Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. febrúar 1962 MORGVNBLAÐIB 15 HITSTJÓRAB: BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Ræða Jóhanns Hafsteins á 35 ára afmælishátíð Heimdallar ÞAÐ hafa orðiS einskonar óskráð lög eða hefð í stjórnmálalífi okk- ar íslendinga, að við greinum skarplega á milli yngri og eldri stjórnmálamanna. Og þessi að- igreining er að formi til bundin i við eitt ár. Þegar þú lýkur 35 ' lára aldursákeiði, ertu kominn yfir strikið. í>ú ert þá með engu tmóti liðgengur í hópi ungra Btjórnmálamanna. Hvort þú verð- ur liðtækur sem eldri stjórnmála rnaður fer eftir atvikum. '• Það er aðeins einstaka stjórn- málamaður, eins og Árni Helga- »on í Stykkishólmi, sem virðir að vettugi þetta lögmál — og er ijafnvígur í hvorri fylkingunni sem vera vill. ! Þó að þessi aðgreining yngri ©g eldri stjórnmálamanna sé að eumu leyti form, vegna aldurs- ákvæða stjórnmálafélaga yngri manna, — og á þessum vett- vangi Heimdallar, er hún vissu- lega í eðli sínu efnisrík. ) Hinn ungi stjórnmálómaður er annar en hinn eldri, þó að þeir séu í sama flokki — og stefni jafn ótrauðir að sama marki. Hinn ungi á sín einkenni — óum- deilanleg sérkenni. Sérkenni hins unga stjórnmálamanns er ekki þroskaleysi, eins og menn bera stundum í munni sér Nei. Það gæti eins vel verið sérkenni Ihvaða eldri stjórnmálamcmns, eem vera skal. En einkenni hins unga stjórn- málamanns hafa ætíð í vitund minni verið skarpmótuð: Hann er ópersónulegur, hann er hug- ejónaríkur, hann er óþreytandi, — annars er hann ekki ungur Stjórnmálamaður, þótt hann sjálf ur vilji telja sig það. Nú geta eldri stjórnmálamenn, sem betur fer, verið bæði óper- sónulegir og hugsjónaríkir, en þeir eru bá sjaldnast óþreytandi, nema ein og ein undantekning, eins og Gísli Jónsson, að sínu leyti eins og Árni Helgason. • Aff gæta brúarinnar fyrir bergrisum ■ Við heiðrum í kvöld ungan stjórnmálaskörung: HEIMDAL.L. Hann hefir með sóma og prýði borið öli helztu einkenni hins unga stjórnmálamanns. Ef ekki alltaf í jafn ríkum mæli, þá að- eins vegna þess að enginn er al- fuUkominn, og í stjórnmálum Kkiptast á skin og skúrir sem annars staðar í mannlífinu. En hefir nokkur aðili borið fremur inn í íslenzkt stjórnmála- líf kyndil eldheitra hugsjóna og óþrjótandi elju — en Heimdall- ur? Ég hygg ekki. Víða liggja vegir Heimdellinga — fyrr Og eíðar. Á þessum vettvangi verður ekki rakin saga þessa unga fitjórnmálaskörungs — en það má minna á atvik og staðreyndir: Aldrei hygg ég, að 35 ár í sögu þjóðaiþnnar hafi falið í sér jafn glögg þáttaskil og á 35 ára ald- ursskeiði Heimdallar. Hvorki er það Heimdalli að þakka né Heim- dallar sök. En Heimdallur hefir það til síns ágætis að hafa ver- ið liðtækur vel til átaka á hverju tímaskeiði, við sérhver þátta- fikil. Heimdallur hóf merki hug- ijóna sinna — um það leyti sem veldi Framsóknar hóf innreið Bína 1927. Aldrei verður metin til fulls þýðing þeirra áhrifa, sem •lík ungmennavakning á þessum táma átti síðar eftir að hafa á Sjálfstæðisæskan á drjúgan þátt í eflingu Sjálfstæðisstefnunnar í landinu. Æskuár Heimdallar voru þrotlaus andspyrna gegn vaxandi socialisma og valdbeit- ingu rikisins Hann gætti