Morgunblaðið - 17.03.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 17.03.1962, Síða 6
6 MORCrnvrtT 4niÐ L.augardagur 17. marz 1962 Endurskoðun á lögum um lokun sölubúða Verða búðir opnar d víxl til kl. 22? Á BÆJARRÁÐSFUNDI 2. marz var lagt fram bréf frá skrifstofu stjóra borgarstjóra um endur- skoðun á ákvæðum um lokunar- tíma sölubúða, en lögin sem um þetta gilda eru orðin æði úrelt, svo mörg þeirra eru stöðugt brot- in, án þess að nokkrum manni detti í huga að finna að því. Á helgidögum er sem sagt bannað með lögum að selja annað en mjólk og brauð i mjólkurbúðum og lyf í lyfjabúðum, fiskbúðir og blaðasölur mega þó vera opnar nema á messutíma kl. 11—3. Strangt tekið varðar því við lög að selja dagblað kl. 11,30 á sunnudegi og að selja aðgöngu- miða að leikhúsum, bíóum og íþróttakeppnum fyrr en kl. 3. A helgidögum þjóðkirkjunnar má ekki heldur halda veizlur eða aðra hávaðasama fundi fyrr en eftir miðaftan og því bannað með lögum að hafa hádegisverðarboð á súnnudögum. Og fleira mætti nefna. Tillögur frá kaupmönnum. Nýlega samþykkti stjórn Kaup mannasamtakanna einnig á fundi sínum að skora á borgarstjórn að breyta ákvæðum um lokun sölubúða. Stinga kaupnaenn upp á ýmsum breytingum, eins og t.d. að þær verzlanir sem mega hafa opið til kl. 11,30, hafi að- eins ákveðnar vörutegundir og séu aðgreindar frá öðrum. Einn- ig að borgarráð geti að fengnum tillögum frá félögum eða sam- tökum verzlunareigenda, veitt Sendikennara- staða við Uppsala- tilteknum hópi verzlana leyfi til að halda sölubúðum opnum til kl. 22 til skiptis eftir huverfum, ellegar eitt kvöld í viku fyrir hverja sérgrein verzlunar eða á annan hátt sem heppilegt er tal- ið. Fleiri breytingum er stungið upp á í samþykkt stjórnar Kaup mannasamtakanna, sem ekki verða rakin hér. Beint til ríkisstjórnar. Á fyrrnefndum borgarráðs- fundi var því beint til ríkisstjórn ■arinnar, að hún láti fram fara samræmda endurskoðun á gild- andi lagaákvæðum um almanna- frið á helgidögum þjóðkirkjunn- ar og lokunartíma sölubúða, svo og öðrum ákvæðum, er kunna að snerta afgreiðslutíma verzlana og annarra þjónustufyrirtækja. Kaffisala o" tízku- sýning kven- stúdenta KVENSTÚDENTAFÉL. íslands hefur kaffisölu í Lídó kl. 3 síðd, nk. sunnudag. Þar sjá kvenstúd- entar um tízkusýningu á fatnaði frá verzl. Guðrún á Rauðarár- stíg 1. Einnig syngur þar Sig- ríður Geirsdóttir, sem hefur ver- ið að leika og syngja vestur í Hollywood en er nú stödd hér heima, sem kunnugt er. Allur ágóðinn af kaffisölunni rennur í styrkveitingarsjóð fé- lagsins. Undanfarin ár hefur Kvenstúdentafélagið veitt styrki til náms hér heima og erlendis. Má geta þess að á þessu ári verð ur veittur styrkur til náms í við- TVÆR af stúdíiMHium sem sýna á tízkusýningu Kvenstúdentafé- lagsins, þær Geirlaug Þorvalds- dóttir og Kristín Bjarnadóttir í kjólum scm sýndir verða. gerð handritanna og er kaffisal- an og tízkusýningin liður í söfn- un til þeirra fjárútláta. Forsala aðgöngumiða verður laugard. 