Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 10
10 MORCI MHT. ifílÐ Fimmtudagur 1. marz 1962 Stalinsskriðling- urinn Ulbrícht IMokkur atriði ur framabraut ein- ræðisherrans í Austur-Þýzkaiandi WALTHER Ulbricht stjórnar í dag meira en 16 milljónum Þjóðverja. Hann er engin merkispersóna, en að baki honum stendur vald Sovét- ríkjanna og hann er hlýðn- asti þjónn þeirra. Hér verð- ur sagt lítillega frá því, hvemig þessum Stalinista tókst með grimmd og bak- tjaldamakki að framast frá því að vera þýðingarlaus flokksstarfsmaður í Saxlandi, unz hann var orðinn ein- ræðisherra í Austur-Þýzka- landi. Af hinum hlýðnum þjónum Stalins, sem réðu í löndum Aust- ur-Evrópu eftir stríðið, eru að- eins þrír ennþá við völd: Enver Hoxa í Albaníu, G*heorgiu-Dej í Rúmeníu og Walter Ulbricht í Austur-Þýzkalandi. Þessir menn höfðu gengið upp í flokkshásætið eftir stiga, sem bakinn var líkum and-stalinistískra félaga þeirra. Og þeir dýrkuðu Stalin sem guð eftir rómverskri fyrirmynd. Oft hafa þeir nefnt hann læriföður sinn og kváðust vera hinir sönnu synir hans og létu þjóðir sínar dýrka sig á sama hátt og Stalin var dýrkaður. Nú eru þessir menn að reyna að breiða yfir for tíð sína og þykjast vera fórnar- lömb stalinismans og kasta stein- um á líkkistu „föður síns“. Sjaldan hefur það komið fyrir í sögunni, að pólitískur „faðir“ hafi eignazt jafn vanþakkláta og ótrúa syni. Enginn þeirra hefur gert sér jafn mikið ómak til að reyna að skriða úr sínum stalinistíska úlfs feldi eins og Walter Ulbricht. Ekkert gerði þennan mann hæfan til foringja. Walter Ulbrioht var smáborg- axi í Saxlandi áðuir en hann gekk í þýzka kommúnistaflokkinn. Frami hans þar varð enginn og hann öfundaði hetjurnar og flokksforingjanna. sem höfðu hafizt til mikilla valda á skömm- um tíma. Árið 1922, þegar hann var búinn að vera meðlimur í 10 ár, var hann ennþá óþekktur og lítilsvirtur floksstarfsmaður í Saxlandi. Það hefði hann líka orðið fram vegis undir eðlilegum kringum- stæðum. Ekkert gerði þennan mann hæfan sem föringja. Hann var ekki glæsilegur ræðumaður, ekki mikil persóna og alls ekki neinn fífldjarfur götubardaga- maður. Ulbricht er frekar rauð- ut Eichmann: innilokaður, met- orðagjarn, samvizkulaus og hlýð- inn. Enginn foringi heldur fylgi- nautur. í byrjun 3. tugar aldarinar var engin eftirspurn eftir slíkum mönnum í foringjaröðum þýzka kommúnistaflokksins. Það breytt ist 1924 þegar náinn vinur Stal- ins kom til Berlínar, Dmitriso Manuylsky. Þessi Ukraínumaður hafði það sérstaka verkefni að finna mann í þýzka kommún- istaflokknum, sem þá var áhrifa- mesti meðlimur Komintern, sem gæti orðið hlýðið verkfæri hins komandi einræðisherra. Manu- ylsky virtist hin metorðagjami Ulbricht prýðilegur maður og sendi hann með sérstökum með- mælum til Moskvu. í Moskvu kynntist hann bak- tjaldamakkinu og valdabarátt- rUnni þennan kalda vetur, þegar barizt var um eftirmann Lenins, sem þá lá fyrir dauðanum. Stal- in leizt prýðisvel á þennan 'hlýðna og metorðagjarna Þjóð- verja og ákvað. að hann skyldi verða ásamt Pieck, sem var gam- all rússaiþræll, aðalstjórnandi rússnesku kommúnistaflokksins í framtíðinni. „Félagi Sella“. Á tveim ráðstefnum í Moskvu í marz 1925 og í febrúar 1926, þvingaði Stalin sellukerfi sínu á þýzka kommúnistaflokkinn. Þetta kerfi hafði Stalin notað til að grafa undan andstæðingum sínum og búa til skrifstofubákn og rikisflokk úr hinum rússneska kommúnistaflokki. Hann gerði Ulbricht að framkvæmdastjóra þessa kerfis í Þýzkalandi. og fé- lagar hans gáfu honum auknefn- ið „félagi sella“. Sellukerfið er tilvalið fyrir pólitíska skriðlinga og þöngul- hausa. Miðstjórnin ræður öllu og býr til deildarstjóra og sellufor- stjóra eftir eigin þóknun. Sellu- flokkurinn er þægilegur flokkur, það