Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ JÞriðjudagur 13. marz 1962 Innilegt þakklæti til þeirra, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 80 ára afmælinu. Kær kveðja til y.kkar allra. Guðbjörg Olafsdóttir frá Smyrlahóli. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öil. Magndís Benediktsdóttir, Spítalastíg 8. Innilega þakka ég öllum þeim, er glöddu mig á sjötugsafmæii mínu 27. febr. s.l. með heimsóknum, góðum gjcfum og heillaskeytum. Guð biessi ykkur öll. Þorbjörg Halldórsdóttir, Litla-Fljóti. Bróðir okkar JÓN INGVARSSON verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. þ.m. kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd systidnanna. Kristinn Ingvarsson. Dóttir okkar BERGÞÓRA SIF andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 10. marz s.l. Sigurbjorg Kristfinnsdóttir, Ólafur Júlíusson, Birkimel 10, Reykjavík. Móðir okkar EVRÚN ETRÍKSDÓTTIR Njarðargötu 43, andaðist í Landsspítalanum 10. marz s.l. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Marelsdóttir, Eiríkur Marelsson, Sigurbjörg Marelsdóttir, Rúnar Már Marelsson, Soffía Marelsdóttir, Sigurður Marelsson. Jarðarför móður okkar VALGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR Víðimel 53, sem andaðist 4. marz s.l., fer fram frá Fossvogs- kirkju, fimmtudaginn 15. þessa mánaðar og hefst klukkan 1,30 s.d. — Blóm afbeðin. Björg Símonardóttir, EgiII Símonarson, Sigurður Símonarson. Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför XiAGNARS BJÖRNSSONAR Akranesi. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóðui og ömmu INGIBJARGAR DAVÍÐSDÓTTUR Laugavegi 25, Siglufirði. Börn. tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur hjálp og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa ANNELS JÓNS HELGASONAR frá Heliudal í Beruvík. Hansborg Jónsdóttir, böm og tengdabörn. Þökkum innilega auðsvnda samúð við andlát og jarðarför fósturföður míns og bróður okkar SVEINBJARNAR ÞÓRÐARSONAR frá Hlíð. Sólveig Engilbertsdóttir og systkini. Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför mannsins míns HAUKS HRÓMUNDSSONAR Hulda Sveinbjörnsdóttir. Afstaða samvinnufélaga til verðlagsákvæðanna VERZLUNARSTÉTT landsins hefur lönguim verið andvíg því, að haldið sé uppi verðiagsáikvæð- um og öllu því skrifstcifubákni sem slíku fylgir. Sú er enn í dag afstaða verzlunarstéttarinnar eins og oft heifur komið fram. En það er hinn mesti misskiln- ingur, ef menn skyldu halda, að kaupmannsstétt landisins væri ein um þessa afstöðii. Samvinnu félögin hafa algerlega hina söm,u afstöðu til þessa máls. Hvað S. f. S. viðvíkur, sem rekur um- fangsmikla heildsölu, þá hefur sú stofnun látið nú nýlega það- álit sitt í ljósi opinberlega, að verðlagsákvæði væru óþörf og bæri að fella þau niður. Um afstöðu einstakra kaupfélaga er fróðlegt að benda á grein, sem kom út í Félagsriti KRON í nóv- ember s.l. Greinin nefnist: „Er þörf verðlagsá:kivæða?“ Svarar greinarhöfundur þeirri spurn- ingu neitandi. Höfundurinn segir m.a., að á undangengnum árum hafi verðlag hæikikað mjög mik- ið, en allan þann tima verið sikipt ar skoðanir um orsaikir hæklk- ananna og hvernig hamla mætti gegn þeim. Segir svo orðrétt í greininni: „Helzta ráðið hefur verið, að hið opinbera setti regliir um hámarksverð eða hámarks sölulaun, og höfum við búið við slíkar reglur og tilskipan ir í 2—3 áratugi og margan vanda þjóðarbúskaparins átt að leysa með því að breyta þeim einu sinni eða tvisvar á ári með hverjum bjargráðum, viðnámi eða viðreisn. Af- skipti ríkisvaldsins af þessum málum hafa nú staðið það lengi, að margir eru farnir að líta á þau sem ómissandi „in- ventar“ í þjóðlífinu, og þau leysi allan vandann sé þeim breytt af og til. Sannleikurinn er sá, að verðlagsákvæði þau, sem við búum við, tryggja ekki lægsta verð. Það eina, sem þau tryggja er, að seljandinn má taka ákveðinn hundraðs- hluta í sölulaun, hvort sem hann hefur keypt vöruna á háu eða lágu verði og tryggja á þann hátt mestan hagnað þeim, sem gera óhagstæð inn- kaup.