17. marz kl. 2—5 í Lídó. Ný Sjálfsbjargar- félög stofnuð SUNNUDAGINN 11. marz sl. var haldinn í Alþýðuhúsinu á Sauðárkróki, stofnfundur Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Sauð- árkróki og nágrenni. Stofnend- ur voru um 213, þar af eru rúm lega 40 aðalfélagar og um 170 styrktarfélagar. Markmið félagsins er að efla samhjálp hinna fötluðu, vinna að auknum réttindum þeirra, og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Stjóm félagsins skipa: Konráð Þorsteinsson formaður, Sigríður Ámimdadóttir varaform., Ang- antýr Jónsson ritari, Jón Frið- björnsson gjaldkeri og Hrefna Jóhannsdóttir meðstjórnandi. Á fundinum mætti frá Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, Trausti Sigurlaugsson, og flutti yfirlit um starfsemi Sjálfsbjarg- arfélaganna og sambandsins. Nýlega var einnig stofnað fé- lag í Keflavík, hlaut það nafn- ið Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Suðumesjum. Markmið félags- ins er það sama og hjá öðrum Sjálfsbjargarfélögum, en með þessum tveim nýstofnuðu félög- um eru þau 10. Stjóm félagsins skipa: Falur Guðmundsson, Vatnsnesvegi 17, formaður, Gestur Auðunsson, ritari, Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur Agúst Jóhannsson og Páll Guð- mundsson; öll búsett í Keflavík. Á fundinum mætti fram- kvæmdaráð landssambandsins og flutti Theodór A. Jónsson, formaður landsambandsstjórnar, yfirlit um starfsemi samtak- anna. Washington, AP — • Innan skamms verður undir- ritaður í Washington nýr samn- ingur um aukin menningar- og upplýsingatengsl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Efnahags- bandalag og „sjóræningia- útvörp" á dagskrá Kaupmannahöfn, 15. marz. Einkaskeyti frá AP. AFSTADA Norðurlandanna til Efnahagsbandalags Ev- rópu mun bera hæst á af- mælisfundi Norðurlanda- ráðs, sem hefst á laugar- daginn að undangenginni forsetaráðstefnu á föstu- dag. Mun Efnahagsbanda- lagið setja svip sinn á hin- ar almennu umræður, sem hefjast á laugardaginn og halda áfram á simnudag. Fyrst á dagskránni er þó samvinna Norðurlanda, og verður fjallað um 42 atriði varðandi hana. — Fund Norðurlandaráðs sækja 180 fulltrúar, þar af 24 ráð- herrar, 69 þingmenn og 71 sérfræðingur. — Auk þess sækja fundinn 53 aðilar frá blöðum, útvarpi og sjón- varpi. — Meðal mála & dagskrá verða hin svonefndu „sjó- ræningj aútvörp“ f y r i r ströndum Svíþjóðar og Danmerkur. —. AP, París, AP — • Hin nýja Evrópska samvinnit stofnun um geymvísindi verðu’r opinberlega stofnsett á laugardag inn. Fyrsta hlutverk hennar verð ur að senda þrjú gerfitungl á braut umhverfis jörðu. Gert er ráð fyrir fjárveitingu, sem nem ur 956 millj. franskra nýfranka fyrir fyrstu fimm árin. háskóla SENDIKENNARASTAÐA í nú- tímaíslenzku og bókmenntum við Uppsalaháskóla er laus til umsókknir frá og með 1. júlí 1962. Væntanlegir umsækjendur skulu fullnægja eftirtöldum skil jrrðum: hafa íslenzku að móð- urmáli; hafa dvalizt að mestu leyti nokkur undanfarin ár á íslandi — frá þessu er þó hægt að fá undanþágu; hafa tilskilda vísindalega menntun og kennslu hæfni. Sendikennarinn á að annast kennslu í nútímaíslenzku og bókmenntum, og er kennslu- skyldan minnst 396 tímar á ári. Laun eru samkvæmt 23. laima- flökki, 2240 sænskar krónur á mánuði, og er hækkun í vænd- um. Staðan verður ekki veitt til lengri tíma í einu en þriggja ára, en gera má ráð fyrir end- urráðningu allt að sex árum; að þeim tíma liðnum er kostur á ráðningu eitt ár í senn um ó- ákveðinn tíma, ef sérstakar á- stæður eru fyrir hendi. Umsóknir berist Heimspeki- deild Háskóla íslands eigi síðar ©n 8. apríl 1962. (Frétt frá Há- skóla íslands) •Dagatal Eimskipa- félagsins E. skrifar. Um s.1. áramót gaf Eim- skipafélag íslands út dagatal um árið 1962. Ég hefi verið að búast við, að á þessa útgáfu yrði minnzt í d-agblöðunum, meira heldur en í stuttri