Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. marz 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 15 IR-ingar byggja skíðaskála í sjálfboðavinnu SÍÐASTLIÐINN laugardag var tekinn í notkun nýr og glæsilegur Skíðaskáli í Hamra gili við Kolviðarhól. Félagar í íþróttafélagi Reykjavíkur hafa reist þennan skála og vinnan við hann hefir að lang- mestu leyti verið sjólfboða- starf félagsmanna Fjöldi félaga og gesta sátu kaffiboð félagsins á laugar- daginn og fór þar fram hin skemmtilegasta vígsluathöfn. Albert Guðmundsson fyrr- um formaður Í.R. stýrði hóf- inu. í upphafi minntist hann fyrsta formanns Í.R., Andrés J. Bertelsens, sem er nýlát- inn. Bað hann menn standa upp í virðingarskyni við hinn látna. Þá þakkaði Albert hinum mörgu er lagt höfðu fram vinnu við hið nýja og glæsi- lega hús. Ennfremur las hann kveðjur frá menntamálaráð- herra, borgarstjóranum í Reykjavík og fleirum og þakk aði góðar gjafir er skálanum höfðu borizt. Þá tók til máls Sigurjón Þórðarson og fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Árið 1955 var byrjað að grafa fyrir grunni þessa húss, það gerðu sjálfboðaliðar sem sumir hafa unnið að bygging- unni síðan aðrir af þeim, sem byrjuðu hafa haft öðrum störf um að sinna þegar lengra leið á skálabygginguna, en nýjir félagar hafa tekið við. Það er fyrst og fremst dugnaði og ósérhlífni félaganna að þakka að þetta hús er risið af grunni. Ég veit ekki hvort rétt er að nefna eitt nafn frekar en annað. Ég vil þó þakka nokkr um sérstaklega, ég nefni fyrst an Hörð Björnsson byggingar- fræðing gamalkunnan skíða- kappa, en hann hefir teiknað þennan skála og hefir vel tek- izt og hann hefir fylgzt með byggingu hans. Hann hefir léiðbeint lagtækum mönnum um framkvæmd smíðinnar. Oft hefir það leiðbeiningar- starf verið illa upp tekið, þótt óþarfa aðfinnslur; þessu mætti sleppa, þetta mætti vera öðru vísi, en Hörður hefir alla tíð staðið fastur fyrir, haft það fram sem betur skyldi. Að öllum öðrum ólöstuðum hefir Hörður unnið sitt starf af sér- stakri prýði og ódrepandi á- huga. Skíðadeildin hefir fleirum að þakka. Ég leyfi mér að nefna fyri*verandi formann fé- lagsins Albert Guðmundsson, en undir hans forystu var fyr- ir alvöru hafst handa. Hans þáttur 1 byggingunni verður lengi í minnum hafður. Felix Þorsteinsson bygging- armeistari reisti grind og klæddi hana sumarið 1958. Sigurjón Þórðarson, formaður ÍR, flytur ræðu sína. Hann og hans menn hafa síð- an unnið síðustu vikur mikið starf og gott. Karli Guðmundssyni í Slippn um verðum við að þakka sér- staka hjálpsemi. Það er sér- stök ánægja að eiga viðskipti við slíkan öðling sem Karl er. Kjartan og Ingimar Ingi- Skíðaskáli ÍR í Hamragili. marssynir hafa stutt okkur í hvívetna, flutt fyrir okkur efni og fól-k á öllum tímum. Við þökkum þeim sérstaklega. Gunnar Guðmundsson lagði þann myndarlega veg, sem hingað er ekinn, mikið mann- virki, sem væntanlega verður fullgerður næsta sumar. Þetta íþróttamannvirki kost ar í dag kr. 1.379.614,00, sem sundurliðast þannig: Efni o. fl. 766.969,00, keypt vinna 60.186, 00 og svo sjálfboðavinna 552.459,00. Það sem er sérstaklega at- hyglisvert við þessa byggingu, er það, að keypt vinna er að- eins um 4% af heildar bygg- ingarkostnaði. Ég hugsa að slíkt sé eindæmi um byggingu íþróttamannvirkis nú á seinni órum. Þetta hús má því segja að sé fyrst og fremst hyggt af ÍR- ingum. Þeir hafa lagt á sig um 20.000 vinnustundir, í sam- bandi við þetta hús. Það vill svo til að þetta er fyrsta hús, sem ÍR reisir og þessvegna er valinn 55 ára afmælisdagur félagsins til að opna það til afnota, þótt enn sé nokkuð ó- gert. Á þessum ófullgerða vegg sem þið sjáið verður í fram- tíðinni hlaðinn arinn. Eftir er að mála húsið utan og ganga frá skíðageymslu. Húsgögn eru hér