Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. marz 1962 MORGUIVBLAÐIÐ 3 STAKSTEINAR Tíminn bc ‘ sig illa 70 milljomr á einum bílpalli 1 GÆR fóru fram merkilegir flutningar um götur Reykja- víkur. Frá „Reykjafossi", sem lá við bryggju í höfninni og til Landsbankans voru flutt- ar nálsegt 70 milljónum króna. bessar 70 milljónir voru í seðlum, splunkunýjum, skrjáf andi, ilmandi og stífpressuð- um. Seðlarnir voru fluttir í 16 kössum, sem komust upp á einn bílpall. Vegfarendur litu kassana hýru auga, þegar þeir fréttu, hvað í þeim var. Tóku sumir að ræða sín á milli, að nær væri að ná einum kassanum 1 stað þesis. að eyða löngum tíma með bankastjórum í víxlaslætti. Aðrir létu sér fátt um finnast, þegar þessi til- laga var borin fram, en sögðu, að freistingin yrði e. t. v. sterk, ef þeir fyndu seðla- kassa á götunni. Töldu þeir, að heiðarleikagráðan hlyti að hríðfalla við slíkan fund. Ljósmyndari Mbl. spurði starfsmann Landsbankans á bankatröppunum, hvort hann mætti ekki hafa einn með sér heim. Starfsmaðurinn sagði, að það væri nokkur áhætta, því að ekki væri að vita, nema hann lenti á „lélegum“ kassa. í sumum kössunum voru nefnilega „bara“ fimm- kallar. Mun minnst hafa ver- ið 500 þús. krónur í kassa, en mest 5 milljónir. Tveir lögregluþjónar, Lárus Salómonsson og Einar Ólafs- son, cand. theol., gættu seðl- anna. Þeir voru óvopnaðir og sýnir sú staðreynd, að Reyk- víkingar eru taldir saklaus- ari en íbúar í öðrum borgum. Á þriggja dálka myndinni sést, þegar umferð var stöðv- uð á gatnamótum Austur- strætis og Pósthússtrætis, meðan seðlabílnum var kom- ið fyrir við gangstéttina fyr- ir framan bankann. önnur tveggja dálka myndin sýnir verkamenn bera einn kassann inn, en eftirlitsmaður bank- ans var á leið ofan tröppurn- ar. Hin tveggja dálka myndin sýnir Lárus Salómonsson og verkamennina við bílinn. (Ljósm Mbl. Sv. Þormóðss.) KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR * * KVIKMYNDIR SKRIFAR UM: HÁSKÓLABÍÓ: VINNUKONUVANDRÆÐI VINNKONUVANDRÆÐI er orð, sem við hér heyrum oft áhyggju- fullar húsmæður taka sér í munn, enda er nú svo komið hér að vinnukonurnar, þessi gamla og góða þjóðfélagsstétt, er að heita má úr sögunni Og ekki mun það betra í Englandi ef dæma má eftir kvikmyndinni ensku, sem nú er sýnd i Háskólabíói. Myndin gæti reyndar alveg eins heitið vandræða vinnukonur, því að vinnukonurnar, sem ungu hjónin Kate og Richard Barry fá eftir mikið vafstur, eru sannast að segja, ekki upp á marga fiska. Ein setur allt heimilið á annan endann með amerískum sjóliðum meðan hjónin eru fjarverandi. Önnur kemur í vistina með helj- armikinn hund og er þar að auki alltaf rorrandi full og vel það. Svo ráða hjónin til sín eldri hjón, en þau reynast innbrotsþjófar. Og loks ræðst til þeirra ung og falleg sænsk stúlka, Ingrid að nafni. Þá fer nú fyrir alvöru að færast líf i tuskurnar. Ekki af því að Ingrict litla sé nein vand- ræða vinnukona, heldur vegna þess að hún er glöð og svo heill- andi að vinir hjónanna þ.e.a.s. karlmenmrmr eru á hjólum í kringum hana. Hún nýtur þess í ríkum mæli, en þó er sá gallinn á að Richard húsbóndi hennar er fríður og glæsilegur maður og það stenzt ekki hennar unga og viðkvæma hjarta. En ekki er vert að segja hér hversu því ævin týri lýkur. Enskar gamanmyndir eru Oft- ast skemmtilegar, gerðar af smekkvísi og notalegri kímm. Þannig er einnig þessi mynd, bráðskemmtileg, með húmor, sem aldrei bregst og snertir þó jafn- framt tilfinningar áhorfandans, mest fyrir frábæran leik Mylene Demongest í hlutverki Ingrid’s. Aðrir leikendur eru hver öðrum betri. Micahei Graig leikur Ric- hard, Anne Heywood Kate konu hans, en Manfield föður hennar hinn gamalkunni og ágæti leikari James Robertson Justice. