Morgunblaðið - 01.03.1962, Side 20
20
MORGVTSTtL AÐIÐ
Fimmtudagur 1. marz 1962
Barbara James:
39
Fögur
og feig
gat komið til góðs, gat vaðið
uppi meðan Rosaleen var að
gráta úr sér augun og Tony og
Lísa sultu hálfu hungri. Ég veit
eiginlega ekki hversvegna ég fór
í íbúðina — það var náttúrlega
ekki langt þangað, en þangað fór
ég. Líklega hef ég ætlað að tala
eitthvað yfir hausamótunum á
þér, Rory. Og hefðuð þið verið
þar bæði, gat ég tekið málið upp
til alvarlegrar umræðu. En þetta
var annars óljóst fyrir mér. Mér
fannst bara einhvernveginn ég
verða að fara þangað.
Sá nokkur þig fara inn í húsið?
spurði Leó.
í>að veit ég ekkert um, svaraði
hún kæruleysislega. Eg heilsaði
víst einhverjum dyraverði, en
hann var að tala við einhvem og
ég efast um, að hann hafi tekið
eftir mér.
Opnaðirðu með þínum eigin
lykli? spurði Rory.
Já, og það var enginn I setu-
stofunni, þegar ég kom inn, en
þar lágu jakkinn og hatturinn
þessarar dækju á stól. Ég varð
svo frá mér að ég skalf af reiði.
Ég bjóst við, að þið væruð bæði
í svefnherberginu, svo að ég gekk
beint inn þangað, en þar var
enginn maður, svo að ég gáði í
baðherbergið og ætlaði inn í eld.-
húsið, þegar ég heyrði manna-
mál þar inni, svo small í ytri
diyrunum og einhver kom inn.
Ég beið andarítak og fór svo inn
í setustofuna. Þar var hún, öli
uppstrokin og fölleit í hvíta kjóln
um með rauða hárið uppsett.
Halló, sagði hún <fg gat enginn
séð henni bregða. Hver eruð þér?
Hvar er Rory? spurði ég. Hann
þurfti að flýta sér í upptöku. Þér
eruð víst Vandy. Nei, ungfrú
Lorraine, ef yður væri sama,
sagði ég.
Vandy gerði hér þögn og horfði
á okkur augum, sem virtust vera
sjónlaus á okkur en hinsvegar
var eins og þau sæju Crystal,
þegar hún var í þessari stofu
fyrir einni viku, næstum alveg á
sama tíma dags. Þetta var óhugn-
anlegt, en það var alveg eins og
hún væri að lifa þetta atvik upp
aftur — vekja Crystal aftur til
lífsins.
Snáfaðu héðan burt, dækjan
þín, sagði ég alveg rólega.
0,seisei nei, ekkert liggur á,
svaraði hún. Rory vildi endilega
að ég hvíldi mig almennilega áð-
ur en við hittumst aftur klukkan
hálffimm. Snáfaðu út, endurtók
ég. Frú Day er í borginni og get-
ur komið hingað á hverri stundu.
Það var ágætt, sagði hún. Ég
hefði þurft að tala við hana. Ég
hef ýmislegt að segja við hana.
Það er tími til kominn, að við
kynnumst nánar. Og svo þaut
hún inn í svefnherbergið. Út héð-
an! sagði ég. Þetta er herbergi
frú Day. Og herra Day, bætti
hún við. Rory vill gjarna að ég
noti íbúðina eftir þörfum. Svo
settist hún niður fyrir framan
spegilinn og fór að taka niður
á sér hárið.
Ég greip í handlegginn á
henni. Þér gerið svo vel að fara
út!, sagði ég. Hún streittist á
móti og tók eina af þessum löngu
og oddhvössu naglaþjölum upp
úr töskunni sinni. Ef þér snertið
mig aftur, kerlingarvargur, þá
skal ég klóra úr yður augun með
þessum svo að yður er hollast að
hafa yður hæga og fara, út sjálf.
