Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 16
16 MORGUIVBLAÐIÐ Laugardagur 17. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY Saga samvizkulausrar konu —---------— 11 Sjálísagt, sam'þykktí hann. Við höfum um margt að tala. Á morg un skulum við ganga frá öllu. Þetta getur ekki beðið til morg uns. Æ, þarna kemur kaffið. í*að var rétt eins og hann hefði gleymt Ginu og nú þaut hann yfir gólfið móti jómfrú Alverez. Þú ert engill, frænka! Jómfrúin hló og það næstum glaðlega, rétt eins og hún væri orðin ung. Hún er bara alls ekki svo mjög gömui, hugsaði Gina. Ungi Diego skellti í sig kaffinu í tveim löngum teygum. Nú verð ég að hafa fataskipti, kallaði hann. Vísaðu mér á herbergið mitt. Konan mín tilvonandi vill tala við mig og ég vil líka tala við hana. Hann ætlaði að þjóta út, en jómfrúin tók í handlegginn á hon um. Þú ert hamingjusamur, Di- ego. Þú hefur fengið það sem þú vilt. Þú ert viss um það? Ég fæ bráðum það. sem ég vil, sagði hann og leit á Ginu. Hvað ætti ég að vilja meira Gina hef- ur siglt yfir hafið til að komast til mín. Hann gekk til hennar og snerti aftur kinnina á henni með vöruum. Gina gekk fram í dyrnar, sem vissu út í garðinn. Það gat orðið enn erfiðara að segja honum sann leikann en henni hafði dottið í hug. Hann yrði fyrir hræðilegum vonbrigðum. Hann, sem var svo hreykinn af henni, að hún skyldi hafa komið til hans. En þá mundi hún, að hann var líka gestur þarna í húsinu, rétt eins og hún sjálf. Hann var ekki annað en skítugur kúahirðir frá þessum eyðilega búgarði í Leyte, og henni var eins gott að hafa það hugfast. Ungi Diego var kominn í hrein léreftsföt og kom nú til hennar í garðdyrnar. Hann settist þegj- andi við hlið hennar. Jæja, þá getum við talað saman, sagði hann. Hún horfði á hann, þar sem hann beið eftirvæntingarfullur, og augun ljómuðu af ánægju, og hún tók að hugsa um, hvernig hún gæti farið að því að særa hann sem minnst. Ég ætla ekki að giftast þér, Diego, sagði hún loksins og beið svo átekta. Ég skil þig ekki, sagði hann. Þetta var alltsaman misskiln- ingur og mér þykir fyrir því, en ég get ekki gifzt þér. Það verðum við sannarlega að tala betur um. Hann stóð nú við hlið hennar. Við skulum ganga saman úti í garðinum. Nei, ekki þar. Hún minnist stríðni Vicentes kvöldinu áður. Skilurðu, ég hélt, að ég elskaði þig, Diego, en nú veit ég, að ég hef alls ekki gert það. Kannske hefur það verið skyndiskot — þú varst útlendingur og ólíkur því, sem ég átti að venjast, svo að ég hélt, að þetta væri ást. En það var það ekki, og það væri rangt af mér að fara að giftast þér án ástar. Ástlaust hjónaband er alltaf rangt, samþykkti hann. Ég hef sjálfur nóga ást fyrir okkur bæði, en samt vildi ég nú vera elskaður svolítið.... ég skyldi láta mér nægja það. Síðan brosti hann aftur. Þú elskar mig, Gina, en veizt bara ekki af því sjálf. Þú hlýtur að hafa elskað mig, annars hefðirðu aldrei komið alla leið hingað. Það er oflöng ferð fyrir eitt smáskot. Þetta er bara af því að allt hér er svo fram- andi fyrir þér. Hann veifaði hendi og benti út yfir garðinn og grundirnar. Þetta er annar heim ur, Gina. Nei, svaraði hún. Skilurðu þetta ekki? Ég elska þig ekki. Hér er fallegt og ég er hrifin af því. Gerðu mér þetta ekki érfið- ara en það þarf að vera, Diego. Kannske er það öðruvísi en þú bjóst við. Hann færði sig nær henni Og þú ert hér ein þíns liðs. Hér eru engir vinir nema ég. .og svo er ég ekki einu sinni hér. Kannske ertu hrædd Þú misskil- ur sjálfa þig. Þú heldur, að þetta sé af því að þú elskir mig ekki, en líklega er það bara heimþrá. Hann reyndi að taka hana í fang sér. Þú hlýtur að elska mig. Gina ég veit að þú gerir það. Hann hélt henni fast upp að sér. Ég elska þig ekki og hef aldrei gert! æpti hún. Ég ætlaði áð gift- ast þér, af því að ég hélt, að þú værir ríkur og þegar hingað kom, sá ég, að þú varst það ekki, og því vil ég ekki eiga þig. Ég hef aldrei elskað þig..aldrei! Hún sleit sig lausa frá honum. Gina heyrði dillandi hlátur í stúlku og hæglátar bænir karl- manns í garðinum, en hljómur- inn af því var langt í burtu. En það var enginn hlátur í stofunni, ekkert hljóð. Bara þögnin ein. Hún hefði