Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. marz 1962 MOJt CVNBL AÐJÐ 19 — O. A. S. Frarmh. af bls. 1 án þess að svo miklu sem einu skoti væri hleypt af. „STYRJÖLD OKKAR ER HAFIN“. Evrópubúar kölluðu ókvæð- isorð til hermannanna úr giugg- um. Hópur OAS-manna, sem stóð vörð fyrir utan eina bygginguna í hverfinu sögðu fréttamönnum: „Styrjöld okkar er hafin og við Hiunum berjast þar til yfir lýk- ur.“ Evrópumenn hófu síðan skot hríð á frönsku hermennina, þeg- ar 'hinir síðarnefndu voru að vinna við að afgirða ihverfið. Svöruðu hermennimir skothríð- inni, en OAS-menn tóku sér stöðu á húsibökum og byggingum og 'héldu þaðan uppi látlausri skothríð með vélbyssum, hand- sprengjum og sprengjuvörpum. Samtímis heyrðist mikil skobhríð frá Serkjahverfinu Frais Vallon skammt frá og brunnu þar imörg hús Serkja. Skömmu síðar fjaraði skot- hríðin út. Hermenn tóku sér stöðu allt umhverfis hverfið og tvær þyrlur sveimuðu yfir því. —- Um 40 hermenn höfðu fallið eða særzt er hér var komið sögu. GÖTUR FYLI.AST AF BRAKI Um há'lfri k'lst. síðar hóÆst dkothriðin á ný í Bab E1 Oued, og var nú hálfu öflugri en áð- ur. Brynvarðar bifreiðir geyst ust um stræti og borg og lébu vélbyssuidkothríðina dynja á svöilum húsa Og gluggum, þar eem OAS-menn höfðust við. Leyniskyttur OAS svöruðu í söanu mynt, og skutu á hermenn ina af húsþökum, úr gluggum og af svöl-um. Þykkt rýk- og reykj arský lagðiist yfir hverfið og göt urnar fylltuist af braki, múrstein um og eyðilögðum bifreiðum. ORRUSTUÞOTUR GERA LOFTÁRÁS Brynvörðum bifreiðum tókst eð þrengja sér langt inn í hiverf ið og héldu uppi l'átlausri sikot- hríð á stöðvar OAS-manna. -— Flestir EvTÓpumannanna báru svarta handlleggsborða mieð áletr uninni OAS. Skömmu síðar gerðu átta orr- ustuþotur frá franslka flughern um loftárás á byggingar þær, sem OAS-menn höfðust 'við í. Létu flugvélamar vélbyissuskot- hríð dynja á húsunum. en OAS- skutu áikaft á rnóti án þess þó að hæfa nioikikra flugvél svo vit að sé. Brynvarðar bifreiðir héldu jnn reið sína er myrkur féll á og skutu inn um glugga húsa, en OAS-menn skutu af húsþökum á göturnar fyrir neðan. Siðar um kvöldið hljóðnaði skothríðin, og allt varð rólegt í Bab E1 Oued, en á stöku stað mátti þó enn heyra strjál skot. Bruna- og sjúkrabílar geystust um götumar með sírenur í gangi, til þess að slökkva elda og koma særðum til aðstóðar. — Talsvert mannfall mun hafa orðið á báða bóga í bardögum þessum. Fréttir herma að enn hafi komið til vopnaviðskipta í hverf inu seint á föstudagskvöldið eftir að allt hafði verið með kyrrum kjömm í nærfellt tvær klukkustundir. Þá segja fréttir að útlaga- stjórn Serkja hafi komið sam- an til fundar í Rabat í Marokkó á föstudag. í Oran kom einnig til nokk- urra átaka í dag, og réðustþai m. a. 15 OAS-menn inn í Alsír- bankann og höfðu á brott með sér 21,2 millj. franka í pen- ingum og verðbréfum. • De Gulle harðorður De Gaulle, Frakklandsfor- seti, hélt ráðuneytisfund í París í dag. Að fundinum loknum sagði talsmaður stjómarinnar að forsetinn hefði verið mjög harð- yrtur í garð uppreisnarmanna OAS í Alsír. Sagði forsetinn að uppreisn OAS yrði að bæla nið- ur miskunnarlaust og með öll- um tiltækum ráðum. Yfirlýsing forsetans virðist benda til þess að franska her- stjóranum í Alsír sé í sjálfs- vald sett ‘hvaða ráðum hann beitir til þess að vinna bug á OAS-mönnum. Birt var í París í dag bréf, sem de Gaulle sendi Debré, for- sætisráðherra. Þar segir forset- inn m. a. að allt verði að gera til þess að ráða niðurlögum hryðjuverkamanna í Alsír og refsa þeim. Segir forsetinn í bréfinu að hann beri fullt traust til landsstjóra og herstjóra Al- sír í þessum efnum. Þorp við Miðjarðarhafið eftir Kennedy Bandaríkjaforseta. 