Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Sjávarútvegurinn 1961 Sjá bls. 13 Blaðinu hefur borizt þessi mynd frá Alþjóðabank anum og hefur bankinn sent hana dagblöðum um heim allan. Með myndinni fylgdi eftirfarandi texti: „Sjóðandi vatn gýs hátt í loft upp úr ný- boraðri borholu í Reykjavíkurborg á íslandi. Nú mun þetta vatn verða beizlað og leitt í hitaveitu- kerfi borgarinnar, sem notað er til húsahitunar og iðnaðar. Alþjóðabankinn lánaði 14. þessa mán- aðar til þessarar einstæðu hitaveitu upphæð, sem jafngildir 2 milljón dollara. Myndina tók Pétur Thomsen." Verkfall boðað á togaraflotanum SAMEIGINLEG nefnd sjómanna félaga um kaup og kjör undir- manna á togurunum tilkynnti Félagi íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda í fyrradag vinnustöðvun frá og með 10 marz hafi samn- ingar ekki náðist fyrir þann tíma. Samningaumleitanir hafa stað- ið yfir milli þessara aðila síðan á s.l. hausti, en sáttasemjari fékk málið til meðferðar um síðustu áramót. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði blað- inu í gær, að fresturinn hafi ver ið hafður þetta langur í þeirri von að samningar náist án þess að til vinnustöðvunar komi. Þau sjómannafélög, sem standa að samninganefndinni, eru: Sjó- mannafélag Reykjavíkur, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélag Akraness, Verka- lýðsfélag Patreksfjarðar, Sjó- mannafélag ísafjarðar, Sjó- mannafélag Akureyrar, Þróttur á Siglufirði og Matsveinafélag SSÍ. Samningar undirmanna á tug- urum hafa verið óbreyttir um tveggja ára skeið. Góður afla- dagur í Eyjum Vestmannaeyjum, 28. febr. f GÆR komu um 725—750 tonn á land hér í Eyjum, og er það bezti afladagur á þessari vertíð. Beittu allir loðnu i gær. Af þess- um afla kömu 140 tonn í ísfé- lagið, Fiskiðjan fékk 150, Hrað- frystistöðin 150 og Vinnslustöðin, 185. Hæstu bátarnir voru með um 20 tonn. Unnið var í öllum frystihúsum fram á nótt. Varaliðinu var boð- ið út“ eins og Vestmannaeyingar segja. Þar er átt við iðnaðarmenn og annað fólk, sem aðstoða í frystihúsunum á kvöldin. í dag eru um 80 bátar á sjó. Þrír eru með net, fjórir á síld, 63 á línu og tíu á færum. Bátarn- ir voru að koma að um sex-leytið í dag, og virðist aflinn vera minni í dag en í gær. Þá var afla- hæsti báturimi með 11 tonn, en afli eykst oft, þegar líður á dag- inn. — Enginn netaafli hefur fengizt enn. — Af síldinni er það að frétta. að Ófeigur fékk 100 tunnur, Jón Trausti 170 og Hring ver 140. Síldaraflinn fór í togar- ann Ask til útflutnings, en hann mun hafa fengið á annað hundr- að tonn af síld. — Hér eru nú þrír togarar að bíða eftir síld, Askur, Neptúnus og Freyr, sem komu hingað í morgun. — Björn Togarasölur TOGARINN Geir seidi í Grims- by^á þriðjudag 140 lestir fyrir 7.475 sterlingspund. Bv. Marz seldi í Hull á þriðju dag 113 lestir fyrir 6.625 sterl- ingspund. Á veðrið hlut að gufumekkinum í Öskjú Engin ákvörðun um þotukaup En málið stóðugt í athugun AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um það manna á með- al, að Flugfélag íslands væri al- varlega að hugsa um þotukaup. Mbl. sneri sér í gær til blaðafull- trúa félagsins, Sveins Sæmunds- sonar og innti hann eftir gangi málsins. — Það er ekki rétt, að ákvörð- un hafi verið tekin í málinu, sagði Sveinn, því í mörg horn er að líta. Hins vegar fylgjast for- ráðamenn Flugfélagsins mjög vel með allri þróun í þessum efnum Sumarblíða á Eskifirði ESKIFIRÐI, 28. febr. — Hrað- frystihúsið hér hefur tekið á móti 560 lestum af fiski frá áramótum frá þeim fjórum bát- um, sem róa héðan. „Seley“ er efst í röð aflaskipanna með 170 lestir, Vattarnes með 138 lestir, Hólmanes með 134 lestir og Guð rún Þorkeisdóttir með 116 lest- ir. — Á sama tíma í fyrra var afli þessara báta um 1.000 lest- ir. — Hér hefur verið sumar- blíða undanfarið. — G. W. og þess er skemmst að minnast, að