Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. febrúar 1962
MORGUISBLAÐIÐ
komin
heim
„ÞIÐ verðið að afsaka að ég
lét ykkur bíða “ sagrði Sigríð-
ur Oeirsdóttir. ,,Ég kom svo
snemma heim í morgun, eftir
hræðilega langt ferðalag, eins
og þið kannski vitið. Eg sá
varla neitt, þegar ég steig út
úr flugvélinni, en þegar ég
ætlaði að fara að sofa, kom
mér ekki dúr á auga. Pabbi
gaf mér svefntöflur og þá loks
ins sofnaði ég — og svo var
naumast hægt að vekja mig
aftur.“
Sigríður Geirsdóttir brosti
svo skein í perlulaga tennurn-
ar og settist við hringlaga
kaffiborðið í stofu foreldra
sinna, Geirs Stefánssonar og
Birnu Hjaltested, að Mýrar-
húsuim á Seltjarnarnesi. Frú
Birna hafði þakið borðið góm
sætum kökum, döðluköku með
þeyttum rjóma, kókósmjöls-
kökum og mörgu fleiru, og
hélt hún þeim óspart að
blaðamanni og Ijósmyndara
Morgunblaðsins, meðan þeir
biðu eftir að „primadonnan"
vaknaði, eins og faðir hennar
komst að orði. ,,Namm, namm,
skelfing er langt síðan ég hef
fengið heimabakaðar kökur,“
sagði Sigríður, „eftir allt
ameríska kexið og kaffihúsa-
kökurnar!“ ,
„Nábúakonan í Bollagörð-
um sendi mér þessa köku,
væna mín,“ sagði móðir henn-
ar, „ég þurfti bara ekkert að
baka, kökurnar og blómin
hafa streymt hvarvetna að “
Lítið breytzt.
Það þarf varla að kynna
Sigríði Geirsdóttur (Sirirí SteÆ
fen) ftuúr lesendum, svo o£t
hefur verið um hana skrifað
hér í blaðinu og öðrum blöð-
um. Hún kom heim í
gærmorgun kl. . 6 eftir
næTri tveggja ára útivist, og
hyggst dveljast hér í nokkr-
Fjölskyldan rið kaffiborðið. Sigríður situr milli pabba síns og yngstu systur, Bivnu. Móðir
hennar er lengst til vinstri.
ar vikur. „Ég er alveg stein-
hissa á því hvað hún hefur
lítið breyzt,“ sagði Birna,
móðir hennar, „eftir allt um-
stangið í Hollywood." Við vor
um sammála. Þó hárið hefði
stytzt og andlitsförðunin
breytzt, var hún furðulík
þeirri stúlku, sem fór utan í
leit að frægð og frama fyrir
tveim árum Hún var í svörtu
pilsi og hvítri blússu, neglur
og varir málaðar ljósrauðar.
Hún bar tvo undurfagra stóra
steinhringi, sinn á hvorum
baugfingri, og hárið féll laust
um herðarnar.
„Ég ætla að vera hér
nokkrar vikur,“ sagði Sigríð-
ur, og syngja á RÖÐLI, eins
og í gamla daga. Þar byrjaði
ég að syngja, alveg kunnáttu-
laus, og kann ekki við að
syngja á öðrum stað hér, enn
sem komið er Ég veit ekki
hvað ég verð lengi, líklega 6
vikur. Kærastinn minn, Magn
ús Skúlason er úti í Skotlandi
að læra arkitektúr og ég á
von á honum eftir þrjár vik-
ur. Mér finnst alveg ómögu-
legt að fara aftur vestur, án
þess að hitta hann.“
i •
Sjónvarp og kvikmyndir.
„Það hefur margt drifið á
dagana þessi tvö ár?“ spyrjum
við Sigríði.
„Já. mjög margt. Ég hef
komið fram í óteljandi sjón-
varpsþáttum og er nú nýbyrj-
uð á kvikmyndunum, fyrsta
kvikmyndin er að koma á
markaðinn þessa dagana. Hún
er um ævi Hitlers og lék ég
þar hjúkrunarkonu.
