Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 19
, I^riðjudagur 13. marz 1962 MORGV1SBLÁÐ1Ð 1* — Þjóðleikhúsið í Fraimihald af bls. 6. ur og hátíðlegur, þó að út af toregði einstöku sinnum, enda reynir hann að telja Higgins á mannlegri framkomu við Elizu. Persóna þessi er mjög sönn og skemmtileg í ágætri túlikun Róberts. Mr. Doolittle, föður Elizu leki- urÆvar R. Kvaran. Doolittle er ein allraskemmtilegasta persóna leiksins, greindur náungi og orð- enjall á sínu cokney-máli, en svallari at lífi og sál end'a inni- lega sáttur við tilveruna ef hann á noiklkra skildinga fyrir bjór- Ikollu handa sér og vinum sínum. I>ví finnst honum hann fyrst vera kominn í hundana þegar honum á óvæntan hátt tæmist arfur, sem neyðir hann til að gerast fínn xnillistéttarmaður. Hlutverk þetta reynir mikið á leilkarann, hann verður meðal annars að dansa og syngja, er* Ævar leysir hvor- tveggja prýðiiega af hendi eins Og reyndar hlutverkið allt. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fer með hlutverlr frú Pearce. ráðs- konu próf. Higgins og Regina Þórðardóttir leikur frú Higgins, móður hans. Báðar fara þær á- gætlega með hlutverk sín. Guð- tojörg myndug en þó mild og Regina hin fædda hefðarfrú með (hjartað á réttum stað. Og þá eru það cockneyarnir, Harry Og James, vinir mr. Doolittle og dryGdkjubræður hans, sem betur eru fallnir til bjór- drykkju en erfiðis, eins og vin- ur þeirra. Þessa heiðursmenn leika Árni Tryggvason Og Bessi Bjamason mjög skemmtilega, enda vöktu þeir mikinn hlátur áhorfenda. — Unga manninn Freddy, sem verður yfir sig ást- fanginn af Elizu, leikur Erlingur .Vigfússon. Fer hann vel með hlut verk þetta, er gjörvulegur ung- ur maður og söngur hans prýði- Jegur. Leikstjórinn, Sven Áge Larsen, Ihefur unnið frábært verk með Iþví að koma þessu mifcla leik- toúsverki á svið hér með þeim glæsibrag og því öryggi, sem raun ber vitni og þar að auki á ötrúlega stuttum tíma. Vitanlega er hann leiknum þaulkunnugur, þar eð hann hefur sett leikinn svo oft og víða á svið áður, og hefur það létt hönum starfið, en sviðsetning hans skeikar heldur ekki í neinu að því er séð verð- ur. Þá á Frik Bidsted sinn veiga mikla þátt í því hversu heill- andi sýningin er, þvi dansar hans eru afburða skemmtilegir, hug- xnyndaríkir, fjörugir og fallegir og ágætlega æfðir og vel stignir af ungu og glæsilegu fólki. Tónlistin. sem Frederick Loewe hefur samið er létt og notaleg og fellur vel að efni leiksins. Sinfóníuhljómsveit fslands und ir stjórn Jindrich Rohan annast tónlistarflutninginn og tekst yf- irleitt vel. Carl Billich hefur æft kórinn, sem leysir sitt hlutverk vel af hendi. Eins og áður segir, erú tjöld Og búningar gerð eftir teikning- um þeirra Oliver Smith ög Cecil Beaton. Er hvörttveggja afburða- vel gert Og glæsilegra miklu, en hér hefur áður sést á leiksviði. Þýðingu leiksins hafa gert þeir Epill Bjarnason og Ragnar Jó- hannesson, en ljóðin hefur Egill þýtt. Það er mikið vandaverk að þýða þennan leik á íslenzku, því að við eigum ekki til neina mál- lýzku, er svari til hins enska oockney-máls. Sjálfsagt munu skiptar skoðanir um