Morgunblaðið - 17.03.1962, Síða 2
2
MORCVNBLAÐtÐ
Laugardagur 17. majz 1962
Klettabeltin við Dagverðareyri. Stofuklöpp, sem álfarnir áttu að bua í, er hamrabeltið
fjær, lengst til vinstri á myndinni.
Vinnu hætt meöan álfar fluttu
AKUREYRI, 16. marz —
Krossanes norðan Akureyrar
er gamall lendingarstaður.
Þaðan voru áður fyrr gerðir
út bátar til sjósóknar á Eyja
firði og þaðan var einnig gert
út til síldveiða á Eyjafirði áð
ur fyrr. Á síðari árum eða
snemma á 20. öldinni var
byggð þar síldarverksmiðja,
upphaflega af Norðmönnum
og var bún rekin af þeim um
margra ára skeið. Síðar lenti
hún í eigu íslendinga og und
anfarin ár hefur þessi verk-
smiðja verið rekin af Akur-
eyrarbæ. Gamlar trébryggj-
ur voru til löndunar við þessa
verksmiðju og eru þær orðn
ar mjög úr sér gengnar og lé
legar. Á s.l. ári var ákveðið að
endurnýja bryggjurnar,
byggja nýja öfluga tré-
bryggju undir löndunarkran-
ana, en setja uppfyllingu
sunnan verksmiðjunnar með-
fram henni í Glerárbót.
Verk þetta var hafið fjnir
stuttu og grjót til uppfylling
ar tekið úr klöppum vestan
vegarins, sem liggur til Krossa
ness. Þarna er um að ræða
klettaborgir og eru þær lægst
ar næst sjónum, en hækka er
lengra dregur til landsins. Er
farið var að sprengja þessar
klappir, höfðu eldri menn er
við það unnu, orð á því að
þarna mundu var álfabyggðir
samkvæmt gömlum sögum og
nefnd sérstaklega aðra
klapparöðina frá veginum.
hafði hún í þeirra ungdæmi
verið kölluð Stofuklöpp og
var að þeirra sögn talin mikii
áilfabyggð á því svæði. Sá er
stóð fyrir sprengingunum og
grjótvinnslunni taldi rétt að
leita til ófreskra manna, um
hvort þeir gætu séð nokkuð í
sambandi við klappirnar.
Kvaðst sjá álfa.
Ungur maður, búsettur í ná
grenni Akureyrar, kom á
þerman stað og skyggndist þar
um, en þetta er maður sem frá
barnæsku hefur fengið orð
■9",rr/wí 'vwrjv•/■■w.-.-... svif ' ’ r r - ’ ^AvnwrnTPr
Sprengingarnar eru nú hafnar aftur í álfaborginni.
fyrir skyggnigáfu. Eftir stutta
athugun skýrði hann svo frá,
að þarna væri mikil álfa-
byggð, heilt þorp. Hann hefði
skynjað álfana, en aðeins séð
einn mann nákvæmlega. Þetta
var eldri maður og hafði hann
sagt að álfunum væri meina-
laust að flytja sig úr klöpp-
unum, þar sem þeir vissu að
þær yrðu notaðar til nytsamra
hluta, en þeir mundu flytja sig
í klappir nokkru vestar á
sama svæði. Hins vegar fór
þessi virðulegi öldungur fram
á það að sprengingum og
grjótnámi yrði hætt um eins
til tveggja daga skeið, svo
öllum álfum gæfist tækifæri
að flytjast burtu. Þessum til-
mæjum kom hinn ungi maður
á framfæri og var grjótnám-
inu hætt um stundarsakir.
Nú hefur verið tekið til
grjótnámsins að nýju og verk-
inu haldið áfram, án þess
nokkur óhöpp hafi viljað tiL
En í byrjun verksins urðu smá
vegis truflanir á vélum, sem
tæknifróðir menn telja að geti
stafað af eðlilegum ástæðum.
Miklar sögur hafa gengið á
Akureyri og nágrenni í sam-
bandi við þetta grjótnám og
munu þær ekki allar á rökum
reistar. Starfsmennirnir við
verkið hafa orðið fyrir nokkr-
'um truflunum forvitinna veg-
farenda, sem rekja má til sögu
sagnanna um huldufólkið.
Nú er uppfyllingin við
Krossanesverksmiðjuna vel á
veg komin og hið umdeilda
grjót hefur verið sett í sjóinn
og virðist gegna sínu hlut-
verki þar. — St.E.Sig.