Fyrir skömmu var ég við-
stödd verðlaunaafhendingu,
sem erlenda pressan Globe-
wards eru þau nefnd, velur,
Þar veitti ég viðtöku verð-
launum fyrir hönd einnar
leikkonunnar í Hitlers-kvik-
myndinni. Þetta eru talin önn
ur beztu verðlaunin, sem veitt
eru í Bandaríkjunum, og voru
viðstaddir afhendinguna marg
ir frægir leikarar, t.d Nat-
halie Wood, sem leikur a,ðal-
hlutverkið í „West Side
Story“, og fleiri. Er það kvik-
myndinni til mikils fram-
i dráttar að hafa fengið þessi
verðlaun.
Næsta hlutverk mitt verður í
kvikmynd um marijuhana, og
verður það hrollvekja af Hit-
chcock-gerðinni. Richard Base
hart, sá sem lék í La Strada
eins og mörgum er minnis-
stætt, fer með aðadhlutverkið
í þessari mynd, en hann lék
líka aðalhlutverkið í Hitlers-
myndinni, þ.e. foringjann
sjálfan.
Það er verið að skrifa hand
ritið að þessari kvikmynd, ég
veit ekki enn hvernig mitt
hlutverk verður, en hugsa það
verði samið sérstaklega við
mitt hæfi. Ég leik alltaf annað
hvort sænskar, ítalskar,
fingrum annarrar handar, og
einungis stór nöfn eins og t.d.
Lena Horne geta gert sér von-
ir um að fá að syngja þar.
Byrja daginn snemma.
Það er mjög gaman að vinna
í Hollywood. Þeir byrja dag-
inn snemma í kvikmynda-
verunum. Við þurfum að vera
mætt í síðasta lagi kl. 7 — það
tekur a.m.k hálftíma að kom
ast á vinnustað — þá er byrj-
að á andliitsförðuninni og
snyrtingunni, kvikmyndatök-
urnar hefjast rétt fyrir 9, og
unnið til 5 eða 6. Ég hef
kynnzt mörgu góðu fólki
þama vestra, 60% af því er
fólk sem vinnur bak við tjöld-
in. Ég þekki marga af yngri
leikurunum sem eru, eða bún
ir, að skapa sér nafn Auk
þess hef ég leikið í sjónvarpi
með Rossino Brazzi, er heima
gangur hjá Robert Mitchum
og þekki vel Ginger Rogers,
sem er nýbyrjuð að leika á
ný sprellfjörug og búin að
láta lyfta á sér andlitinu. Enn
fremur Diana Shore og mann
hennar, Charles Heston, Shir-
ley McLaine og fleiri. Ég
kynntist Jeff Ohandler rétt
áður en hann dó. Þá virtist
hann hress í bragði, en
hvarf svo af sjónarsviðinu
skyndilega."
Gott að koma heim.
„Það eru um það bil 500
franskar eða ungverskar stúlk
ur, því það heyrist á hreimi
mínum að ég er útlendingur.
Svo býst ég við að fá söng-
hlutverk í barnafantasíu, sem
Charles Strauss, kvikmynda-
stjóri, er með á prjónunum.
Ég hef allan þennan tíma
sótt söng- og leiklistartíma og
er því nóg að gera. Söngkenn
arar mínir eru Annetta Warr-
en, sem kennir af segulbandi,
og Eddie Brightford, hvort-
tveggja prýðiskennarar og í
miklu áliti. Ég ætla að leggja
meiri rækt við sönginn, þegar
ég kem vestur aftur, og er
jafnvel að hugsa um að syngja
í Las Vegas. Það eru lítil tæki
færi til að ryðja sér söngbraut
í Hollywood, enda hægt að
að telja næturklúbbana þar á
„Hefur lítið breytzt,"
segir móðir hennar
Sigríður Geirsdóttir.
íslendingar í Kalifornlu, en
þvi miður höfum við ekki
mörg tækifæri til að hittast.
Þar er starfandi Islendingfé-
lag, sem heldur samkomur 17.
júní og 1. desember. Einnig
er Leif Eiríksson-klúbbur, og
hef ég sungið tvisvar sinnum
á skemmtunum hans. Við
Anna systir mín búum saman
og tölumst við á íslenzku, svo
ég hef ekkert glatað málinu,
og hugsa ég hefði ekki gert
það, þó ég byggi ein. Einnig
hef ég haft mikið samneyti við
norsku vinkopu mína, Jorun,
sem tók þátt með mér í feg-
urðarsamkeppninni vestra.
