Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. marz 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 17 Margrét Halldórs- dóttir - Minning VIÐ FRÁFALL góðra vina rifj ast upp fyrir flestum gamlar og góðar minningar. Svo fór fyrir mér er ég frétti. lát frænku aniinnar og vinkonu Margrétar Halldiórsdóttur. Eg minnist fyrstu kynna minna af hennar ágæta heimili á Njálsgötu 31; ég var að koma í skóla — í fyrsta skipti til Reykjavíkur og eins og svo margir unglingar ófcunn- ur flestum, en frændfóllk átti ég á Njálsgötu 31 — og þangað var sjálflsagt að fara og drvelja þar meðan verið vœri að útvega mér húsnæði. Þangað höÆðu lika bræður miínir farið og dvalið á heimili þessu, og létu mikið af binum góða aðbúnaði þar, gest risni, glaðværð og góðvild hús bændanna og fjölskyldunnar. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum að koma á heimili þetta, og þar áttí ég og systkini mín adtíð at- hvarf bæði á skólaárunum og síð ar. Margrét var fædd á Eyrar- bakka 1. sept. 1884. Voru foreldr ar hennar Halldór Gíslason, þjóð hagssmiður, enda mikill list- hneigð í ættinni. (Hann var móð urbróðir Ásgríms Jónssonar list málara og þeirra systkina). Móð jr hennar var Guðrún Einarsdótt ir, mikil myndar- og hæfileika ikona, komin af traustum hún- verskum ættum og mótuðu þe®s ir góðu hæfileikar foreldranna ekapferli, framkomu og atgerfi frú Margrétar. i Tveir voru bræður hennar. Ein- ar dó ungur, masti efnismaður, vann á Pósthúsinu og Gísli mál- arameistari dáinn 1960, hæfileika jnaður og drengur góður. [ 1902 flutti fjölskyldan till Rvík ur, byggði Halldór fljótt húsið á Njálsgötu 31 og bjó Margrét þar síðan alla sína æfi. Tvær ung ar telpur voru teknar í fóstur og áttu þar athvarf eins og í for eldrahúsum væri. Þær eru Guð jiý Pálsdóttir, giflt Óskari Guðna 6yni prentara og Lára Jónsdótt ir gift Gunnari Stefánssyni yfir verkstjóra hjá Agli Vilhjálins- eyni; hafa þær báðar tileinkað sér hinn ágæta heimilisbrag, sem ávallt rikti á Njálsgötu 31. Það sem sérstaklega einkenndi heim- ili þetta var óvenjulega mikil reglusemi hlutum, allt var fágað og hreint inni Og út öllu fyrirkom ið og raðað á listrænan hátt, og bar það listhneigð húsráðenda bezt vitni. Margrét var glaðlynd kona Og gjörvileg og áttu allir, sem á heimilið komu góðum og rausn arlegum móttökum að fagna. Eg minnist margra glaðværra stunda frá þessu heimili, því Margrét var Skemmtileg og hrókur alls fagnaðar. Hún var trygglynd og traust, vinur vina sinna, ekki eitt í dag og annað á morgun. Hún stundaði foreldra sína í veikindum þeirra af stakri nærgætni, umönnun og fórnfýsi. Hún var trúhneigð og hafði ör ugga trú á áframhaldandi líf — og áframhaldandi fulikomnun. Hún var söngelsk, var lengi í sönfllobki hjá vini sínum Dr. Pálj Xsólfssyni Og söng í mörg ár í söngkór Fríkirkjunnar. Á yngri árum vann hún í verzl unum, hjá Bryde og Thomsens- magazin, á Hótel Skjaldbreið og Aleiri stöðum, sömuleiðis vann hún í rnörg ár á Röntgendeild Dr. Gunnlaugs Claessen og voru ekki teknar þar til starfa : ;ma stúlkur, sem treysta mátti, að inntu störfin vel af hendi, og þar eins og annarstaðar brást hún ekki trausti húsbænda sinna. Hún giftist 1. júní 1924 Magnúsi Bergmann Friðrib'syni, vélsftjóra hjá Rvikurbæ, ágætis manni, sem var konu sinni mjög umhyggjusamur og samhentur í þvi að viðhalda prýði og snyrti mennsku heimilisins. Þeirra hjónaband var farsælt ög öðrum til fyrinmyndar. Á s.l. hausti fór heilsu Margrétar hnignandi og andaðist hún á sjúkrahúsinu Sól heimar 21. febr. s.l. og var larð sett 1. marz þ.