Caravelle-þota var látin koma hér við í sumar til þess að Flug- félagsmönnum gæfist kostur á að sjá hana í flugtaki og lend- ingu hér heima. — Er Caravelle þá líklegust? — Það væri óvarlegt að gefa eitt eða annað til kynna á þessu stigi málsins. Caravelle hefur fengið góða reynzlu, ,en í Bret- landi eru nú t.d. tvær þotugerð- ir í smíðum, De Havilland Tri- dent og „One Eleven“ hjá British Aircraft Corporation. Báðar verða með Rolls Royce-Spey turbofan hreyfla. Sú síðarnefnda er smíðuð fyrir svipaðar flug- leiðir og Viscount og er arftaki hans, segja framleiðendur. Svo mikið er víst, að þrjú flugfélög hafa þegar pantað samtals 27 þotur þessarar gerðar. Þær flytja 60—70 farþega og fljúga með 870 Keflavík í KVÖI.D kl. 9 verður spilað kjör-bingó i Aðalveri. Glæsilegir vinningar. Ókeypis aðgangur. — Sjálfstæðisfélögin í Keflavík. km. hraða á klst, en það sam- svarar 1 klst og 35 mín á flug- leiðinni Reykjavík Glasgow. Nú eru liðin fimm ár síðan Flugfélagið fékk Viscount-skrúfu þoturnar og það er deginum Ijós- ara, að félagið verður að taká þotur i notkun á flugleiðum sín- um áður en mörg ár líða, ef fé- lagið ætlar sér að halda sam- keppnisaðstöðunni erlendis. UM kl. 18 í gær sáu vegfarend- ur, sem leið úttu um Skúla- götu, að danska saltskipið Mar- garethe Robert var tekið að reka að landi. Það hafði legið fyrir akkerum á ytri höfninni, en rak nú að landi austan meg- in við Klöpp, í krikanum milii Klappar og gömlu Kveldúlfs- bryggjunnar. Þótti sumum skip- ið vera komið fullnærri landi, þegar véiin var að lokum sett í gang og siglt út á höfn. Sagði éinn áhorfandi blaðamanni Mbl., að skipsmenn myndu ekki hafa gert sér rekann almennilega í GÆR flugu dr. Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur, og dr. Guðmundur Sigvaldason, yfir Öskju í flugvél Flugmálastjórn- arinnar, til að athuga gufumekki þá sem Björn Björn Pálsson sá á gosstöðvunum í fyrradag. Kvaðst Sigurður hafa séð þar miklu meiri gufu en hann hefur séð síðan gosið hætti, en telur að þetta óvenjulega kyrrstæða veður sem nú er yfir hálendinu, eigi verulegan þátt í því. En þeir félagar flugu yfir í gær, var þar gufumökkur, sem lú eins og klessa yfir gosstöðv- unum að því er Sigurður sagði. íjósan, fyrr en einn þeirra þurfti að fleygja bjórdollu út um kýrauga og sá þá, hvemig komið var. Ekki verður þessi saga seld dýrara verði en hún var keypt. Hafnsögumenn komu á vettvang á báti, en munu ekki hafa þurft að veita neina aðstoð. Sögðu þeir, að hér hefði ekki verið um neina hættu að ræðja, og algengt að skip ræki eitthvað til á höfninni, þótt þau lægju fyrir akkerum. Á þessum stað er líka allmikið aðdýpi, enda lögðust togarar við Kveld- úlfsbryggjuna hér áður fyrr. Saltskipið rak nærri Skúlagötufjörunni Einnig var kúfur yfir Víti. Eink* um fannst Sigurði það áberandi, að mesta gufan virtist vera úr hraunbrúninni SV-megin við gígana, en þar er einmitt nýj- asta hraunið og ekki óeðlilegt að mestur jarðhitinn sé enn. Þar lagðist gufan eins og greitt hár yfir jaðarinn. Taldi Sigurður að gufan sem af þessu legði, kæm- ist ekki í burtu og grúfði þar yfir, en ekki sé um verulegan nýjan jarðhita að ræða. Strók- urinn, sem hæst ber, er úr hlíð- inni, þar sem hver hefur verið. Sigurður telur að þá hafi veirið nokkuð dintóttur, stundum meiri og stundum minni. Aftur á móti er það nokkuð kynlegt, að eng- in gufa skuli þá liggja yfir hraun inu norðan við gömlu gígana, en þar er greinilega snjór. Sigurð- ur sagði að Guðmundur Sigvalda son, sem væri hverasérfræðing- ur, teldi þessa gufu mjög þurra og það styddi einnig þá skoðun að veðrið ætti hér hlut að máli. ilslenzkur læknir dósent við há- skólann í Lundi FYRIR nokkru var dr. med. Stefán Haraldsson að loknum próffyrirlestrum gerður dós- ent í Orthopedi við háskólann í Lundi í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.