frétt. Útgáfa þess er að ýmsu leyti svo athyglisverð, að ekki hefði verið síður ástæða til að skrifa sérstaklega um hana, heldur en ýmsar þær bækur, sem skrifað er um. Eimskipafélagið mun hafa gefið út dagatal í svipuðu formi og nú um meira en 20 ára skeið. Jafnan hefur verið myndarbragur á útgáfu þess. Ef ég man rétt, hefur það ætíð verið skreytt íslenzkum mynd um, sem yfirleitt hafa verið vel valdar, og síðustu 4 árin hefur það verið litprentað. • Fagrar myndir Dagatalið mun lengst af hafa verið prentað í stóru upplagi. Það prýðir viða ís- lenzkar skrifstofur og heimili, svo sem kunnugt er. En mikill hluti upplagsins mun fara til erlendra aðila. Það er því mik ið og gott landkynningarstarf, sem Eimskipafélagið vinnur með útgáfu dagatalsins, sér- staklega vegna þess, að útgáfa þess hefur yfirleitt verið þann ig, að til ánægju hefur verið að geta sent það til vina og kunningja erlendis. Eitt vil ég benda á til athugunar við næstu útgáfu dagatalsins: Væri ekki rétt að hafa mynda textana einnig á ensku á þeim hluta upplagsins, sem ætlaður er útlendingum? Dagatalið 1962 er „offset- prentað" eins og nokkur und- anfarin ár. „Offsetprentun“ iiiisi mun ekki vera nema rúmlega 20 ára gömul iðngrein hér á landi. Því athyglisverðara er það, þegar litið er á þetta daga tal, hversu góðum árangri hef ur tekizt að ná við prentun þess. Ég hygg, að prentun dagatalsins hafi aldrei tekizt svo vel sem nú, enda stenzt faún fyllilega samanburð við það bezta, sem völ er á í þess- ari iðngrein erlendis. — Allar myndirnar eru að sjálfsögðu úr íslenzku umhverfi og lit- brigði flestra þeirra mjög margbreytileg. Prentun þeirra hefur því verið sérstaklega vandasöm, ekki sízt vegna þess, að þær munu aðeins hafa verið prentaðar í 4 litum. En því meira er afrek hinna ungu og áhugasömu iðnaðarmanna, er prentunina önnuðust í Offsetprentsmiðjunni Litbrá. Val litanna, blöndun og sam- stilling („register") hefur yfir leitt tekizt ágætlega. Sem dæmi má einkum nefna mynd irnar „Beðið eftir skipskomu", „f hallargarðinum" og „Við Mývatn." Ljósmyndirnar sjálfar sem ' prentað hefur verið eftir, hefi ég ekki séð. Val þeirra faefur tekizt vel, en þó nokkuð mis- jafnlega. Myndirnar hafa tek- ið Snorri Snorrason, Freddy Lautzen, Jens Peter, Karl F, Schiöth. Óskar Sigvaldason og Einar Guðjónssen. Minnisstæð ust er mér myndin „Beðið eft- ir skinskomu." • Landkynning Ég hefi síðustu árin jafnan sent nokkur eintök af Eim- skipafélagsdagatalinu til vina og viðskiptafyrirtækja erlendi is. Mér hafa reynzt þessi daga* * töl meðal þess vinsælasta, er ég hefi getað sent þessum erlendu aðilum, sem sumir eru búsettir í öðrum heimsálf- um. „Mikið er landið ykkar fallegt. Ég vona, að ég geti einhvern tíma heimsótt það." „Ekki hélt ég, að þið gætuð prentað svona vel úti á ís- landi." — Eitthvað á þessa leið hafa verið þakkarorðin fyrir dagatölin. Svipaða sögu geri ég ráð fyrir að ýmsir aðr ir aðilar gætu sagt. Ég vil ljúka þessum fátæk- legu orðum með þakklæti til Eimskipafélagsins fyrir þann höfðingsskap að gefa út svona fallegt dagatal, þótt það hljóti að vera allkostnaðarsamt, ein- mitt vegna þess hversu mikið er til útgáfunnar vandað. Þeim, er prentuðu, sendi ég hamingjuóskir. Um þetta starf þeirra er ýkjalaust að segja, að verkið lofi meistarann. Betri laun getur góður iðnað- armaður tæpast kosið sér. K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.