast öll gegn því að land- helgin megi vera stærri. Á tveimur Genfarráðstjj^num vorum við Islendingar til- búnir til þess að fara þessa leið, en með samkomulaginu við Breta náðum við öllum rétti okkar, án þess að slík alþjóðaregla væri lögfest. Þess vegna ætti það að vera ljóst, að það væri íslending- um ekki í hag að lögfesta 12 mílurnar nú. Ástæðan til þess að Fram- sóknarmenn hafa ekki treyst sér til að svara spurningu Morgunblaðsins hlýtur líka að vera sú, að þeir gera sér grein fyrir, að samkomulagið við Breta er miklu hag- kvæmara en lögbinding 12 mílnanna. Með því hafa þeir í raun réttri dæmt dauð og ómerk öll stóryrði sín um landráð, nauðungarsamninga og hvað það allt saman var nú nefnt. Með þögn sinni hafa þeir í raun réttri veitt ríkisstjórninni þá fyllstu traustsyfirlýsingu í þessu máli, sem hugsazt getur. Sænski flokkurinn 131.135 eða 5,9% (6,7). Klofningsflokkur jafnaðar- manna 97,970 eða 4,3% (1,7). Finnski flokkurinn 72.513 eða 3,2% (5,1). Smábændaflokkurinn 48.771 eða 2,2% (0,0). Aðrir 5.287 eða 0,2% (0,0). Þingsætin 200 skiptast nú milli flokkanna sem hér segir: Bænda- flokkurinn 55 (48), kommúnistar 47 (50), Jafnaðarmenn 39 (48), íhaldsmenn 32 (29), Sænski flokk urinn 14 (14), klofningsflokkur jafnaðarmanna 2 (3), Finnski flokkurinn 10 (8) og Smábænda- flokkurinn 1 (0). Margir þekktir stjórnmála- menn Finnlands hverfa nú af þingi, að minnsta kosti í bili. Þannig tapaði formaður komm- únistaflokksins, Aimo Aaltonen, BANDALAGI íslenzíkra sikáta hef ur borizt bréf frá Alþjóðabanda- lagi drengjaskáta (Boy Scouts World Bureau), þar sem þeir auglýsa keppni um samningu á Alheimsskátasöng (World Scout Song). Skilyrði til þátttöku í keppn- inni eru: 1. Hvert það land, sem er mieðlimur í Alheimsbræðralaginu má senda einn söng (ljóð og lag) í keppnina. 2. Lagið á að vera „triuphal allegro", sem einnig sé hægt að spila „lento“ við sérstök tæki- færi. 3. Textinn á að vísa til al- heimsbræðralags skáta, skátaand ans, hins daglega góðverks, úti- lífs, þjónustunnar við aðra o.s. frv. Textinn á að vera einfaldur og stuittar ljóðlínur, svo ið hvert land geti auðveldlega þýtt þær yfir á sitt eigið mál. 4. Viðlag á helzt að vera stutt og, ef mögulegt, séu í því ein- hver orð, sem hægt er að halda óbreyttum í flestum tungumál- um. 5. Tillögur um söng þurfa að berast til Bandalags íslenzkra sæti sínu og eins fór með rót« tæka íhaldsmanninn Tore Junn- ila og talsmann Sænska flokks- ins, Torsten Nordström. Kommúnistaleið'toginn Hertta Kuusinen hafði fyrir kosningarn- ar gefið það ótvírætt í skyn að flokkur hennar óskaði eftir aðild að væntanlegri ríkisstjórn, en þingsætatapið getur haft þar tals verð áhrif. Varðandi jafnaðar- mannaflokkana tvo má ætla að þingsætatap þeirra verði til þess að samníngar hefjist um endur- sameiningu þeirra. Eftir kosningarnar lýsti Ahti Karjalainen utanríkisráðherra því yfir að bezta lausnin væri að mynda samsteypustjórn miðflokk anna finnsku. Þingið kemur sam- an hinn 24. þ.m. og verður þá sennilega endanlega gengið frá stjórnarmyndun. skáta fyrir 1. júlí 1962 oig þurfa ao innihalda: 1. Segulbandsupptöku á Jaginu og viðlaginu. 2. Vélritaðan texta á íslenzku og ensku eða frönsiku. 3. Nótur lagsins, fyrir píianó. Bæklingnr um s jó- mennskunám o. fl. ÚT er kominn á vegum Fiski- félags Islands bæklingur, sem ber nafnið „Nám til sjpmennsku og mats og eftirlits með fisk- vinnslu.“ Er riti þessu ætlað að veita upplýsingar um mögu- leika til náms fyrir þá, sem leggja ætla stund á sjó'mennsku og sérstök störf á skipum. Er þar um að ræða fjórar greinar náms, til skipstjórnar, til gæzlu á vél- um, til matreiðslu og til gæzlu loftskeytatækja. í ritinu er enn- fremur skýrt frá námskeiðum þeim, sem haldin eru á veg- um sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins og ætluð eru þeim, sem leggja fyrir sig fiskmat og eftirlit með fiskframleiðslu. Bæklingurinn er 15 blaðsíður að stærð og prýddur nokkrum myndum. SamhepjtMtM uut alheimssöntf skáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.