af skorn- um skamti, en þeir menn sem stofnuðu Skíðadeild ír voru framsýnir menn og'eins og til að tengja þeirra frábæru fram sýni og daginn í dag, þá hafa á furðulegan hátt varveizt hluti af þeim húsgögnum, sem prýddu stofur Kolviðarhóls fyrir næstum 25 árum. Ég vona að skíðafólk, sem setzt í þessa stóla, sem hér eru, minnist þeirra sem hófu skíða íþróttina til vegs og virð- ingar. Hið opinbera, ríki og bær, hafa veitt þessu íþróttamann- virki styrki sem hér segir: Úr iþróttasjóði ríkisins hafa verið greiddar 12 þúsund kr. 6.000 hvort ár 1960 og 1961. Frá íþróttabandalagi Reykja- víkur höfum við fengið í styrk 42 þús. kr. Auk þess höfum við að láni frá þeim 70.000. Við þökkum að sjálfsögðu þennan stuðning, þótt við hefð um þegið að hann hefði verið meiri, en þessir sjóðir hafa víst í mörg horn að líta. Hann kom sér vel, því auraráð hafa verið mjög af skornum skammti allt frá því að bygg- ingin var hafin. Eins og þið góðir gestir sjá- ið, þá er skálinn byggður úr timbri. Hann er ca. 250 ferm. & IVz gólfi. Þegar inn er komið er hér niðri fyrst anddyri, síðan þessi salur, eldhús, tvö herbergi, þar sem pláss getur verið fyrir 12 gesti, ef á þarf að halda. Hér eru einnig snyrtiklefar kvenna og karla og skíða- geymsla, en hún er ekki full- gerð. Uppi er svo svefnloft, þar sem 30 manns geta sofið á svampdýnum. Þar er einnig nokkurs konar baðstofa með svefnplássi fyrir 18 manns. Skálinn er hitaður með olíu- kyntri miðstöð. Rennandi vatn er í snyrtiklefa og eldhús. Eldað er við gas. Diesel raf- stöð er til ljósa og lýsingar hér í nærliggjandi brekkur en rafvirkjar deildarinnar en þeir eru margir, hafa sett upp flóðlýsingu á brekkurnar hér í gilinu, svo hægt verður að. stunda skíði að kvöldi til sem um hádag væri.“ Að lokinni ræðu formanns talaði ÞórirLárusson formað- ur Skíðadeildar ÍR, en hann tók við skálanum til varð- veizlu fyrir hönd deildarinnar. Benedikt G. Waage forseti Í.S.Í. flutti heillaóskir íþrótta- sambands íslands og færði Ljósm. Mbl.: vig. skálanum fallegan veggfána að gjöf. Einnig sæmdi hann þá Albert Guðmundsson og Sigurjón Þórðarson þjónustu- merki sambandsins fyrir vel unnin strf. Að lokum bað hann menn hylla Í.R með húrrahrópi. Næst tók til máls Einar B. Pálsson formaður Skíðasam- bands íslands og flutti kveðj- ur þess. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi flutti kveðju íþrótta- nefndar ríkisins og gat þess að íþróttasjóður mundi greiða laun Harðar Björnssonar fyr- ir tæknilega vinnu við skál- ann, en Hörður hefir gefið vinnu sína félaginu og rennur greiðsla því beint til félags- ins. Ásgeir L. Jónsson, sem var einn af forsvarsmönnum Kol- viðarhólskaupanna 1938 tók næstur til máls og minntist gamalla daga. Ellen Sighvatsson formaður Skíðaráðs Reykjavíkur færði gjafir frá skíðaréðinu, íþrótta félagi kvenna og Sportveri. Þá fluttu eftirtaldir menn kveðjur hver frá sínu félagi og færðu skálanum jafnframt gjafir. sem bæði voru þarfir gripir, vel gerðir og fallegir. Lárus Jónsson frá Skíða- félagi Rvíkur, Einar Björns- son frá Val, Gunnar Péturs- son frá Víking, Georg Lúð- víksson frá K.R., Þórsteinn Bjarnason frá Ármanni. Að síðustu þakkaði Sigur- jón Þórðarson allar hinar góðu gjafir og hlýhug þann er þeim fylgdi. Benti hann mönn um á glæsilegan hreindýrs- haus, sem hangir á einum vegg skálasalarins, sem Ein- ar Eyfells hafði gefið. Að lokinni þessari athöfn héldu velflestir þeir er vígsl- una sátu á skíði út í hið fagra veður og glæsilega skíðaland, sem er í nágrenni skálans. Landsmálafélagið VÚRÐUR heldur almennan félagsfund í Sjáffstæðishúsinu í kvöld kl. 20,30 Fundarefni: Nýju skatta- og útsvarsfrumvörpin Frummælandi: GUNNAR THORODDSEN, fjármálaráðherra. Allt Sjálfstæðisfóik velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.