Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBtlÐIÐ Föstudagur 23. febrúar 1962 Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: fVðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAMKVÆMDA- ÁÆTLUNIN /\lafur Thors, forsætisráð- " herra, skýrði frá því á Alþingi í fyrradag, að nú lægju fyrir drög að fram- kvæmdaáætlun þeirri, sem ríkisstjómin hefur í undir- búningi og fékk erlenda sér- fræðinga til að vinna að, í náinni samvinnu við ís- lenzka embættismenn og stofnanir. Forsætisráðherra kvað þessi drög að fram- kvæmdaáætlun nú vera í at- hugun hjá ríkisstjóminni, en þegar hún hefði endanlega gengið frá henni yrði hún lögð fyrir Alþingi, eftir því sem talið yrði við eiga og efni stæðu til. Miklu verki væri þó enn ólokið, sem vafalaust mundi taka marga mánuði. Þegar á þessar upplýsing- ar er litið verður að telja Kklegt, að framkvæmda- áætlunin muni að einhverju leyti koma til kasta næsta Alþingis. — Til grundvallar henni liggur mikið og vanda- samt verk. Hér bíður mikill fjöldi viðfangsefna úrlausn- ar og þýðingarmikið er að í engu verði rasað fyrir ráð fram, þegar ákvarðanir verða teknar um þær fjöl- þættu framkvæmdir, sem miða að hagnýtingu auð- linda landsins og uppbygg- ingu bjargræðisvega þess. Núverandi ríkisstjórn á miklar þakkir skildar fyrir forystu sína um þessa fram- kvæmdaáætlun í þágu fram- tíðarinnar. Okkur íslending- um hættir alltof oft til þess að horfa niður fyrlr tærnar á okkur, og láta hugann snúast um smáatriði dægur- baráttunnar, í stað þess að gera okkur ljós þau miklu verkefni, sem við blasa, og þörfina á að leysa þau. At- vinnuvegir okkar eru ennþá alltof fábreyttir og við erum skammt á veg komnir á fjöl- mörgum sviðum. Við verð- um að hagnýta nútíma vís- indi og tækni til þess að byggja upp nýjar atvinnu- greinar og treysta gnmdvöll hinna eldri. Það er hið mikla verkefni framtíðarinn- ar. Framkvæmdaáætlun sú, sem ríkisstjórnin er að und- irbúa, er þess vegna merki- legt spor í rétta átt. EKKI ER EIN BÁRAN STÖK IT’kki er ein báran stök. — Hver harmafregnin rek- ur nú aðra. Nú síðast hefur stórt vélskip, Stuðlaberg frá Seyðisfirði, farizt með 11 mönnum. Þetta er vissulega mikið áfall og hörmulegt. ■ Fjórtán íslenzk fiskiskip hafa farizt eða strandað á skömmum tíma. Veðurfar hefur á þessu tímabili verið mjög óstöðugt og storma samt. Islenzka þjóðin harmar þessa atburði. Hún er svo fámenn, að hvert mannslíf sem glatast er henni mikið tjón. En í tilefni hinna tíðu sjó- slysa er ástæða til þess að hvetja til aukinnar varfærni og aðgætni. íslenzkir sjó- menn sækja sjóinn margir fast. Þeir eiga góð skip. Engu að síður er maðurinn ennþá máttvana gagnvart máttar- völdum náttúruaflanna. Rík samúð streymir til ástvina hinna látnu sjómanna frá þjóðinni allri. KOSNINGAR I IÐJU TTm næstu helgi fara fram stjórnarkosningar í Iðju, félagi yerksmiðjufólks í Reykjavík. Lýðræðissinnar unnu þetta stóra verkalýðs- félag úr höndum kommún- ista fyrir nokkrum árum. En þeir höfðu þá um langt skeið stjómað félaginu og hið mesta sukk og óreiða ríkti innan þess. Kommúnistar hugsuðu ekkert um raun- verulegar kjarabætur til handa verksmiðjufólkinu í Reykjavík. Þeir létu við það eitt sitja að nota Iðju sem handbendi sitt í hinni pólitísku togstreitu. Stjórn lýðræðissinna í Iðju hefur haft allt annan hátt á. Hún hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir marg- víslegum kjarabótum í þágu iðnverkafólks. Þessar