FÉI.AG ungra Sjálfstæðismanna
í Árnessýslu heldur aðalfund n.k.
sunnudag. Fundurinn verður
haldinn í Landsbankahúsinu á
Selfossi og hefst kl. 4 e.h.
Hafnarfjörðu
Á mánudagskvöld he
Sjálfstæðiufélagið Vonbo
fund í Sjálfstæðishúsinu
hefst hann kl. 8:30. Auk v
legra fundarstarfa verður
uð félagsvist og kaffi 1
reitt. — Félagskonur eru 1
ar til að fjölmenna og
með sér gesti.
— Smyglið
Framh. af bls. 1
ferðir álhafnar Goðafoes, en bætti
því við að það Væri „hugsan-
legt en ekki sennilegt" að skipið
yrði hindrað í að halda áætlun
Og fara frá New York föstudag-
inn 23. þm. En þá á Goðafoss
samkvæmt áætlun að sigla til
Reykjavíkur, Rotterdam, Ham-
borgar ög Dýflinnar áður en
hann siglir aftur til Bandaríkj-
anna. Aðspurður hvort nokkrar
þær upplýsingar lægju fyrir sem
bentu til að skipið hefði áður
verið notað til að smygla happ-
drættismiðum til Bandaríkj-
anna, sagði Fleishman að því gæti
hann ekki svarað. Hann sagði
að tollyfirvöldin væru undrandi
yfir því að Eimskipafélag fslands
skuli vera flækt í þetta máá. „Við
viljum taka það fram að við erum
mjög undrandi yfir að þetta (mið
arnir) skuli hafa komið með síkipi
Eimskipafélagis íslands, vegna
þess að það er Skipafélag sem við
berum algjört traust til. Við urð-
um mjög undrandi.“
Goðafoss flutti írsk-t kjöt til
Bandaríkjanna. Fleisman sagði
að kassarnir með happdrættis-
miðunum hafi ekki verið á fanm-
skránni. Miðarnir voru fyrir sept-
emberdráttinn í írska sjúkrahús-
happdrættinu.
Pétur hafði 159
BÍLDUDALUR, 16. marz. — í
aflafrétt yfir febrúarmánuð átti
að standa að Pétur Thorsteins-
son hefði fengið 159 lestir í stað
rúmar 150, eins og stóð í frétt
frá 13. þ.m. — Hannes. . _
Hlaut 50 þús. kr. verð-
laun fyrir skipulag á
miðbæ Hafnarfjarðar
HAFNARFIRÐI — A fundi með
fréttamönnum í gær var skýrt
frá hugmyndasamkeppni um
skipulag miðbæjar Hafnarfjarð-
ar. — Ákveðið var 12 maí
1960 að efna til hugmynda-
samkeppni um skipulag
miðbæjar Hafnarfjarðar í sam-
vinnu við skipulagsnefnd ríkis
ins og skipulagsstjóra ríkisins.
Það svæði, sem hér um ræðir,
takmarkast af Reykjavíkurvegi,
Hverfisgötu, Lækjargötu, Brekku
götu, Suðurgötu og Mýrargötu.
Jafnframt var til þess ætlast,
að fram kæmu tillögur að frum
drögum að skipulagi hafnarinn-
ar að svo miklu leyti, sem það
hefur áhrif á skipulag miðbæj
arins. Var tilgangur samkeppn-
innar að fá fram hugmyndir að
byggingafyrirkomulagi og nýt-
ingu þessa takmarkaða miðbæj-
arsvæðis og aðliggjandi hafnar-
svæðis.
Stjórnar-
kreppa
VELI Kaare Merikoski prófessor
og fyrrverandi formaður Finnska
þjóðarflokksins, sem á mánudag
var falið að reyna að mynda
nýja ríkisstjórn, tilkynniti í dag
að hann treysti sér ekki til að
mynda stjórn á þeim grundvelli,
sem fyrir hann var lagt.
Merikoski var falið að mynda
stjórn án þátttöku sisíalista og
hefur hann sfcýrt Kekkonen. for-
seta og fulltrúum hinna flokk-
anna frá því að hann treysti sér
ekki til þess. Merikoski skýrði
jafnframt frá því að sér hafi bor-
izt til eyrna að Sænski þjóðar-
flokkurinn Jhiafi látið í Ijós efa-
semdir við Kekkonen forseta um
að harrn væri fær um að gegna
embætti forsætisráðherra. Segir
prófessorinn að iþetta eyðileggi
möguleika á myndun meirihluta-
stjórnar án þátttökiu sósíalista.