er hægt að stjórna honum eins og her. Þessi umbylting þeirra Stalins og Ulbricht varð ekkert sérlega heilsusamleg fyrir þýzka komm- únistaflokkinn. Frá 1922—1928 féll meðlimatalan úr 380 þúsund- um í 130 þúsund. Um þetta leyti gat þýzki kommúnistaflokurinn ekki lengur haldið flokksþing á sinn gamla hátt. Á hinum fimm árum, frá 1918—1924, voru haid- in níu flokksþing, en á niu ár- um, frá 1924—1933, ekki nema þrjú. Ef tir stofnskrá þýzka komm únistaflokksins átti að halda a. m.k. eitt flokkaþing á ári. í lok ársins 1932 voru í Þýzkalandi 6000 hverfissellur og 2210 verk- smiðjusellur, sem allar gengu kringum Moskvu-sólina. Þýzku kommúnistarnir höfðu reynt að sleppa við þetta kerfi en ekkert gekk og eftirlætisbarn Stalins, Ulbricht, var óvinsæll maður. Fyrst 1930. þegar Stalin var bú- inn að ná fullu valdi á þýzka kommúnistaflokknum, var Ul- bricht kominn í innsta hringinn. Hann hafði verið kosinn á þing 1928 og samþingsmenn hans héldu ekki neitt upp á hann. Hann lifði aðeins á náð Stalins. Klara Zetkin, sem sat lengi við hlið Ulbrichts í þinginu, sagði um hann: „Ég vona að gæfan varð- Tekið eftir grein eftir H.J. Kolberg i Die Welf veiti þýzka kommúnistaflokkinn og komi í veg fyrir aðþessi maður skolist nokkurn tíma upp í æðstu stöðu. Mér fellur þessi maður ekki. Lítið þið í augu hans og þið munuð sjá, hversu innilokað- ur og óheill hann er“ Eftir næstu kosningar heimtaði Zetkin að þurfa ekki lengur að sitja við hlið Ulbrichts. Hinn smámunasami, hefni- gjarni og lítilsvirti félagi Ul- bricht húkti á þessum árum í skrifstofu sinni í flokkshúsinu og hélt bækur. Þá datt engum í hug að háðslegt orð um „félaga sellu“ gæti seinna kostað þá höfuðið. Uppgangnr Ulbrichts. Uppgangur Ulbrichts byrjaði eiginlega með falli þýzka komm. únistaflokksins árið 1933. Stjórn Hitlers þurfti ekki nema nokkra mánuði til að eyðileggja hina voldugu flokksvél. Flokksforing inn, Thalmann, og eftirmaður hans, Schehr. og meirihluti flokksforingjanna, voru teknir höndum mjög fljótlega. Eftir nokkra mánuði var ekki hægt að komast hjá að viðurkenna að þýzki kommúnistaflokkurinn var dauður. Aðeins lítill hluti flokks- stjórnarinnar, svo og Stalins- deildin í miðstjórninni með Pieck og Ulibricht á broddinum höfðu lifað af. Þeim hafði verið séð fyr- ir peningum og fölskum vega- Andlegir hermenn Ulbrichts ganga úr vistinni. innar þreifst Ulbricht vel. Þarna var enginn sem spurði. Hinn nýi flokksstíll var „skipun frá Moskvu" „ráð Komintern", „per- sónulegt ráð frá Stalin" og eng- inn dirfðist að gagnrýna. Þarna byrjaði Ulbricht að leggja grundvöll að stöðu sinni í tilvonandi Sovét-Þýzkalandi. Þarna byrjaði hann braut sína sem fyrsti aðalritari þýzka eining arflokksins. Hann var ekki vand- ur að aðferðum sínum. Þær voru í senn bæði einfaldar og grimmd arlegar. Dyraverðir Ulbrichls láta menn ekki múður. komast upp með neitt bréfum og þeim hafði tekizt að flýja. Þeir settust nú að í Moskvu, Paris, Prag og Stokk- hólmi. Reikninginn borguðu litlu félagarnir í Þýzkalandi með frelsi sínu og ekki allfáir með lifinu. Hinir flúnu þýzku kommúnist- ar voru algjörlega á valdi Kremls. Þeir höfðu enga pen- inga, enga gilda pappíra og enga fylgjendur Þeir höfðu ekki einu sinni ríkisborgararétt, því Gör- ing tók hann af þeim öllum. Útlaganefnd þýzka kommún- istaflokksins í París lifði alger- lega á peningum og velvilja Stal- ins og hann gat tekið hvort tveggja af henni hvenær sem var. Hún gegndi ekkí fögru hlutverki á þessum tíma. Stalin skipaði þeim að taka eftirlætisbarn sitt, ULbricht. til ritara og aðeins fáir mótmæltu. Willy Múnzenberg var meðal þessara uppreisnar- manna, svo og Hans Kippenberg- er. Munzenberg stjórnaði áróð- ursmiðstöð í París, Kippenberg- er sat við stjórnvöl