Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 14
r
14
MORCUNfíT 4 mr>
Fðstudagur 23. febrúar 1962
Sjötíu og fimm ára
Ingiríður Arnadðttir
Holti Þistilfirði
„Eg man þá tíð
í minni hún æ mér er“.
LAXÁRDALUR í Þistilfirði er
tmaðsheimur bernsku minnar
og æsku.
Þar norður við yzta haf still-
ir móðir náttúra strengi hörpu
sinnar með þeim hætti að ekki
fymist, né heldur þær fjöl-
skrúðugu myndir, sem þar birt-
ast í blæbrigðaríku samspili
ljóss og skugga.
Sviðið er dalurinn frá hafi til
heiða.
Hljómkviðan sjálf: Norðan-
stórhríðin, sem hamast í al-
gleymingi veðurofsans. „Vor-
vindar glaðir“ og laufvindar
þíðir, sunnan af heiðum, sem
varmir og ljúfir struku um
vanga. Vorleysingarnar undur-
samlegu, allur sá kraftur, allt
það frjómagn, sem geislar vor-
sólar leystu úr læðingi til þess
að vordýrð og gróandi næðu
völdum og veittu mönnunum
blessun sína. I sálum barna
dalsins varir eilíflega endur-
ómur og endurskin þeirra til-
þrifa.
Það var snemma vors fyrir
um það bil fimmtíu árum, að
lítill drengur leit dalinn þennan
fyrsta sinn. Af austurbrún
blcisti við honum dalurinn utan
frá sjó, inn til heíða og beint
á móti, í vestanverðum dalnum,
stór og reisulegur bær, nær því
í miðju, stóru túni, umgirtu
miklum túngarði. Drengurinn
hélt áfram ferð sinni heim að
bænum — á fund húsbænda
sinna.
Þar með var ég, er þessar
línur rita, þangað kominn, þar
sem bernska mín og æska liðu
sem „indælt vor“. Heilladísir
höfðu fylgt mér þangað, til þess
fólks, sem í öllum greinum
reyndist mér sem beztu for-
eldrar, til félags við börn og
ungt fólk, sem voru mér sem
góð systkini.
Allt þel og allur þokki þessa
fólks var hefðbundið lögmálum
ríkrar réttlætiskenndar og
strangasta heiðarleik, samofið
umburðarlyndi og samúð.
í Laxárdal bjuggu þá fjórir
bræður, Ólafur, Magnús, Krist-
ján og Þorsteinn Þórarinssynir
Benjamínssonar og konu hans
Vilborgar Sigurðardóttur. Til
beggja handa stóðu að þeim
bræðrum sterkir ættstofnar,
einkenndir miklum kostum.
Allir voru þeir bræður mikil-
hæfir menn, hver á sinn hátt.
Þeim var það öllum sameigin-
legt að vera búnir ágætum
gáfum, enginn þeirra mátti
vamm sitt vita í nokkrum hlut.
Þeir voru skapríkir og ákafa-
menn til athafna. Þoldu illa ó-
rétt og auðvirðilegt athæfi, en
vildu heldur ekki vísvitandi
ganga á rétt annarra. — Enga
menn hef ég þekkt, sem frem-
ur verðskulda þann dóm, að
þeir væru vaskir menn og
drengir góðir.
Tvíbýli var 1 Laxárdal, tvö
heimili í sama bænum. Heimilis
fólkið var oftast milli tuttugu
og þrjátíu manns.
Annað heimilið var heimili
þeirra Guðmundu Þorláksdótt-
ur og Ólafs Þórarinssonar. í
heimili þeirra voru fjögur upp-
komin börn Guðmundu og fyrri
manns hennar, Stefáns Þórar-
inssonar, og fimm börn hennar
og Ólafs, þá öll á barnsaldri.
Var þetta glæsilegt fólk, góðum
kostum búið.