þá þess hlutverks, sem Snorri segir í Eddu að verið hafi hins hvíta áss Heimdallar — að gæta brúarinnar fyrir berg- risum, en sá brúarvörður hafði þá eiginleika, eins Og segir í Eddu — Snorra — að „hann þarf minna svefn en fugl, hann Frá afmælishátið Heimdallar. stórbrotnum framförum Reykjavíkur Eg tók við formennsku Heim- dallar 21 nóv. 1939, — en þá var hin ægilega heimsstyrjöld haf- in. Það voru örfáir á bekkjum á þessum aðalfundi í gamla Varð- arhúsinu — ekki tveir tugir. En þó fór það svo, að 10 dögum síðar, hinn 1. des. 1939, boðaði Heimdallur til fundar í Varðarhúsinu af því tilefni, að Rauði herinn hafði ráðizt inn í Finnland, Og var þá ekki að- eins húsfyllir, heldur gífurleg mannþröng utan húss og gjall- arhornum komið upp, en tilgang- urinn að votta samúð Finnum gegn ofbeldi kommúnismans. Þannig hafa alltaf verið í lifi Heimdallar stormsveipir og lægð- ir og allt þar á milli, en ætíð hafa hugsjónir blásið að kolum, þegar á þurfti að halda. Mér finnst það með ólíkind- um, að það eru nú 15—20 ár síðan við meðstjórnendur mínir og samherjar stóðum í þessu stappi að reyna að stjórna Heim- dalli. Með mér voru í stjórn og á eftir mér, svo ég nefni nokkra: Ludvig Hjálmtýsson, sem tók við formennsku 1943, Óttar Möller, Bjarni Björnsson, Guðmundur Guðmundsson, Eggert Th. Jóns- son, ívar Guðmundsson, Einar Ingimundarson, Jón G. Halldórs- son, Baldur Jónsson, Geir Hall- grímsson, Magnús Helgason, Már Jóhannsson, og svo formennirnir Björgvin Sigurðsson Og Gunnar Helgason, en með formennsku Gunnars 1947 er Heimdallur orð- inn tvítugur. Síðar þekkja menn söguna miklu betur, og nefni ég aðeins formennina Ásgeir Pétursson, Geir Hallgrímsson, Þorvald Garð ar Kristjánsson, Pétur Sæmund- sen, Baldvin Tryggvason, Birgi ísl. Gunnarsson. • Svipmyndir úr baráttunni Eg hefi aðeins viljað rifja nokík uð upp af því eldra og nefni nöfn algjörlfiga af handahófi, — enda eru hin einstöku nöfn ekk- ert atriði í sjálfu sér, heldur sá sameiginlegi árangur heildarinn- ar, sem tekzt að ná, ekki síður fyrir fórnir og eldmóð hins óþekkta hermanns. v Eg minnti á andspyrnu Heim- dallar á fyrsta áratugnum. Síð- an kom styrjöldin, með hernámi íslands og nýjum viðfangsefnum til að snúast gegn. Svo kom baráttan og aðdrag- andinn að lokaþætti sjálfstæðis- baráttunnar með endurreisn lýð- veldis á fslandi 17. júní 1944. Þá færði stjórn Heimdallar formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, 18. júní 1944, að gjöf í nafni ungra Sjálfstæðismanna um land allt, silfurbikar til minningar og þakiklætis fyrir floryistu þessa oddvita Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir endurreisn lýð- veldisins. Síðan komu nýsköpunarárin, •undir floryistu Sjálstæðisananna Hin öra uppbygging á fyrri hluta sjötta tugs aldarinnar — og aft- ur andspyrnan Og baráttan gegn vinstri stjórn í landinu — þegar Hræðslubandalagið var sprengt í loft upp — og í kjölfarið kom: Ný stjórnarskrá með nýrri kjör- dæmaskipan, nýjum siðum og umfram allt barátta fyrir efna- hagslegri viðreisn úr öngþveiti, sem við blasti. í öllum þessum átökum og um- brotum finnast æðaslög og átök Heimdellinga. En fegursti þátturinn í ævi Heimdallar er þó