Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLABID Þriðjudagur 13. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: IMI Saga samvizkulausrar konu _______ 7 ------- Kirkjan er mörg hundruð ára gömul, hélt gamla konan áfram, og þarna er frægasta götuhorn Austurlanda, því að þetta er Magellans-stræti, en hann stofn- aði Cebuborg og fyrstu menn af de Aviles-ættinni hér í landi, voru í fylgdarliði hans. Það brá fyrir ofurlítilli hreykni í rödd- inni. Innan stundar beygði bíllinn inn um breitt hlið á stórum stein- vegg og Gina skynjaði, að þarna var hún komin á framtíðarheim- ili sitt. Hún var kynnt ungfrú Alveres og þegar hún gekk upp skrautlega stigann, fann hún svalann, sem var í báu herbergj- unum á efri hæðunum. Svefn- herbergið hennar var meira að flatarmáli en öll hæðin í húsinu hennar heima, og Anna, sem átti að verða herbergisþerna hennar, var þegar farin að taka upp úr töskunum, og vatnið farið að renna í baðkerið. Síðan hjálpaði Anna henni að afklæða sig og skildi hana svo eftir í volgu bað- inu, þar sem hún hallaði sér aft- ur á bak, makindalega. Já þessi fjölskylda var víst ennþá ríkari en henni hafði dottið í hug. Óg Tim hafði ætlað henni að eiga heima í tveggja herbergja íbúð! Anna kom inn til að þurrka henni. í>að hafði verið dregið fyr ir gluggana, og stúlkan sagði, að hún þyrfti að hvíla sig í nokkrar klukkustundir fyrir kvöldverð. Hún vaknaði löngu seinna, og sá, að farið var að skyggja og fann til sultar. Klukkan er jrfir átta! sagði hún hissa, þegar stúlkan kominn til hennar. Er ég ekki orðin ofsein í matinn? Kvöldverðurinn er klukkan níu, ungfrú. Stúlkan tók að bursta hárið á Ginu. Fyrir klukk an níu væri alltof heitt til að hafa nokkra ánægju af almenni- legri máltíð. Morgunverðurinn er klukkan sjö að morgni, með- an enn er svalt, en ég skal koma með bakka, hvenær sem ungfrú- in hringir. Það er óþarfi svaraði Gina. Ég get borðað um leið og hitt fólkið. En það borðar ekki saman á morgnana, sagði Anna. Don Diego borðar í litlu borðstofunni, en frúin og hitt fólkið kemur alls ekki niður. Kannske ég borði þá með frúnni á morgnana. Hvenær kem ur hún á fætur? Frú Lolyta borðar litlaskatt- inn þegar hún getur ekki sofið lengur, útskýrði Anna. Og það getur verið mjög snemma jafn- vel klukkan sex. Það var Ginu nýjng að hafa aðra manneskju til að liggja á hnjánum og hjálpa henni í skóna, og yfirleitt snúast kring um hana með smátt og stórt. Þegar hún var klædd, sagði Anna henni, að frú Lolyta mundi koma til henn- ar, og síðan gekk hún út að glugganum og 'horfði á tindrandi birtuna milli hússins og hins næsta Anna gekk til hennar út að glugganum. Þarna búa lands- stjórinn og frú Sffredo og dóttir þeirra. Þau koma öll hingað til kvöldverðar. Það eru borin Ijós á imdan þeim svo að þau hrasi ekki í myrkrinu. Eru þau miklir húsvinir? spurði Gina; meir til þess að esgja eitt- hvað en af sérstakri forvitni. Luisa, dóttir þeirra, hefur allt- af verið sú, sem hús'bændurnir hérna hafa haft augastað á handa syni sínum, sagði Anna, blátt áfram. Rétt sem snöggvast var Ginu alls ekki ljóst, hvað stúlkan var að fara. Það var ekki nema eðli- legt, að allar stúlkur sæktust eftir Diego, en henni þótti fyrir því að heyra nokkra sérstaka nefnda. . ekki sízt, að foreldrar hans hefðu augastað á henni. Er þessi Luisa falleg, gat hún ekki stillt sig um að spyrja. Hvernig lítur hún út? Eru þau mjög ástfangin? Það er að minnsta kosti víst, að hún er ástfangin af honum, svaraði Anna hikandi, — og hún er af mjög góðri ætt. En hvað útlitið snertir.... ja, ungfrúin fær sjálf að dæma um það í kvöld Gina hefði gjarna viljað spyrja frekar, en þá kom frú Lolyta inn í herbergið. Þú ert tilbúin? sagði hún, og Ginu fannst þetta ekki vera spurning. Hér koma nokkrir kunningjar til kvöldverðar og svo fleiri seinna. Mér þykir leitt að sonur minn skuli ekki vera kominn. Hann er stundum ekki nema rétt svona miðlungi nær- gætinn. Það skuluð þér ekki fást um, sagði Gina hughreystandi. Það gefur mér bara tækifæri til að kynnast yður og Don Diego. Gina þurfti ofurlítinn frest áður en hún hitti Diego, til þess að geta áttað sig á öllum þeim framand- legu aðstæðum, sem þarna voru. En þegar hún gekk til dyranna, fann hún á sér eitthvert hik hjá frúnni. Hún varð þess allt í einu vör, að hún var ekki viðeigandi klædd, og reiðin sauð upp í