Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 13. marz 1962 Fair Songfleikur í tveimur þáttum Texti: A. J. Lerner. Tónlist: Fr. Loewc. Leikstjóri- Sven Áge Larsen. Hljómsveitarstjóri: Jindrich Rohan. Balletmeistari: Erik Bidsted. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. laugardagskvöld hinn fræga söng leiik „My Fair Lady“, sem þeir snillingamir, rithöfundurinn A. J. Lerner og tónlistarmaðurinn F. Loewe hafa gert eftir hinu snjalla og bráðsikemmtilega leik- riti ,.Pygmalion“ eftir Bernard Shaw. Þessir tveir ágætu menn Störfuðu saman 1 nokkur ár með frábærum árangri, sömdu meðal annars gamansöngleikinn „Briga doon“, sem sýndur var í New York í fir.im ár samfleytt og einnig unnu þeir saman að kvik- myndinni „Gigi“, sem hér var sýnd fyrir nokíkrum árum. En iangfrægasta verk þessara höf- una er þó tvímælalaust „My Fair Lady“, enda hefur leikurinn far- ið sigurför um allan heim síðan hann var frumsýndur á Bröad- way 25. marz 1956, óg er hann enn í fullum gangi bæði vestan hafs og austan. Búninga- og leik- tjaldateikningar gerður hinir þekktu listamenn Cecil Beatön Og Oliver Smith óg hara þær ver- ið notaðar hvarvetna þar sem leik urinn hefur verið sýndur. Leikn- um var þegar tekið með geysi- fögnuði í New Yörk og eftir frum sýninguna þar kómst einn leik- dómarinn svo að orði: „Menn hafa þrábsðið um að óperettan yrði gædd nýju lífi. Nú hefur það átt sér stað í svo ríkum mæli, að búast má við fullu húsi næstu tíu árin“. Sá sem þetta sagði virðist ætla að vera sannspár, þvi að enn virðist ekkert lát á aðsó'kn að leiknum. Leikurinn var frum- sýndur í London 1958 með sömu leikendum og léku á frumsýn- ingunni í New York. Síðan hafa aðrir leikendur tekið við. Ég sá leikinn í London haustið 1960 með þremur afburðalei'kurum í aðal- hlutverkunum þeim Anne Rogers Eliza, Alec Clunec, (Henry Higgins) og James Hayler (Al- fred P. Dolitte). Hafði Anne Rogens þá leikið Elizu þúsund sinnum (700 sinnum í Ameríku og 300 sinnum í Englandi). Hef ég aldrei um mína daga nötið leiksýningar í jafn ríkum mæli Og þessa kvöldstund í Drury Lane. Á Nórðurlöndum var leik- urinn fyrst sýndur í Stokkhólmi, árið 1959 og setti þá Sven Áge Larsen, hinn danski leikstjóri, leikinn á svið. Síðan hefur hann sett leikinn á svið í Kaupmanna- höfn, Berlín og Amsterdam ásamt Bidsted ballettmeistara, sem séð hefur um dansa og hópatriði leiks ins. Þessir mikilhæfu menn hafa einnig unnið að uppfærslu leiks- ins hér. Blöðin hér hafa að undanförnu látið sér svo tíðrætt um „My Fair Lady“, að óþarft mun að rðkja að réði efni leiksins. Þó skal þess aðeins getið að hann fjallar um enskan miðaldra prófessor í málvísindum, sérstaklega ensk- um 'málýzkum, sem hittir fyrir unga blómasölustúlku, sem talar hið ógurlegasta hrognamál (cOck- ney) og verður það úr að hann tekur að sér að kenna henni að tala hreint og fagurt mál og gera hana að hefðarkonu, eins Og hann segir. Þetta gerist ekki þrauta- Erlingur, Vala og Regína sitjandi, en Róbert og Rúrik að baki. laust og veltur á ýmsu um sam- komulagið milli nemanda og lærimeistara. Annars er leikur- inn fullur af söng og dansi, glæsi- legum búningum, fögrum leik- sviðum og ótal bráðskemmtileg- um og fyndnum atriðum. Aldrei hefur hér í bæ leiiksýn- ing verið rædd af meiri áhuga og spenningi manna á meðal en hin væntanlega sýning Þjóðleik- hússins á „My Fair Lady“. Hvar sem menn komu saman var jafn- an brötið