Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 11
r/ Fostudagur 16. febr. 1962
MOTtCTnVBL AÐIÐ
11
— ÉG legg af stað í fyrra-
málið áleiðis til Fílabeins-
strandarinnar, og tek þar við
minu fyrra starfi, sagði Halla
Bachmann, kristniboði, við
blaðamann Morgunblaðsins
sl. þriðjudag. — Ég hlakka
til að komast til Fílabeins-
strandarinnar aftur; þar er
mitt starf. Mér þykir vænt
um fólkið þar, það er ótrú-
lega kurteist og vingjarnlegt
og sýnir manni fullt traust.
Yfirleitt gerir fólk hér sér
rangar hugmyndir um það“.
— Hvað kom til að þér
lögðuð út í kristniboðsstarf?
spyrjum við Höllu Bach-
mann.
— Ég fór til Briissel árið
1950 og vann þar um skeið
hjá íslenzkri konu. í Briissel
komst ég í samband við
kristniboðsskóla og lét inn-
rita mig í hann. Ég stundaði
nám við kristniboðsskólann í
Briissel í tvö ár, en fór þá
til Parísar og lauk námi
mínu. Fyrir rúmum þremur
Halla Bachmann sýnir litlum frænkum og frændum sínum mynd af strákofaþyrpingu á Fíla-
beinsströndinni
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
„Ég hlakka til að halda áfram
starfi mínu á Fílabeinsströndinni"
á heiðna siði, hjátrú og illa
anda; einnig um skólastarfið
og barnaheimilið. Einn kafli
myndarinnar heitir „Einn
dagur á barnaheimilinu". —
Starfsdagurinn þar syðra er
mjög ólíkur því sem hér ger-
ist. Dagurinn hefst kl. 5. Þá
fer morgunvaktin á stjá og
útbýr pelana fyrir minnstu
börnin, en börn sem dveljast
á barnaheimilinu hjá okkur
eru upp í 4—5 ára gömul.
Klukkan 6 kemur allt starfs-
fólkið, svart og hvítt. Þá er
byrjað að þvo og klæða
börnin, sumar stúlkurnar
taka til, aðrar þvo þvotta.
Börnunum er kennt að
syngja, teikna, hnoða leir
eins og tíðkast á flestum
bamaheimilum hér heima.
Klukkan 11 borða þau hris
grjón og síðan fara þau í
rúmið. Þá hefst almennur
hvíldartími og stendur hann
til tvö. Að honum loknum
eru börnin drifin út á ný.
Klukkan 6 eru þau háttuð,
en þau eldri fá að leika sér
úti í náttfötunum svolitla
stund, eða til 7; þá skellur
myrkrið á. Aðeins ein stúlka
er á kvöldvakt.
Vinsamleg samskipti
Nú berst samtalið að við-
skiptum hvítra manna og
svartra í landinu. Halla sagði
samskipti þeirra yfirleitt vin-
samleg, hvítir menn væru í
miklum minnihluta og bæri
mjög lítið á þeim.
Þá sagði hún að skólum
hefði fjölgað mjög í landinu
og væru skólarnir yfirfullir.
Færi kennslan að mestu fram
á frönsku; í landinu væru
margar mállýzkur en aðeins
þekkt ritmál tveggja þeirra.
árum fór ég til Fílabeins-
strandarinnar á franska
kristniboðsstöð. Eftir 2V2 ára
vist þar, fékk ég mitt níu
mánaða frí, og er því leyfi
senn að ljúka.
Glæsilegt fólk
í kristniboðsstöðinni er
starfræktur bæði skóli og
barnaheimili og eru starfs-
mennirnir flestir Frakkar og
Svisslendingar. Ég vinn við
barnaheimilið, sem er fyrir
móðurlaus börn, og eru að-
eins tvö slík bamaheimili í
öllu landinu. Á heimilinu hjá
okkur eru um 80 börn, og er
aðbúnaður allur upp á hið
bezta, enda nýtur stöðin
styrks frá franska ríkinu.
Eins og allir vita hefur
Fílabeinsströndin verið ákaf-
lega lengi frönsk nýlenda, en
fékk sjálfstæði fyrir nokkr-
um árum. Ibúarnir eru yfir
3 milljónir, afar glæsilegt
fólk, og eins og ég sagði áð-
an ótrúlega kurteisir og vin-
gjarnlegir. Þeir hafa sína sér-
stöku menningu ög þrátt fyr-
ir fengið sjálfstæði hefur
orðið lítil breyting á högum
þeirra. Þeir búa í ákaflega
Börnin matast í garðinum fyrir framan frönsku kristniboðs-
stöðina.
Rætt við
Höilu Bach-
inann, kristni-
boða
skemmtilegum og vel tilbún-
um kofum úr strái og leir,
og klæða kofarnir mjög vel
landið. Þeir eru að sjálf-
sögðu glhggalausir og dimmt
inni, enda dveljast íbúarnir
innandyra aðeins yfir há-
nóttina. Kofarnir eru hrein-
legir og snyrtilegir, eins og
fólkið sjálft.