henni í garð Önnu. Stelpubjáninn hefði átt að vita, hvað við átti. Ertu að hugsa um skartgripina þína sagði frú Lolyta loksins. Það var ekki von, að þú vissir það, en á Filipseyjum er það ekki til siðs, að ungar, ógiftar stúlkur beri dýra skargripi. Þeir eru ekki ekta! hraut út úr Ginu, og varð fegin, að þeir skyldu bara vera úr grænu gleri. Hélduð þér, að þetta væru smar- agðar? Ja, ég var að velta þvi fyrir mér. Loiyta brosti og talaði síðan við stúlkuna, sem elti hana inn í herbergið. Ég hef sent eftir nokkru af mínum skartgripum, sem þú getur verið með, sagði 'hún við Ginu. Hér í landi er betra að vera ekki með óekta gripi. Það gæti valdið misskiln- ingi. Brátt kom Sofita aftur með armband úr svartsteini, þar sem hver hluti var hér um bil fer- þumlungur að stærð og tengt saman með keðju úr litlum perl- um. Og svo voru ernarhringir af sömu tegund. Nú gat hún sýnt sig hverjum sem væri. Jafnvel Diego. V. Samtalið undir borðum fór fram á spænsku, að því undan- teknu þegar hjónin eða einhver gestanna talaði við hana á enksu, til þess að beina að henni spurn- ingum, sem hún hikaði við að svara, svo sem, hvort hún og ungi Diego hefðu í hyggju að eiga heima á Cebu eða Leyte, hve lengi hún hafði þekkt hann áður en þau trúlofuðust, og hve- nær þau ætluðu að gifta sig. Svo var aftur slegið yfir í spænsk- una og hún varð ein síns liðs, þangað til einhver annar kom með sömu spurningarnar. Stund- um var sagt eitthvað fyndið og hlátur breiddist út kring um borðið. Hana langaði til að fylgj- ast með og hlæja líka, en þegar Don Diego hallaði sér að henni og reyndi að útskýra fyndnina, gat hann aldrei komið þannig orðum að því, að hún væri nokkru nær, því að oftast voru þetta einhverjir orðaleikir, svo að hann endaði með því að yppta öxlum í afsökunar skyni og segja: Afsakaðu, en það er ómögulegt að koma orðum að þessu. En þegar þú ert búin að læra spænsk una þá.... Borðið var langt og á því nokkrir tugir kerta í stórum, spænskum stjökum. Samskonar stjakar voru á býtiborðunum, en borðsalurinn var svo stór, að öll hornin í honum voru í skugga, og borðið eitt almennilega lýst, svipaðast leiksviði. Berfættar þjónustustúlkur voru sífellt á ferðinni út og inn, berandi krydd að fiskmeti og allskonar rétti aðra. Don Diego var að skera fyrir nautasteik og fór sér að öllu hægt, og hló og talaði við konuna, sem sat við vinstri hlið hans, en hún brosti stöðugt yfir borðið til Ginu, rétt eins og til þess að gefa í skyn, að hún væri einnig þátttakandi í samræðun- um. Gina brosti á móti í fyrst- unni, en brátt þreyttist hún á því og fannst konan hálf bjánaleg. Hún var mögur og beinaber og frekjuleg. Hún hafði breitt dem- antabindi um hálsinn, sem vakti enn meiri eftirtekt á sinunum í mögrum hálsinum. Annars var hún þannig klædd, að fötin sýnd- ust vera hreint aukaatriði með gimsteinunum, sem voru af öll- um tegundum í ósmekklegri blöndu. Gina fitlaði við armband- ið frá Lolytu og fannst konan vera kott dæmi upp á fólk, sem hefur ofmikla peninga og oflítinn smekk. Hún hallaði sér að mjúka stólbakinu og leit niður eftir borðinu til frú Lolytu, sem stjórn aði borðhaldinu við neðri enda borðsins, af miklum myndugleik og sló í sífellu úr spænskunni yf- ir í Visaymálið, sem þjónustu- liðið talaði, og svo yfir í ensk- una, hennar vegna. Litlu svörtu augun voru á ferð og flugi alls staðar og misstu ekki af neinu, sem fram fór. Ein iþjónustustúlk- an stóð fyrir aftan stól frúarinn-' ar og hreyfði sig ekki þaðan, nema hún væri send eitthvað sér- stakt. Luisa Sffredo sat hinumegin borðsins skáhallt f rá Ginu og tal- aði lítið e* jneð stillingu og virðuleik, það lítið var, Enskuna talaði hún með ofurlitlum hreim, en annars ágætlega, en Gina hik- aði einhvernveginn við að tala við hana. Þegar þær voru kynnt- ar áður, stóð Gina í þeirri trú, að þarna væri komin stúlkan, sem Diego hefði ætlað að giftast, og hún hafði því sett sig í einskonar varnarstellingar, þar eð hún bjóst við beizkju eða jafnvel hatri af hinnar hálfu. Jafnvel hafði henni fundizt kenna kulda af orðum hennar, en samt hafði spænska stúlkan verið furðulega róleg og vingjarnleg, er hún bauð velkomna til Cebu, og hélt síðan áfram með foreldrum sínum, til þess að heilsa upp á kunningja- fólk sitt. Gina hafði haft það é tilfinningunni, að hún hefði beðið lægra hlut í keppni, sem þó hefði