Hitt heimilið var heimili hús-
bænda minna, Ingiríðar Árna-
dóttur og Kristjáns Þórarinsson-
ar. í heimili þeirra var Vilborg,
móðir þeirra bræðra, gáfuð
kona og mikill persónuleiki.
Þorsteinn Þórarinsson var og í
heimili Kristjáns bróður sins og
að nokkru í félagsbúi við hann.
Magnús Þórarinsson vann á bú-
um bræðra sinna til skiptis.
Mikil umsvif voru á þessum
árum í Laxárdal, bæði utan
húss og innan.
Stór bú, víðaáttumikið land
jarðarinnar, erfitt til allra
nytja, heimtaði atorku og harð-
fylgi til allra bústarfa utan
bæjar.
Margt heimilisfólk, erfið þjón-
ustubrögð þeirra tíma, matseld
við þær aðstæður, er þá voru,
matargerð öll, t.d. að vinna mat
úr sauðamjólkinni, þar sem
margar ær voru í kvíum mat-
arsendingar tvisvar-þrisvar á
dag til engjafólks o. fl. því um
líkt fékk húsfreyjunum ærið að
starfa og hugsa um.
Er sjálfsagt erfitt fyrir fólk,
sem býr við nútíma þægindi að
skilja, hvernig þessu varð öllu
komið í kring, ekki aðeins að
nafninu til heldur af miklum
ágætum, allt á réttum tíma og
hver hlutur á sínum stað.
Húsfreyjurnar á bænum stóðu
bændum sínum ekki að baki að
neinu leyti, hvorki að gáfum,
dugnaði né mannkostum. Þær
stjórnuðu heimilunum sinum af
skörungsskap, hávaðalaust og
virðulega. Guðmunda Þorláks-
dóttir er nú látin fyrir nokkr-
um árum. Hún var mikil hús-
freyja og ástrik móðir. Ólafur,
maður hennar, lifir nú einn
bræðra sinna.
Mikið og gott samstarf var
milli búanna í dalnum. Mér er
því tamast að minnast fjöl-
skyldnanna þar, frá þessum ár-
um, sem einnar samstæðrar
heildar. Þótt skiptar væru skoð-
anir um einstök atriði í önn
dagsins, var í öllu, sem máli
skipti, einn hugur, einn vilji.
Greinarkorn þetta er helgað
húsmóður minni og fóstru,
Ingiríði Árnadóttur, á sjötíu og
fimm ára afmæli hennar.
Það, sem sagt hefur verið hér
að framan um sjálft umhverfið,
sambýlisfólkið, samskipti þess
og aðstæður allar, er baksvið
lífs hennar. Hún er þar öllu
svo samgróin, svo mikilvirkur
þátttakandi áð saga þess er
hennar saga.
★
Ingiríður Árnadóttir er fædd
23. febrúar 1887. — Foreldrar
hennar voru hjónin Arnbjörg
Jóhannesdóttir og Ámi Davíðs-
son á Gimnarsstöðum í Þistil-
firði.
Ættir þeirra Gunnarsstaða-
hjóna eru kunnar um Þingeyj-
arsýslur og víðar um Norður-
land. Það fólk er margt ágætu
atgerfi búið, gáfað og dugmik-
ið. Öll böm þeirra bera beztu
einkenni ætta sinna. Er mér í
bamsminni hve skemmtilegt og
gott var að koma í Gunnars-
staði á æskudögum þeirra.
Ingiríður Árnadóttir og Krist-
ján Þórarinsson giftust 6. júlí
1907. Kristján var þá um þrí-
tugt, fæddur 14. maí 1877.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau í Laxárdal í sambýli við
þá bræður Kristjáns, eins og
fyrr er getið. Á árunum 1913—
1914 byggðu þau sér bæ austan
Laxár, nokkuð upp í ásnum,
gegnt bænum í Dal. Land undir
nýja býlið var fengið úr Gunn-
arsstaðalandi til viðbótar jarðar-
hluta Kristjáns í Laxárdal. Býl-
ið hlaut nafnið Holt. Er það nú
kunnugt stórbýli. Býlin tvö í
dalnum hafa blómgast og vaxið
stórlega að ræktun og húsa-
kosti. Fyrir löngu hefur ný
tækni leyst gömlu búskapar-
hættina af hólmi, sem svo víða
annarsstaðar á landinu.