Það sem mér fannst eftir-
tektarverðast, þegar ég kom
fyrst til Fílabeinsstrandar-
innar, var að sjá konurnar
bera stórar byrðar á höfðinu.
Þær hlæja bara, þegar þær
sjá okkur rogast með eitt-
bvað í fanginu. Þær geta
borið stórar vatnskrúsir á
höfði, án þess að halda við
þær, stóra hlaða af eldsneyti
o. s. frv. Og ekkert ber á
höfuðveiki hjá þeim.
Annars vinna konurnar á
Fílabeinsströndinni miklu
meira en karlmennirnir, eins
og víða tíðkast í svertingja-
ríkjunum. Þær eru alltaf úti
á akrinum. Efnaðir akraeig-
endur geta leyft sér að liggja
heima við og hafa það gott,
Omm:>
Kona á Fílabeinsströndinni ber barn sitt á bakinu, eins og
siður er þar í landi.
þó konurnar verði að þræla
úti við.
Óhollt Ioftslag
Loftslagið er óhollt þarna,
regntímar og þurrktímar
skiptast á, loftið er rakt og
fullt af sóttkveikjum. Evrópu
búar slappast mikið af að
dveljast lengi í þessum
löndum og flestir horast.
Því er þeim nauðsynlegt að
fá langt leyfi á þriggja ára
fresti.
Þennan tíma, sem éS hef
verið í fríi, hef ég ferðast
um ísland fyrir Kristniboðs-
sambandið og sýnt skugga-
myndir af kristniboðsstarf-
inu. Fjalla þær um þau á-
hrif sem kristniboðið hefur
Væri nú unnið að því smátt
og smátt að skrá niður hinar
ýmsu mállýzkur.
Halla Bachmann sagði að
hin svonefnda „menning"
hefði haldið innreið sína í
landið. Kvikmyndahús væru
í borgunum, en innfæddir
hefðu ekki tekið upp dans-
skemmtanir og paradans, eins
og tíðkaðist í Evrópu og víð-
ar, heldur héldu þjóðdöns-
unum í heiðri og hefðu gam-
an af að dansa þá. — Og í
einu gætu menningarþjóðirn-
ar tekið þá svörtu til fyrir-
myndar, sagði Halla Bach-
mann. — Á Fílabeinsströnd-
inni sjást ekki drukknir
menn og maður sér ekki
konu reykja. Hg.
' *0- 0 * 0 0 * 0 0*0 0 0*0 0*0 0 0»0*0 0 00 0 0 0 0 0 0^0^
•»
o
1
W
*
KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR
N Ý J A B í Ó ;
VOR í BERLÍN
ÞEGAR ég les titdlinn á þessari
iþýzku litmynd bjóst ég við að
hér væri um að ræða gljámynd
fulla af tilfinningasemi, eins og
margar þýzkar myndir eru með
svo rómantízku heiti, en slíkar
myndir eru mér yfirleitt heldur
hvimleiðar. En þegar ég sá mynd
íoc fccwn hún mér skemmtilega
á évart. Myndin er, sem sé,
hin hressiiegasta, efnið fjöl-
breytilegt og yfirleitt einkar
skemmtilegt. Áætlunarflugvél frá
Vínarborg á leið til Kaupmanna-
hafnar neyðist til að lenda í
Berlín vegna þoku yfir Dan-
mörku. Farþegar eru margir með
vélinni, æði sundurleitur hópur,
en óánægðir yfir þessari töf á
ferðalaginu. Þarna eru tveir
ítalskir bankaræningjar, sem lög
reglan í Berlín hefur grun um
að séu með vélinni. Þar eru
einnig sænsk hjón á heimleið til
að fá skilnað, þá hin fræga mið-
aldra söngkona Vera Illing, sem
hatar Berlín, því að þar hafði
hún ung orðið fyrir stærstu von-
brigðum lífs síns. Ennfremur eru
meðal farþeganna þrír ungir og
snauðir- menn, útflytjendur til
Kanada og á einn þeirra, Terry
líka sárar endurminningar frá
Berlín og að lokum er þaina
xniðaldra Grikki, sem á barn í
vændum vestur í Los Angeles, og
er því mjög taugaóstyrkur. öllu
þessu fólki verður hin stutta við-
dvöl í Berlín, aðeins tveir sólar
hringar, hin örlagaríkasta. Úr
vandamálum allra, nema banka-
ræningjanna, greiðist á hinn
ákjósanlegasta hátt og þeir
hverfa allir á brott úr borginni
með vor i hug og hjarta. Einn
farþeganna verður þó eftir, ham
ingjusamastur allra, því hann
hefur fundið það, sem hann lei-t-
aði að.
Eins og áður segir, er
mynd þessi skemmtileg og
viðburðarík og margt fróðlegt og
fagurt ber fyrir augu áhorfand-
ans, bæði í borginni sjálfri og
umhverfi hennar. Og ekki dreg-
ur það úr ánægjunni fyrir okkur,
sem roskin eru að hitta þarna fyr
ir glæsilega filmstjörnu og söng-
konu, Martha Eggerth, sem veitti
manni marga ánægjustund í bíó
í gamla daga. Er hún enn glæsi-
leg kona og syngur afburðavel.