Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 22
22 MORGINBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. marz 1962 3 stdr afmæl- ismót ÍR-inga Bjóða erlendum íþróttamönnum til þeirra allra MaMiAMkMai ÍR er 55 ára 11. marz n.k. Fé lagið min.nist afmælisins með mótum og sýningum í öllum greinum sem félagið starfar í nú, en þær eru 6. Auk þess verð- ur opnaðui skíðaskáli félagsins í Hamragili við Kolviðarhól. Er það glæsilegt hús og nú nær full gert. Loks verður afmælishátíð í Lídó á afmælisdaginn. Stjórn armenn ÍR ræddu við blaðaménn. í gær og skýrðu m. a. svo frá afmælismótunum og afmælis- hátíðinni. Afmælismótin vérða háð dag- ana 7.—14. marz en au/k mót anna efna ÍR-ingar til afmælis- hófs í Lidó á afmælisdaginn, sunnudaginn 11. marz. í sambandi við afmælismótin keppa erlendir gestir félagsins í 5 af sex íþróttagreinum sem á afmælismótinu verða sýndar. • Sund Fyrsta afmælismótið er dag- ana 7. og 8 marz og er það sundmót sem fram fer í sund- höllinni. Til þess móts hefur ÍR boðið hingað 2 erlendum sund- mönnum og einni sundkonu. Frá Svíþjóð koma Roland Lundin, sem er einn fremsti bringusunds- maður Norðurlanda, og Chrjstina Larsson, sem er margfaldur sænskur meistari í flugsundi kvenna, en er auk þess í fremstu röð sænskra og norrænna skrið- sundskvenna. Þriðji gestur móts- ins er Norðmaðurinn Christer Bjarne, sem er fremsti sundmað- ur Noregs i dag og næstum jafn- vígur á skriðsundi og flugsundi. Beztu t-ímar gestanna eru: Christina Larson 100 m flug- sund 1:06.0. 100 m flugsund 1:12,3 Roland Lundin: 100 m bringu- sund 1:13,6 og 200 m bringusund 2:39,3. Christer Bjarne: 100 m skrið- sund 58,6. 200 m skriðsund 2:C3,2. 100 m flugsund 1:04.6 mín. • Frjálsar íþróttir Um helgina 10. og 11. marz verður afmælismót í frjálsum íþróttum og verður að Háloga- landi. Þar verður keppt í innan- húsgreinum og hápunktur keppn innar verðar keppni í hástökki án atrennu. Einn erlendur gestur kemur til mótsins, Norðmaðurinn John Evandt, fyrrum heimsmethafi í greininni með 1.74 m. Við hann keppa m. a. núverandi heimsmet- hafi Vilhjálmur Einarsson ÍR og Jón Þ. Ólafsson sem nýlega stökk á æfingu 3 cm hærra en gildandi heimsmet. Þarna verður því um að ræða einstæða keppni á ís- landi — fyrrverandi og núver- andi heimsmethafi svo og sá sem stokkið hefiir hæst allra þó ekki fáist viðurkennt þar sem afrekið var unnið á æfingu. Meðal ann- ara keppenda á mótinu verður hinn koroungi garpur Óskar Al- freðsson, sem um síðustu helgi vann bæði íslands- og unglinga- methafann í langstökki án at- rennu og skauzt upp á himin frægðar og frama jafnsnöggt og gervihnöttur. • Skíðaíþróttir Hinn 10. marz vígja ÍR-ingar hinn ný.ja skíðaskála sinn í Hamragili. Hefur þrotlaust ver- ið unnið að byggingu skálans og hann er nú nær fullgerður. Vígsl- an fer fram kl. 1, 10. marz Og hefur ÍR boð inni í skálanum fyr- ir fjölda gesta. Daginn eftir, 11. marz, efnir skíðadeildin til afmælismóts við skálann sinn nýja. Þar í kring er eitthvert bezta skíðaland sem hægt er að finna. Fjölmörg mót hafa verið haldin þar í gilinu. En nú fyrst efna ÍR-ingar til móts þar — á hlaði síns nýja ög glæsi- lega