á. við hlið foreldra sinna hér í gamla kirkjugarðin- um. Eg kveð þig svo fræhka mín með hjartans þakklæti fyrir margar ánægjustundir á ykkar ágœta heimili, og bið guð að blesea þig og þína um alla eilífð, og bið alföður að styrkja eigin- mann þinn og ástvini í þeirra þunga söknuði. Kr. Sv. Æyiminningar frú Magneu Köbsted Fjóla Benjamíns- dóttir - Kveðja r. 5. okit, 1891 — D. 9. febr. 1962. MIG langar að minnast þín nokkr um orðum. Þegar ég frétti um andlát þitt setti mig hljóða, því þá rifjaðist svo margt upp í huga jnínum. En vegna þess að ég er ek'ki vön skriftum, verða þetta aðeins nokkur fátækleg orð til þín, — Og ekki nema brot úr því, sem þú áttir skilið. Góð minning um þig verður mér .ógleymanleg, því þú varst svo góð og innilega kær. Og um það munu víst fleiri taka undir. Ég man ávallt er þú komst í heimsókn til min — þá var eins Og allt yrði miklu bjartara. Þú fcafðir göfgandi áhrif á allt og alla og vildir öllum gott. Fyrir það fllyt ég þér nú, mínar hjart- ans þaklcir. — Blessuð sé minning þín. Vinkona. Hihnar Guð- mannsson Kveðja F. 18. jan. 1938 D. 26. des. 1961 Þú styrkir oss í heimi hér, vor hjartans faðir góði. Þinn kærleiksandi birtu ber við bænarstund í hljóði. Þú öll vor græðir sviðasár og sorg úr hjarta eyðir, svo þegav jarðnesk enda ár þá aftur mætast leiðir. Á æðra sviði grundin grær af guðvofs náðar sæði, þar kærleiks vaxa frækorn fær 3 friði, ró o,g næði. í þessum herrans helgidóm vor hjörtu athvarf eiga, óg þar sem ljóssins lifa blóm er ljúft að hvilast mega. Það streymir dýrðleg geislaglóð frá guðdóms tign og mildi. Þar vegsemd öllum veitist góð er verður þrátt í gildi. Þar himnesk opnast sæla sönn og sigruð jarðnesk mæða. Guð leiddi þig frá lífsins önn til ljóssins sigurhæða. Magnús Ólafsson. Faxi dreginn til Reykjavíkur UM helgina er ætlunin, að Sæ- björg dragi vb. Faxa, sem rak upp í klappir austur í Þorláks- höfn, til Reykjavíkur, að því er Morgunblaðinu var tjáð hjá Landhelgisgæzlunni í gærdag. Varðskipið Albert flutti séra Pétur Sigurgeirsson og fleira fólk frá Grímsey á föstudag. F. 10. ágúst 1903 D. 9. jan. 1962. FLLU nafni hét hún Magnea Ósk Helga Pétursdóttir, dóttir hjón- anna Júlíuönu Pétursdóttur og Péturs Þórðarsonar, verkam., sem bjuggu hér í Reykjavik. Júlí- ana var dóttir Péturs Jónssonar, bónda og meðhjálpara á Gufu- skálum í Leiru og konu hans Guð bjargar Ásgrimsdóttur, óðals- bónda á Stóra-Hólmi Símonar- sonar. Voru þær systur Júlíana og Þorbjörg kona Gunnars Björnssonar skósmiðs, sem lengi bjó á Frakkastág 19. Pétur Þórðarson, faðir Magneu var innfæddur Reykvikingur. Magga (eins og hún var oftast kölluð) ólst upp hjá foreldrum sínum hér í Reykjaví'k, unz hún fór alfarin til Danmerkur árið 1921, þá 18 ára gömul og giftist þar dönslcum manni, Aage Köbsted, sem ættaður var frá Skagen á Jótlandi. Þar settust þau að, ungu hjónin og bjuggu síðan alla ævi og er Aage þar enn búsettur. Þau voru barnlaus, en ólu upp einn fósturson, Stein- dór prentara í K.-höfn. Flafnings og fiskverkunarmenn vantar nú þegar til Grindavíkur. Upplýsingar í síma 34580. Gam'.ar bœkur I dag hefst útsala á mörg hundruð ódýrum bókum, pésum og bæklingum. Aðeins eitt eintak af hverri bók. Bókaverzlun STEFÁNS STEFÁNSSONAR H.F. Laugavegi 8 Sími 19850. Til sölu er efri hæð og ris alls 9 herbergi við Barmahlíð. Bílskúr fylgir. Góð eign. Málflutningsstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Símar 14400 og 16766. Magnea leíð mikið heilsuleysi síðustu 15—20 árin og gekk með ólæknandi sjúkdóm, sem hún þó vissi um. Tók hún með þreki og æðruleysi öllum sínum miklu Og langvarandi veikindum og var ávallt glöð og róleg, þótt oft væri hún sárþjáð og hefði við stöðuga vanlíðan að stríða. Var hún alla tíð framúrskar- andi trygg vinum sínum hér sem í Danmörku, enda var hún vin- mörg, vegna sinna miklu mann- kosta, glaðlyndis. gæða og hjálp- semi við þá, er þess þurftu með. Hún elskaði ísland og allt sem íslenzkt var og hélt íslenzkunni vel við, enda skrifaðist hún á við vinkonur sínar Og skylöfólk stöðugt. Tvisvar kom hún á þess- um 40 árum í heimsókn til ætt- landsins og endurnýjaði