Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. febrúar 1962
MORGVNBLAÐ1Ð
13
0 0 0 0-0 0 0000000»
Rætt við Iðjufólk:
Dugmikil stjórn
og framfaratímabil
Ekki pólitísk verkföll
V E G N A kosninganna, sem
verða í Iðju um helgina, fór
blaðamaður Mbl. að hitta iðn-
verkafólk í gær og spyrja það
um álit þess á verkum frá-
farandi stjórnar.
Fyrstan hittum við Guð-
mund Guðna Guðmundsson í
Víði.
— Hvað geturðu sagt okk-
ur um það, hvernig núverandi
stjórn Iðju hefur haldið á
kaupgjaldsmálum ykkar iðn-
verkafólks?
— Ég verð að taka það strax
fram, að ég er 100% sammála
Guðjóni og stjórn hans að
Júlíus Guðmundsson.
hugsa eingöngu um hagsmuni
iðnverkafólks en ekki einihver
allt önnur mál. Ég er í stuttu
máli sagt ágætlega ánægður
með það, sem stjórnin hefur
gert, en auðvitað verður bar-
áttunni haldið áfram. Ef ég
má nefna dæmi, þá vil ég
minnast á byggingasjóðinn.
Þar var stórmanniega af stað
farið. Sjóðurinn veitir fólkinu
kost á að eignast eigin íbúð
og gefur því um leið trú og
álit á sjálfu sér. Með bygginga
sjóðnum hefur stjórn Iðju
unnið afrek.
Ekki pólitísk verkföll
—■ En finnst þér sama,
hvemig unnið er að hagsmuna
baráttunni ?
—-■ Nei. Ég tel ekki, að stjórn
kommúnista hafi unnið að
kjaramálum okkar, þótt hún
hafi lagt út í verkfall með
þau að yfirkini. Mín skoðun
er sú, að ekki eigi að leggja
út í verkföll, nema einhverjir
möguleikar séu á þvi, að fólk-
ið fái eitthvað út úr þeim.
Samningaleiðin er margfalt
tryggari, hvernig sem á er
litið. Verkalýðsfélög eru hags
munasarntök, eða eiga að vera
það, en ekki pólitísk. Þegar
kommúnistar fóru út í verk-
föll í sumar, voru ákaflega
litlir möguleikar á því, að al-
menningur fengi nokkuð út úr
þeim, enda sýndi árangurinn
það, að þeir, sem samninga-
leiðina fóru, eins og Iðja,
fengu hagstæðari kjör. Þarna
spilltu annarleg, pólitísk sjón-
armið kjarabaráttu launastétt-
anna. — Hérna má minna á
eitt atriði í sambandi við sum-
arverkföll: Þau lenda lang-
harðast á æskufólki, sem
stundar skólanám á vetrum
og á kannske afkomu sína og
skólavist næsta vetur undir
sumartekjum sínum. Vegna
æskunnar og frá þjóðhagslegu
sjónarmiði er það ákaflega
mikilvægt að losna við sumar-
Stúlkurnar í Nýju skógerðinni vildu litið við blaðamenn
tala, en kaupið væri gott, enda samkvæmt Iðjutaxta, þó
að það mætti auðvitað vera hærra . . .
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.).
verkföll, að maður tali nú
ekki um, þegar lagt er út í þau
af pólitískum ástæðum. — Þá
verður líka að taka tillit til
hvers einstaks atvinnurekstr-
ar. Ef hann þölir ekki kaup-
hækkun, þá hlýtur sá atvinnu-
vegur að dragast saman og
fólkinu, sem af honum hlýtur
lífsviðurværi sitt að fækka.
Hagsmunir launþega og vinnu
veitenda fara saman öðrum
þræði. Auðvitað geta myndazt
andstæður peirra á milli, en
báðum er hagkvæmast, að
deilumál leysist þannig, að
hvorugur bíði tjón. Hefðum
við verið undir stjórn Björns
Bjarnasonar og annarra
kommúnista (á ábyrgð fram-
sóknaratkvæða), hefðum við
lent í verkfalli eins og Dags-
brún, og hlotið jafnhörmulega
útkomu og Dagsbrún. — Við
hér í Víði hefðum til dæmis
ekki tapað í beinum launa-
tjóni minnu en a.m.k. 4—5000
krónum.