alls ekki farið fram. •— Eg fullviss yður um, að þessi bíll kemst upp í 300 km á tímann. Eg hef sjálfur reynt það. *- * Tilraunum með durabillium er hald- íð áfram. Sex tommu veggur úr duia- billium er settur á steyptan pall. Svo er eldflaug skotiö á vegginn af stuttu færi .... Sér vaxia a. .iveinig lízt þér á höggþoho ? Loksins var máltíðinni lokið og frú Lolyta stóð upp og gekk á undan gestunum inn í setustof- una. Gestirnir settust- í stóla, sem næst gluggunum, til þess að njóta kvöldgolunnar. Hljómsveit, sem var næstum ósýnileg í einu horn- inu, hóf leik sinn og söngkona söng með. Gina naut hljómlistarinnar mið lungi vel og varð því fegin til- breytingunni, er þjónn kom inn og hvíslaði einhverju að húsbónd anum, en hann hallaði sér aftur að Ginu og hvíslaði: Skelmirinn hann sonur minn er úti í garði og vill ekki koma inn meðan á hljómlistinni stendur, og heidur því fram að þú sért sama sinnis. Gina hafði vel vitað, að hún átti fyrir höndum að hitta Diego, en hana langaði ekkert til að fara út í garðinn. Hún hafði hugs að sér Diego, virðulegan og stolt- an standandi fyrir framan hana, og sjálfa sig með hlédrægt bros á vör, ganga til móts við hann. En hana langaði ekkert til að fara að hitta hann leynilega og í myrkri! Slltltvarpiö Þriðjudagur 1S. man 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg imleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón« leikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar ^ 12:25 Fréttir og tilkynningar)# 13:00 „Við vinnuna“; Tónleikar. li:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk« — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tónJistarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna (Sigur#« ur Markússon). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 I»ingfrétt« ir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 „Tvær mannamyndir" op. 5 eftir Béla Bartók (Konunglega fíl« harmoníuhljómsveitin í L.undún« um leikur; Rafael Kulbelik stj.)# 20:15 Framhaldsleikritið „G-læstar vo*i ir“ eftir Charles Dickens og Old field Box; níundi þáttur. Þýð« andi: Áslaug Árnadóttir. — Leilc stjóri: Ævar R. Kvaran. — Leiik endur: Gísli Alfreðsson, Katrín Thors, Helga Valtýsdóttir. Valur Gíslason, Baldvin Halldórsson* í>orsteinn Ö. Stephensen, Jón Að ils, Karl Guömundsson og Jóa Ingvarsson. 20:55 „Brosandi land“: Elisabeth Sch« warzkopf, kórinn og hljómsveit in Philharmonia flytja ýmis óp« erettulög; Otto Ackermann stj. 21:15 Erindi: Rabb um háskólabæinn Lund; fyrri hluti (Dr. Halldór Halldórsson prófessor). 21:35 Tónleikar: Serenata eftir Bocch erini (Kammerhljómsveit út« varpsins í Strassborg leikur; Marius Briancon stj.). 21:50 Formáli að fimmtudagstónleik* um Sinfóníuhljómsveitar íslandj (Dr. Hallgrímur Hel ga son). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (19). 22:20 Lög unga fólksins (Jakob li. Möller). — 23:10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar —• 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón« leikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar ^ 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 SíðdegistónJeikar (Fréttir, tiMc, — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl, — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum“ eftir Bernhard Stokke; I. (Sigurður Gunnars* son þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt* ir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Friðgeir Grímsson eftirlitsmaður talar um öryggi á vmnustöðum. 20:05 Tónleikar: Wal-Berg hljómsveH in leikur létt lög. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Eyrbyggja saga; XII). (Helgi Hjörvar rifc höf undur'). b) íslenzk tónlist: Lög etftir Pál ísólfsson. c) Dr. Sigurður Nordal prófessor les gamalr og nýjar þjóðsög* ur; I. 21:15 Föstuguðsþjónusta í úiyarpssal (Prestur: Séra Ingólfur Ástmara son. Organleikari: Jón G. t>óra* insson. Félagar í kirkjuikór Bú« staðasóknar syngja. — í lokút les séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup úr passiusáJmun* um). 22:00 Fréttir og veðurfregnir, «— 22:19 Passí usálmur (20). 22:10 Erindi og tónleikar: Dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri mintt ist hlj ómsveitarstj órans Bruno* Walters og kynnir tónverk, sem hann stjórnaði flutningi á. 23:40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.