Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 10
10
M O'R GIJNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. marz 1962
Dean Rusk
LONDON, 9. marz. — Fyrstu
fundir afvopnunarráðstefn-
unnar, sem hefst í Genf í
næstu viku, munu sennilega
fjalla að mestu leyti um
bann við kjamorkutilraun-
um. Það verður einnig aðal-
umræðuefni utanríkisráð-
herra Bretlands, Bandaríkj-
anna og Rússiands, er þeir
koma saman fyrir ráðstefn-
una. Þetta er ekki eingöngu
vegna þess að Bretar telja
tilraunabann ennþá afar mik
ilvægt sem fyrsta skrefið til
að stöðva kjamavopnakapp-
hlaupið. Hér gætir einnig
áhrifanna af „úrslitakostum"
Kennedys Bandaríkjaforseta,
að Bandaríkin muni taka aft-
ur upp tilraunir í síðari hluta
apríl, hafi ekki verið skrif-
að undir samninga um bann
við þeim áður.
Utannríkisráðherrar Banda-
ríkjanna, Rússlands og Bret-
lands tala að öllum líkindum
einnig um Berlín og Suð-
austur-Asíu — borgarastríðin
í Laos og Suður-Vietnam. En
vegna andmæia Frakka og
Vestur-Þjóðverja, sem ekki
verða viðstaddir, munu
brezku og bandarísku ráð-
herramir reyna að sneiða hjá
að ræða „öryggi Evrópu“,
þ.e.a.s. áætlanir um tak-.
markanir á vígbúnaði og eft-
irlit í Evrópu í stað allsherj-
ar afvopnunar. Vestur-Þjóð-
verjar hræðast allar umræð-
ur, sem gætu leitt til að far-
ið yrði að tala um burísend-
ingu eða nýjar hölmur á her
V.-Þjóðverja innan NATO.
1 w •
Andrie Gromyko
Home lávarður
þykkt yfirlýsingar brezka
samveldisins um afvopnun,
einnig Rússa og Bandaríkja-
manna um grundvallaratriði
afvopnunar, og ætlun
Kennedys forseta um afvopn
un í þrem áföngum, sem
gerð var með samvinnu við
Breta.
Þótt Bretár líti greinilega
á samþykki alíra samnings-
aðila í Genf um að stefna
beri að almennri og algerri
afvopmm, sem innantómar
trúarjátningar, vona þeir, að
mögulegt verði að hefja raun
Genfarráðstefnan er
ve! undirbúin
eftir Robert Stephens
Utanríkisráðherrarnir munu
ræða um almenn atriði til-
raunabanns og hafa til hlið-
sjónar bæði samningstillögur
Vesturveidanna um bann við
kjarnorkuvopnatilraunum
undir alþjóðaeftirliti og til-
lögur Rússa um bann, sem
byggt væri á upplýsingakerf-
um hverrar þjóðar um sig.
Sem stendur lítur út fyrir
að Vesturveldin muni bjóða
Rússum að velja um tvennt.
Þeir munu í fyrstunni hvetja
Rússana til að samþykkja
hinar vestrænu samninga-
tillögur eins og þær eru, með
talsverðu aiþjóðaeftirliti og
takmörkunum. Ef Rússarnir
neita þessu enn og leggja á-
herzlu á þá staðhæfingu sína
að alþjóðaef.irlit sé ekki
lengur nauðsynlegt til að
uppgötva kjarnorkuvopnatil-
raunir munu Vesturveldin
gefa tvíeggjað svar.
Þeir munu játa að tak-
mörkuðu leyti staðhæfingu
Rússa og bjóða fram nokkra
tilslökun á alþjóðlega eftir-
litskerfinu, sem á að upp-
götva tilraunir. En um leið
munu þeir biðja um eitthvert
nýtt alþjóðlegt rannsóknar-
kerfi til að uppgötva undir-
búning slíkra tilrauna.
Bretar leggja aðaláherzlu á
fyrri hluta svarsins —
minnkað alþjóðlegt eftirlit.
Bandaríkjamenn hafa aðal-
lega áhuga á seinni hlutan-
um — uppljóstrunum um
undirbúning kjarnorkutii-
rauna. Þeir hafa ekki enn
komið sér saman um endan-
legt form tillagna, sem inni-
héldu bæði atriðin, og gera
það sennilega ekki fyrr en
þeir hafa kannað afstöðu
Gromykos í Genf.