— Hvað viltu svo segja að
lokum ?
— Ekki annað en það, að
núverandi stjórn hefur sýnt
mikla ábyrgðartilfinningu í
málum okkar, fengið brýnar
og mikilsverðar-hagsbætur án
verkfalla, og því styð ég lista
hennar af alhug og vona, að
með launajöfnun milli kynj-
anna. Það ber að meta að verð
leikum. Ég er andvígur kaup-
hækkun á kauphækkun ofan;
það væri réttari leið að lækka
eitthvað fyrst, svo að jafnvægi
náist. Framleiðnin hlýtur að
ráða. Mér finnst pólitík hafa
spillt fyrir kjaralbaráttunni.
Það er staðreynd, að þvi verr
miðar í þeirri baráftu, sem
meiri pólitík kemst í málið.
Langar Björn í sjóðina?
Þá áttum við tai við Júlíus
Guðmundsson í Víði.
— Hefur þú verið lengi í
Iðju?
— Já. nógu lengi til þess að
þekkja muninn á Birm og
Guðjóni.
— Er það mikill munur ?
— Ekki nema sá, að ég hef
allt gott um Guðjón að segja,
en ýmislegt annað um Björn.
Stjórn Iðju á undanförnum ár-
um hefur verið nákvæmlega
eftir mánu höfði, en ég veit
ekki til þess, að Björn aafi
Guðmundur Guðni Guðmundsson.
kommúnistar nái ekki að
sundra okkur á kjördegi. Iðju-
fólk veit, hvað þá tekur við.
Ingimundur Bjarnason.
Þá gengum við á fund Ingi-
mundar Bjarnasonar, sem
vinnur í Cudogler h.f.
— Hvað hefur þú að segja
um stjórn Iðju og kjaramál-
in ?
— Ég get ekki sagt mikið
um það þar sem ég hef lítið
fylgzt með í félagsmálum
Iðju þann tíma, sem ég hef
verið félagi þar. Mér finnst
kjörin vera lág samanborin
við verðlag, en hins vegar eru
þau góð miðað við önnur
verkalýðsfélög. Iðja hefur
beitt sér fyrir sjálfsagðri
hækkun á kvennakaupi og þar
nokkru sinni rétt kjör okkar.
nema síður sé. Nú fyrst eftir
að lýðræðissinnar ráku ein-
ræðisstjórn kommúnista frá
völdum, koma kjarabætur til
sögunnar. Annars vita allir
gamlir Iðjufélagar þetta, og er
óþarft að rekja þá sögu oftar.
— Við munum það líka sumir
hér í Víði, þegar Bjöm ætlaði
að koma okkur úr atvinnunni.
— Svo þú hefur ekki trú á
Birni i framboð ?
— Nei. Iðjumenn muna of
vel óstjórn og ofstjórn fyrri
ára, og þeir muna líka við-
skilnað hans við sjóði félags-
ins.
— En af hverju er maðurinn
þá að bjóða sig fram ?
— Nú, framsóknarmönnum
þykir hann skárri en hörm-
ungin, sem kommúnistar buðu
þeim upp á í fyrra. í öðru
lagi er sagt, að lengi megi fífl-
inu á foraðið etja, en þriðjá
ástæðan held ég, að skipti
mestu máli: Nú eru gildir sjóð
Frh. á bls. 23.
Jónssyni svarað
Sigurði
1 TÍMANUM 17. des. s.l. birtist
viðtal við Sigurð Jónsson, vísna-
safnara fra Haukagili. Mér fannst
bann þar ganga talsvert á snið
við sannleikann, meðal annars
þegar hann taldi sig ekki þekkja
aðra vísnasafnara en sjálfan sig.
Þar eð ég taldi mig eiga eins
Btórt, eða stærra, vísnasafn en
Sigurður, gerði ég við þetta
nokkrar athugasemdir og birti
þær í Morgunblaðinu. Þessum
ethugasemdum mínum gerði Sig-
urður nokkra tilraun til að svara
í Morgunblaðinu 23 jan. Þetta
Bvar Sigurðar staðfestir flest,
eem ég hélt fram í minni athuga-
semd. Fyrir mig varð ekki á
betra kosið. En til þess að þeir,
sem þessar línur lesa, haldi ekki
eð ég fari hér með staðlausa
stafi, leiði ég þá báða sem vitni,
Sigurð í Tímanum og Sigurð í
Morgunblaðinu.
