Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. marz 1962 Þama raeðast tveir heimsmethafar við. John Evandt berskálmaður ogf Jón Þ. Ólafsson beygja sig yfir Viihjálm Einarsson sem segir Evandt hversu hátt yfir rána hann hafi flogið. — Mynd- ir tók Sveinn Þormóðsson. Heimsmethafar giímdu við metið en náðu ekki Heimsmet HEIMSMET var sett að Há- logalandi á laugardaginn. — Hinn norski gestur ÍR á 55 ára afmæli félagsins, John Evandt stökk 3.65 m í lang- stökki og bætti sitt eigið eldra' heimsmet verulega. Evandt var í sérflokki í langstökkinu og voru allir á einu máli um að glæsilegra stökk — og svif hefðu þeir aldrei séð. Kom Norðmaðurinn einkar vel fyr- ir og vann hug og hjörtu allra áhorfenda sem fylltu Háloga- land í tvo daga. John Evandt er ungur mað- ur að árum en hefur aðeins lagt stund á atrennulaus stökk. Þegar hann reyndi þri stökk án atrennu í fyrsta sinn á æfinni sl. sunnudag kom hinsvegar í ljós að í hon- um býr sá gífurlegi stökkkraft ur sem nægir tii sigurs yfir þrautþjálfuðum stökkvurum eins og Vilhjálmi Einarssyni. Frá afmælismóti IR i frjálsiþróttum HÁLOGALANDSHÚSIÐ varð vettvangur heimsmets á laugar- daginn, ÍR efndi til afmælismóts í frjálsum íþróttum innanhúss, einkum stökkum, í tilefni af 55 ára afmæli félagsins og bauð hingað sem þátttakenda í mótinu núverandi heimsmetshafa í lang- stökki og hástökki án atrennu. Það kom í ljós að margir kunnu að meta þetta val félagsins á er- lendum gesti sem þátttakanda. Báða dagana má heita að hús- fyllir hafi verið að Hálogalandi og má hiklaust telja að hvað áhorfendur snertir hafi þetta mót verið það bezt heppnaða sem hér hefur verið haldið lun ára- tugs skeið. Sýnir það að fólk vUI koma og sjá íslendinga í keppni við góða erlenda gesti þegar þeir geta veitt þeim góða keppni og jafnvel staðið þeim á sporði. Þetta ætti að vera hvöt okkar íþróttamönnum tU framfara og átaks hver í sinni grein, svo sköpuð verði keppnisaðstaða við þá beztu erlendis HÁSTÖKK Hápunktur mótsins báða dag- ana var hástökk án atrennu. Þar kepptu fyrrverandi og núverandi heimsmethafi. Keppnin var mjög skemmtileg báða dagana, tvísýna og spenna í henni til hins síðasta. En á daginn kom að John Ev- andt var öruggastur þeirra fé- laga í hástökkinu. Undirbúning- ur hans var öruggari, ákveðnin meiri og það skapaði meiri ár- angur. Síðari daginn fór hann allar hæðir sem hann reyndi í fyrstu tilraun m. a. 1,72 sem varð sigurhæðin. 1,77 felldi hann þrívegis og var ekki nálægt því að fara yfir í neinni, Vilhjálmur varð annar síðari daginn en þriðji fyrri daginn. Síðari daginn var hann þó ekki öruggur á hæð- unum. Hann snerti bæði 1,61 og 1,66 án þess að fella þó. En 1,77 var langt í land með þennan daginn. Jón Þ. Ólafsson var einna ör- Guðm. Hermannssyni sem skugg- inn þar til í síðasta varpi að hann tryggði sér sigur, en varpið var mjög gott — sennilega annað bezta, er á íslandi hefur verið kastað innanhúss. Valbjörn vann í stangarstökki sem vænta mátti og smaug milli uggastur fyrri daginn. líann fór járnbita í lofti og rárinnar ú þoll- allar hæðir í fyrstu tilraun þar unum. Undravert afrek. til kom að 1,74 m. Þá felldi hann1® “ þrisvar og var úr leik. HÖRÐ KEPPNI FyrrÞ daginn vann Norð' maðurinn á meira öryggi sem kom þó seint í ljós. Hann felldi 1,66 tvisvar og Jón Þ. hafði forystuna er kom að 1,74 m. Þá hæð fór Norðmaðurinn í 1. tilraun og hafði þar með unnið keppnina. Síðari daginn var öryggi hans einnig meira en hinna. Jón felldi 1,72 þrisv- ar og var úr keppni. Vilhjálm ur sleppti þeirri hæð en Norð- maðurinn fór í 