Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVPtBT Áfílb Föstudagur 23. febrúar 1962 Krafizt var reikn- ingsskila þegar A FUNDI neðri 'deildar Alþingis í gær var fram haldið umræð- um um þingsályktunartillögu um viðskipti fjármálaráðuneytisins við Axel Kristjánsson. Að þeim loknum var samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsnefndar. Málið er til Iokaathugunar Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvaðst vilja gefa eftir- farandi upplýsingar varðandi þetta mál. Ríkisstjórnin tók á ár inu 1959 að ér rekstur togarans Brimness eftir beiðni forráða- manna Seyðifjarðarkaupstaðar samkvæmt heimild í 22. gr. fjár laga fyrir árið 1959 og fól Axel Kristjánssyni forstjóra útgerðar- ið til gjaldþrotaskipta, og mun það sæta venjulegri meðferð búa undir gjaldþrotaskiptum. Geir Gunnarsson (K) taldi að- alatriðið, að tillögunni yrði nú vísað til nefndar og fengi þar greiða og rækilega athugun. Þá mótmælti hann þeim ummælum Guðm. í. Guðmundssonar, að far ið hefði verið með ríkisábyrgð á togaranum Keili að venjulegum hætti. Einar Olgeirsson (K) taldi, að skipa yrði rannsóknarnefnd, ef ekki tækist að upplýsa málið til fullnustu í nefndinni. Höfuð- atriðið væri, að ríkið hefði orð- ið að greiða miklu meira en ábyrgzt hefði verið og úr því yrði að fá skorið, hver ábyrgur væri fyrir mismuninum. 1 MITT !íf er ævintýri, sagði Guðmundur Guðjónsson, söngvari, í viðtali við Ár- huus Stiftstádende á dögun- um — og annrð kvöld verð- ur í raun og veru ævintýra- Guðmundur hefur að und anförnu verið við söngnéim í Köln, en fékk frí til þess að æfa og syngja í Árósum. Síðan heldur hann til Köln- ar á ný oig verður þar a. m. k. til hausts. Guðmundur er íslenzkum leikhúsgestum góðkunnur, en þetta er í fyrsta sinn sem Isann kemur fram á sviði erlendis. La Traviada er sýnd í Árósum í tilefni 15 ára afmælis józku óperunn- ar, sem er hin eina í Dan- Guömundur sem Alfredo 1 kvöld hjá honum. Þá verður La Traviata frumsýnd í Óperunni í Árósum og fer Guðmundur þar með hlutverk Alfredo, en hitt aðalhlutverkið syng- ur ítölsk sópransöngkona, Maria Manni Jottáni. mörku utan Kaupmanna- hafnar — og er það mikill heiður fyrir Guðmund að hafa valizt í hlutverkið. ~zf& t Mundi tefja málið um of Endurskoðuð verði lög og reglu gerðir um stýrim.skólu fslunðs stjórnina. Heimildin gilti sam- kvæmt fjárlögum til 1. sept. 1959, en útgerðinni var haldið áfram nokkru lengur vegna beiðni bæjarstjómar Seyðisfjarð ar, sem ekki þótti annað fært en verða við. Þegar útgerð Ax- els Kristjánssonar á Brimnesi lauk, var af hálfu fjármálaráðu- neytisins þegar gerð gangskör að því að krefjast reikningsskila. Þegar reikningsskil bárust fjár- málaráðuneytinu, var skipuð skilanefnd til athugunar á þeim Og til þess að hafa umsjón með endurskoðun reikninganna. End- urskoðunina framkvæmdu tveir starfsmenn ríkisstjórnarinnar á vegum skilanefndar. Eftir að endurskoðun var lokið og skila- nefnd hafði afhent athugasemd- ir sínar, taldi fjármálaráðuneyt- ið rétt að fá umsögn ríkisend- urskoðenda. Er málið nú til loka athugunar í ráðuneytinu. Að því er varðar hlutafélagið Ásfjall, hefur bú þess verið tek- Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórn- arinnar um sveitastjórnarkosn- ingar samþykkt sem lög frá Al- þingi. Þá var frumvarpi um heil- brigðissamþykktir vísað til 2. um ræðu og heilbrigðis- og félags- jnálanefndar. Framsal sakamanna Á fundi efri deildar gerði Bjami Benediktsson dómsmála- ráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framsal sakamanna, en það var sam- þykkt í neðri deild. Á árunum 1959—1961 hafa verið sett í Dan- mörbu, Finnlandi, Noregi og Svi- þjóð lög um framsal sakamanna milli þessara ríkja innbyrðis Og milli þeirra og fslands. Þess var vænzt, að sams konar lög yrðu sett á íslandi, enda er gert ráð fyrir því í norrænu lögunum, að þau komi hver fyrir