Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 3

Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 3
Laugardagur 17. marz 1962 MORGVTSBL AÐIÐ 3 00 0 0 * * ■* 0 0 0 0 * * * „Ég hefi tekið eftir því, Pickering, að ef ég leyfi konu að vingast við mig, þá verður hún afbrýðis- söm, heimtufrek. tortiyggin og hrein helvítis plága á allan hátta, segir próf. Higgins í May Faii * Lady. En þetta er alveg öfugt með hana Elizu okkar hér, segir Ilúi ik Haraldsson. ALLT UPP í 15 tíma æfingar á dag í nokkrar vikur, frum sýning á laugardag, önnur sý*ing á sunnudag og sú þriðja á þriðjudag. Þannig hefur það gengið hjá leikur unum í My Fair Lady. Mest hefur þetta sj '.Ifsagt reynt á aðalleikarana Rúrik Haralds- son og Völu Kristjánsson. Og að auki þurfti harm Bjarni Bjarnason, læknir, að demiba í þau sterkum meðulum, til að vinna á flensu eða kvefi eða einhverjum öðrum óþverra, sem virtist yfirvof- andi síðustu dagana. Þau voru rétt farin að anda létt ara eftir öll þessi ósköp, þeg ar þeim var stefnt niður á ritstjórnarskrifstofu Mbl. á fimmtudag, til að láta rekja úr sér garnirnar. Vala kom fyrst, ljómandi af ánægju, eins og hún hefði aldre^ átt í neinum erfiðleik tim. — Þetta var auðvitað erf itt, stöðugar leikæfingar, dansæfingar og söngæfingar segir hún. Stundum kom ég seint á nóttu vonsvikin heim, þegar Svend Aage hafði skammað mig mikið, og hugs aði að þetta gæti ég aldrei gert, en á eftir sé ég að það hefur verið rétt að vera svona harður. öðruvísi gat það ekki gengið. Og nú er allt slíkt gleymt. Enginn tími að hugsa um áhorfendur. — Hvernig er að standa í fyrsta skipti framan í fagn andi áhorfendum? — Rétt fyrst fann ég hvern ig þögnin var algjör í saln- um „öjnene stod 'paa. stilke", eins og maður segir. En ég miátti ekkert vera að því að hugsa um það. Maður verður að einbeita sér svo að verk- efninu, og skiptingar eru svo hraðar, að ekki er tími til að taka eftir lófaklappi eða áhorfendum. Samt finnur maður það ósjálfrátt hvernig allt flytzt út í salinn, þar seon eru 600 manns og það er dásamleg tilfinning. Á æfing um er maður ailtaf að gefa, en þegar sýningar eru byrj aðar, fer maður að fá eitthvað á mótL —Svo leiksviðið er búið að ná tangarhaldí á þér? — Já, þegar maður hefur einu sinni verið tekinn í þetta, þá grípur það um sig. Ekki sízt ef allt gengur vex. Mér hafði aldrei dottið í hug að stíga á leiksviðið, en nú langar mig til að læra meira, fara til Englands eða Frakk lands í leiklistarnám. Og ef ég held áfram, verð ég að fá talkennslu. Þar eð ég er alin upp erlendis, hefi ég ekki fullt vald á áherzlunum. Það gerir etoki svo mikið til í My Fair Lady, en í öðru skiptir það máli. Annars verður mað ur hálfhræddur við, að eftir að hafa fengið slíkt tækifæri í upphafi, þá geti ekki orðið annað en eitthvað verra á eft ir. En söngleikir eru vinsælir Og mikið úrval til. — Svo þú ert ekkert hrædd við erfiðið, eftif" þessa með- ferð. Það hefur ekki legið við að þú fengir taugaáfall eins og Ingeborg Brams eða liðið yfir þig eins og Jeanne Dar- ville, stöllur þínar sem áttu að leika Elizu í Kaupmanna- höfn? — Nei, nei, segir Vala. Það hafa allir verið svo indælir hann lætur sækja inniskóna fyrir sig heima. — Það er svo einkennandi fyrir Higg- ins, þegar hann segir um og grandvara sál, bætir hann við. Aftur á móti, hittir ekki Higgins naglann á höfuðið, þegar hann segir þessa ágætu setningu um konur: ,,Eg hef tekið eftir því, Pickering, að ef ég leyfj konu að vingast við mig, þá verður hún af- brýðisöm, heimtufrek, tor- tryggin Og hrein helvítis plága á allan