1. tilraun. Það reyndist hans sigurstökk,, því hvorki hann né Vilhjálmur höfðu möguleika á 1,77 m. AÐRAR GREINAR Af keppni í öðrum greinum voru þau tíðindi stærst að Jón Þ. Ólafsson setti ísl. met í há- stökki með atrennu, stökk 2,01 sem er sentimeter hærra en hans gamla innanhússmet. Gunnar Huseby kom mjög á óvart með því að sigra í kúlu- varpi. Gunnar hefur nú keppt á mótum í rúmlega tvo áratugi. Hann er ennþá hinn sterkasti. Hvar eru hinir ungu uppvaxandi menn? Gunnar var vel að sigri kominn. Að vísu fylgdi hann Þrístökk án atrennu varð all- sögulegt. Evandt tók þátt í þvl í fyrsta skipti. Og hann vann — setti nýtt norskt met, 10,03 m, Vilhjálmur háði hart sentimetra- stríð við hann. Stökk 9,96, 10,00, 10,00, 9,96, 10,01 og 10,02. Evandt átti eitt stökk lengra en öll hin styttri. í greininni setti Óskar Alfreðsson nýtt drengjamet 9,41. Gunnalugur skorar fyrir ÍR ÍR vann KR 32-27 ÍR vann KR í handknattleiks- móti 1. deildar í fyrrakvöld. Markatalan varð að lokum 32:27 fyrir ÍR. Höfðu ÍR-ing- ar ætíð yfir í leikoium frá 2—8 mörk og voru vel að sgiri komnir. Eftir þennan leik er sýnt að baráttan um fallið stendur milli Vals og KR. Val ur hefur ekkert stig en KR tvö. KR hefur lokið öllum sínum leikum en> Valur á eftir leik við Víking. Vinni Valur sinn leik verður fram að fara aukakeppni milli Vals og KR um fallið niður í aðra deild. En eins og er blasir fallið við Val. feXv"-''' ' '}fA( , , y , ' Jón stekkur 2,01 m í hástökki með atrennu Systkin sigruðu ÍR hélt skíðamót í tilefní af- mælis síns við nývígðan skíða- skála í Hamragili sl. sunnudag. í kvennaflokki sigraði Jakobína Jakobsdóttir og í karlaflokki Steinþór Jjkobsson, bróðir henn- ar. Nánar um mótið síðar Ef Rússar og Kanar beittu sér, þá... JOHN Evandt hoppaði í loft upp af gleði á laugardaginn er hann í fyrstu tilraun í lang stökkinu bætti heimsmet sitt í langstökki í 3,65. Gamla heimsmetið hans var 3.58 m, svo að viðbótin var ekkert smáræði. Á sunnudagskvöldið var Evandt hrókur alls fagnaðar í Lido á árshátíð ÍR. Okkur tókst þó að króa hann af við eitt borðanna og ræða við hann stundarkorn. — tíversu mikils virði eru heimsmet í atrennulausum stökkum, spurðum við eftir að kynningarhjali var lokið. — Þessi heimsmet sem við erum að setja geta heitið því nafni, og þau eru það. En ég og Vilhjálmur erum næsta litl ir karlar í slagnum ef Banda- ríkjamenn og Rússar einbeittu sér að þessum greinum. Gall- inn er að þessar greinar eru ekki iðkaðar nema á Norður- löndurn. Þetta er afrek út af fyrir S'g og hafi enginn stokk- ið hærra eða lengra í heim- inum verður það að teljast heimsmet. En gallinn er að of fáir iðka íþróttina. — Hefur þú náð árangri i stökkum utarnhúss? — Nei, alls ekki. Eg hef aldrei stundað þau. — Og aldrei reynt? — Jú, að vísu. Eg held ég hafi stokkið 5.70 í langstöklki með atrennu utanhúss fyrir mörgum árum. En að ég hafi reynt að ná því bezta sem ég get, er langt frá því að vera satt. — Eru margir sem iðka at- rennulaus stökk í Noregi?. — V:ð erum þetta 30—40 sem keppum á mótunum. En það verður að teljast næsta lítill keppendatala miðað við önnur mót í Noregi. — Hvað finnst þér um ísl. keppendurna? — Eg hef mest kynnst Jóni Ólafssyni ög Villhjálmi. Þeir eru framúrskarandi félagar. Fjölhæfni þeirra er líka mikil. Eg kunni ekkert nema hástökk og langstökk án atrennu þegar ég kom hingað. Þeir geta farið í allar greinar með og án at- rennu. Eg hef lært í þessari ferð, að æfingin getur verið leikur og það getur verið leik ur í æfingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.