Hún var þegar hér var komið,
búin að losa á sér hárið — ég
hef aldrei getað þolað rauðhært
kvenfólk — og var farin að
greiða það, en hélt samt alltaf
á þjölinni í hinni hendinni. Hún
raulaði fyir munni sér eitt lagið,
sem Rory syngur, og svipurinn
á henni var eins og á gæluketti.
Ég stóð þarna og hataði hana af
öllu mínu hjarta. Rétt sem
snöggvast vissi ég ekki, hvað ég
ætti til bragðs að taka. Ef hún
bara væri ekki til, hvílíkan mis-
mun mundi það ekki gera fyrir
þá, sem mér þótti vænt um. Ef
ég hefði getað drepið hana með
hugsununum einum, hefði hún
samstundis legið þarna dauð. Ég
hafði ekki einu sinni mátt í mér
til þess að fara út úr íbúðinni.
En þá datt mér byssan í hug.
Hvaða byssa? spurði. Rory.
Hvar var hún? Það var engin
byssa í íbúðinni....
Jú, víst var það. Hún var í
ferðatöskunni minni hjá skónum
mínum og ýmsu öðru dóti.
Geymdirðu byssu þar? spurði
ég hissa.
Já, góða mín, svarað hún svo-
lítið óþolinmóðlega, rétt eins og
hún vildi ekki, að ég truflaði
hugsanir sínar.
Ég mundi eftir því, að hún var
þarna. Þar gat verið ráð til að
koma henni út úr íbúðinni. Ég
fór út í ganginn gegnum setu-
stofuna, tók töskuna út úr skápn
um og opnaði hana. Ég hafði allt-
af haft hana læsta síðan ég fór
að geyma byssuna þar. Ég ætlaði
að miða henni á hana og hrekja
hana þannig út. Eg fór aftur inn
svefnherbergið, hún var lögzt
upp í rúmið með hárið út um
allan koddann, hendurnar fyrir
aftan hnakka og með þetta katt-
arbros á andlitinu, sem fýsnirnar
skinu út úr. Ég var búin að því
áður en ég vissi af — að skjóta
hana gegn um höfuðið. Getið þið
skilið það? Það var rétt eins og
þetta væri gert fyrir mig. Ég
man ekki eftir neinum hugsunum
eða tilfinningum hjá mér fyrr
en ég var búin að því.
Andlitið hrukkaðist, eins og
hún væri að reyna að ráða ein-
hverja gátu. Við hin horfðum á
hana agndofa.
Hvellurinn vakti mig af þessari
leiðslu, hann var svo hár. Ég
taldi víst, að nú kæmi fólk hlaup
andi, en það varð ekki. Smám
saman varð mér ljóst, hvað ég
hafði gert. Mér var það jafn-
framt ljóst, að svo framarlega
sem ég gæti sloppið frá þessu,
yrði ég ekki vör nokkurrar iðr-
unar, enda þótt mér þætti fyrir
því, að þetta skyldi þurfa að ske
inni í íbúðinni ykkar og ef til
vill koma ykkur í vandræði. Ég
settti upp hanzkana mína, þurrk-
aði skammbyssuna vandlega á
hálsklútnum, sem ég var með —
ég er með hann núna — sagði
hún, eins og það væri eitthvert
atriði x málinu — og strauk háls-
klútinn, sem var gjöf frá mér.
Síðan þrýsti ég fingrunum á
henni á byssuna. Ég hafði gert
það einu sinni áður á leiksviði
og það er furðanlega erfitt — það
er að segja í raunveruleikanum,
en ekki á sviðinu. Svo lét ég byss
una á gélfið undir hendinni á
henni, svo að þetta leit út alveg
eins og hún hefði skotið sig sjálf.
Þú sást hana, Rosaleen — og þú
hélzt það líka, var það ekki?
Það fór hrollur um mig. Jú, ég
hélt það og eins Leó.
Leó? Hvenær sá hann hana?
Við skulum ekki fást um það.
Haltu áfram, sagði Rory.
Ég fcr aftur fram í ganginn,
lokaði töskunni og setti hana inn
í skápinn. Það var þá, sem ég
heyrði til þín. Rosaleen, þegar
þú opnaðir dyrnar. Ég þreif tösk-
una mína og böggulinn með
hvolpunum og faldi mig í skápn
um áður en þú komst inn. Það
voru verstu mínúturnar hjá mér.