ekki orðið hissa þó að hann hefði barið, hana. Hún bjóst við því og jafnvel óskaði þess. Þá laut hann niður að henni.. nær og nær og dró hana til sín og s»öggvast hélt hún, að hann ætlaði að kyrkja hana, en þá snertu varir hans hennar varir. Hann talaði um það, hversu hann hataði alla bið og hún þorði ekki að streitast á móti. Nú veit ég, að þú elskar mig, sagði hann. Var- imar þínar eru ekki eins og á þeirri, sem ekki elskar. Hún gat ekkert sagt. Hún ósk- aði þess heitast, að hún hefði verið búin að undirbúa þetta á- hlaup, því að nú var hún magn- laus og fann, að hún gat ekki streitzt á móti lengur, eða yfir- leitt ráðið ferð sinni. Nú skil ég allt, sagði hann. Þú þarft tíma til að átta þig, og þess vegna ætlarðu að vera hér nokkr ar vikur, þangað til þú ert orðin hamingjusöm aftur og þá kemur ástin til mín aftur. En hvað þá um þig? spurði hún. Hún áttaði sig strax á því, að ef hún væri laus við hann í nokkrar vikur, fengi hún svig- rúm til að vinna Vieente. Hvert ferðu þá? spurði hún. Hvað ætl- arðu að aðhafast að? Ég ætla að fara til Leyte í kvöld og svo bíð ég þar þangað til þú sendir eftir mér. Ég hef beðið það lengi eftir þér og ást mín er eins og straumhörð á, sem ekki er hægt að stöðva. Svolítið lengri bið er ekki nema eins og dropi og stórfljót munar ekki til né frá um einn dropa. Finnst þér ekki þú vera mér svo mikið skyldug, Giiia? Geturðu ekki eytt á mig nokkrum vikum af ævi þinni? í þessu bili kom jómfrú Alver- ez inn. Þú ert búinn að vera nógu lengi einn, sagði hún með nokkr- um þunga. Hvað er þetta, frænka? sagði Diego. Ætlar þú nú að fara að vera verndarengill? Hver veit. Veiztu ekki, að þeir tíðkast ekki í Ameríku og við Gina erum Ameríkumenn. Þeir gerðu betur að tíðkast þar, sagði jómfrúin. Auk þess ertu þreyttur. Þið ættuð að vera í rúminu — bæði tvö. Svona, svona, frænka, sagði Diego og hló. Þú misskilur mig, svaraði jóm- frúin og kafroðnaði út undir eyru. Diego stóð upp. Þetta er rétt hjá þér, ég er þreyttur. Ég ætla að segja frú Lolytu um þessa breytingu, sem við höfum gert. Hann leit á Ginu. Hún skilur það og samþykkir. En hún gerði ekki annað en hugsa um það, sem hann hafði sagt, þegar hún lá andvaka, tím- unum saman. Hún heyrði hjónin koma heim og ganga til herbergja sinna, og hún heyrði Vicente loka sínum dyrum hinumegin við gang inn. Enn gat hún ekki sofnað. Hún dró flugnanetið frá, en það hafði ekki skýlt henni fyrir gol- unni, því að þama var engin gola. Hún fór fram úr og gekk snöggvast út á litlu svalirnar fyrir utan gluggann. Nóttin var dimm og stjömulaus og engin hreyfing á loftinu. Henni datt í hug sundpollurinn og vatnið, sem rann engum til gagns í til- búna læknum, og hún smeygði sér úr náttkjólnum og í sundföt, fleygði slopp yfir sig, tók með sér vindlinga og kveikjara, 'og opnaði síðan herbergisdyrnar var lega. Kertið, sem logaði fyrir framan altari frú Lolytu, gaf of- urlitla skímu í forsalmun, en stig inn var eins og að horfa ofan í dimma gröf. Snöggvast hélt hún, að hún hefði beðið ósigur, þegar hún fann, að hún gat ekki bifað þungu slánni, sem var fyrir hurð inni. Hugsunin um kalda vatnið píndi hana og þá mundi hún eft- ir gluggadyrunum út úr litlu borðstofunni. Það var auðvelt að opna þær og í næsta vetfangi var hún kom- in gegn um garðinn og stóð við sundpollinn Hún lét sloppinn falla af sér og settist á barminn með fæturna á kafi í köldu vatn- inu. Svo lét hún sig falla ofan í pollinn og synti rólega og fyrir- hafnarlaust að bakkanum hinu megin. Ofurlítil gola fannst koma ofan af fjöllunum. Hún reis á fætur og lét sundfötin falla til jarðar. Nóttin var ekki eimmgis kyrr heldur gjörsamlega hljóð- laus, og hún var þarna ein og ekki einu sinni stjörnur eða tungl. Loks kom hún upp úr og lagði sig á einn sólarbekkinn, sem þarna var. Hún kveikti sér í vindlingi og naut þess að horfa á litla Ijósið á kveikjaranum í þessu mikla myrkrahafi. Gott kvöld, ungfrú! 