“ Sá, sem þarna slkrifar í Félagis- rit KRON, er ekkert myrkur í máli, því það má glöggLega sjá á orðum hans, að hann telur, að verðlagsáikvæðin hafi gengið sér til húðar og reynzt Jftt haldbær, svo áratugum skiptir. Hann klyktkir þennan kafla greinarinn ar út með því að staðhæfa að verðlagsákvæðin séu þeim mest hagnaðarbót, sem gera óhagstæð ust innkaup, og má með sanni segja, að slíkt sé þjóðarheild- inni sízt af öllu fyrir beztiu, því að hagstæðust innkaup eru það, sem ekki hvað sízt skiptir máli í sambandi við allan verzlunar- rekstur, Ef eitfchvað það er gert af opinberri hálfu, sem beinlín- línis ýtir undir óhagstæð inn- kaup, eins og greinarhöfund'ur segir um verðlagsákvæðin, er þar með augljóst, að afnema her slík höft. KRON-höfundurinn segi,r, að það sé orðið tímabært eftir ára- tuga reynslu að atbuga, hvort ekki skuli afnema verðlagsá- kvæðin. Hann segir í því sam- bandi m.a.: „Með óhindruðum innflutn- ingi og framleið’Slu vara' innan- lands er fallin ein aðailástæðan fyrir verðlagsákvæðum, sú að vegna takmarkaðs framboðB verði varan hækkiuð óeðlilega. Ef ákvæðin væru afnumin gengi fólk þess ekkj dulið, að verð gæti verið mismunandi hátt á sömu vöru, og mundi þá bera saman verð fleiri aðila og kaupa þar, sem verð og vörgæði væru bezt. Einn aðalgallinn á langvarandi verðlagsékvæðum er sá, að þau sljóvga tilfinningu almennings fyrir vérði hinna ým_ vöruteg- unda. Margar vörur eru seldar á sama verði í öllum búðum, og allt of margir draga þá álykt- un af því, að verð allra vara sé á sama tíma í öllum búðum það sama. Það er mjög hættuleg þróun, ef menn hætta að gera saman- burð á verði og þeirri þjónustu, sem þeim er veitt. Árvefcni og aðgæzla alls almennings í inn- kaupum verður bezta og heil- brigðasta verðlagseftirlitið." Hér kemur glögglega fram, að sá, sem þetta ritar af hálfu eins af stærstu kaupfélögum lands- ins, telur að afnema beri verð- lagsákvæðin og færir fyrir þvi þau rök, sem að framan greinir, og rétt er að séu birt, evo að það sjáist á hverju þetta stóra kaupfélag byggir álit sitt. Heildsalar, smásalar, Samband ísl. samvinnufélaga og kaupfé- lögin hafa samstöðu um að fella beri verðlagsáfcVæði með öllu úr gildi, og sýnist érfitt fyrir þing og stjórn að ganga fram hjá samhljóða áliti þessara að- ila. Nú kynni einhver að hugsa sem svo, að bér beri að athuga, að allir þessir aðilar séu bundn- ir af verðlagsálkvæðum og sé eðli legt, að þeir vilji afnám þeirra, hvað sem hagsmunum almenn,- ings líður. En við þessu má segja, að enginn verzlunaraðili hefur hagsmuni af því að selja vörur sína því verði, sem er ó- hæfilega hátt. Fullkomin sam- keppni er meðal verzlananna innbyrðis, og er það veigamikið atriði. Einnig má benda á, að S.Í.S. og kaupfélögin hafa ætíð talið sig selja vöru sína lægsta mögulega verði. Þessar verzlanir hafa kallað sig „verzlahir fólks- in,s“ og þær hafa ýmis fríðindi, sem aðrar verzlanir hafa ekki. Við þessa sterku aðila keppa kaupmenn og heildisalar, og hef- ur sú samkeppni oft verið mjög hörð. Það er rétt hjó greinarhöfundi að margskyns verzlunarhöft hafa staðið nær 3 áratugi. Mikil reynsda er því fengin af þeiim, en öll sú reynsla bendir ein- dregið í þá átt, að afnerna beri nú þessi höft að fuilu og öllu, og er þess að vænta að efcki líði á löngu áður en það spor verður stigið. Frá F.Í.S. Svefnnillur MYTT FRA AMERIKU Nyion-skum hárrúllur skapa yður engin óþægindi í svefni. 30 milljón stykki seldust á bandarískum markaði á fyrstu 6 mánuð- unum. Reynið þessar þægilegu hárrúllur og þér munuð sannfærast. Fást í öllum snyrtivöruverzlunum og apótekum. Heilðverziun Péturs Péturssonur Hafnarstræti 4. — Símar 1 12 19 og 1 90 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.