hátt“. Það er al veg öfugt með hana Elízu okkar hér. Eg er mjög ánægð ur með hana og þykir gaman að því að svona ung og skemmtileg stúlka skuli hafa komið til okkar og vona að hún verði sem lengst hjá okk ur. — Svo þú ert sáttur við Elízu — og hlutverkið? — Já, hlutverkið snertir svo marga strengi og er svo fjölþætt. — Þú ert auðvitað vanur svona þrældómi, ems og und- feg hversdagsmaður er feg á kenjar ewgar tU og alveg iaus við pex, raus og rex. Og geri það eitt, sem óska ég »g vil Einmitt eins og fólk er flesst. við mig og hjálpsamir. Það er ómetanlegt, þegar maður kemur alveg fákunnandi inn an um þessa vönu leikara. Og það er svo þægilegt að hafa hann Rúrik nálægt. Hann er alltaf jafn dásamlega róleg- Sómakarl og piparsveinn Oft kemur góður pá getið er. Rúrik Haraldsson birtist í dyrunum. — Hvernig hefur þér samið við próf. Higgins, Rúrik, þetta er nú óttalegur svíðingur. — Já, segir Rúrik, hann er lúmskur, svolítill mömmu- drengur líka, og ég hefi fjári gaman af honum. Eg þekkti auðvitað manninn íyrir, úr Pygmalion, og hann h^fur lítið misst við'að flytjast ýfir í söngleik. Það eru sömu til svörin, bara dálítið stytt. — Þetta er sómakarl og pipar- sveinn. — Hvað segir konan þín um þessi kynni ykkar. Þú ert auðvitað farinn að hegða þér eins og harðstjóri heima, — segja: „Því er ei konan karl mönnum lík“, eins og Higgms og láta færa þér inniskóna. — Hún er furðaniega þolin móð yfir þessu öllu, svarar Rúrik, en lætur ósvav"“ •— Bíddu við, Henry Higgins, biddu við. Þú munt brotna niður. Þú færð engin grið. Þú munt betla og hiðja um litið. Biðja mig um aur. En skrítið! Biddu við, Henry Higgins, biddn við. irbúningurinn undir þessa sýningu hefur verið. — Ja, ég man nú satt að segja ekki eftir svona ógur legri keyrslu á æfingum. En það kom til af því að leikrit ið þurfti að vera tilbúið 10 dögum fyrr en fyrirhugað hafði verið, þar eð Sven Aage og Bisted þurftu að fara. En ég spái því að sýningarnar verði góðar, þegar við erum búin að fá röddina aftur og jafna okkur. — Ekki hefur borið á þreytu hjá ykkur á frumsýn ingunni. Mér skilst að sjald an hafi önnur eins fagnaðar- læti heyrzt þar. — Já, ég man ekki eftir öðrum eins látum á frumsýn ingu. Þetta var eins og pöp ullinn í galleríinu í London. Bravo-hróp heyrast sjaldan frá frumsýningargestum hér. Það er oftar eins og þeir sitji á höndunum á sér. En þetta var þeim mun óvæntara Og skemmtilegra. — Og þið hafið auðvitað fagnað sigri rækilega? — Til þess hefur enginn tími verið enn. Eg skrapp nið ur á barinn eftir frumsýningu og ætlaði að fá einn drykk. En komst aldrei að barnum, því svo margir þurftu að taka í hendina á okkur, eng inn bauð mér hressingu. Ekki má þó smakka meira en einn þegar sýning er daginn eftir. Þetta er þannig vinna, að ekki dugir annað en vera vel fyrir kallaður. Og fyrsta frí daginn, mánudaginn, var ég bara feginn að vera í rúminu eða við rúmið. — Jó, pabbi þekkir þetta, segir Vaia og eftir frumsýn inguna voru allir að áminna mig um að gera ekki petta og ekkj hitt, bara að hvíla mig. Annars hefur verið nóg að gera á milli sýninga þessa daga, því pabbi og mamma eru stödd hér, og ég er auð- vitað með þeim ölhim stund- um. Gaman að vera svona fin — Er ekki gaman að vera svona fín, Vala. Það sést langt út í sal hve fín efni og vandaðir búningar eru í ,My Fair Lady“. — Jú, og það má vel horfa á hvern búning nálægt. Þeir eru alveg ótrúlega vandaðir. Fíni kjóllinn m,inn er t.d. all ur úr ekta ohififon, og kjólarn ir mínir þrír, sem eru saum aðir hjá Holger Blom í Höfn eru sagði kosta 10 þús. kr. danskar. Allir