Alls bárust 8 tillögur og liggja
nú fyrir niðurstöður dómnefnd
ar. 1. verðlaun, 50 þús. kr., hlaut
Jón Haraldsson (Björnssonar
leikara) arkitekt. Aðstoðarmenn
hans voru Benedikt Bogason
verkfr., Selfossi og Sigurður
Thoroddsen stud. arch., Hafnar
firði. Önnur verðlaun, 30 þús. kr.
hlaut Ormar Þór Guðmundsson,
stud. arch., Stuttgart, Þýzka-
landi. Þriðju verðlaun, 20 þús.
kr„ Þorvaldur S. Þorvaldsson,
arkitekt, Khöfn. Verða sam-
keppnisuppdrættirnir almenn-
ingi til sýnis í öldutúnsskóla
laugard. og sunnud. kl. 2—10 og
næstu viku kl. 4—10.
Dómnefndina skipuðu Stefán
Gunnlaugsson bæjarstjóri, Aðal-
steinn Júlíusson, vitamálastjóri,
Friðþjófur Sigurðsson mælinga-
maður, Gunnlaugur Pálsson,
arkitekt og Gunnlaugur Hall-
dórsson arkitekt.
Um 1. verðlaun segir dóm-
nefnd m.a.:
I tillögu Jóns Haraldssonar er
lögð aðalumferðaræð á uppfyll
ingu utan miðbæjarkjarna og
breytir núverandi Strandgötu I
göngugötu. Aðalumferðaræðar
eru vel leystar, en breiddir
þeirra ófullnægjandi. Samband-
ið við athafnasvæði norðurhafix
arinnar mætti vera betra. Not
höfundar af Austurgötu í sam-
bandi við miðbæjarkjarnann er
ágæt fyrir aðkeyrslu og bíla-
stæði. Aðgreining miðbæjarkjarn
ans með gróðurbelti er fallega
leyst, en kostnaðar-samt í fram
kvæmd.
Nýting miðbæjarkjarnans virð
ist ekki vera meiri en svo að
nægja myndi 10 þús. manna bæ,
enda leggur höfundur áherzlu
á lága byggð við Strandgötu.
Staðsetning opinberra bygg-
ing-a er góð, og útsýnis- og veit
ingastaður syðst á svæðinu er
vel og skemmtilega leyst.
Gert er ráð fyrir mikilli aukn-
ingu hafnarmannvirkja með-
fram allri strönd hafnarinnar.
Framan miðbæjarkjarnans eru
ráðgerð vöruhús og flutninga-
skipaafgreiðslur, sem þá væru i
nánum tengslum við hann. Séð
er fyrir möguleika á tengslum
hafnarhlutanna með sérstakri
umferðaræð framan Starndgötu.
KuUa»hH H .Hmt
X Snjikomo 17 Skúrir
» OSi K Þrumur V.
nunasrrn rr , nmo
Hifotkit L™ Lmgi
V.orain
/6.1/962 k/ //
7 NA /5 hnúior
SV SOhnútor
Eins og kortið ber með sér,
var hlýtt loft frá hafinu vest
ur af Áfríku komið norður fyr
ir 60. breiddargráðu í gær.
Var 8 st. hiti á veðurskipinu
Indía, en 14 st. á írlandi. Hér
var einnig mjög tekin að mild
ast veðráttan, og var 4 st. hiti
í Rvík kl. 14. Regnsvæðið á
skilum hlýtempraða og sval-
tempraða loftsins var skammt
fyrir sunnan land, en hér
mátti heita úrkomulaust,
nema hvað smáél var á
Klaustri kl. 14. Frost var hart
é Norðausturlandi í gærmorg
un, þó ekki eins og í fyrra-
morgun. Kaldast var í Möðru
dal, lágmarkið eftir nóttina-
26 stig.
Veðurspáin kl. 10 I gærkvöldi:
SV-mið og Faxafl.mið: All
hvass austan, lítils háttax rign
ing.
SV-land til Vestfj., Breiða
fjarðarmið og Vestfj.mið: —
Áustan og SA-kaldi, skýjað
en víðast úrkomulaust.
Norðurland til Austfj. og
miðin: Hægviðri og síðar SA
gola, víðast skýjað, hlýnandi
á morgun.
SA-land og miðin: Austan
stinningskaldi, skýjað, dálítil
slydda og síðar rigning vestan
til.
Horfur á sunnudag:
SA-læg átt og þöðviðri um
allt land, sums staðar rign-
ing eða súld sunnan lan-ds.