kjara- bætur hefur fólkið fengið án þess að því væri kastað út í langvarandi verkföll og ill- indi. Stefna Iðjustjórnar lýð- ræðissinna hefur verið kjara- bætur án verkfalla. — Sú stefna hefur reynzt hin heilladrýgsta, og er óhætt að fullyrða að mikill meirihluti iðnaðarverkafólks í Reykja- vík muni áfram veita lýð- ræðissinnum stuðning, en hafna verkafalla- og óreiðu- stefnu kommúnista. Hvaö þjáir Krúsjeff núna? Krúsjeff hefur verið í mildu skapi undanfarið, þangað til allt í einu hann sendi MIG-vélar til að fljúga hættulega nærri flugleiðum Vesturveld- anna til Berlínar hinn 15. febrúar. Annars hefur Krúsjeff virzt viðræðufús- ari mú en áður, en um leið notað fleiri hótanir. Þegar svipað hefur gerzt áður, hefur það verið merki þess að Krúsjeff hefði mikla löngun til að koma ein- hverju fram. Sérfræðingar í höfuð- borgum Evrópu eru yfir- leitt á einu máli um orsak- ir þessarar framkomu ein- ræðisherrans. Helztu vandamál hans virðast vera þessi. í fyrsta lagi: Eins og mikið hefur verið rsett um undanfarið, er alvar- legur ágreiningur milli Rússa og Kínverja. Síðan Stalín dó hafa aðferðir rússneskra vald- hafla mildazt mikið. Meðal rússneskra kommúnista ríkir nú eikiki sami agi og áður fyrr. Þeir spyrja nú: Hvar er vel- megunin, sem ofekur var lof- að? Eigum við að nota spútn ika á fæturna? Hvernig geta menn verið fátækir og úrkynj aðir fyrr vestan, úr því að stjórnin ætlar sér að ná Bandaríkjunum í framleiðslu og fara síðan fram úr þeim? Hinn dreissugi betlari, Kína, rær öllum árum á móti Krúsjeff. Þeir ganga jafnvel svo langt, að Kinverzka sendiráðið í Moskvu dreifir áróðri gegn Krúsjeff innan rússneska kömmúnistaflökfes- ins. Orðróniur gengur um, að Kínverjar ætli að halda alþjóðaþing kommúmstaleið- toga í Peking og fá þeim nýja línu, sem sé andstæð Krús- jeff. Ýmsir telja, að vold Krús- jefifs fari minnkandi, en eng- inn býst þó við því að hann láti af völdum í náinni fram- tíð og skilji leiðtogana eftir í handalögmáli um foringja sætið. Krúsjefif er nú 67 ára og það getur vel verið að hann verði búinn að draga sig í hlé á 70. afimælisdeginum sínum. f öðru lagi: Kínverjar heimta af Rúss- um sem meðlimum sömu „kirkju“ smágjafir eins og stálverkismiðjuir, vetnis- sprengjur og eldflaugar, Jafn- vel áður en Rússar geta bætt lífiskjörin héima fyrir. Rúss- um fellur þetta ekfei vel, eftir að hafa lifað á sviknum lof- orðum í 44 ár eru þeir farnir að þrá betra líf. Þeir vilja efeiki herða sultarólina í 44 ár í viðbót til að kioma fótun- um undir Kínverja. Skýrslur, sem safnað hefur verið í Bret- landi, benda til að árið 1961 hafi lífskjör í Rússlandi stað- ið í stað eða jafnvel versnað. Þjóðinni hefur fjölgað en framleiðsla á mörgum neyzlu- vörum staðið í stað. íbúða- byggingar hafa minnfeað. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að bæta úr vanda- málum landbúnaðarins en þær hafa allar mistekizt meira og minna, og Krúsjeff hefur ekfei þorað að skera burtu krabbameinið í rúss- nesfeum landbúnaði: Sam- yrkjubúin. Ennfremur er dreifing þeirrar fæðu, sem fæst, í molum. Sovézka póst- þjónustan er að kafna í matar sendingum frá fól'ki, sem býr í frjósömum landbúnaðarhér- uðum og börgum í nágrenni þeirra, til ættingja í fjarlæg- um héruðum, sem ekfei eru eins vel settir. Afleiðingar og ályktanir Ljóst er, að Krúsjefif þarf að styrkja aðstöðu sína bæði heima fyrir og erlendis. Aðal- orsök þess að framleiðsla neyzluvarnings er meiri