Þær voru eins og heil eilífð. Svo
heyrði ég til þín í eldhúsinu og
að þú skrúfaðir frá krananum og
lézt vatnið renna. Þá notaði ég
tækifærið og læddist út.
Ég heyrði smella í hurðinni og
kallaði, sagði ég.
Ég heyrði til þín. Svo opnað-
irðu dyrnar og gægðist út, en þá
var ég rétt sloppin fyrir hornið
við stigann. Ég lokaði dyrunum
eins varlega og ég gat, en það
þurfti nú samt að smella í þeim.
Jæja, þetta er þá öll sagan, elsk-
urnar mínar. Ég fór svo heim.
Ég veit ekki, hvernig þið hafið
komizt að þessu — veit ekki,
hvar ég hef gert skyssu.
Meðan hún hafði verið að segja
söguna, virtist öll sú saga trúleg
og ég gat alveg séð fyrir mér,
hvert einstakt atriði — og alveg
skilið hugsanaferil hennar. En
nú var hún allt í einu orðin göm-
ul og lotleg og beygð. Þetta ægi-
lega hatur, sem hafði verið drif-
fjöðrin hjá henni, var ekki leng-
ur til.
Nei, sögunni er ekki lokið með
þessu, Vandy, sagði Rory. í fyrsta
lagi er það skammbyssan. Hvern
ig komst hún í töskuna þína?
Ég tók hana einu sinni af
veslings Tony, þegar hann var
hvað allra lengst niðri.
Hversvegna varstu að taka
hana af honum?
Af því að hann hótaði að nota
hana — á sjálfan sig. Þetta var
í vetur sem leið, þegar aillt gekk
sem allra verst hjá honum, og
hann hafði enga vinnu haft mán-
uðum saman. Hann var alveg
blásnauður og vildi helzt fremja
sjálfsmorð. Ég var hrædd um
hann, og fékk hann til að afhenda
mér byssuna, og ég vissi, að hún
var hlaðin. Ég hélt, að henni
væri óhættara í töskunni minni
læstri, hérna í búðinni en heima
innan um bömin.
Ég er gamall kerlingarkjáni,
og þurfti endilega að láta mér
mistakast þetta allt. Það var eins
og hún harmaði það miklu meir
en verknaðinn sjálfan. Mig lang-
aði bara til. að þið gætuð verið
hamingjusöm, sagði hún sakileys-
islega.
Varstu ekki hrædd og spennt
þegar þú komst heim aftur?
Nei, ég er vís,t forlagatrúar. Ég
hafði gert það sem ég gat. Það
yrði, sem verða átti. Þegar þú
sagðir mér, að þú hefðir alls
ekki komið í íbúðina, varð ég
dálítið hissa, en hugsaði svo, að
þú vildir láta, sem þú hefðir
enga hugmynd um þetta. Þú hef-
ur hugsað þér, að það væri eins
gott, að einhver annar fyndi lík-
ið, og ég gat ekki láð þér það.
Það sem ég hafði aðaláhyggjuna
af var þetta ógurtega hneyksli,
sem þetta mundi valda. Ég vissi
vel hversu skaðlegt það gat orð-
fyrir framtíð þína, sagði h.ún við
Rory, en ég treysti því, að þú
gætir unnið þig upp aftur með
þínum hæfileikum og vonaði, að
þetta mótlæti gæti komið öllu í
lag aftur hjá ykkur Rosaleen
Hvemig varð þér við, þegar
þú sást það í blöðunum, að
Crystal hefði fundizt heima hjá
sér? spurði Rory.
Ég skal játa, að það kom mér
algjörlega á óvart. Ég hélt bein-
línis, að ég væri gengin af vit-
inu. En svo fann ég það út líka.
Ég gekk út frá því, að þú hefðir
komið á vettvang og fundið hana.