Brezkir ráðamenn eru
bjartsýnni um árangurinn af
sjálfri ráðstefnunni en fyrri
ráðstefnum um samh vanda-
mál. Fyrst og fremst vegna
þess, áð ráðstefnan hefur
verið vel undirbúin. Á und-
an henni hafa farið sam-
hæfar umræður um hin tak-
markaðri og raunhæfari at-
riði afvopnunar, sem bæði
austræn og vestræn ríki hafa
áhuga á.
Fyrst þessara atriða er
bann Við tilraunum með
kjamorkuvopn. — Önnur
þeirra eru:
1. Fækkun tækja, sem
borið geta kjarnasprengjur
langar leiðir, þ.e. lang-
drægra eldflauga og sprengju
fluvéla.
2. Stöðvun framleiðslu á
eldfiaugahlutum og yfir-
færsla slíkra hluta til frið-
samlegra nota.
3. Samningur um að láta
kjarnavopn ekki í hendur
þeirra þjóða, sem ekki hafa
eignazt þau enn.
Þungamiðja umræðnanna
um þessi málefni verður að
sjálfsögðu hið umdeilda eftir-
lit og öflun sannana.
Afstaða Vesturveldanna til
afvopnunar mun byggjast á
áætlun Bandaríkjamanna. í
London eru menn þeirrar
skoðunar að fjarvera Frakka
frá samningaborðinu og sam-
ræðum utanríkisráðherranna
sé hindrun, en hún sé ekki
óyfirstíganleg.
(OBSERVER — öll rétt-
indi áskilin)
Már Elisson:
Atvinnubótasjóður
— INIokkrar athugasemdir
S.L. HAUST var lagt fram á Al-, að kljást, að auka hagvöxt í hin-
þingi stjórnarfrumvarp til laga
tim atvinnubótasjóð. Segir í
greinargerð, er fylgdi frumvarp-
inu, að fæðing þess sé afleiðing
áskorunar Alþingis frá s.l. vetri
á ríkisstjórnina að undirbúa og
leggja fram frumvarp til laga um
ráðstafanir til framleiðsluaukn-
ingar og jafnvægis í byggð lands
um ýmsu landshlutum jafnmik-
ið eða meira en í þéttbýlinu á
Suðvesturlandi. Af þessum sök-
um langar mig til að varpa fram
nokkrum atlhugasemdum og gagn
rýni á frumvarpinu og meðferð
þessara mála. Hér verður aðeins
stiklað á því stærsta í þeirri von,
að betra tækifæri gefist síðar til
ins. „Skyldi tilgangur þessarar , að ræða þessi mál.
löggjafar fyrst og fremst vera sá Kostir frumvarpsins framyfir
að stuðla að jafnvægi í byggð j núverandi fyrirkomulag eru eink
um þeir, að föstu skipulagi er
komið á ráðstöfun allverulegrar
fjárhæðar og með því betur
tryggð reglubundin starfsemi,
sem áður var laus í reipunum og
handahófskennd. Þar með eru
hinir góðu kostir þess taldir.
Gallarnir eru þessii helztir:
1. Nafn sjóðsins finnst mér
vera í mótsögn við yfirlýstan til-
gang hans serrt að framan getur.
Sú merking, sem orðið atvinnu-
bótavinna fékk á kreppuárunum,
loðir enn við. Hinsvegar er það
vonandi ekki ætlun aðstandenda
frumvarpsins, að sjóðurinn eigi
að sinna slíkum verkefnum. At-
vinnubótavinna er engin frambúð
arlausn vandarnála. Hún þýðir
öllu frernur, að gefist hafi verið
upp við að leysa þau á viðunandi
hátt.
2. Annan höfuðgalla er að
landsins og að hagnýtingu góðra
framleiðsluskilyrða í landinu.“
Greinargerðin gefur einnig í
skyn, að frumvarpið eigi að
nokkru rót sína að rekja til mý-
margra frumvarpa og þings-
ályktunartillagna svipaðs efnis,
sem ýmsir alþingismenn úr öll-
um flokkum hafa lagt fram und-
anfárin ár.