upp á sama umtalsefn- inu: Hvernig skildi takast sýning in á My Fair Lady? Ræður leik- húsið við svo veigamikið og fjöl- þætt verk? Og ekíki dró það úr íorvitni manna Og efasemdum, er það vitnaðist að í aðalhlut- verkið, blómasölustúlkuna Elizu Doolitte. hafði verið ráðin ung stúlka, sem aldrei hafði komið á leiksvið áður, en starfað sem flug freyja hér að undanförnu. En þessi unga stúlka heitir Vala Kristjánsson dóttir þeir hjón- anna Einars Kristánssonar óperu söngvara og frú Martlha Kristjáns sOn. Það leyndi sér heldur ekki á frumsýningunni að eftirvænt- ing leikhúsgesta var geysimikil. Menn ræddust venju fremur mik- ið við áður en sýníngin hófst og maður fann einhverja óvenjulega spennu í loftinu. í leiknum kemur fram mikill fjöldi manna, en hin verulegu leikhlutverk eru ekki ýkjamörg. Veigamest eru hlutverk Elizu • Upplýsingar um sjónvarp Hlustandi skrifar: Ég hlustaði á útvarpsum- ræður frá Alþingi um aftur- köllun leyfis til stækkunar sjónvarpsstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Blöðin höfðu óður rætt málið nokkuð og menn munu tæpast hafa átt von á neinum nýjum fróðleik. F-ram komu þó í umræðunum mjög athyglisverð atriði, sem mér a.m.k. voru ekki áður kunn. Utanríkisráðherra upp- lýsti, að fyrir lægi umsögn tseknifræðinga á þessu sviði um það, að langdrægi stöðv- srinnar ykist aðeins innan við 10 km við fyrirhugaða stækk- un, sem praktiskt séð skapar «nga nýja möguleika til mót- toku þessa sjónvarps, umfram það, sem nú er, en ef til vill yrði það eitthvað skýrara á Suðumesjum og í Reykjavík. í annan stað var dregið mjög 1 efa, að sjónvarpstæki þau, sem keypt eru til hagnýtingar Keflavíkursjónvarpsins, muni reynast nothæf fyrir væntan- legt íslenzkt sjónvarp. Loks var upplýst að lágmarksstyrk- leiki væntanlegrar, innlendrar sjónvarpsstöðvar, yrði að vera a.m.k. hundraðföld orka nú- verandi Keflavíkurstöðvar, til þess að teljast viðunandi. Má því nærri geta, hvort sveita- menn og aðrir landsmenn, ut- an Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur, fari að fleygja út 20—30 þúsund krónum fyrir móttökutæki, sem vafasamt er að væru not- hæf, er væntanlegt, innlent sjónvarp kæmi til sögunnar innan fárra ára. Áður en þeir legðu í þann kostnað, mundu þeir áreiðanlega gera sér Ijóst, að vinningurinn við að fá lé- legt, erlent sjónvarp væri ekki mikill. Þetta nægir um sjónvarpið. Þetta leggja þeir að jöfnu En það var annað, sem vakti athygli mina o. fl., sem undir- strikað var í þessum umræð- urn af einum málsvara Fram- sóknarflokksins. Hann virtist leggja alveg að jöfnu „austur“ og „vestur“. Fimmtu herdeild Rúsaa hér á landi taldi hann að vísu ekki góða, né dekur þeirra við sína húsbændur, en þeir sem fylgdu Vesturveldun- um að málum væru engu betri. Sá maður, sem heldur slíku fram, beint eða óbeint, er í hjarta sínu kommúnisti, hvar í flokki sem hann kann að telja sig vera. En þetta hefur svo sem heyrzt áður úr þeim herbúðum. Þetta er áróð- ur, sem beint er að Sjálfstæðis mönnum og Alþýðuflokks- mönnum, sem undantekningar- lítið eða undantekningarlaust hafa samúð með Vesturveld- unum og líta til þeirra, sem verndara frelsis og mannhelgi. Hitt vill hinsvegar yfirsjást, að fjöldi Framsóknarmanna eru sama sinnis. En þessi áróður er ímeygilegur gagnvart þeim mörgu, er ekki nenna að hugsa og brjóta málin til mergjar. En hvað er svo það, sem hér er lagt að jöfnu? Það er í aðal atriðum