vináttu- tengslin við land og þjóð. Hún var ágætur fulltrúi íslands í heimabæ sínum og hélt hópinn með öðrum Íslendingum, sem þar bjuggu. Héldu þau við íslenzkum siðum og venjum eftir beztu getu, enda var heimili Magneu mjög íslenzkt alla tíð og tók hún og maður her.nar, Aage. ákaf lega vel á móti öllum löndum, ættingjum og vinum, sem þangað lögðu leið sína. En eins og geta má nærri voru þeir nokkuð margir öll þessi ár. Okkur, sem þeirrar gestrisni nutum fannst við vera komin heim, þegar við vorum komin inn í litla, vinalega húsið þeirra, þar sem aldan gnauðaði við sandinn og svæfði þreyttan ferðalang. Ég, sem þessar línur rita, vil enda þessi fátæklegu minningar- orð með hjartans þökk fyrir 45 ára kynningu, bernskuleikina, bréfaskriftir í nærri 40 ár, heim- sóknarinnar og samveruna hér heima og á Skagen, þar sem þú Magga mín og Aage, þinn góði eiginmaður. tókuð á móti okkur hjónunum eins og beztu syst- kin og veittuð af alúð hjart- ans allt það bezta, sem þið áttuð, og sýnduð okkur hið fallega og markverða, sem litli bærinn ykk- ar við hafið hefur að bjóðk, hið víða óendanlega haf, sólarlagið, ströndina, málverkin ódauðlegu, hús skáldsins Holger Drach- manns, allt er þetta samofið minningu þinni og ógleymanlegt. Guði sé lof fyrir, að þú ert nú loks laus við þjáningarnar sem þú bax-st eins Og hetja í guðs trú og trausti og ert nú loks komin heim, eins og þú skrifaðir mér í haust, að þú færir nú kannske að koma. Þar hafa þau tekið á móti þér sem þér þótti vænst um og ósk- aðir helst að hitta. Algóður Guð og Jesú frelsari vor, sem þú trúðir svo staðfast- lega á, blessi þig og varðveiti og veiti þér inngöngu í sitt dýrðar- ríki. Þar vonum við að fá að hitt- ast síðar. Hafðu hjartans þökk fyrir alla tryggðina elsku vinkona, frá okkur görnlu leiksystrunum þín- um. Þóra Marta Stefánsdóttir. NÚ ert þú farin héðan, vin-. kona mín og frænka. Margar fagrar og góðar endurminning- ar hefur þú slcilið eftir hjá mér. Fyrstu kynni mín af þér leiddu í ljós tryggð þína. Jólapakk- arnir frá Möggu frænku á Skagen komu á hverjum jólum, frá því að ég man eftir mér, þótt engin þakkarbréf væru þér send. Og er við systurnar fluttumst til Danmerkur komst þú til okkar, eins og við hefð- um átt þarna beztu systur, sem hugsast getur, og varst okkur ávallt sem yndislegt leiðarljós. Mannkostum þínum var hollt að kynnast; alltaf hugsaðir þú um aðra á undan sjálfri þér. Hjálpsemi þín var í þessum fósturbæ þínum víðast þekkt. Vantaði ljósmóður, gazt þú hjálpað; ætti að gleðjast og halda veizlu, gazt þú staðið fyrir þeim mannfagnaði. Vant- aði afmælis- eða minningarljóð, þá ortir þú. Ríkti einhversstað- ar veikindi eða sorg, varst þú þar með hjálp og huggun. Alls- staðar var þín þörf, hvort sem það var í gleði eða sorg. Þannig lyftir þú lífi þínu, öðrum til gleði og blessunar. Góð móðir reyndist þú fóstur- syni ykkar, Steindóri, einnig sonum systur minnar, sem ól- ust upp á Skagen með foreldr- um sínum. Þú sagðir þeim frá ættingjum sínum hér — sögur frá landi móður þeiira. Börnin mín sendu þér hjartans þakkir fyrir hugsunina og tryggðina, sem fólst bak við sendingarnar frá þér. Ég þakka þér, elsku vinkona og frænka, fyrir okkar góðu kynni og það lán að fá að eiga með þér árum saman margar fagrar stundir. Guð blessi minningu þína, son þinn og eiginmann. Gunnur Norðfjörð, Afli Sandgerðis- báta SANDGERÐI. 10. marz. — í gær reru 26 bátar frá Sandgerði og komu með 151,7 lestir. Pétur Jóns son fékk 12,4, Mummi 11,6 og Hrönn II. 11,2. Allir bátar eru á sjó í dag. — P.Ó.P. Leiðrétting í FRÁSÖGN. sem birtist hér 1 blaðinu á föstudag, af árás svert- ingja í Kaupmannahöfn á Júlíus Steindórsson, var sagt, að Júlíus og kona hans væru barnlaus. Þetta er ekki rétt; þau eiga tvær dætur, tvíbura, sem eru átta ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.