Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
FSstudagur 23. febrðar 1962
Barbara James: 34
Fögur
og feig
sýna þeim svona mikinn áhuga.
Jæja, það varð nú þetta ónæði
hjá okkur á sunnudaginn, þegar
þau voru hérna svó að mig lang-
aði til að tala betur við þau,
sagði ég, en með litlum sann-
fæísíngarkrafti.
Þú virðist vera eitthvað hrifin
af Lísu, er það ekki
Já, mér finnst hún ágæt.
Það þykir mér vænt um að
heyra. Ég hef aldrei verið eins
áhyggjulaus um Tony eins og nú.
Ég var fegin, að hún rökræddi
ekki þetta mál frekar. Ég vonaði
innilega hennar vegna, að Tony
hefði ekki myrt Crystal. Það
vaeri líka ótrúlegt, ef hann hefði
vitað, að hún var dauðvona, en
kannske hefði hann bara ekki
trúað því. Ég vonaði, að hann
fseri ekki að koma móður sinni
út úr jafnvægi með því að fara
að segja henni frá samtali okkar.
Loksins sofnaði ég þetta kvöld,
en svefninn var rólegur og hvíld-
arvana vegna martraðar og vöku
stunda. Símahringingin var þátt-
ur í þessari martröð. Hún kom
skerandi í myrkrinu, mitt gegn
um martröðina og virtist helzt
hluti af herini fyrst, en svo fann
ég, að hún var það eina raun-
verulega í þessum draumkennda
heimi. Ég seildist til og kveikti.
Síminn var rétt við hliðina á mér
á borðinu; hann var ekki annað
en dauður hlutur, en samt var
hann eitthvað illkvitnislega lif-
andi nú. Ég var hrædd við að
snerta hann, en hann hélt áfram
að hringja. Loksins tók ég hann
og hjartað í mér hamaðist, rétt
eins og ég ætlaði að kafna.
Halló, sagði ég. Fyrst heyrðist
ekki nema smeilur, en ég gat
heyrt þungan andardrátt.
Halló, hver er þar? spurði ég
með erfiðismunum.
Frú Day! Þetta kom í hvLsling-
um en áherzla á hverri samstöfu.
Já, hver er þetta?
Rosaleen, þú ert orðin of for-
vitin.
Hver er þetta?
Það er hættulegt að vita of
mikið. Hæ.ttu þessum fyrirspurn-
um þínum.
Ég skal kæra þetta fyrir lög-
reglunni....
Það er eins gott að vita alls
ekki sannleikann. Ef þú kemst að
honum, ertu í hættu stödd.
Þetta er ekki annað en hrekkja
þvaður, æpti ég.
Hættu við þetta, eða þú munt
sjá eftir öllu saman.
Ég veit hver þú ert, laug ég í
örvæntingu minni.
Það held ég ekki. Mundu, að
þú getur orðið í hættu stödd.
Góða nótt, Rosaleen.
Ég heyrði annan smell og svo
var síminn dauður. Ég skalf þeg-
ar ég lagði hann á. Fyrst datt
mér í hug að reyna að rekja
(hringinguna, enda þótt hún kæmj
vitanlega frá einhverjum almenri
ingssíma en ég sá. að það var
vonlaust verk.
Eftir nokkurra mínútna bið,
gat ég náð í syfjaða stöðvar-
stúlku. Þetta var sjálfvirk hring-
ing, sagði hún, en kom bara gegn
um stöðina hérna. Hún hefði get-
að komið úr hvaða símaskáp sem
var á öllu Lundúnasvæðinu.
Röddin hafði verið óþekkjanleg.
Hvíslið var algjörlega ópersónu-
legt og raddlaust og hver sam-
stafa borin fram sér og með á-
herzlu. Þetta hefði getað verið
hver sem var, og þá ekki sizt
einhver leikarinn, sem væri van-
ur að breyta rödd sinni. Það
hefði getað verið Tony eða Dom-
inic eða jafnvel — Rory eða Leó.