Ingiríður og Kristján eignuð-
ust ellefu börn. Arnbjörg, Þórar
inn og Árni eru búandi heima í
Holti með móður sinni. Vilborg,
húsfreyja á Þórshöfn, kona
Hauks Kjartanssonar, Bergþóra
(dáin), Guðrún, húsfreyja á Ak-
ureyri, kona Einars Kristjáns-
sonar, rithöfundar frá Her-
mundarfelli, Ásmundur, kenn-
ari í Reykjavík, kvæntur Ás-
dísi kennara Eysteinsdóttur,
Herborg, kennari og húsfreyja í
Reykjavík, kona Þóris Sigurðs-
sonar kennara, Þórhalla, hús-
freyja í Kópavogi, kona Harðar
Björnssonar arkitekts, Guðbjörg,
húsmæðrakennari og húsfreyja
í Reykjavík, kona Eiríks Jóns«
sonar kennara og Hólmfríður,
húsfreyja á Akureyri, kona Sig-
urðar Óla Brynjólfssonar kenn-
ara þar. Allt er þetta vel gefið
og glæsilegt fólk.
Mann sinn missti Ingiríður
4. marz 1942.
★
Heimilið í Holti var í öllum
greinum rammílenzkt menning-
arheimili. Þar studdi allt að.
Gáfur og mannkostir húsbænd-
anna, Ingiríðar og Kristjáns,,
Þorsteins Þórarinssonar og móð-
ur þeirra bræðra, Vilborgar,
ömmunnar á heimilinu. Um það
voru þau öll samhuga og sam-
hent. Öll umgengni, borðhald og
störf innanbæjar hafði yfir sér
látleysi og snyrtimannlegan
rrrenningarblæ. Vinnan var í há-
vegum höfð, vinnulag og af-
köst. Um störfin var rætt,
glaðst yfir góðum árangri,
reynt að finna leiðir til að
yfirstíga örðugleika. Reynt var
að fá sem flestar tómstundir
sameiginlega fyrir heimilisfólk-
ið. Fór það að sjálfsögðu nokk-
uð eftir árstíðum, hve margar
þær urðu. Tómstúndir þessar
voru helgaðar söng, sagnalestri,
umræður um bækur, opin-
ber mál, sem efst voru á baugi
í þjóðlífinu, frásagnir og sam-
töl. Þessar stundir á æskuheim-
ili mínu eru mér ógleymanlegar.
Þær voru í senn mikill gleði-
gjafi og hollur og góður skóli.
Þeir bræður Kristján og Þor-
steinn voru vitrir menn og göf-
ugmenni. Þeir voru hugsjóna-
menn fræðslu, félagsmála og
framfara. Umhyggja þeirra fyr-
ir velferð bama og æskumanna
var óvenjuleg.
En samt hefur mér alltaí
fundizt hlutur Ingiríðar hús-
freyju mestur í mótun þessa
góða heimilis og minnkar það
ekki hlut annarra. Hún stjórn-
aði heimili sínu af mikilli snilli.
Allir á heimilinu elskuðu hana
og virtu. Hún var ekki orðmörg i
stjórn sinni, en engum duldist,
hvort henni líkaði betur eða
verr. Henni var í blóð borin
sú mennt að umgangast aðra
þannig, að þeir fundu, hvað af
þeim var ætlazt, bæði í störfum
og framferði öllu.