'sagði veik rödd af bakkanum á pollinum, og Gina ætlaði að æpa upp, en kom upp engu hljóði. Hún skim- aði í kring um sig og ætlaði að reyna að finna sloppinn sinm. Gott kvöld, var endurtekið lágt. Hvar ertu? spurði hún, og nú var henni réttur sloppurinn, enda þótt nóttín og myrkrið væri miklu meira skjól fyrir hana. Hvar ertu? Hérna í vatninu, var svarað á ensku, með einkennilegum hreim, rétt eins og málið væri of hart fyrir þann, sem talaðL Hver ertu og hvað ertu að gera hér? spurði Gina reiðilega. Ég er Mario og ég hef verið að synda með þér, svaraði hann og Gina heyrði, að hann kom upp úr og vatnið lak af honum á hell- urnar á bakkamum. Komdu ekki nærri mér! sagði hún. Þá ætla ég að vera hérna við fæturna á þér, sagði Mario og Gina dró að sér fæturna. Hvað ertu búinn að vera hér lengi? Ég kom á undan þér. Hún reyndi að grilla hann gegn um myrkrið. Ég get ekki séð þig, kvartaði hún. Ég get séð þig. Gina dró sloppinn fastar að sér. Þegar þú kveikir get ég vel séð þig, sagði hann. Gina stóð kyrr og fór í slopp- inn. Hún hélt, að ekkert hefði heyrzt til hennar, en Mario hafði samt gert það. Ertu að fara? spurði hann. Já, nú verð ég að fara, sagði hún og reyndi aftur að grilla f hann í dimmunni. Þú heyrir vel, en hversvegna talaðirðu ekki við mig fyrr? Hún var rólegri nú þegar hún var komin í sloppinn, en reið við hann fyrir að hafa verið að horfa á hana Hún mundi, hve lengi hún hafði hald- ið á ljósinu logandi. Ég vissi, að þú mundir fara ef ég talaði. sagði hann hreinskilnis lega, og þá hefði ég verið einn, Ég er alltaf einn. Ég vildi, að þú yrðir kyrr, svo að þú gætir leikið við mig . . , . Hvað ertu gamall? Frú Lolyta segir, að ég sé fimmtán ára. Hún andvarpaði og henni létti sýnilega. Þetta var bara krakkL Ég verð að fara. Hún sýndi 4 sér fararsnið. Þú syndir oftar? spurði hann biðjandi. Kannske annað kvöld?, Getur vel verið sagði Gina. Hún gætti' þess, vel að læga dyrunum og gaf ekkert hljóð frá sér þegar hún læddist upp sterk- legu eikarþrepin, sem ekki hafði brakað í í hundrað ár. Hún hafði haldið á kveikjaranum til að lýsa sér, en þegar hún var komin upp stigann, missti hún hann úr hend inrni og hann féll glamradi niður allan stigann. Hún hljóp til að ná í hann aftur og þegar hún rétti sig upp með hann, opnaðist hurð skyndilega og Vicente stóð í opn- um dyrunum og horfði á hana. Þá flýtti hann sér að loka aftur og gekk til hennar, með úfið hár- íflíltvarpið Laugardagur 17. mara 8:00 Morgunútv—p (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón« leikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urj ónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 FrétU ir). 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson) 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvald#» son). 17:00 Fréttir — Þetta vil ég heyraj Ragnar Jónsson forstjóri velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynnig á dag skárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Bernhard Stokke; II. (Sigurður Gunnars- son þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Strengir í stjörnuskini: Holly* wood Bowl hljómsveitin leikur lög eftir Bach og Tjaikovsky; Felix Slatkin stjórnar. 20:15 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur: ,.Sex eða sjö“, gamanleikur eft ir Lesley Storm. Þýðandi: Ingi björg Stephensen. — Leikstjóri: Hildur Kalman. Leikendur: Rita Larsen, Valdimar Lárusson, Helga Valtýsdóttir, Þorsteinn Ö, Stephensen, Guðmundur Páls- son, Regína Þórðardóttir, Bryn^ jólfur Jóhannesson og Birgir Brynjólfsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passíusálmur (23). 22:20 Dansað í góulokin: Þar leika m.a.: HH-kvintettinn á Akur* eyri og Divie-sextettin— Söng« fólk: Ingvi Jón og Gyða Þór« hallsdóttir. 02:00 Dagskrárlok. — Elskarðu mig enn, Adolf? X- XX* GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Okkur tókst það Lára. Fimm milljónir .... Og við eigum þær. Eg sagði þér að John Harvey hefði á röngu að standa.... Durabillium var söluhæft! Nokkrum dögum seinna .... — Eg er að koma frá geimskipa- félaginu, Lára. Nýja durabillium geimskipið er tilbúið til reynsluflugs. En þá kemur rödd Johns yfir sjón- varpssímann utan úr geimnum .... — Lára Preston .... John Harvey kallar frá rannsóknarstofunum í Ut- anusi. Það verður að stöðva allar til- raunir með durabillium nú þegar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.