Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. marz 1962 MORGVlSlil AfílÖ 11 Dýraverndarinn Vakti athygli, þegar hún hneigði sig OFT HEF ég ætlað að vekja aéhygli á Dýravemdaranum og gjalda þannig að nokkru mik- inn fróðleik og margar ánægju- stundir, sem hann hefur veitt mér. Til þessa hef ég frestað því með þeirri afsökun, að aðrir mér hæfari myndu gera það. Og kannski hafa þeir notað sömu afsökun. Já, svona erum við smáskrýtnir. Ég tel mér því trú um, að ég geri ekkert betra við stund úr flensudegi, hvílandi grönnum herðum á þykkum kodda, en að skrifa nokkrar lín- ur um Dýravemdarann, ef þá höfuðverkur og hiti, ei halla svo mínu viti, að betra væri að bíða. Dýravemdarinn er, eins og nafnið ber með sér, helgaður skjólstæðingum okkar, dýrun- Um. í 47 ár hefur hann komið út og ávallt látið lítið yfir sér, enda hefur að sama skapi verið hljótt um'hann í okkar ágætu, hávaðasömu blöðum. Og vissu- lega ar það ekki mikið frétta- efni, þótt út komi lítið tímarit. Hitt þori ég að fullyrða, að öll eru blöðin dýraverndaranum hlynnt og fús að vekja á honum Uthygli. Á síðustu árum hefur Dýra- verndarinn tekið slíkum stakka- skiptum í höndum Guðmundar Hagalins, að hann er allt í senn: hollt lestrarefni, fróðlegt lestr- erefni og skemmtilegt, jafnt yngri sem eldri lesendum. Ég leyfi mér að birta hér efni eins tölublaðs, völdu af handa- hófi: 1. Á kápunni er stór mynd fif hláturfuglinum, sem heima á í Ástralíu. 2. Seint lærist sumum. Grein með nokkrum undirfyrirsögn- um. i 3. Mynd: Gosi á Balaskarði. 4. Mynd: Túlli og eigandi hans, danskur bóndi. Túlli er íslenzkur hestur, hálfrar aldar gamall, enda fyrir löngu kom- inn á elli- og eftirlaun. 5. Á Reykjavíkurtjöm. Grein eftir ritstjórann, með nokkrum undirfyrirsögnum og myndum. 6. Grein: Merðirnir. Undir- fyrirsagnir: Mörður og merðir, Einkenni marða, Hreysiköttur- inn, Skógarmörðurinn, Hús- mörðurinn, Safalinn, Jarfinn, Minnkurinn, og Silungaþjófur- inn. Með greininni eru fimm myndir. 7. Leiðinlegar skepnur. At- hyglisverð saga af kú, sem hvorki var heims né leiðinleg. HS. Mynd: Kálfinum gefið. 9. Dýrar taugar, grein. 10. Yngstu lesendumir. — Greinar og myndir. 11. Fóðrun fugla. 12. Mynd: Snati og Snotra. Bæði prúðbúin. 13. Mynd af ungmey með köttinn sinn og brúðuna í sól- baði. 14. Fjórtán skuggamyndir af dýrum, sem við getum sjálf gert með réttum handstillingum. Þessi upptalning nægir til að Býna, hve Dýravemdarinn er fjölbreyttur að efni og vel bú- inn myndum. Ekki fæ ég á mér setið að geta nánar tveggja greina. Sil- ungaþjófurinn, sönn saga og bráðskemmtileg. Og ég leyfi mér að efast um, að nokkur leyfi sér að lestri loknum, að halda því fram, að skynlaus Bkepna hafi verið þar að verki. Á Reykj avíkurtj örn. Athyglis- igáfa, létt kímni og lifandi frá- eögn haldast svo i hendur,' að líklegt tel ég, að fleirum hafi farið sem mér og lesið greinina tvisvar. Og víst tel ég, að margur lesandi muni ósjálfrátt veita lífinu á Tjöminni meiri ethygli en áður. Auk hins pennaslynga rit- Btjóra á Dýravemdarinn góðan hauk í horni, þar sem er Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrýi. Hann hefur um árabil starfað mikið að dýraverndunarmálum, enda er hann bæði fjölfróður um dýr, sérstaklega fugla, og mikill dýravinur. Og engan veit ég honum fróðari um dýra- vemdunarmál. Auk ýmis konar fróðleiks um dýr, flytur Dýravemdarinn sann ar sögur, sem spegla sálarlíf dýranna, kynna okkur lifandi