sig ekki til framkvæmdar gagnvart neinu öðru ríki, fyrr en sams konar Sjötugsafmæli AKRANE3I, 22. febr. — Sjötugur varð á miðvikudag, 21. febr., Níels Kristmannsson, bókari, Vesturgötu 10, Akranesi. Níels hefur alla ævi verið bindindis- maður af lífi Og sál Og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu bindindismála. Níels var og ein styrkasta stoð Ungmennafél. Akraness. Hann hefur unnað leik list eins og faðir hans, og var um langt skeið fyrirgreiðslumað- ur leikflokka. sem lögðu leið sína hingað. — Oddur. Á FUNDI neðri deildar í gær var frumvarp um lausaskuldir bænda tekið til 3. umræðu. Fram að árslokum 1961 Skúli Guðmundsson (F) gerði grein fyrir breytingartillögum þess efnis, að skuldabréfin verði einnig látin ná til laususkulda á árinu 1961 og að umsóknar- fresturinn verði framlengdur til 1. maí n. k. Kvað hann breyt- ingartillögu þessa ekki þurfa að valda neinum drætti á afgreiðslu málsins, þegar væri hægt að afgreiða þá bændur, sem sótt hafa um, nema þeir telji sig hafa hag af því að breyta einn- ig þeim lausaskuldum, sem safn azt hafa á árinu 1961, í föst lán. lög hafa verið sett þar. Ríkis- stjórnin telur rétt, að ísland ger- ist aðili að hinu norræna sam- starfi á þessu sviði löggjafarinn- ar. Samþykkt var að vísa frum- varpinu til 2. umræðu og alls- her j arnefndar. Vátryggingarfélag fiskiskípa Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra gerði grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um vátryggingarfélag fyrir fiskiskip, en það hefði verið samþykkt í neðri deild. Frumvarpið fjallar um, að sjávarútvegsmálaráðu- neytið ákveði, hversu háa fjár- hæð Samábyrgðin tekur í eigin áhættu í hverju skipi, en með því að hækka þá upphæð nokk- uð frá því, sem nú er, er talið að unnt muni að komast að hag- stæðari kjörum hjá endurtryggj- endum. Samþykkt var að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Þá var frumvarp um birtingu laga og stjórnvaldaerinda sam- þykkt við 3. umræðu Og sent forseta neðri deildar til af- greiðslu. Nýr hdl. í GÆR lauk frú Guðrún Erlends- dóttir prófi héraðsdómslög- manna. Mun hún þriðja konan, er það gerir; hinar fyrri voru Rannveig Þorsteinsdóttir og Auður Þorbergsdóttir. Björn Pálsson (F) taldi nauð synlegt að framlengja umsókn- artímann, svo að lögin yrðu rétt lát gagnvart öllum bændum. Halldór Ásgrímsson (F) taldi bráðabirgðalögin, eins og gengið hefði verið frá þeim, ekki mundu hafa komið að viðhlít- andi notum. Samningarnir við Seðlabankann væri hins vegar mikils virði og gæfu bændum vonir um, að lánin verði þeim að liði. Því sé nauðsynlegt að framlengja umsóknartímann. Eggjuðu bændur til að taka ekki lánin Jón Pálmason (S) kvaðstvilja segja nokkur orð vegna breyt- ingartillögu Sk G. Það hefði ver ið kvartað yfir því, að þetta mál hefði dregizt um of á lang- inn og væri sú kvörtun ekki með öllu ástæðulaus. En yrðu þessar breytingartillögur sam- þykktar, mundi drátturinn verði fulllangur, a.m.k. undir þessa árs lok. Búið er að leggja mikla vinnu í að sundurliða skuldirn- ar, en sú vinna yrði öll ónýt, þar sem miða á við árslok 1961 í stað ársloka 1960. Þá yrði og einnig að endurtaka samningana við bankana, þar sem þeir mið- uðust við þær upphæðir, sem fram komu í umsóknunum. — Mundi samþykkt breytingartil- lagnanna því tefja alla fram- kvæmd laganna stórkostlega. En engin þörf er á því að samþykkja þær, sagði þingmað- urinn. Umsóknarfresturjpn var í tvo og hálfan mánuð, var hann rækilega auglýstur og ennfremur var fundur Stéttarsambands bænda haldinn á því tímabili, svo að bændur höfðu því allir nægan tíma og tækifæri til að sækja um. Þá kvað hann það ekki koma sér á óvart, þótt fram sóknarmenn hefðu allt á horn- um sér, enda hefði hann haft spurnir af því að þeir hefðu eggjað bændur til að taka ekki lánin. Gísli Guðmundsson (F) tók mjög í sama streng og hinir