skála. • Handknattleikur Körfuknattleikur Fimieikar Miðvikudaginn 14. marz efna handknattleiksdeild, körfuknatt- leiksdeild og fimleikadeild til af- mælismóts að Hálogalandi, og koma allar deildirnar þar fram. Handknattleiksmenn heyja bar áttu í meistaraflokki. Hefur ver- ið leitað til FH — íslandsmeist- aranna — í þeim efnum. Enda'n- legt svar er ekki fengið. en reikn- að er með að ÍR og FH mæti þarna. í liði ÍR verða nú nokkr- ir nýir leikmenn sem ekki hafa leikið áður. Eru það liðsmenn úr öðrum íélögum, einkum Aftur- eldingu 1 Mosfellssveit, sem gengu í félagið um áramótin, en hafa ekki öðlazt rétt til að keppa fyrr. Um FH þarf ekki að fjöl- yrða. Allir vita að þeir eru bezta handknattleiksfélag landsins um árabil. Fagna ÍR-ingar því að fá þá til að minnast afmælis fé- lags síns. Körfuknattleiksmenn félagsins, sem eru núverandi Reykjavíkur- og íslandsmeistarar, keppa við úrvalslið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Leikirnir við Keflavíkurflugvallarmenn hafa ætíð verið spennandi og góðir og er víst að af samskiptum við þá hefur íslenzkur körfuknattleik- ur eflzt mjög. ÍR -ingar hafa tvívegis sigrað úrvalslið þaðan í keppni. En oft- ar hafa Bandaríkjamennirnir unn ið. En vist er að þarna getur verið um góðan leik að ræða. Milli ieikjanna verður stutt fimleikasýning. Drengjaflokkur ÍR undir stjórn Birgis Guðjóns- sonar sýnir æfingar á dýnu. Pilt- arnir hafa unnið hug og hjörtu allra sem séð hafa sýningar þeirra — og svo mun enn verða á afmæli ÍR. Árshátíðin Félagsmenn í heild minnast af- mælisins síðan með hófi í Lidó á afmælisdaginn 11. marz. Þar verður norræna fólkið, sundfóik- ið og frjálsíþróttamaðurinn gestir félagsins. Verður þar flutt minni ÍR og síðan höfð skemmtiatrifii og dansað. Þátttakendalistar liggja hjá Magnúsi K Baldvinssym. Lauga- vegi 12. v'-yÁi2v*x,'.i/’.vwotówjv „Paradís skíðamanna" Seljalandsdalur við ísafjörð hefur oft verið nefndur Paradis Skíðamanna og ekki að ófyrir- synju, því að leirtun mun vera Undanúrslit um Evrópubikorinn í FYRRADAG var um það dregið í París hvaða lið skuli leika sam an í undanúrslitum í keppninni um Evrópubikarinn í knatt- spyrnu. Drátturinn fór þannig: Tottenham á að mæta portú- galska liðinu Benefica Og skal fyrri leikurinn vera á heimavelli Tottenham. Liege Standard frá Belgíu á að mæta sigurvegara í aukakeppni milli Real Madrid og Juventus á Ítalíu, en sá leikur átti að fara fram í París 1 gær. Liege leikur fyrst á heimavelli. Leikjunum á að vera lokið fyr- ir 15. apríl og það vel í tíma að rúm sé fyrir aukaleiki ef þörf gerist. á stað hér á landi, sem hefur upp á eing margbrotið landslag að bjóða fyrir skíðafólk. Nú um nokkur ár hefur verið starlrækt- ur þar skíðaskóli, þar sem fjöldi fólks hefur fengið sína fyrstu tilsögn á skíðum og Skíðagarpar hafa haft aðstöðu til pjálfunar. Eftir að hinn nýi Skíðaskáli Skíðafélags ísafjarðar komst í fulla notkun, hefur öll aðstaða og aðbúnaður gerbreytzt. 