Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 1
jlu siour meo uarnaiesDOK
19. Srgangur
70. tbl. — Laugardagur 24. marz 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsini
Skálmöldin i Alsír nær hámarki:
Ákafir bardagar OAS og franskra
hermanna í Alge irsborg í gærdag
Landa-
mæri?
Serki gengur í gegn um
viggirðingar á mótum borg
arhverfis Serkja og Ev-
rópumanna í Algeirsborg.
Franski herinn reynir að
halda uppi lögum og reglu
eftir að vopnahlé komst á.
Hverfi Evrópumanna girt af
— OAS«menn halda uppi
skothríð á hermenn Frakka
— orrustuþotur skjóta á
stöðvar OAS — De Gaulle
harðorður
ALGEIRSBORG og París 23. marz. — AP, NTB, Reuter. —
Til ákafra bardaga kom í milli franskra hermanna og
OAS-manna í hverfinu Bab el Oued í dag. Hverfi þetta er
byggt Evrópumönnum og eiga OAS-menn þar sterk ítök.
Bardagarnir hófust er Evrópumenn hófu skothríð á franska
hermenn, sem voru að koma upp gaddavírsgirðingu á mörk-
um hverfisins. Svöruðu hermennirnir skothríðinni, en
Evrópumenn komu sér fyrir I húsum í hverfinu, vörpuðu
þaðan handsprengjum, og skutu af vélbyssum og sprengju-
vörpum. Báru Evrópumenn flestir svarta borða um hand-
legginn þar sem upphafsstafir leynihreyfingar hersins voru
áletraðir — OAS.
• Flugvélar frá franska flughernum gerðu árásir á
byggingar þær, sem OAS-menn höfðust við í, og létu
vélbyssuskothríð dynja á þeim.
• Á ráðuneytisfundi í París í dag sagði De Gaulle,
Frakklandsforseti, að ríkisstjórnin yrði miskunnar-
laust að bæla niður óeirðirnar í Alsír.
Fyrri hluta dags voru slkærur
£ ýmsum stöðum í Algeirsborg,
en yfirvöldin sögðu þá að að hér
væri ekki um annað að ræða en
emáárásir OAS-manna, og engin
éstæða væri til ótta.
HVERFIÐ GIRT
Bardagamir hófust fyrir al-
vöru er OAS-menn réðust á
franska hermenn í dag, er þeir
héldu í gegnum Bab E1 Oued,
eitt af hverfum Evrópumanna í
Algeirsborg. A.m.k. átta hermenn
féllu í árás þessari og 20 særðust.
Þegar dreif að lið hermanna
i brynvörðum bifreiðum og hófu
þeir að girða hverfið af með
gaddavír, en um 50 þúsund
jnanns búa þar.
OAS-menn höfðu hellt smur-
olíu á göturnar til þess að farar-
tækjiun hermannanna reyndist
erfiðara að komast leiðar sinnar,
en hermenn stráðu ösku á olí-
una til þess að draga úr hálk-
unni. Á hádegi höfðu OAS-menn
gert a.m.k. þrjár árásir á her-
mennina umhverfis Bab E1 Oued.
í einni árásinni umkringdi hópur
OAS-manna hóp franskra nýliða
og náði af þeim vopnum þeirra
Framh. á bls. 23
WPHS
!1 f
Andstaða Rússa hindrunin
Rusk skorar á Rússa að ganga til
samninga um tilraunabann
Genf, 23. marz. —l AP-NTB.
Á afvopnunarráðstefnunni í Genf
í dag sagði Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
hið eina, sem kæmi í veg fyrir
að samningar um endanlegt
bann við tilraunum með kjarn-
orkuvopn yrðu • undirritaðir,
væri andstaða Rússa gegn al-
þjóðlegu eftirliti með því að slíkt
bann yrði haldið. Skoraði Rusk
á Rússa að ganga til samninga
Verðfall á
tóbakshluta
bréfum
LONDON, 23. marz. — Verð á
hlutabréfum í tóbaksfyrirtækj-
um féll mikið hér í dag eftir
umræður í lávarðadeildinni í
gærkvöldi, þar sem því var
m. a. haldið fram af vísinda-
málaáráðherra Breta að enginn
vafi léki á að sígarettureyking-
ar væru ein helzta orsök
lungnakrabba.
konu sinni bana er
hafði deytt 3 börn
Tekinn af lifi i Chicago i gær
fyrir morð allra fjögra
CHICAGO, 23. marz — (AP)
Vincent Ciucci, sem fengið
hefur aftöku sinni frestað 12
sinnum á átta árum, var tek
inn af lífi í rafmagnsstólnum
hér kl. 5 í morgun (ísl. tími)
Ciucci var ákærður og dæmd
ur 1955 fyrir morð á 28 ára
gamalli konu sinni og þrem-
ur ungum börnum þeirra í
þvi skyni að hann gæti
kvænzt annarri konu.