Hún er kona fremur smávax-
in og fínlega byggð, en skör-
ungur í geði og fasi öllu. Hún
er sterkasti stjómari, sem ég
hefi þekkt og um leið sá mild-
asti og umburðarlyndasti. Móð-
urumhyggja hennar, mildi henn
ar og réttsýni, glaður hugur og
óvenjulegt táp, brá yndisleik yf-
ir erfiði og þrautir daganna og
gerði lífið á heimili hennar ljúft
og friðsælt.
Leiðbeiningar hennar og á»
minningar eftir jákvæðum leið-
um viðurkenningar, gleymast
ekki.
Við þessi tímamót ævi henn-
ar leita þakklátir hugar barna
hennar heim, heim til kærra
bemsku- og æskuminninga. —»
Margs er að minnast, margt a3
þakka og mikils að sakna. Horf-
in er af sviðinu maður hennar,
mágur hennar, tengdamóðir
og hugljúf dóttir.
1 dag getur Ingiríður í Holtl
litið yfir langa og dáðríka starfs
ævi. Lífið hefur veitt henni sín-
ar dýrustu gjafir og hún veitt
þeim viðtöku af miklum marui-
dómi.
Enn er sú mikla lífsgjöf, starf-
ið, ekki fallið henni úr hönd-
um. Heima í Holti er hún um-
vafin ástúð og umhyggju bama
sinna.
Bærinn í Holti stendur hátt f
hlíð með útsýni vestur yfir sveit
ina,Þistilfjörð, til fjallanna við
austurbrún Öxarfjarðarheiðar,
Nú þegar sól gengur til vestur-
áttar vil ég óska fóstru minni
þess, að fegurð og friður kveld-
sólar megi við henni ljóma, eina
og fegurst getur verið, séð heim
an frá Holti. Eg færi henni þakk
ir mínar, bið henni blessunar
guðs og votta henni sonarlega
ást mína og aðdáun.
Aðalsteinn Eiríksson.
Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, er
glöddu mig með heimsoknum, gjöfúm og skeytum á 70
ára afmæli mínu 12. febrúar sl. — Guð blessi ykkur öll.
Guðmundína Kristín Ingimundardóttir
Elliheimili Akraness
Öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmælinu með
heimsóknum, kveðjum, skeytum og gjöfum eða á annan
hátt sendi ég mínar beztu kveðjur og þakklæti.
Eg óska ykkur allrai blessunar.
Sigbjörn Sigurðsson frá Hjartarstöðum.
FRAIMLEIÐEIMDIJR
Þeu- sem við erum að færa út starfsemi okkar, vilj_
um við taka í umboðssölu innlendar matvörutegund-
ir og hverskonar aðrar vörur, sem seldar eru í mat-
vöruverzlunum.
KATLA H.F.
Simi 38080
Ljósaperur
12 — 24 — 32 — 110 Volta
fyrir skip og báta skrúfaðar og stungnar útvegum
vér frá verksmiðjum í Bretlandi og Frakklandi. —
Pantanir, sem eiga að afgreiðast fyrir sumarið
óskast sem fyrst.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F.
Skólavörðustig 3 — Símar 17975—76
^Taðir okkar
ARNGRÍMUR ARNGRÍMSSOh.
Landakoti, Bessastaðahreppi,
lézt að Landakotsspítala 22. febrúar 1962. — Jarðarför-
in auglýst síðar.
Börn hins látna
Konan min
MARGRÉT ANDREA HALLDÓRSDÓTTIR
andaðist i sjúkrahúsinu Sólheimum 21. þ.m.
Magnús Bergmann Friðriksson
Útför
MARÍU MARKÚSDÓTTUR
Köldukinn 10
sem lézt 17. þ.m. fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, laug-
ardaginn 24. febr. n.k. og hefst kl. 2 e.h.
Markús Sveinsson
systkini, börn og tengdabörn hinnar lútnu.
Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur vinar-
hug við andlát og jarðarför föður okkar,
PÉTURS HJÁLMTÝSSONAR
Börn hins látna
V