140 m í skíðaflugi f DAG hefst í Kulm í Aust- urríki hfcimsmeistarakeppni „skiðaflugl“. Er íþróttin nefnd svo til aðgreiningar frá skíða- Jstökki, en munurinn er sá einna *að pallurinn sem stokkið erj af er svo risastór að hægt er* að stökkva lengra en 135 m. Hættulegt er að stökkva .styttra en 118 m í brautinni. Frá því að stökkmennirnir hoppa af pallinum er ferð, þeirra um og yfir 120 km á klukkustund. » Finnar, Svíar og Norðmenn eiga þarna þátttakendur en Helmuth Recknagel Austur-1 Þýzkalandi er spáð sigri. Hann stökk 103 m í Zakopane. Veður hefur verið mjög gott í Kulm og haldist það er því spáð að stokkið verði lengra’ en sögur fara áður af, en [það er 141 m. Síðast þegar' keppt var i Kulm vann Norð- maðurinn Yggeseth. J "M"-------------------------- Fagnað sem hetju byggðarlagsins TORALF Engan, Norðmaðurinn sem varð heimsmeistari í minni stökkpallinum í Zakopane 1 Pól- landi er væntanlegur heim til sín í dag, en hann býr í Hölunda. Þar eru ráðgerðar miklar móttök ur fyrir hann Hann verður heið- ursgestur í veizlu, sem yfirvöld byggðarlagsins halda og bjóða til fjölda gesta. Þar verða ræður og heiðursverðlaun afhent. Real Madrid sigraði 3:1 París, 28. febr. (AP). SPÁNSKA knattspyrnuliðið Real Madrid keppti í dag við ítalska liðið Juventus frá Torino. Lauk leik þeirra með sigri Spán- verja, sem skoruðu 3 mörk gegn einu. 1 hálfleik stóðu leikar jafn- ir, 1—1. Þetta er í þriðja skipti sem lið þessi eigast við í keppn- inni um Evrópubikarinn og hafði hvort liðið sigrað einu sinni. Hvert sæti leikvangsins var skip að. í undanúrslitum keppir Real Madrid við belgíska liðið Royal Standard frá Liege og Tottenham Hotspurs frá Englandi við portú- galska liðið Benefica frá Lissa- bon. Núna eru möguleikar til að taka á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar, skólinn hefst 4 marz Og stendur til vors kostnað- ur við dvölina er kr. 120.00 á sólarhring fyrir þá sem sem eru 4 viikur eða lengur, en kr. 180.00 fyrir styttri dvöl, og er innifalið í verðinu fæði, húsnæði og Ifennsla. Forstöðumaður skólans og kennari er einn af beztu skíða- mönnum sem ísfirðingar hafa átt Haukur Sigurðsson. Allar upplýsingar um skólann veita þeir Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi og Haukur Sig- urðsson. — A.K.S. Gjafir í orgelsjóð Oháða safnaðarins A F H E N T presti safnaðarins: Þórður Jónsson til minningar um Gróu Sveinbjörnsdóttur, eiginkonu sína, kr. 5.000. Ónefnd kona, kr. 1.000, G. Þ. kr. 1.000, frá börnum Margrétar Jóhannes dóttur til minningar um hana, kr. 500, frá Björgu Ólafsdóttur og Guðjóni Jónssyni kr. 1.000, í bréfi kr. 200, frá Höllu Lofts- dóttur kr. 100, Ingveldur Jóns- dóttir kr. 500, Steinunn Bjarna- dóttir kr. 100. Afhent formanni safnaðarins: Frá ónefndum manni kr. 3.000, frá ónefndri konu með þakk- læti fyrir hjálp, kr. 1.000, frá Magnúsi Þórarinssyni kr. 2.000. Afhent Rannveigu Einarsdótt- ur í stjórn safnaðarins: Kr. 1.000 frá Ingvexdi Jónsdóttur (sem áður hafði gefið 500 kr, í orgelsjóðinn). Safnaðarpresturinn og safn- aðarstjórnin færa gefendum innilegar þakkir fyrir hönd kirkjunnar og geta glatt þá og aðra með þeirri frétt, að pipu- orgelið, sem safnað hefur verið til, hefur þegar verið keypt og sett upp í kirkjunni. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA æ tspxnM&ífr0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.