Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 23
Þriðjudagur 13. marz 1962 MORCTJNBL ifílfí 23 ——in r _i_iii_i-i_R.m.n nn~»nnri n nM^inmrir*------------------------ ■ ■ *•*■ ■— ■ ‘ ■ ‘ • *■ * ■ • —• — -*■• • — •' en ekki þykir ólíklegt að hann neiti að fara úr fangelsi á undan þeim 17 þúsundum upp reisnarmanna, sem franska 4. Hvernig héttað skuli stofnun serknesk — franskra dómstóla sem stárfa eiga á fyrrgreiridu millibilstímabili. Serknesku nefndarmennirnir koma tll fundar. viðræðurnar í Evian hófust, en þau eru: . 1. Að Frakkar tryggi, að stjórnin heldur föngum. lögum og reglu sé haldið í Alsír á tímabilinu, sem líður milli þess að vopnahlé er und irritað og Alsír fær fullt sjálf- stæði. Serkir vilja fjölga í ör- yggislögreglúsveitum, sem skipulagðar verða en gert hafði verið ráð fyrir 30—40 þús. manna liði. Ennfremur vilja Serkir, að lögreglusveit- irnar verði undir stjórn bróða- birgðastjórnarinnar, seon skip- uð verður Serkjum og Frökk- um, en ekki undir stjórn frönsku yfirvaldanna einna. 2. Hvernig vera skuli stjómsk.ipan bráðabirgða- stjórnarinnar. 3. Hvemig háttað skuli írelsun fanga. Ákveðið hefur verið, að uppreisnarforinginn, Mohammed Ben Bella, verði látin laus, þegar er vopnahlés samningurinn er undirritaður, I.OKAVIÐRÆÖUR Frakka og Serkja í Evían hafa nú staðið í sex daga og verður þess væntanlega skammt að bíða að samningurinn um vopna- hlé og sjálfstæði Alsír verði undirriúiöur. Þegar fundirnir hófust var það mál manna, að þeir gætu staðið í fimm daga, en varla lengur — og sumir voru svo bjartsýnir. að búast við úrslit unum nokkru fyrr. En það hefur tekið lengri tíma en vænzt var að semja um síðustu ágreiningsatriðin. Ekkert hefur verið látið uppi Tekur lengri tíma en vænzt var að sem’a um síðustu ágrelningsatriðin um gang viðræðnanna af hálfu nefndarmanna, en haft er eft- ir serkneskum heimildum, að útlagastjórnin leggi mikla á- herzlu á, að Frakkar gefi full nægjandi tryggingu fyrir því, að þeir sjéi um að bæla nið- ur OAS hreyfinguna að fullu. Segjast Serkir hafa fallizt á þær ráðstafanir, sem Frakkar hafi talið nauðsynlegar til tryggingar frönskum íbúum í Alsír og hljóti þeir því að krefjast hms sama af Frök'k- um gagnvart OAS-mönnum. Þá eru nokkur atriði sem vit- að var, að Serkjum þótti ekki nógu vel frá gengið áður en Serknesku nefndarimennirn- ir búa í litlu gistihúsi, Hori- zons Bleus, í svissncska þorp- inu Signal de Bougie. Þaðan fara þeir jafnan með þyrlum svissneska hersins yfir stöðu- vatnið I-.ake Leman til Evian les-Bains. Þyrlurnar lenda tæpa hundrað metra frá Hotel du Parc, þar sem viðræðurn- ar fara fram. Evian er rrflkill ferðamannabær á sumrin, en um þetta leyti árs er þar fá- mennt og hafa íbúarnir sýnt þessum mikilvægu samninga- viðræðum sáralítinn áihuga. Oddvitar frönsku nefndarinn ar eru sem kunnugt er, Louis Robert Buron og Jean de Broglie. Oddviti Serkj a er aft ur á móti Belkacem Krim, aðstoðarutanrfkisráðherra út- lagastjórnarinnar Og aðrir í nefndinni útlagaráðherrarnir Saad Dahlab, LaMrdar Ben Tobbal og Mohammed Yazid. Allir erj þessir menn hinir sömu sem hafa tekið þátt í fyrri viðræðum. Frakkar og Serikir ræddust síðast við í Evian í maí sl. ár, en þá var það, sem OAS-menn myrtu borgarstjórann þar í mótmælaskyni við að samn- ingaviðræðurnar skyldu leyfð- ar í borginni. Þær viðræður strönduðu eftir nokkra hríð og hið sama var að segja um viðræðurnar í Lugrin í júlí- mánuði. Nokkrum mánuðum síðar hófust svo hinar leyni- legu viðræður, sem hafa leitt til þess samko>mulags, sem nú á að undirrita formlega að laknum fundunum í Evian. — Stillur Framh. af bls. 24. é þessum tíma árs. Það var 26. febrúar 1960, en þá var svipaður frosta og heiðríkjukafli og mikið hjarn. Lét ferðafólkið mikið af því hve fagurt hefði verið á fjöllum núna, öll vötn lögð spegilsléttum Ss og ryklaus, snjór yfir öllu, einstök stjörnu- og norðurljósa- dýrð að kvöldinu, en talsvert frost. Mun hafa verið um 20 Stiga gaddur við skálann í Tungnaárbotnum og ennþá kald- ara uppi í 800 m. hæð á jöklin- um, þangað sem ekið var. Sagði Guðmundur að þar hefði verið meiri snjór en þegar hann kom þar 1960. Á leiðinni heim á sunnudag var komið við í Landmannalaug- um og drukkið þar síðdegiskaffi. Þar var hlýrra og dásamlega fallegt veður. ELDURINN SLEIKIR SINUNA Fleiri en Guðmundur Jónasson og ferðahópur hans nota sér þetta stillta