Þér hefði strax verið ljóst, hví-
líka óskaplega eftirtekt og vand-
ræði þetta gæti haft í för með
sér og svo hefðirðu einhvernveg-
SHtltvarpiö
Fimmtudagur 1. marz
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -•
12:25 Fréttir og tilkynningair).
13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilik.
—Tónleikair — 16:00 Veðurfregn
ir — Tónleikar — 17:00 Fréttir
— Tónleikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir
—Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há
kon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari).
20:20 Íslenzkir organleikarar kynna
verk eftir Johann Sebastian
Bach; IV.: Dr. Páll ísólfsson leik
ur sálmaforleik og partítuna
„t»ú mikli, mildi Guð“. Á undan
segir hann nokkur orð.
20:45 Erindi: Skelfisktekj a og skél-
fiskeitrun (Dr. Sigurður Péturs-
son gerlafræðingur).
21:10 Rökkursöngvar: Roger Wagner
kórinn bandaríski syngur.
21:25 t>ýtt og endursagt: Hildur Kal-
man flytur létt hjal um leikara,
lófatak og leikskáld.
22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10
Passíusálmur (9).
22:20 „Leyndarmálið", smásaga eftir
Hugrúnu (Skáldkonan les).
22:35 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey
land og Högni Jónsson).
23:10 Dagskrárlok.
• Föstudagur 2. marz
8:00 Moifeunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi. — 8:15 Tónleikar —*
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk,
— Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón
leikar — 17:00 Fréttir. — Endur
tekið tónlistarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 „I>á riðu hetjur um héruð“: Gðu
mundur M. I>orláksson segir frá
Birni Hítdælakappa.
18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt
ir — Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
— í hnénu? Getur ekki verið! Hvaðan ætti það eiginlega
að koma? Vatn?
X- X-
GEISLI GEIMFARI
X- X- *
WE'VE RUN A HUKIDRED
TE5T5 ALREADY!! AS FOR
THE PROFE5SOR'S DOUBTS,
HE IVAS S/CK! WE WAS N'T
SURE OFAHYTWNG/
IVS MY SCIENTIFIC
OPINION ASAINST
JOHN'5.„ANDI SAY
TAYE THE OFFER,
LURA «
TnjTrrm
■— Hvað þá?! Bíða með að taka
fimm milljóna tilboði í durabillium?
Ertu frá þér, John?
v — Það þarf fleiri prófanir, Meira
að segja maðurinn þinn var á þeirri
skoðun, Lára.
— Við höfum þegar gert hundrað
prófanir!! Og hvað efasemdum pró-
fessorsins viðvíkur, þá var hann
veikur. Hann var ekki viss um neitt.
Hér er um að ræða vísindalega skoð-
un mína gegn skoðun Johns .... Og
ég ráðlegg þér að taka tilboðinu,
Lára.
— Hlustaðu ekki á hann!!!
20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20:35 Frægir söngvarar; XVI: Tito
Schipa syngur.
21:00 Ljóðaþáttur: Lárus Pálsson leik-
ari los ljóð eftir Benedikt Grön-
dal.
21:00 Tónleikar: Svíta í D-dúr eftir
Telemann (Hljóðfæraleikarar úr
saxnesku ríkishljómsv''itinni
leika. — Kurt Liersch stj.).
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúmus-
air“ eftir J. B. Priestley; XVII,
(Guðjón Guðjónsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10
Passísusálmur (10).
22:20 Um fiskinn: Einar Jóhannsson
fiskiðnfræðingur talar um vinnsl
una í frystihúsum.
22:40 Á síðkvöldi: Létt klassisk tónlistJ
a) David Oistrakh leikur á fiðlil
og Vladimir Yampolsky á pí
anó: Spánskur dans, op. 39
eftir Sarasate, Dans úr óper
unni „La Vida Breve" eftir
De Falla og Ástarsöngur eftir
Albeniz.
b) Brendan O’ Dowda syngu^
vinsæl lög.
c) Hollywood Bowl sinfóniu-
hljómsveitin leikur hljómsveit
arútsetningar á lögum eftir
Chopin, Carmen Dragon sLj.
23:25 Dagskráriok.