þetta: 1. Annarsvegar yfirlýstur á- setningur að þrengja kommún- ismanum upp á allar þjóðir heims, sem í reyndinni mundi þýða yfirráð einnar þjóðar yf- ir öllum hinum. (Það var líka draumur Hitlers) Hinsvegar yfirlýstur vilji Vesturveldanna að vinna að því að allar þjóðir fái frelsi til að ráða einar mál- um sínum og þessi vilji sýnd- ur í verki æ ofan í æ. 2. Annarsvegar yfirlýst and staða gegn kristindómi og sið- fræði kristinnar trúar, en í þess stað viðurkennd sú kenn- ing í orði og raun, „að til- gangurinn helgi meðalið“ og tillitslaus hentistefna því sjálf- sögð, enda jafnan fylgt í verki. Hinsvegar full viður- kenning á mannhelgi einstak- lingsins og jafnframt krafizt sem takmarks að jafnan sé far ið að lögum, og að drengskap ur og kristilegt siðgæði ríki í viðskiptum einstaklinga og þjóða. 3. Annarsvegar haldið uppi 5. herdeild 1 hverju landi (auk venjulegrar njósnasarfsemi, sem er annars eðlis), til þess að grafa undan lýðræði þeirra og vihna að því, að koma þeim undir stjórn og ógnarvald kommúnismans, sem nú þegar heldur fjölda þjóða í heljar- greip sinni. Hinsvegar sam- hugur vestrænna þjóða um þá stefnu, að stuðla að því, sem flestar þjóðir, og að lokum all- ar þjóðir heims, verði færar um og fái að ráða sjálfar mál- um sínum á lýðræðislegan hátt, og stóríé lagt fram, kvaðalaust, til þess að hjálpa hinum svokölluðu vanþróuðu þjóðum á fram á leið . Þetta leggja þeir herrar að jöfnu. — Hlustandi. Doolittle, Henry Higgins og Al- freds P. Doolittle föður Elizu, þá hlutverk Piskerings ofursta, fé- laga prófessors Higgins, frú Pearce ráðskona Higgins, frú Higgins móðir hans, Harry Og James vinir og svallbræður Al- ferds Doolittle og Freddy, ungur maður hrifinn af Elizu. Eins og áður segir leikur Vala Kristjánsson Elizu. Er það eitt mesta og vandasamasta hilutverk leiksins. Morgir voru vantrúaðir á að þessi unga stúlka Og nýliði á leiksviði, mundi ráða við hlut- verkið, en raunin varð þó sú að hún gerði hlutverkinu alveg ótrú- lega góð skil. Hún hefur að vísu litla' söngrödd, en þó tæra og hún beitir henni af smekkvísi og fer vel með það, sem hún syngur, enda áreiðanlega músíkölsk eins Og hún á kyn til. Hún er einnig gædd miklum æskuþokka og framkoma, hennar á sviðinu er öll með ágætum, hreyfingarnar mjúkar og eðlilegar og án nokk- urs viðvaningsbrags, sem þó hefði mátt búast við af óreyndum leikara. Leikkonan vann þarna, með öðrum orðum, glæsilegan leiksigur. Hef ég aldrei á þeim áratugum, sem ég hef verið við- staddur frumsýningar í leilkhús- um hér, heyrt leikanda fagnað jafn ákaft og innilega Og þessari ungu leikkonu, er hún gefck fram á sviðið að leikslokum. Rúrik Haraldsson leikur próf- essor Higgins, annað veigamesta hlutverk leiksins. Rúrík er glæsi- legur í þessu hlutverki og vissu- lega hin rétta „týpa“. Gefur hann í því efni ekkert eftir þeim Higg- ins (Alec Clunes), sem ég sá í Londön og er þá mikið sagt. Leifc ur Rúriks var einnig mjög lif- andi og skeommtilegur og sýndi prýðislega eigingirni og tillits- leysi þessa forherta piparsveins, sjálfbirgingshátt hans ög oft ruddalega framkomu við hinn unga nemanda sinn Og skjólstæð- ing, sem hann þó getur ekki án verið þegar til kastanna kemur. Vin Higgins Og aðstoðarmann, Pidkering ofursta, leikur Róbert Arnfinnsson. Piokering er ósvik- inn Englendingur í framkomu allri og hugsunarhætti, formfast- Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.