Þörfin fyrir réðstafanir í þess-
um efnum var brýn og er frum-
varpið, ef að lögum verður, tví-
mælalaust spor í rétta átt. Hins-
vegar nær frumvarpið, í núver-
andi mynd, of skammt í mörgum ;
greinum. Ýmislegi vantar og í.
það, jafnframt því sem nokkrar ,
greinar þess eru meingallaðar.
Frumvarpið olli því mér og
mörgum öðrum, sem áhuga hafa j
á þessum málum, allmiklum von
brigðum, og teljum við, að það
leysi ekki þann vanda, sem við er I
er) „að veita lán eða styrki.“ Hér
er ruglað saman hugtökum og
hefur misskilningur af risið,
þannig að liður a. stangast á við
lið b. Varanleg atvinnuaukning
og bætt lífskjör geta ekki skap-
azt að atbeina sjóðsins, nema fé
hans sé varið til arðbærs atvinnu
rekstrar. Slrkur arðbær atvinnu-
rekstur þarf hinsvegar ekki á
styrkjum að halda — heldur öllu
fremur lánum. Lengd lánstímans
er aftur á móti mál, sem sérstak-
lega þarf að athuga og þá vænt-
anlega í sambandi við eðli þess
atvinnurekstrar, sem til greina
kemur.
3. Þá.eru ákvæði 3 gr. meingöll
uð, svo og sá andi, sem þar svíf-
ur yfir. Mig grunar að samein-
að þing muni samkv. ákvæð-
um þeirrar greinar velja fimm
menn úr sínum hópi og þá vænt-
anlega alþingismenn úr dreif-
býlinu. Burtséð frá því, að Al-
þingi hefur haft of ríka tilhneig-
ingu til að draga til sin of mik-
inn hluta framkvæmdavaldsins í
skjól aðstöðu sinnar sem lög-
gjafarsamkundu, ætla ég, að al-
þingismönnum sé enginn greiði
ger með pví að velja þá í stjórn
sjóðs sem þess, er hér um ræðir
— allra sízt alþingismönnum
héraða eða landshluta, sem
sjóðurinn á einkum að þjóna.
finna 1 1. gr. a (hlutverk sjóðsrns I Með pví yrðu þessum alþingis- i
mönnum sköpuð mjög erfið að-
staða á margan hátt. Eg ætla líka
að þetta yrði vafasöm ráðstöf-
un fyrir dreifbýlið sjálft, þegar
á heildin er litið og þröngum
sjónarmiðum sveita eða einstakra
héraða sleppir.
Það sem mér finnst einkum
vanta í frumvarpið eru ákvæði,
sem kveða á um nákvæma athug
un sérfróðra manna á verkefnum
þeim, sem veita á lán til. Sérfróð
um mönnum getur að sjálfsögðu
missýnzt, en hlutlaus athugun
staðreynda getur komið í veg
fyrir vandræði og mistök, sem
pólitísk athugun sér ekki fyrir.
Þá er afar mikilvægt, að vel tak
ist til um stjórnendur viðkom-
andi fyrirtækja og þarf ekki sízt
að rannsaka þá hlið vandlega,
þótt erfiðleikar kunni á því að
vera.
Ákvæði sem þessi mundu
hjálpa til að bæta úr höfuðgalla
þess fyrirkomulags, sem áður
ríkti og var fólgin í nær beinni
gagnrýnisiítilli fjárúthlutun úr
at vinnuaukningas j óði.
Slík ákvæði mundu og auka
möguleikana á því að tilgangi
sjóðsins — þ. e. aukningu hag-
vaxtar úti á landsbyggðinni —
yrði náð. Aukinn hagvöxtur
fæst ekki með fjárfestingu í tap-
fyrirtækjum.