það hversu þýðendunum hefur tekizt. Eg fyr- ir mitt leyti, er ekki ánægður með þýðinguna en játa jafnframt að ég efast nm að hægt hafi verið að leysa þá þraut öllu betur. Að leikslokum voru leikstjóri, ballettmeistarinn, hljómsveitar- stjórinn Og leikendur ákaft hyllt- ir, en mest þó aðalleikendurnir, Rúrik Haraldsson og Vala Krist- jánsson. Eg sagði hér að framan að ég hefði aldrei notið leiksýningar í afn ríkum mæli og sýningarinn- ar á „My Fair Lady“ í Löndon haustið 1960. Eg vil bæta því við hér, að ég hef aldrei séð á ís- lenzku leiksviði jafn glæsilega ög skemmtilega leiksýningu og sýn- inguna í Þjóðleikhúsinu nú á „May Fair Lady“. Á Þjóðleikhús- ið vissulega þakkir skilið fyrir það mikla framtak og þann stórhug að taka þetta mikla Og heillandi leikhúsverk til sýningar. Vonandi kunna Reykvíkingar að meta það að verðleikum. Sigurður Grímsson Samkomuv Samkoma í Breiðfirðingabúð í kvöld kl 8.30. Stefán Runólfsson. KFUK ad. Saumafundur í kvöld kl. 8.30. Kaffi o. fl. Allt kvenfólk vel- komið. Munið aðalfundin 20. marz. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8.30 að Hátúni 2. Tage Söberg talar. Allir velkomnir. hein&unum. /uýi</2i.r¥ur& # ÍBR TBR reykjavíkurmót íbadminton verður haldið í íþróttahúsi Vals dagana 24. og 25. marz. — Þátttaka tilkynnist til Halldóru Thoroddsen sími 16947 fyrir 20. þ.m. MÓTANEFND. Laugavegi 33. Plisseruð terelyne pils á telpur allar stærðir Punkt suðuvél Af sérstökum ástæðum er til sölu 8 kw tímastillt punktsuðuvél. Vélin er ensk og alveg ný. Nánari upplýsingar í síma 36562. Stúlkur óskast Tvær stúlkur óskast til saumaskapar. Upplýsingar gefnar á saumastofu Lífstykkjabúðar- innar Skólavórðustíg 3. Lifstykkjabúðin h.f. Þekktur prédikari TAGE SJÖBERG talar í kvöld, fitnmtudagskvöld og laugar- dagskvöld kl. 8.30 í FÍLADELFÍU, HÁTÚNI 2. Ædansleikur kl.21/% # pÓJiscafe, ^ Hljómsveit Andresar Ingólfssonar ★ Söngvari Ilaraíd G. Haralds Rtöðull Sigríður Geirsdóttir (Sirry Steffen) Fyrsta íslenzka KVIK- MYNDA. OG SJÓN- VARPSMÆRIN í Hollywood Syngur sem GESTUR í kvöld með HLJÓM. SVEIT ÁRNA ELFAR ásamt HARVEY ÁRNASON. '0 000000000 0 0 * 0 0 0'0 0 0 0 0 0 0 0 0 0* Hið viusæla KALDA BORÐ á hverju kvöldi frá kl. 7—9. — Borðpantanir í síma 15327 10 00 Arshátíð félagsins verður haldin í Silfurtunglinu laugar— daginn 17. marz. — Hefst með borðhaldi kl. 19. Skemmtiatriði ???? (nokkuð sem enginn félagi má missa af). Vegna mikillra eftirspurna er félögum bent á a8 tryggja sér miða i tíma. Miðar verða dfh. hjá Carli Bergman og í LúHabúð. Félag framleiðslumanna Framhaldsaðalfundur Félags framreiðslumanna manna verður haldinn 14. marz kl. 5 e.h. í Naust. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. STJÓRNIN, OPÍÐ í KVÖLD Haukur Morthens og hljómsveit NEO-tríóið og Margit Calva KLOBBURÍNN Indverska dansmærin YASMIN skemmtir í kvöld. kl. 8,30 KJÖRBIGÓ ☆' AÐ ☆ Stjórnandi: Kristján Fjeldsteð Ókejpis aðgangur 100 kjörvinningar á 4 borðum Úrvals vinningar I BINGÓ - BINGO - BINGÓ ☆ HÓTEL BORG ☆ Borðpantanir kl. 8,30 í sima 11440 þriðjudaginn 13. marz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.