Hvíslið hefði vel getað dulið
þann litla útlenzkuhreim, sem
var á mæli Leós.
Ég leit á úrið mitt — klukkan
var tuttugu mínútur yfir tvö.
Það var dauðaþögn í öllu húsinu.
Börnin og Vandy sem ekki ótt-
uðust neitt, sváfu hinumegin á
hæðinni.
En Ida og Albert voru skammt
frá. Allt kring um mig var trútt
og tryggt fólk, sem hefði verið
reiðubúið að vernda mig. Þessi
asnalega símahringing hafði
aldirei átt sér stað — hun var
ekki annað en ljótur draumur.
Hendurnar á mér voru rakar af
svita. Ég' var skelfd. Rory hefði
átt að vera heima, hugsaði ég.
Ég hefði ekki átt að þurfa að
stríða við þetta ein. Og samt gat
nú meira að segja Rory hafa....
Ég hafði Ijósið logandi alla
nóttina. Síðan hringt var í sím-
ann var eins og einhver iskyggi-
leg dularvera væri á ferli í hús-
inu.
Ég varð fegin þegar ég gat —
heilli eilífð seinna — dregið frá
giuggum og séð grámugguleg-
an haustmOrguninn. Stóru trén
voru í þoku en þau voru mér
samt huggun. Ekkert var eins
slæmt við dagsbirtuna. Ég beið
með eftirværitingu þangað til hitt
fólkið var komið á fætur. Enn
var ekker,t í morgunblöðunum.
Mér þótti það einkennilegt, að
lögreglan skyldi liggja á þeirri
vitneskju, sem hún hafði. Gat
Leó hugsanlega haft á réttu að
standa? Skyldum við sleppa við
að það yrði gert opinskátt, að
hún hefði dáið í okkar íbúð? Ég
reyndi að hrinda öllu þessu frá
mér og tók að hamast við hús-
verk og umsjón með börnunum.
Svo hringdi síminn, tuttugu
mínútum fyrir ellefu.
Frú Day? Þetta var glaðleg
stúlkurödd.
Já.
Þetta er ráðningarstofa leikara.
Ég hef ofurlitlar upplýsingar
handa yður um Tinu Hall. Hún
'hætti leikstörfum fyrir nokkru
og er nú sögð eiga heima í Shef-
field. En því miður veit ég ekki
heimilisfang hennar þar.
Þakka yður fyrir ómakið.
Því miður hafið þér líklega
ekki neitt gagn af því. Ég hefði
átt að hringja af en sagði;
Andartak. En gætuð þér sagt
mér, hver gaf yður þessar upp-
lýsingar?
Það var stúlka, sem heitir
Daphne Blount. Einhver hérna í
skrifstofunni mundi, að hún
hefði einhverntíma leigt með
Tinu Hall og hún er enn í bókum
hjá okkur, svo að við vitum
‘hvar hún byr. Og siðan hringd-
um við til hennar.
Ég þyrfti að tala við riana.
Gætuð þér gefið mér símanúm-
erið hennar?
Alveg sjálfsagt. Ég beið með-
an hún leitaði að því.
Það er Clyst Green 2862, og
hún á heima í Prince’s Avenue
Ciyst Green, Surrey. Ég skrifaði
þetta niður.
Daphne Blount. Ég leitaði vand
lega í leikskránni góðu. Þar var
nafnið ekki. Þó að ég hringdi til
hennar, gæti hún liklega ekki
sagt mér neitt. Hversvegna ekki
fara að ráðum þess, sem hringdi
um nóttina og hætta að leita
sannleikans. Þótt einkennilegt sé
þá þá ætlaði ég að halda áfram
þó ekki væri nema til að sýna,
að ég léti ekki hræða mig fyrir
orð þess. sem væri svo huglaus
að nota þessa nafnleysingja-að-
ferð. Ég ákvað því að hringja
til Daphne. Ég hafði óneitanlega
orðið hrædd við hringinguna,
enda er ég engin hetja, en hins
vagar get *g verið dálítið þrá, ef
því er að skipta.