framsóknarmennirnir. Kvaðst hann hafa staðið upp vegna þeirra ummæla Jóns Pálmason- ar, að framsóknarmenn hefðu eggjað bændur á að taka ekki lánin og kvaðst hann ekki vita nein dæmi þess. Atkvæðagreiðlu um frum- varpið var frestað. Arkitekt A.A.F. getur fengið góða skilmála og vinnuskilyrði. Get útvegað herbergi eða íbúð. Olav Söndrol arkt. M.N.A.L. Kristiansand S. Norge. LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis, að lög og reglugerðir um stýri- mannaskóla íslands og inntöku- skilyrði í hann verði endurskoð- uð. Sérstaklega verði haft í huga, hvernig auka jnegi þekkingu væntanlegra nemenda í meðferð ög notkun nýrra siglinga og fisk- leitartækja, sjóvinnu, fiskverkun og meðferð sjávarafurða. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru þeir Pétur Sigurðsson og Eggert Þor- steinsson. Þeim, sem ljúka fiskimannaprófi, íer fækkandi f greinargerð með tillögunni segir svo m. a.: Sú staðreynd hefur verið ljós, a. m. k. fram að síðasta skólaári stýrimannaskólans, að fjöldi þeirra, sem lokið hafa prófi frá fiskimannadeild hans, hefur farið minnkandi með vaxandi skipastól landsmanna. Fyrir þá, sem til þekkja, þarf vart að lýsa þessu vandamáli. Er ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að minnast þess, að t. d. á mörgum togaranna voru hinir svokölluðu prófmenn meðal kjarnans í skips höfninni, þótt eigi teldust til yfir manna. í pessum hópi voru fram sæknir áhugamenn, sem urðu að sýna í starfi yfirburði sína til að teljast hlutgengir í hinni hörðu samkeppni þeirra á milli um mannaforráð. Nú hefur þetta ger breytzt. Á móti hinni alhliða þróun mannekluvandamálsins á fiski skipunum hefur ekki verið haml að — fyrr en nú í seinni tíð með bættum kjörum fiskimannanna og aukinni afiasæld vélbátaflot- ans, þótt sorglega seint reynist unnt að íæra hinn höfuðþátt út- gerðarinnar þar til jafns. En á móti skorti þeirra, sem hugðust leggja út í harða sam- keppni um mannaforráð á skipa- flöta okkar, hefur ekki verið gengið af raunsæi, heldur gefið eftir og stuðlað að því á annan hátt, að af þessari öfugþróun yrði. Þótt allt það bezta megi segja um tilganginn mi þó full- yrða, að á þessu sviði sem svo mörgum öðrum hjá okkar þjóð hefur það, sem til bjargar átti að verða, beinzt að afleiðingum ríkjandi ástands, en ekki or- sökum, og því verið leyst úr tímabundnu vandamáli, en fram- tíðarvandamá! skapað í staðinn. Flutningsmenn benda á þetta vegna þess, að Alþingi hefur beitt sér fyrir þvi að draga úr náms- kröfum og námstíma þessara manna, og mun stýrimannaskól- inn vera éini skóli Iandsins, sem átt hefur þessa þróun á undan- förnum árum, þótt hins vegar megi fullyrða, að í fáum skólum hefur verið rneiri ástæða til hins gagnstæða, eins og æ fleiri mönn um er nú að verða ljóst. Sérstakur sjóvinmuskóli Þá er og lagt til í tillögunni, að athugað sé, hvort ekki sé tírna bært, að stofnsettur verði sér- stakur sjóvinnuskóli, þar sem væntanlegir nemendur stýri- mannaskó'ans og aðrir fái m. a. kennslu í sjóvinnu, fiskverkun, meðferð sjávarafurða, fiskmati Og verkstjórn, og hvort tímabært sé að auka og taka upp kennslu í síðasttöldum greinum við verk- nám gagnfræðastigsins. Um þett.T segir svo í greinar- gerðinni: „Að í tillögunni er getið um verknám gagnfræðaskólanna kem ur af því, að sjálfsagt er að taka slí'ka kennslu upp vegna þess, að fjöldi unglinga kynnist þá störf- um þessa stóra atvinnuvegar, en yrði án hans ella. Margir fá við slíkt unglinganám slíkan áhuga á starfinu, að þeir leggja þetta nytjastarf fyrir sig. Og síðast, en ekki sízt, er hið almenna upp- eldisgildi". Nýtt Nýtt Höfum kynnt okkur nýjustu hreinsun og meðhöndlun á hvers konar skinnjökkum. Hreinsum apaskinn, rússkinn og aðrar skinnvörur EFNALAUGIN BJÖRG Sólvallagötu 74. Sími 13237 Barmahlíð 6. Sími 23337 Ný lög um sveita- stjórnarkosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.