enn ótalinn. Það er uppvöxturinn með borg- inni sinni — Reykjavík. Eg hefi aðeins tóm til að minna á þetta: • Eitt, sem ekki hefir beytzt. Það er mikið lán fyrir Heim- dall að hafa mátt vaxa með vax- andi borg. Það er vissulega gjörólíkt um að litast í borg Heimdellinga nú en fyrir 35 árum, þegar félagið var stofnað. Hinn öri vöxtur Reykjavíkur er ævintýri líkur 1927 var íbúatala Reykjavíkur um 24 þúsurxd, en nú nærri 75 þúsund manns, og er aukningin í Reykjavík þá % af heildaraukn ingunni í landinu. Byggðin í Reykjavík hefir breiðzt yfir holt og hæðir og þangað, sem áður voru taldar óraleiðir frá bænum, eins Og kunnugt er 1927 var engin hitaveita, engin Sogsvirkjun, engir strætisvagnar, ekki flugvöllur og flugvélar, að- Framhald á bls. 23. sér jafnt nótt sem dag hundrað rasta frá sér, hann heyrir og það, er gras vex á jörðu eða ull á sauðum og allt það, er hærra lætur. Hann hefir lúður þann, er Gjallarhorn heitir og heyrir blástur hans í alla heima.“ • Forystumenn félagsins Við minnumst úr sögu félags- ins Heimdallar frá þessum árum árvakra, — ótrauðra brúarvarða. Jóhann Hafstein. Fyrsti formaðurinn, Pétur Haf- stein, fórst í fárviðri með tog- aranum Apríl, á heimleið að loknu frarnhaldsnámi til að búa sig betur undir brúarvarðarstarf- ið. Við merkinu tóku ótrauðir bar áttumenn eins og Knútur Arn- grímsson, Jóbann Möller, Gunn- ar Pálsson, Einar Ásmundsson, Torfi Hjartarson, Thor Thors, Guðmundur Benediktsson, Magn- ús Thorlacíus, Hallgrímur Jóns- son, Bjarni Benediktsson, Sigurð- ur Jóhannsson, Gunnar Thorodd- sen, Ragnar Lárusson, Sveinn Zoéga og fjölda margir flleiri á þessum andspyrnu árum fram til þj óðstjórnarmyndunarinnar 1939 og svo stríðsáranna. Tveir pessara ungu stjórnmála- manna Heimdallar þessa tíma eru nú formaður og varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thor- oddsen — dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, báðir áður borgarstjórar í Reykjavík. Námskeið SUS um sveitarstjórnarmál SAMBAND ungra Sjalfstæffis manna efnir til námskeiðs um sveitarstjómarmál fyrir unga Sjálfstæffismenn í Borg arnesi dagana 3. og 4. marz næstkomandi. Á námskeiffinu verffa flutt eftirtalin erindi: Stjórnmálin og sveitarstjórn irnar: Alfreff Gíslason, bæjar stjóri, Keflavík. Skipulag sveitarstjórnar- mála: Ásgeir Pétursson, sýslu maffur, Borgarnesi. Verkefni sveitarfélaga: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Reykjavík. Fjáröflun sveitarfélaga til framkvæmda og þátttaka rík issjóðs: Jónas Rafnar, alþing- ismaffur. Tekjustofnar sveitarfélaga: Guðlaugur Gíslason, bæjar- stjóri, Vestmannaeyjum. Hópferff verffur frá Reykja vík kl. 9 f.h. laugardaginn 3. marz og mun náimskeiðiff hef j ast um kl. 2 á laugardag. Því verffur væntanlega slitiff síffla dags á sunnudag og þá ekiff til Reykjavíkur. Þess er aff vænta aff ungir Sjálfstæffismenn reyni aff sækja námskeiff þetta, en þangað má sækja mikinn fróff leik, sem líklegnr er til aff koma aff gagni viff bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í mai n.k. Þátttaka tilkynnist skrif- stofu Sambands ungra Sjálf stæðismanna í Valhöll — (Sími 17102).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.