Ég var svo heppin, að Daphne
Blount kom sjálf í símann. Ég
skýrði henni frá því, að skrifstof-
an hefði vísað mér á hana.
Mig langaði til að vita, hvort
þér gætuð sagt mér eitthvað
meira
Því miður get ég það víst ekki.
Og ef þér ætlið að bjóða Tinu
atvinnu, þá þýðir það ekki neitt.
Hún er algjörlega hætt allri leik-
starfsemi, sagði hú-n einbeittlega.
Það var nú ekki í sambandi
við atvinnu, heldur dálítið ann-
að.
Ég er hrædd um, að ég geti
ekkert hjálpað yður.
En þér voruð vinkona hennar,
er ekki svo?
Jú, að vísu og við bjuggum
saman, en nú hef ég ekki séð
hana í næstum heilt ár.
Og þér treystið yður ekki að
ná sambandi við hana?
Jæja, það er nú undir því
komið, hvert erindið er. Það
kynni að vera, en þó er ég ekki
viss. En getið þér ekki gert mér
betur grein fyrir yðar erindi, frú
Day? Ég vildi gjarna hjálpa yður,
en — þér skiljið, að ég verð að
vita, til hvers ég er að gera það.
Hún var alveg fullkomlega vin
gjarnleg, en virtist hálf-óróleg.
Ég heyrði alveg, að hún gat vel
komið mér í samband við Tinu,
en hinsvegar var henni ekki meir
en svo um það
Ég get ekki útskýrt það í síma.
En gætum við hitzt? Borðað sam-
an hádegisverð í borginni í dag,
til dæmis?
Nei því miður get ég ekki að
staðið í dag. Ég er ein með ung-
barn heima.
En gæti ég þá skroppið og hitt
yður? Þetta er sem sé mjög á-
ríðandi.
Það gætuð þér vel, og mér
vséri ánægja að hitta yður, en ég
er bara hrædd um, að ég geti
ekki gefið yður neinar þær upp-
lýsingar sem að gagni gætu kom-
ið.
Ég tek þá áhættu. Get ég kom-
ið núna? Ég gæti sennilega verið
komin til yðar á hádegi.
Já — það ætti að vera allt í
lagi. Ég gat heyrt, að henni var
lítið um þetta gefið, en svo var
forvitnin líka annars vegar.
Daphne Blount var snotur
kona, bláeygð og með spékoppa
í kinnum og hæfilega holdug.
Setustofan hennar var snyrtileg
og hefði getað komið beint út
úr myndablaði.
Hún bauð mér sérrí, sem ég
afþakkaði.
Æ, þér verðið að fá eitt glas,
til þess að gefa mér átyllu til að
fá mér eitt, sagði hún.
Jæja, þakka yður þá fyrir. Mér
datt í hug, að einn þáttur í svona
njósnastarfsemi væri að vera
allta-f að drekka eitthvað með
einhverjum. Meðan við drukk-
um, fræddi hún mig á því, að
hún væri búin að vera gift f
rúmt ár og barnið væri tveggja
mánaða gamalt. Hún hefði ekki
ætlað sér að hætta í leikhúsinu,
en nú liti ekki út fyrir, að hún
gæti lengur stundað það starf,
þar sem hún ætti nú fjölskyldu.
Ég skyldi ekkert harma það,
sagði ég.
Hún sat í hvítum stól, sem var
eins og undirskál í laginu.
Það var annars gaman að hitta
yður. Ég hef alltaf dáðzt svo að
manninum yðar. En ég er bara
hrædd um, að þér hafið ekkert
upp úr þessu ferðalagi.