verur, sem hryggjast og gleðj- ast, eru mismunandi að skapi og greind, eins og við, lesandi góður. Vemr, sem eru okkur svo ótrúlega líkar um margt, eiga svo margt sameiginlegt með okkur, eru blátt áfram oft svo mannlegar í háttum og við- brögðum, að sá, sem heldur því fram í alvöru, að dýrin séu skynlaus, hlýtur^sjálfur að vera alvarlega skyni skroppinn eða lítil kynni hafa af dýmm. Flestir, er lesa sögur af dýr- um, munu minnast, hversu skyn samlega sum þeirra ráða fram úr ýmsum vanda, sem beinlínis krefst sjálfstæðrar athugunar og hugsunar. Við dáumst að ein- beitni, fyrirhyggju og forystu- hæfileikum sumra þeirra. — í djúpri sorg þeirra, finnum við til • með þeim. Og við skelli- hlæjum að sumum uppátækj- um þeirra, skringilegheitum, skemmtilegum „prakkarastrik- um“, ósvikinni lífsgleði þeirra og glettni. Og hversu mikils hljótum við ekki að meta órofa tryggð þeirra og vináttu. En þetta er ekki allt. Leiðum hug- ann snöggvast að húsdýrunum, sem fylgt hafa þjóðinni frá upphafi vega, fætt hana og klætt gegnum erfiðar aldir. Hver hefðu örlög þjóðarinnar orðið án hestsins, þarfasta þjóns ins; kýrinnar, mjólkurgjafans; sauðkindarinnar, fæðis- og klæð isgjafans; hundsins, dyggasta og tryggasta þjónsins. Og við skul- um ekki gleyma kisu litlu. Hún hefur margt til þarfa unnið. Og margt barnið hefur hún hugg- að og mörgu sinninu hlýjað á erfiðum stundum. Það er ekki einungis, að efnaleg afkoma þjóðarinnar hefði orðið allt önnur án hús- dýranna. Menning hennar hefði orðið önnur. Hér byggi í dag önnur þjóð og rislægri en raun er á — ef um nokkra þjóð af hinum forna stofni væri að ræða. Nokkrir síðustu áratugir hafa skilað þjóðinni lengra áfram en áður gerðu 1000 ár. Húsdýra- haldið skilar, ekki nú nema broti þjóðartekna. En skuld þjóðarinnar við dýrin er samt stærri en svo, að hún verði nokkru sinni goldin. Sú skuld fer stöðugt vaxandi. Hvert barn í bæ og byggð fær daglega mjólk. Þótt ekki væri annað, væri það meira en nóg til þess, að 'hvert heimili landsins ætti að styðja þann félagsskap, sem starfar að dýravernd. Því mið- ur er þessa félagsskapar enn EIN af tólf kvikmyndastjörn- unum, sem konungsfjölskyld- an 'heilsaði við hina konung- legu móttöku í „Odeon“ í London, var ítalska stjarnan Claudia Cardinale. Hún mun þörf, meiri þörf en flestir láta sig gruna. Auðveldur og jafnframt mikil vægur stuðningur er fólginn í því að gerast kaupandi Dýra- verndarans. Og þann stuðning fær hver og einn ríkulega end- urgreiddan með þeim fróðleik og ánægju, sem Dýraverndar- inn skilar hverjum . lesanda. FORELDRAR! Leyfið börnum yðar að gerast kaupandi að Dýraverndaranum. Einnig yður mun hann vera skemmtilegt les- efni. Bæjarbamið, sem lítil tengsl hefur við dýrin, missir af mikil- vægum uppeldislegum þætti. — Dýraverndarinn bætir þetta að Stjörnubíó: aldrei gleyma þeim viðburði, þegar hún tók í höndina á drottningunni og systur henn- ar, Margaret prinsessu, því beztu myndirniar frá þessari móttöku voru einmitt af þeim nokkru, ekki sízt þar sem ímynd unarafl bamsins gerir því mögulegt að lifa sig inn í frá- sögnina, svo að jafnvel nálgast hið raunverulega. Og skyldi sveitabarnið ekki hafa gaman af að endurlifa í sögum Dýraverndarans ýmis at- vik úr eigin lífi og kynnast auk þess nýjum þáttum í fari dýr- anna. Dýraverndarinn eflir skiln ing og skyggni á sérkenni í út- liti og háttum þeirra dýra, sem það daglega umgengst. Athygl- isgáfa þess þroskast. Auk þess er