en efnahagslífið stendur undir. Svo lengi sem sögur fara af hafa Rússar verið heldur af- kastalítil þjóð og tilraiunir tii þess að aufea afköst og fram- leiðni einsaklinganna fram yfir það sem nú er hafa mis- tekizt. KrúsjeÆf reynir því að kotma ó fundum æðstu manna og vill gjarnan komast að samn- ingum við Kennedy, sem geti gert honum mögulegt að minnfea hergagnaframleiðsl- una heima fyrir, og fá þannig tækifæri tiil að sfeáka Vestur- veldunum í framleiðslu neyzluvarnings. Vestrænir leiðtogar hafa efeki gert sig neitt liklega til að böma til móts við hann. Vandamél Krúsjeffis munu aufeast í fram tíðinni að óbreyttu ás'tandi í alþjóðamálum. Þess vegna telja menn rétt að báða dá- lítið með að ganga til samn- inga við hann. Síðar meir gæti hann orðið enn fiúsari til að koma til móts við aifistöðu Vesturveldanna. Bandarifcja- menn vilja heldur efeki gera neitt til að styrkja beinlínis aðstöðu Krúsjeífis heima fyrir. Efeki er lifelegt að hann sé í falihættu, og þó Rússar skipti um einræðishetra á næstu ár- um, eru talsverðar líkur á því að hinir nýju menn verði samningsfúsari heldur en Krúsjeff. (Endursamið úr U.S. Newis & Wörld Report). Vaxandi áhugi í Danmörku og Noregi Fyrirlestur Bjarna M. Gíslasonar Kaupmannahöfn, 20. febr. SÍÐAN danska þingið með mikl- um meirihluta samþykkti að af- henda íslandi mikinn hluta hand ritanna, hefur verið hljótt um þetta mál í Danmörku, að und- anteknum þeim æsingum sem urðu út af frestunartillögu Poul Möller og hinna 60 þingmanna. En þó handritamálinu hafi ekki verið hreyft á sviði stjórnmál- anna eða af vísindamönnum síð- ustu mánuðina, er engu Hkara en alþýða Dana fyrir alvöru sé farin að vakna til meðvitundar um þett* mál, og vilji fá upp- lýsingar um það frá sögulegu sjónarmiði. Þessi áhugi hefur dregið þann dilk á eftir sér fyr- ir Bjarna M. Gíslason rithöfund. sem um langt skeijyigfur verið ötull túlkandi hins íslenzka máls- staðar, að hann hefur orðið að ferðast um alla Danmörku í vet- ur með fyrirlestra um handritin og ísland. Og ekki nóg um það: Norðmenn hafa líka gert boð eft- ir honum, og frá 15. febrúar til marzlofea heldur hann fyrirlestra á 40 stöðum í Noregi, þar á með- al Osló, Bergen og Þrándheimi. Bjarni ræðir nú handritamálið aðeins frá sögulegu og þjóðlegu sjónarmiði og beinir þakkarorð- um til Dana fyrir skilning þeirra á endanlegri lausn nfálsins. En meðan handritin eru efeki kom- in til íslar.ds er það mikilsvert, að bæði Dönum og hinum Norð- urlandaþjóðunum verði gert það minnisstætt, hve mikla þýðingu það hefur fyrir ísland að endur- heimta þau. **' * *■:*■■* m Gerhardsen til Bandaríkjanna Washington, 21. febrúar — AP. TILKYNNT var í Hvíta húsinu í dag, að Einar Gerhardsen, for- sætisráðheri a Noregs, héfði þeg- ið boð Kennedys forseta um að koma í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í maímánuði nk. Heldur Gerhardsen væntanlega vestur um haf 8. maí og verður gestur Kennedys í fimm daga. Flugfélagið flytur fyrir varnarliðið FYRIR nokferum dögum hófu flugvélar Flugfélags íslands flutninga innanlands fyrir varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli, nánar tiltekið milli Keflavíkur og Þórshafnar á Langanesi Og Kefla víkur og Hornafjarðar. Samist hefir um áframhald flutninga þessara til næstu mán- aðamóta, en um frekari flutn- inga er ckkert ákveðið ennþá, en samningar um þessi mál standa fyrir dyrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.