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Hún kemur áreiðanlega öllum í gott skap. 1600 gr. steinn í þorskmaga Á þriðjudaginn nú í vikunni fannst steinn í þorsiksmaga í Hraðfrystihúsi Þórkötlusta-ða. Vegur sá hvorki meira né minna en 1600 grömm og mun sennilega þyngsti steinn, sem fundizt hef- ur hér í þorskm-aga. Þorskurinn veiddist á bátnum Þorbirni, GK 540. Annan þorsk veiddu menn á sama báti, og hafði sá gleypt 900 granuma stein. um stærð- fræðivísindi NÝLEGA er kominn hingað til lands m-eð styrk frá vísindadeild Atlantshafsbandalagsins prófess- or Arvid T. Lonseth, forseti stærðfræðideildar Oregon-háskóla í Cornvallis, Oregon. Prófessor Lonseth mun dveljast hér á landi á vegum verkfræðideildar Há- skóla íslands allt vormisserið og halda fyrirlestra á ensk-u um stærðfræðivísindi fyrir stærð- fræðinga, eðlisfræðinga, verk- fræðinga og aðra áhugamenn. Prófessor Lonseth er kunnur vis- indamaður og kennari í fræði- grein sinni, og má vænta mikils af störfum hans hér. Hann er af norsku bergi brotinn. Prófessor Lonseth er fyrsti vís- indamaðurinn, sem kemur til Háskóla íslands með styrk frá vísindadeild Atlantshafsbanda- lagsins, en einn íslenzkur vísinda maður, prófessor Níels Dungal, hefir dvalizt við bandarískan hó skóla með styrk frá sama aðila. Tíminn ber sig aumlega í gær yfir úrslitunum í Iðjukosning- unum. Sérstaklega finnst honum það hörmulegt, að úrslitin skuli vera talin traustsyfirlýsing við viðreisnarstefnu rikisstjórnarinn ar. En um þá staðreynd getur vitanlega engum blandazt hug- ur. Forystumenn lýðræðissinna í Iðju berjast fyrst og fremst fyr- ir hagsmunum verksmiðjufólks- ins. En þeir eru jafnframt stuðn ingsmenn ríkisstjórnarinnar vegna þess að hún hefur komið í veg fyrir það hrun og atvinnu- leysi, sem við blasti, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Á öllum átum t lok forystugreinar Tímans i gær um kosningaúrslitin í Iðju er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Kosningaúrslitin í Iðju eru svo jafnframt bending til verka- lýðsfélaganna um, að það ©r ekki heppilegt að beita til for- ystu í verkalýðsbaráttunni hrein um Moskvukommúnistum, held- ur mönnum, sem hugsa fyrst og fremst um hagsmuni félags- ins og kjarabaráttu.“ Þessi ummæli bera það greini- lega með sér að Tíminn er á öllum áttum. Fyrir kosningarn- ar í Iðju og Trésmiðafélaginu skoraði hann eindregið á fólkið í þessum félögum að kjósa hina „hreinu Moskvukommúnista“, sem þar voru í kjöri. Eftir kosn ingarnar og ósigurinn, lýsir hann því yfir, að það sé „ekki heppi- legt að beita til forystu í verka- lýðsbaráttunni „hreinum Moskvu kommúnist um“! Jafnvel hjá Lúðvik íslendingur ^ Akureyri kemst nýlega að orði á þessa leið: „Stjórnarandstöðublöðin hafa löngum reynt að telja landslýð trú um, að hér ríkti hið mesta eymdarástand í atvinnumálum og afkoma fólks sé hin hörmu- legasta vegna efnahagsráðstaf- ana núverandi ríkisstjórnar. Þó gloppast stundum sitthvað upp úr þeim, sem brýtur í bága við hina fyrirskipuðu kenningu. í blaðinu Austuriandi, málgagni kommúnista í ríki Lúðvíks Jós- efssonar, er sagt frá fjárhags- áætlun Neskaupstaðar fyrir árið 1962, og segir þar svo í stór- letraðri undirfyrirsögn: „Fé veitt til nýrra mannvirkja. Þrátt fyrir mikla hækkun út- svara hækkar útsvarsstiginn ekki.“ Já, svona er það í riki Lúð- víks og svona er það víðar. — Mikil framleiðsla, mikil vinna, miklar tekjur almennt, gera það að verkum, að unnt er að auka framkvæmdir sveita- og bæjar- félaga, án þess að útsvarsstiginn hækki.“ Sami söngurinn Alþýðublaðið ræðir í gær í forystugrein sinni um úrslit kosninganna í verkalýðsfélögun- um og formannaskiptin í Fram- sókn. Kemst blaðið þá m. a. að orði á þessa leið: „I Framsókn hefur vaxandi andstaða gegn forystunni leitt til þess, að Hermann Jónasson hefur dregið sig í hlé og hinni yngri kynslóð eru fengin auðu sætin. Stefnan hefur samt ekki breytzt, því stjómmálaályktim fiokksins er sami söngurinn um stöðvunarstefnu og hrun, þótt atvinnulífið hafi aldrei verið blómlegra. Breytingin í Fram- sókn er byrjun en ekki endir á erfiðleikum flokksins, sem stafa af úreltum hugmyndum foryst- unnar og kommúnistadekri stefnuleysingjanna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.