svo allur fróðleikurinn um erlend dýr, í máli og myndum. Dýravemdarinn flytur skemmti legt lesefni, fræðandi lesefni, að ýmsir menn hafa gerzt njósn- arar eins ríkis og jafnframt njósnað fyrir það ríki líka, sem þeir áttu að njósna um — hinir svokölluðu gagnnjósnarar. Þetta er hættulegt starf og hafa marg- ir njósnarar verið teknir af lífi fyrir það, svo sem ótal sögur herma. Mynd sú, sem hér er um að ræða, segir frá starfi eins slíks gagnnjósnara og öllum þeim hættum, sem hann komst í. Mun myndin byggð á s^nnsögulegum atburðum að vemlegu leyti. Boris Mitrov er þekktur kvik- myndaframleiðandi í Hollywood. Hann er fæddur í Rússlandi en hefur fyrir löngu öðlazt ríkis- borgararétt í Bandaríkjunum. — Til þess að fá leyfi rússneskra stjórnarvalda til þess að faðir hans megi heimsækja hann, hef- ur Boris orðið að takast á hend- ur njósnir fyrir Rússa í Banda- ríkjunum. En brátt kemst banda- lúska leyniþjónustan að þessari starfsemi Boris, en hann sleppur við refsingu gegn því að hann taki að sér gagnnjósnir fyrir atburði. Gagnkvæm ánægja skein út úr andlitum þeirra og blöðin völdu myndina af CC, þar sem hún var að hneigja sig fyrir hinu tigna fólki, til að birta með frásögn af mót- tökunni. Menn spá því, að 'þessi at- burður hafi mikið gildi fyrir Claudia og geti haft áhrif á kvikmyndaframa hennar. Hún leikur um þessar mundir aðal- hlutverk í kvikmyndinni „Málaferlin", sem tekin er í París, en auk þess leikur hún aukahlutverk í stórmyndinni „Leopardinn" í Róm. þroskandi lesefni og ágætt sam- talsefni við bömin. Ég bið afsökunar á, að grein- in er miklu lengri en ég í upp- hafi ætlaði. En ég kenni flens- unni um. Og þar sem það mun heyra til sjaldgæfra undantekn- inga, að grein um Dýravemdar- ann knýi á dyr blaðanna, leyfi ég mér að vænta þess, að öll blöð landsins, sem styðja vilja Dýraverndarann og dýravemd- unarmál, veiti greininni rúm í dálkum sínum. Og vel mætti einhver minnast á Dýravemd- arann í spjalli um „daginn og veginn". Með fyrirfram þökkum. Marteinn Skaftfells. Bandaríkin, Segir nú frá því hversu Boris leikur tveim skjöld- um og hversu vakað er yfir hverri athöfn hans og hreyfingu, bæði af bálfu Rússa og Banda- ríkjamanna. Margir menn aðrir eru flæktir í þessa njósnarstarf- semi frá báðum aðilum og hætt- urnar bíða Boris í hverju fótmáli hans. — Bandaríkjamenn senda hann til Vestur-Berlínar imdir því yfirskyni að taka fræðslu- mynd fyrir Bandaríkin, en þar er fjöldi rússneskra njósnara fjrrir. Síðan berast honum boð um að koma til Moskvu til skrafs og ráðagerða, en þar bera menn ekki fyllilega traust tii hans. Loks fær hann upplýsing- ar um að hann sé í bráðri hættu í Moskvu og þá hraðar hann ferð sinni til Þýzkalands, en verður að fara um Austur-Berlín. Þang- að berast boð frá Moskvu um að stöðva Boris og fer lögreglan þar á stúfana með blóðhundum að leita hans.... Það er geysimikil spenna í þessari mynd og ágætir leikarar fara þar með aðalhlutverkin, svo sem Ernest Borgrine er leikur Boris, Kerwin Matthews, er leik- ur Bob Avery, vin hans, og Alex- ander Scourby, er leikur Vadja Kubelov, rússneskan njósnara í Bandaríkjunum. í myndinni er sýnt ýmislegt frá Moskvu, þekkt- ar byggingar, turnarnir í Kreml, Rauða torgið og grafhýsi þeirra Lenins og Stalins o. fl. o fl LEIKIÐ TVEIM SKJÖLDUM ALLIR vita að ýmis ríki halda <S>uppi víðtækri njósnastarfsemi og Úr myndinní í Stjömubíó. ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.