Ciucci sýndi engin ótta-
merki er hann gekk frá klefa
sínum í dauðadeild fangels-
insins að rafmagnsstólnum, en
þegar fangavörður skýrði
honum frá því á fimmtudag
að hæstiréttur. fylkisins hefði
synjað þrettándu beiðni hans
um frestun aftökunnar, brotn
aði Ciucci saman og sagði:
„Eg sagði þcim sannleikann,
og nú neita þeir mér um rétt
inn til að sanna mál mitt“.
Ciucci skiidi eftir bréf hjá
fangaverðinum, og bað hann
um að lesa það að sér látnum.
í bréfi þessu segir Ciucci að
hann hafi ráðið konu sinni
bana í æðiskasti eftir að hann
hafði komið að henni þar sem
hún hafði deytt börn þeirra
þrjú.
Ciucci var fangelsaður 7.
des. 1953, tveimur dögum eft
ir að lík konu hans og barna
höfðu fundizt í brunarústum
íbúðar þeirra.
f fyrstu var Ciucci fagnað
sem hetju, sem reynt hefði
að bjarga fjölskyldu sinni úr
eldsvoða, en hann hafði hlot
ið nokkur brunasár. Við krufn
ingu kom hins vegar í ljós
að kona hans og börn höfðu
verið skotin og við rannsókn
fundust merki þess að kveikt
hefði verið í íbúðinni. — Ci-
ucci var fyrst dæmdur fyrir
morð á konu sinni, og hlaut
20 ára fangelsi fyrir það. Það
var hinsvegar fyrir morðið á
börnunum, scm hann var
dæmdur tii lífláts.
um bann við kjarnorkuvopna
tilraunum.
Rusk lagði áherzlu á að slíkt
eftirlit fæli ekki í sér neina hættu
á njósnum, svo sem Rússar héldu
fram, og benti á að Rússar hefðu
é árunum 195®—1901 fallizt á
alþjóðlegt eftirlit með því, að
tilraunabann yrði ekki brotið.
Hinsvegar segðu Rússar nú
alþjóðlegt eftirlit, í hvaða mynd
sem væri, óaðgengilegt.
„Ríkisstjórn minni er þessi af
staða óskiljanleg," sagði Rusk.
„Við höfum heyrt að Sovétstjórn
in hafi ákveðið, að það sé henni
mikilvægast að hafa frjálsar
hendur varðandi framhald kjarn
orkuvopnatilrauna."
Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðherra Rússa kvað það ósatt
að Rússar legðust gegn samning
um um tilraunabann sökum þess
að þeir hyggðu á fleiri kjarnorku
vopnatilraunir. Gromyko endur-
tók þau rök sín, að tillögur Vest-
urveldanna gerðu ráð fyrir „lög
legum njósnum,“ eins og hann
orðaði það.
Home lávarður, utanríkisráð-
herra Rreta, studdi mál Rusk, og
sagði að eini tilgangur eftirlits-
ins væri að koma í veg fyrir að
nokkurt land gæti stundað til-
raunir með kjarnorkuvopn. Home
sagði að brezk og bandarísk mæli
tæki væru ekki enn svo fullkom-
in að þau gætu greint óumdeil-
anlega á milli kjarnorkuspreng-
inga og jarðskjálfta. Beindi hann
þeim tilmælum til Gromykos að
ef Rússar ættu tæki, sem greindu
óumdeilanlega á milli, létif þeir
Vesturveldunum í té upplýsing-
ar um þau í þágu þessa aliþjóð-
lega málefnis.
Home hélt flugleiðis til Lond-
on í dag og verður þar yifir
helgina. Mun hann þá ræða við
Macmillan um Genfarráðstefn-
una.
Framh. á bls. 23