eru með ekta skinnhanzka á sviðinu, í handsaumuðum stígvélum og kvenhattarnir eru alveg stór kostlegir. Leikurinn er líka búinn að ganga í Höfn, ég veit ekki hvað lengj og allt farið í hreinsun, án þess að á nokkru sjái. Rúrik bregður nú á sig gervi hins fræga kvenhatara Higgins og segir með fyrirlitn ingu: — Kvenfólkið hefur ósköp gaman a-f að vera svona fínt. En prófessorinn er ekk ert að dubba sig upp. Hann fer á veðreiðarnar fínu, lætur sér nægja að skipta um skyrtu. E.t.v. gætir ofurlítillar af- brýðisemi í þessum ummæl- um. Tweedföt Rúriks voru bara saumuð hér heima, — því fötin af Mogens Wiefih voru á helzt til „myndarleg an“ mann. —E. Pá. > 0 0 0. 0 0 0^00 0 0 0-000-0 00 0 ,0.0.0 00.0,000 00-0 » 0 0 0-0<0 000* STAKSTEINAR Nýtt neyðaróp kommúnista Moskvumálgagnið heldur á- fram að barma sér yfir sundrung og lánleysi „vinstri manna“. 1 gær rekur það upp nýtt neyð- aróp og kemst þá m.a. að orði í forystugrein sinni á þessa leið: „Það er ekkert undarlegt þótt vinstri menn deili innbyrðis um mismunandi stefnur og sjónar- mið, en þá er dómgreindin farin forgörðum, ef menn átta sig ekki á því af deiligirni einni saman, að verið er að hnekkja sameig- inlegum hugsjónum allra vinstri manna. En einmitt þetta er nú að gerast. Fái íhaidið enn að fara sinu fram bitnar það á þjóðfélagshugmyndum Fram- sóknarmanna ekki síður en Al- þýðubandalagsmanna, Þjóðvarn armanna ekki síður en þeirra, sem enn kunna að halda tryggð við stefnu Aiþýðuflokksins. Og þegar svo er ástatt skiptir það sára litlu máli hvort einuin vinstri flokknum tekst um stund arsakir að sarga einhver at- kvæði frá öðrum vinstri flokki. Á meðan vinstri menn deila inn byrðis og látast ekki taka eftir hættum þeim, sem grúfa yfir fer íhaldið sínu fram af dagvaxandi frekju“. Kornvandræði Krúsjeffs Árið 1958 lýsti Nikita Krú- sjeff því yfir að 7 ára fram- kvæmdaáætlun Kommúnista- flokks Ráðstjómarríkjanna hefði það takmark að auka fram- leiðslu landbúnaðarins um 70% fyrir árið 1965. Til þess að þessi áætlun hefði staðizt þyrfti landbúnaðar- framleiðsla Sov étríkjanna að hafa aukizt um 20% á árunum 1958 tU 1961. En hver varð raunverulega niðurstaðan í þessum efnum? Hún varð sú, að á árunum 1958—1961 minnkaði landbúnað arframleiðsla Sovétríkjanna um 6%. Það sætir vissulega engri furðu þótt Krúsjeff og félagar hans í Kreml eigi nú í basli. Það er að vísu ekki hægt að segja að kom skortur sé svo mikill í Rússlandi að til hungurs hafi leitt, eins og fyrr á árum, þegar kommúnistar voru að brjóta andstöðu rúss- neskra bænda gegn hinum komm úníska skipulagi. En samdrátt- urinn i landbúnaðarframleiðsl- unni er stórkostlegt áfall fyrir allan þjóðarbúskap Rússa. Hverfa á náðir einstaklingsframtaksins Svo hrapallega hefur sam- yrkjubúskapurinn og hið komm úníska skipulag rússnesks land búnaðar mistekizt, að Sovét-leið togarnir hafa neyðzt til þess, í stöðugt vaxandi mæli að flýja á náðir einkaframtaksins. Er nú svo komið að einkafram tak bændanna framleiðir nú hVorki meira né minna en 50% mjólkurinnar, 47% af kjöti, 82% af eggjum og 62% af kartöflum, sem framleiddar eru innan Sov étríkjanna. Á sama tíma og framleiðslan eykst á vegum einkaframtaksins í rússneskum landbúnaði, dregst framleiðsla samyrkjubúskapar- ins stöðugt saman. Það er vissulega engin furða, þótt Krúsjeff standi nú uppi ráð þrota og eigi það úrræði helst til bjargar að flýja ennpá lcngra frá samyrkjubúskapnum, og hm- um kommúnisku fræðikenning- um yfir á níair einkatramtaks- ins. Krúsjeff

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.