veður. Bændur á Kjalarnesi hafa verið að nota þurrkinn til að brenna sinu af iöndum sínum og hafa eldar miklir sézt úr Reykjavík á kvöld in. Þegar jörðin er svona frosin, þá brennur svo grunnt, eldurinn rétt sleikir ofan af. Þess vegna brenna Kjalarnesbændur heldur fyrr en venjulega í ár. í gær hringdum við í Ólaf Magnússon, skólastjóra á Klé- bergi, þvi þar í kring sýndust eldarnir mestir á laugardags- kvöld Sagði hann að búið væri eð brenna alla sinu á löndum bænda allt í kringum Kléberg. Jíefði logað vel og borið mikið á þessu í góða veðrinu, sést geysi inikill reykur að deginum og eld- Ur á kvöldin. — Rúmlega 90... Framh. af bls. 1 strax og vopnahíéssamningar hafa verið undirritaðir í Evian. 1 því sambandi hefur franska stjórnin skorað á alla embættis- menn að halda áfram vinnu. Er sagt að ýmsir sérfræðingar og tæknifræðingar verði sendir frá Frakklandi til að sjá um að orkuver landsins verði ekki stöðvuð vegna verkfallsins. Þá hefur aðalfulltrúi frönsku stjómarinnar í Alsír, Jean Mor- in, fengið fyrirskipun um að láta handtaka hvem þann emb- ættismann, sem ekki mætir til vinnu í verkfallinu. Franska stjómin telur að þátttaka verði almenn í verk- fallinu meðal evrópskt ættaðra Alsírbúa. En OAS-leynisamtök- in hafa fyrirskipað þeim að halda sig innan dyra í 24 stunair eftir að vopnahlé er komið á og byrgja glugga og hurðir. SJÓNVARPSSENDI STOLIÐ Tíu menn, sem sennilega voru frá OAS-leynisamtökunum, stálu í dag sjónvarpssendi stöðvarinn- ar í Oran. Flytja ótti sendistöð- ina til aðalstöðva hersins þar í borg til að hindra trufianir á útsendingum. I París var í dag hálfrar stundar allsherjarverkfall til að mótmæla sprengjuárás, sem gerð var sl. laugardag. í þeirri árás féllu þrír menn og a.m.k. 50 særðust. Öll stærri verka- lýðsfélög Parisar stóðu að verk- fallinu, sem varð meðal annars tii þess að allar neðanjarðarlest- ir borgarinnar stöðuðust í hálf- tíma. — — Fulltrúaráðið Framh. af 24 frá Noregi og Danmörku. Á grunidvebli tiillagna þessara manna hefur frumvarpið um almanna varnir verið samið. í eldri lögum hafa sveitastjórn- ir heimild til að hefj ast handa um varúðarróðstafanir, en sam- kvæmt hinu nýja frumvarpi er gert ráð fyrir að yfirstjórn þess ara mála heyri undir ríkisvaldið. Fer dómsmálaráðherra með yfir- stjórn þessara máilefna, og skip- ar forstöðumann almannavarna yfir öllu landiinu. En landllæknir annast samíkvæmt fyrirmælum heilbrigðismáilaráðlherra þann þátt, sem varðar sjúkrahúsmál og hjúkrun á sjúkum og særðum. Komið upp hjálparliðum. Gert er ráð fyrir að komið verði upp hjálparliðum, og er það borgaraleg skylda allra á aldrinum 18 tdl 65 ára að taka þátt í þeirn. Er hér ekiki um ný- mæli að ræða, þvá að samkvæmt lögum frá 1941 var einnig borg- araleg skylda að aðstoða við kxft- varnir. Hinn norski sérfræðing- ur, sem hér var, gerði ráð fyrir þvá, að ReyCkjavák yrði skipt í 150 hverfi og 14 manna lið væri í hverju þeirra. Skyldu hjálpar- liðin þjálfuð fyrst í tuttugu tíma en síðan í tíu tíma áráega. Stærri hjálparsveitir væru siðan í 2—3 bæjarblutum og væru þær búnar meiri háttar tækjum til eldvarna, sjúíkraflutnings, ruðnings og ann- arar aðstoðar. Þessar sveitir fengju frekari þjálfun. Þá væri og gert ráð fyrir einkavörnum og byrgjum í stærri fyrirtækj- um. Ræðumaður gat þess, að í ná- grannalöndunum væri yfirleitt enginn ágreiningur um, að þetta venk þyrfti að vinna og að brýn nauðsyn vœri að kynna almenn- ingj hvað hér væri um að ræða, því aiilir sérfræðingar væru sam mála um, að mjög mætti draga úr hættu af geislavirkni, ef fyrir fram nofðu verið gerðar nauðsyn legar varúðarráðstafanir. Frum- skilyrði væri að sjálfsögðu að unnt væri að aðvara almienning svo að hann gæti sjálfur gripið til varúðarráðstafanna, og væri kunnuigt um, hvernig hægt væri að verjast hættunni með aðstoð hins opinbera. Að lökinni ræðu Jóhans Haf- steins var sýnd mjög fróðleg kvik mynd um ráðstafanir þær, sem hægt væri að gera til að afstýra hættu af geislavirkni. Um helgina hafa einhverjir vandalar verið á ferð í hinum fallega Hallargarði fyrir fram an Fríkirkjuveg 11. Hafa þeir greinilega ekki kunnað að meta viðleitni manna til þess að fegra borgina, því að þeir hafa ráðizt á trén í garðinum og brotið nokkrar hríslur. Myndin sýnir, hvemig sum trén voru útleikin á mánudags morgun. - Ljósm .Mbl. Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.