Blaðamaður Tímans spyr:
„Hverjir eru aðrir mestu vísna-
safnarar á landinu? Sigurður
svarar: Ég veit það nú ekki. Það
eru ýmsir að fást við þetta. En
ég þekki ekki vinnubrögð annara
safnara.“ En hjá þessum sama
Sigurði kveður við annan tón í
Morgunblaðinu. Þar segir hann:
„Einar Þórðarson virðist hafa
gleymt þvi að ég lét afrita vísna-
safn hans honum að kostnaðar-
lausu gegn því að ég fengi afrit
af því, sem ég kostaði vélritun
á.... E. Þ. virðist einnig hafa
gleymt þvi. að um nokkurt árabil
fékk hann að láni úr mínu safni
vísnabækur til þess að afrita ....
Þó voru vinnubrögð við þá afrit-
un slík, að þar sem nauðsynleg-
ar skýringar fylgdu vísunum,
hirti E.Þ. ekki um þær til afrit-
unar, en iét sér nægja vísurnar
sjálfar." Hvernig líst ykkur á
samræmið? Á hitt má svo líta,
að í Morgunblaðinu er maðurinn
eitthvað skrítinn líka, þótt hann
sé þar talsvert skárri en í Tím-
anum. í Morgunblaðinu blandar
hann saman sönnu og lognu á
lævísari hátt, en ég hélt að hann
hefði greind til, t.d. þar sem hann
segir: Ég lét vélrita vísnasafn
hans.“ Þetta á að skiljast svo,
að hér sé um allt vísnasafn mitt
að ræða, þótt hann viti manna
bezt, að svo er ekki. Þá segir
hann að möppurnar, sem hann
fékk hjá mér hafi verið 5, en
ekki 8 eins og ég sagði. Þetta
finnst mér skiljanlegt. Hann hef-
ur sennilega orðið fyrir einihverri
truflun þegar hann var aðeins
búinn að telja á fingrum annar-
ar handar. Þannig mun talan 5
tilorðin.
Blaðamaður Tímans spyr:
„Gerurðu ekki vísur sjálfur."
Sigurður svarar: „Nei, það skul-
um við ekki nefna Það liggur
ekki fyrir mér.“ í Morgunblað-
inu er Sigurður hreinskilnari.
Þar segir hann: „Einar Þórðar-
son gleymir að geta þess í sam-
bandi við þær tvær vísur, sem
hann birtir eftir mig, að hann
orti sjálfur vísu og lét mig heyra
í umrætt skifti og er hún þannig:
Ýms mig beygja amaský
á lífs vegi hörðum
sorgum sleginn sit ég því
sviftur megin gjörðum.
Þessi vísa varð kveikjan að
mínum vísum samhliða eggjun
frá E. Þ. að ég gerði vísu, og
sannast héi sem fyrr að sá veldur
miklu sem upphafinu veldur."
Við þetta er tvennt að athuga.
Þótt svo væri að ég hefði beðið
um vísu, var það í alla staði
ósæmandi að yrkja um mig níð
og klám. En sleppum því. Hitt er
athyglisverðara. að Sigurður er
ekki svo mikill hagyrðingur, að
hann geti á augabragði hrist fram
úr erminni tvær hringhendur,
þar sem hvergi skeikar hugsun
eða rími. Þetta veit ég af margra
ára kynnum. Vísurnar voru því
ortar áðui en hann kom i um-
rædda kunningja heimsókn.
Svo er það vísan hans Jóns
Pálssonar, sem Sigurður segir
að ég hafi kennt sér afbakaða.
Því skrökvar hann. Þá vísu hefir
hann fengið hjá einhverjum
öðrum og annaðhvor afbakað
hana. Öll þessi skrif hans eru
því á eina bókina lærð. En ég
mun eigi ræða frekar við hann
um þetta mál.
Einar Þórðarson.