Hún er gift Barry Coe, leik-
ara, og á nú von á 2. barni
sínu.“
,En mér finnst mjög ánægju
legt að vera komin heim,“,
sagði Sigríður Geirsdóttir að
lokum. „Ég hlakka til að byrja
að syngja á Röðli og heilsa
upp á alla kunningjana." Hg.
STAKSTtllilAR
Andstaðan gegn hita-
veitunni
Menn minnast þess, að GuS-
mundur Vigfússon, borgarfuU-
trúi kommúnista, réðst að Geir
Hallgrímssyni, borgarstjóra, á
borgarstjórnarfundi fyrir það, að
hann skyldi senda menn utan til
að ganga frá lántöku hjá AI-
þjóðabankanum vegna hinna
stórfelldu hitaveituframkvæmda.
Á síðasta borgarstjórnarfundi
tók Guðmoindur Vigfússon til á
ný að agnúast út af hitaveitu-
framkvæmdunum, og í gær skýr-
ir Moskvumálgagnið frá þessum
árásum hans. Meginádeiluefni
kommúnista er það, að 5%%
vextir séu alltof háir, og er helzt
á þeim að skilja að hafna hefði
átt láninu og hætta við fram-
kvæmdirnar. Jafnframt berjast
þeir svo gegn því, að lán sé tek-
ið innanlands með gildandi vöxt-
um. Er augljóst af þessum til-
burðum kommúnista, að hita-
veituframkvæmdimar eru eitur
í þeirra beinum og þeir geta
ekki stillt sig um að gera alit,
sem í þeirra valdi stendur, til
að koma i veg fyrir að áætlanir
standist.
Bankar og veitingahús
í kommúnistamálgagninu í gær
er rætt um ný bankahús og veit-
ingastaði, sem alltof rn.ikið sé
byggt af. Hið broslega er,
að byggingar bankanna og
veitingastaðanna vom mestar á
tímum vinstri stjórnarinnar og
ekki minnist Morgunblaðið þess,
að í tíð Viðreisnarstjórnarinnar
hafi verið hafin bygging neins
bankahúss né veitingahúss í
höfuðstaðnum. Orðið „viðreisn-
arstjórn“ virðist því hafa mis-
prentazt í stað orðsins „vfcMári
stjórn“ i eftirfarandi orðun
Moskvumálgagnsins:
„Hvað sem því líður er hitt
ljóst, að bankarnir og veitinga-
húsin eru áþreifanlegustu afrek
viðreisnarstjórnarinnar."
Lúðvík lýsir Einari
í Mýnesi
Lúðvík Jósefsson ritar í gaer
grein í kommúnistamálgagnið
um. Gils Guðmundsson. Einar
Björnsson frá Mýnesi og aðra
vinstri spekinga. í greininni seg-
ir m. a.:
„Einar Björnsson frá Mýnesi
taldi sig blóðrauðan kommúnista
á meðan sá flokknr var og hét
hér á landi. Síðan taldi Einar
sig flokksmann Sósíalistaflokks-
ins.
Einar var stuðningsmaður
minn í öllum kosningum á Aust-
urlandi frá því ég fór að vera
í framboði og fram til síðustu
Alþingiskosninga. Einar sótti
jafnan fast eftir að fá að vera í
framboði með mér, en sveitung-
ar hans réðu mér jafnan frá því
að hafa hann á lista, þar sem rrað
urinn væri í sérlega litlu áliti.
í síðustu Alþingiskosningum
sauð framboðssýki Einars upp-
Biðlað til Framsóknar
Síðar í grein sinni segir Lúð-
vík Jósefsson:
„Við erum reiðubúnir til sam-
starfs við Þjóðvarnarmenn um
þau málefni, sem við eigum sam-
eiginleg, og við erum einnig
reiðubúin til samstarfs við Fram
sóknarmenn um þau málefni,
sem við eígum saman.“
Enn er ekki vitað hvort Fram-
sóknarmaddaman tekur bónorð-
inu.