neðanjarðar- hreyfingar kommúnista í Þýzka- landi, sem ennþá voru leifar eft- ir af. í hálfrökkri útlaganefndar- Tvær aðferðir. Hann notaði aðallega tvö af- brigði. Væru hinir andstæðingar hans í Þýzkalandi þá lét hann útbúa dreifibréf þar sem var sagt frá bústað, vinum þeirra og sam- böndum og leyniheimilisföngum þessa fólks nákvæmlega lýst. Nokkur eintök þessara miða féllu merkilega reglulega í hendur Gestapo. Hin aðferðin var notuð gegn óþægilegum flóttamönnum. Ul- bricht sendi þá í „leynierindum“ til Þýzkalands og lét um leið komast orð til Gestapo, að hættu- legir njósnarar væru á leiðinni, svo þeir voru alltaf teknir fastir við landamærin. Eini gallinn á þessari aðferð var, að til hennar þurfti samvinnu hinna dauða- dæifidu og það kom fyrir að þeir sáu í gegnum Ulbricht. Aðferðir Uibridhts áttu sér harða mót- stöðumenn, meðal þeirra Hans Kippenberger, yfirstjórnanda leynistarfsemi flokksins. Þó þessi maður kippti sér ekki upp við hvað sem var, bauð honum við aðferðum Ulbrichts. „Enga sam- vinnu við SS og Gestapo," heimt- aði hann. „Sama hvað það kostar og hverjar kringumstæðurnar eru.“ Ulbricht brosti bara og sendi Kippenberger til uppeldis til Moskvu. Hann tók hins vegar sjálfur að sér yfirstjórn leyniþjóxx ustunnar. f Moskvu tók Pieck við Kipp- enberger. Hann þurfti að gera nokkra reikninga upp við hann. Kippenberger hafði nefnilega ver ið falið 1930 af Thalmann að kom ast að mun um, hvað hefði skeð nóttina 14.—15. janúar 1919 í Edenhótelinu í Berlín. Á þessari nóttu voru Pieck, Liebknecht og Rosa Luxemburg í höndum líf- varðarins, sem hafði dæmt þau öll þrjú til dauða. Dóminum yfir Liebknecht og Rosu Luxem- burg var fullnægt en Pieck slapp lifandi. Bindi var þegar komið fyrir augu hans. þegar hann bað um að fá að tala við foringja könnunarsveita herdeiláarinnar. Pieck fór einni sttrndu síðar. ómeiddur út úr hótelinu. Áður en rannsókn Kippenbergers var lokið, komst Hitler til valda og flokkurinn hafði um annað að hugsa. En Pieck var áhyggjufull- ur. Kippenberger dó af skoti i bakið 1936. Leo Roth, aðstoðar- maður hans, var drepinn um leið. Þeir voru þeir fyrstu. 1934 hafði hin rauða „alþýðuihetja", Max Hölz, verið helltur fullur af rússneskum leynilögreglumönn- um og drekkt í Volgu. Hölz hafði sagt um Ulbricht, sem hafði látið 'hylla sig sem saxneska götubar- dagahetju: „Maðurinn er hug- leysingi og lygari. Ég hef elcki séð hann í neinum götubardaga í Saxlandi." Willy Múnzenberg hafði einn- ig verið mikill andstæðingur að- ferða Ulbrichts og hafði það orð ið til þess að Ulbricht hafði látið Stalin, Dimitroff og Manuylsky vita að þeir ættu ekkert sam- eiginlegt. Haustið 1940 gróf veiði hundur upp lík úr laufdyngju í afskekktum skógi milli Lyon og Valence. Maðurinn hafði ber- sýnilega verið kyrktur. Erfitt var að finna hver þetta væri, en frönsku lögreglunni tókst það að lokum. Þetta var hinn þekkti þýzki kommúnisti Willy Múnzen- berg. Raunverulegur foringi 1934. Árið 1934 var Ulbricht í raun og veru foringi þýzka kommún- istaflokksins. Læðupokinn Pieck hafði fyrir löngu séð hvaðan vind urinn blés og reyndi ekki mjög að keppa við Ulbricht. Hann tók að sér hlutverk hins brosandi landsföður og alþýðuvinar og það lék hann til æviloka. En frægð Ulbrichts var einungis á bak við tjöldin. Hinir kosnu foringjar þýzku kommúnistanna lifðu enn- þá í Moskvu, París og Þýzka- landi. Enginn vissi það betur en Ulbrioht sjálfur að &amþykki þeirra við völdum hans hafði ver ið þvingað fram. Ekkert flokks- þing haldið undir löglegum kring umstæðum í Þýzkalandi hefði kosið Ul'bricht sem foringja með- an gömlu foringjamir voru enn- þá lifandi. Hættulegasti keppinautur hans var Ernst Thálmann. Ernst Thál- Frh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.