Það er þá verst fyrir mig sjálfa,
sagði ég brosandi. Þekktuð þér
Tinu Hall vel?
Já, sæmilega vel. En þér?
Ég hef aldrei séð h an - -ða
heyrt.
SHUtvarpiÖ
Föstudagur 23. febrúajp.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.09
Morgunleikfimi. — Tónleikar
8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar
9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — •
12.25 Fréttir og tilkynningar),
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „ViiL vinnuna": Tónleikar. T
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, til'k. —»
Tónl. - 16.00 Veðurfr. — Tónl,
— 17.00 Fréttir^ — Endurt. tónl.«
efni).
17.40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18.00 ,,I>á riðu hetjur um héruð'*: Gu8
mundur M. I>orláksson segir frú
Hallfreði van "æðaskáldi.
18.20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfréttlr
— Tónleikar.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
20.30 Frægir söngvarar; XV: Amelita
Galli-Curci syngur.
21.00 Ljóðaþáttur: Erlingur Gíslason
les kvæði eftir Gísla Brynjólfss.
21.10 Einleikur á orgel: Karel Pauk-
ert leikur.
a) Moto ostinato eftir Petr Eben
b) Fantasía, fúga og tokkata
eftir Bernhard Rövenstrunck.
c) Postludium eftir Leos Janá-
cek.
21.30Útvarpssagan: ..Seiður Satúrnue-
ar“ eftir J.B. Priestley; XV.
(Guðjón Guðjónsson).
22.00 Fréttir. og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmar (4).
22.00 Erindi: Hvert bendir þú til veg-
ar? (Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson á Hálsi í Fnjóska-
dal).
22.40 . síðkvöldi: Létt-klassísk tón-
list.
a) Hátíðarhljómsveitin 1 Róma-
borg leikur tvo valsa eftir Jo-
hann Strauss: „Suðrænar rósir'*
óg „Keisaravalsinn."
b) María Callas syngur franskar
óperuaríu.
c) Carl Taschke fiðluleikari og
Fílharmoníusveitin í Leipzig
leika ballettþátt op 100 eftir
Beriot; Herbert Kegel stj.
23.25 Dagskrárlok.
Laugardagur 24. febrúar.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03
Morgunleikfimi. — TónJeíikar —
8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 F~cttir og tilkynningar).
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt.)
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
16.00 Veðurfregnir. —» Bridgdþáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16.30 Danskennsla (Hreiðar Astvalds-
son).
17.00 Fréttir. — I»etta vil ég heyra:
t>órður Einarsson fulltrúi velur
sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja-
heimilið", eftir Petru Flagestad
Larssen; XII. (Benedikt Arn-
kelsson).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10
Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar:
a) Arnold van Mill bassasöngv-
ari syngur óperuaríur eftir
Mozart og Verdi.
b) Tékkneska fíIharmoniusveit-
in leikur slavneska dansa eft-
ir Dvorák. Stjórnandi: Václav
Talich.
20.30 Leikrit: „Á þakinu" eftir John
Galsworthy, í þýðingu Árna
Guðnasonar cand. mag. — Leik-
stjóri: Helgi Skúlason.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmur (6).
22.20 DansJög. — 24.00 Dagskárlok.
— Hræðileg't! Ef þessu heldur á.fram, þá neyðumst við til
þess að fara aftur heim. til pahba þíns og mömmu!
X- X- X-
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
•— Þegar aðstoðarmenn manns yð-
dr koma, látið mig vita hjá geim-
^ skipafélagir.u, frú Preston. Við erum
reiðubúnir að hefja tilraunir
þegar!
Aðstoðarmennirnir tveir, John
Harvey og Vandal Grant, eru á leið
er
frá rannsóknarstöðinni til jarðar..
— Hvað heldur þú, John,
Durabilium fullreynt til sölu?
—■ Nei, Vandal, það er það ekki!!