Eg hef verið svo heppinn að
fá tækifæri til að kynnast nokk-
uð (þó engan veginn til fulln-
ustu) þeim ráðstöfunum, sem
ýmsar nágrannaþjóðir okkar
hafa’gert i svipuðum tilfellum og
hér um ræðir og með svipuð
markmið fyrir augum. Er því
ekki að leyna, að leiðir þær, sem
þessar þjóðir hafa valið, erú í
ýmsu frábrugðnar þeim tilraurv
inn, sem hér hafa verið gerðar
undanfarin mörg ár ár til við-
halds _„jafnvægi í byggð lands-
ins.“ Ástæðanna til þessara ólíku
leiða er ekki alltaf að leita i
mismunandi aðstæðum eða ólík-
um atvinnuiháttum í þessum
löndum. Þær er líka að finna í
öðru skipulagi og í vandvirkari
vinnubrögðum. Fjárfesting án
imdangenginna rannsókna er tal
in mjög óæskileg. Þjóðir þessar
íhafa gert sér Ijóst, að nýjum tím
um fylgja nýir siðir, aðrar þarf-
ir og langtum fleiri möguleikar
til lífsbjargar. Þetta hefur ekki
í nægilegum mæli verið haft að
leiðarstjörnu hjá okkur.
Eg álit, að við þurfum að at-
huga þessi mál betur. Þessvegna
ætti að fresta samþykkt umrædds
frumvarps enn um sinn og end-
urskoða það með hliðsjón af því
fyrst og fremst, hvaða leiðir séu
tiltækilegastar til að auka hag-
vöxt á ýmsum stöðum utan þétt-
býlisins og án tjóns fyrir þá
staði, þar sem þessi vöxtur er
sæmilegur.
Lokaorð
Með umræddu frumvarpi er
gert ráð fyrir myndun enn eins
fjárfestingarsjóðs — til viðbót-
ar öllúm þeim. sem fyrir eru í
þessu landi takmarkaðs fjár-
magns og efnahagslegra mögu-
leika. Höfuð gallarnir við þetta
fyrirkomulag eru aðallega tveir
(suk margra smærri). Fyrst og
frernst dreifist átakið mjög, svo
að möguleikarnir til stórfram-
kvæmda verða jafnan litlir, nema
með alveg sérstökum ráðstöfun-
um. í öðru lagi er örðugra að
hafa þá yfirsýn, sem gerir sam-
ræmda stefnu í fjárfestingarmál-
um mögulega.
Sjálfsagt verður þess langt að
bíða að bætt verði úr þessari
missmið íslenzkra fjárfestingar-
mála, með því m.a. að sameina
sjóðina undir eina yfirstjórn.
Þangað til má samt hugsa sér, að
reynt verði að skapa möguleika
til samræmdari aðgerða í þess-
um efnum en nú er jafnvel á
þann hátt, að hinum ýmsu opin-
beru sjóðum væri breytt í all-
sjálfstæðar deildir, sem í veiga-
miklum málum lytu sameigin-
legri stjórn.
Með þessu fyrirkomulagi væri
mikilvægt spor stigið í þá átt að
íslendingar sjálfir gætu staðið
undir eða orðið virkir þátttak-
endur í ýmsum meiriháttar fram-
kvæmdum í stærri mæli en nú er
raunin.
Óþarft er að telja upp öll þau
verkefni, sem bíða úrlausnar og
krefjast mikils fjármagns.
Bridge-keppni
kvenna lokið
LOKIÐ er keppni hjá Bridgefé-
lagi kvenna. f meistaraflokki sigr
aði sveit Eggrúnar Arnórsdóttur
i með 32 stigum, en í I. flokki
I sveit Guðrúnar Einarsdóttur.
Úrslitin urðu þessi í meistara-
flokki (tölurnax tákna stig):
Sveit Eggrúnar 32
Sveit Laufeyjar Þ. 31
Sveit Júlíönu 27
Sveit Elínar Jónsd. 26
Sveit Sigr. Ól. 19
Sveit Dagbjartar 16
í sigursveitinni eru þessar koíi
ur: Eggrún Arnórsdóttir, Guð-
ríður Guðmundsdóttir. Magnea
, Kjartansdóttir, Ósk Kristjáns-
| dóttir, Kristjana Steingrímsdótt-
ir og Halla Bergþórsdóttir.
I f Sveitinni, sem sigraði í I. fL
' eru eftirtaldar konur: Guðrún
Einarsdóttir, Guðrún Halldórs-
son, Þorbjörg Thorlacius. Guð-
i björg Andersen, Guðrún Bergs-
■ dóttir og Guðbjörg Guðmunds-
dóttir.
Til leigu
larðýta og ámokstursvél, mjög
afkastamikil, sem mokar
bæði fóstum jarðvegi og
grjóti.
Vélsmiðjan Bjarg hL
Simi 17184.