1 Kennedy málar betur en Eisenhower ÝMSIR FRÆGIR stjórnmá'la- mienn hafa í frístundum sín- um fengizt við að mála og nú á dlögum eru þeir einna þekkbastir sir Winsiton Ohurohil'l og Dwight D. Eisen hower fyrrv. Bandaríikjafor- seti. Nú er kunnugt orðið að Kennedy forseti Bandarílkj- anna hefur einnig miálað í frístundum sínum. Þeim, sem séð hafa myndir þessara þriggja manna þykir Kenne diy taka Eisenhower fram, en telja hann ekki eins góðan málara og Chaurohill. Kennedy byrjaði að mála 1955, þegar hann var að ná sér eftir skurðaðgerð. Það var kona hans Jacqueline, sem hefur sjálif máilað í fríistund um sínum frá því að hún var barn, sem hvatti mann sinn til þess að reyna hæfileika sína á þessu sviði. Þegar Kennedy hafði náð sér eftir veikindin, hætti hann að mála og hefur ekkj gert það síðan. Ekki eru til eftir hann nema 10 fullgerðar mynidir og hanga flestar þeirra á bekn- ili Kennedy fjölslkylidunnar í Massaohusetts og í einkaiibúð forsetahjónanna í Hvíta hús- inu. Ástæðan tiíl þess að Kenne dy hætti að mála er sú, að hann taldi sig eíkki hafa haefi leika tiil þess. Myndin, sem við birtum hér eftir hann sýn ir sjávarþorp við Miðjarðar- hafið í sólskini. Þeir litir, sem mest ber á í henni eru gult, grænt, bleikt og blátt. Kennedy þýkir sýna meira hugmyndaflug í myndum sín um en Eisenhower, en mynd ir hins síðarnefnda eru, eins og hánn segir sjálfur, flestar málaðar eftir pósitkortum. Birgir orgarmátar áðsteín a HeSmdailar í dag og morgun Laugardagur 24. marz Kl. 14:00 Ráð’stefnan sett: Birgir ísl. Gunnarsson, formaður Heimdallar. Erindi: Framtíðarverkefni og fjármál borg- arinnar. — Geir Hallgrimsson borgarstjóri. Erindi: Hitaveitan. — Jóhannes Zoega, verkfræðingur. Kl. 17:00 Viðræðufundir með borgarstjómarfuUtrú- um. Ráðstefnan skiptir sér í hópa. Kl. 18:00 Erindi: Fræðsla, íþrótta- og æskulýðsmál. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Sunnudagur 25. marz Kl. 14:00 Verklegar framkvæmdir í Reykjavík. — Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur, svarar fyrirspurnnm þátttakenda. Kl. 16:00 Kynnisferð um Reykjavík. — Leiðsögumað ur: Gísli Guðmundsson. KI. 17:30 Erindi: Félagsmál. — Auður Auðuns, for- seti borgarstjórnar. KI. 19:00 Kvöldverður í Sjálfstæðishúsinu í boði borgarstjóra. — Ráðstefnunni slitið. Jónas B. illÍl Geir Gústaf Jóhannes Umræður og fyrirspumir á eftir hverju erindi. Auður Spenna á landamærum Sýr- lands og Israels Tel Aviv, 23. miarz. — NTB — AFP — Mikíl spenna rífcti á landaimær uim ísraels Og Sýrlainds í dag þrátt fyrir að Samainuðiu þjóð irnar hafi aukið gæzlulið sitt þar. Samikvæmit fregnum í Tel Aviiv hafa sýrlenzkir hermenn hreiðrað um sig aftur við Genes aretvatnið, en þar sló í harð- bakka með þeim og ísraelsmönn um fyrir tæpri viku. Talið er að ísraelsstjóm muni kreifj- ast þess að vopnahlésnefndin gefi Sýrlendingum fyrirmæli um að þeir verði þegiar á brott af þessu svæði. Öryggisráð SÞ kemur saman á máðvikudag í næstu viku til þess að ræða kærur Sýrlendinga og ísraelsmanna varðandi bar- dagana, sem urðu á landmærun um s.l. lauigiardagsmorgiun. — Andsiaða Framih. af bls. 1. Valerian Zorin, aðstoðar-utan- ríkisráðherra Rússa, sagði á blaðamannafundi í Genf í dag að ráðstefnan hefði komið sér saman um starfstilhögun og yrði tillög- lögur Bandaríkjamanna og Rússa í afvopnunarmálunum nú teknar til meðferðar. Þá sagði Dean Rusk í útvarpi frá Genf í dag að Bandaríkin neyddust til þess að hefja fyrir- hugaðar kjarnorkuvopnatilraun- ir sínar í apríl ef samkomulag um bann við slíkum tilraunum hefði ekki náðst fyrir þann tíma. Kvað Rusk það einlæga von sína að Sovétríkin geri það kleift að slíkt samkomulag næðist. Gísli Einarsson hæs éttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Laugavegi 20B. — Sími 19631 Sigurg^ir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. Sviffligfélag Kjlands Félagsfundur verður haldinn í Breiðfirðingabúð í dag, laugardag, klukkan 3 e.h. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.