Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 13
MOJtCrrfnL AÐIÐ 13 Laugardagur 24. marz 1962 Ribbentrop hindraði björgun Gyðinganna — segir Servafius — mál Eichmanns fyrir Hæstarétti ísraels Jerúsalem, 23. marz. — (NTB-ReutBr) — DR. SERVATIUS, verjandi Ad- olfs Eichmanns, hélt áfram mál- flutningi sínum fyrir Hæstarétti fsraels í dag. Hélt dr. Servatius því fram að til væri bréf, sem dæmdi Eichmann, hefði orðið mistök á er hann sakfeildi Eich- mann fyrir morðin á ungversku Gyðingunum. Hélt dr. Servatius því frarrt að til vaeri bréf, sem sýndi fram á að það hafi verið Ribbentrop, utanríkisráðherra, sem með áhrifum sínum bein- línis hefði komið í veg fyrir að erlendir sendimenn 1 Búdapest gætu bjargað Gyðingunum. Dómarar gripu þrásinnis fram í fyrir verjandanum og lögðu fyrir hann spurningar. Að ræðu Servatiusar lokinni tók sækjandinn, Gideon Hausn- er, til máls. Sagði hann að Eichmann hefði sjálfur játað á sig sök í fyrri réttarhöldum, og hann hefði enga ástæðu til þess að skjóta máli sinu til Sam. þjóðanna, svo sem verjandinn hefði gefið í skyn á fimmtu- dag. Réttarhlé var síðan gert að beiðni sækjandans og kemur rétturinn saman á ný á mánu- dag. — Atþjóða leikhús- dagur 27. marz ALÞJÓÐA LEIKHÚSDAGUR vcrður haldinn 27. marz n.k. að tilhlutan Alþjóða leikhúsmála- stofnunarinnar í París. Er dag- urinn haidinn í tilefni af fimm ára afmæli Leikhúss þjóðanna í París og á hann að minna á og vekja áhuga á leiklist og leik listarsamvinnu hinna ýmsu þjóða. Deild Aiþjóða leikhúsmála- stofnunarinnar er starfandi hér é landi og gengst hún fyrir sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu og Iðnó é alþjóða leikhúsdaginn. Sýnir Þjóðleikhúsið Skugga-Svein og Iðnó Kviksand, en ætlast er til að í hverju landi séu sýnd bæði jþjóðleg leikrit og erlend þenn- an dag. borgarmAlarAðstefna Heimdallar hefst kl. 2 í Val- höll í dag. Væntanlegir þátttak- endur láti skrá sig í síma 17102. Sjá nánar annars staðar í blað- inu. —. mAlfundaklúbbur Næsti fundur verður á þriðju- dag kl. 8,30 í Valhöll. Umræðu- efni og framsögumenn verða: Sambúð svartra og hvítra. Karl F. Garðarsson og Ásgeir Thor- oddsen. íslenzkur her, Árni Johnsen og Kornelíus Sigmunds 60n. Glæpur og refsing. Júlí- us S. Ólafsson og Kristinn Ragnarsson. Þátttakendur eru hvattir til að fjölmenna þar eð brátt líðuy að lokum þessa klúbbs. KLÚBBFUNDUR fellur niður um þessa helgi vegna borgarmálaráðstefnunnar. Stjórnin. Afli Bíldudalsbáta BÍLDUDAL, 23. marz: — Bátam ir héðan hafa aflað frá áramót- um: Pétur Thorsteinsson 340 lest ir og Andri 410 lestir. Þíðviðri hefur verið hér und- enfarið, blankandi logn og mikið leyst upp af snjó. Autt er orðið I byggð. — Hannes. Guðlaugur Rósinkrans Þjóðleik hússtjóri er formaður íslands- deildar Alþjóðaleikhúsmálastofn unarinnar, en aðrir í stjórn henn ar eru Brynjólfur Jöhannesson og Jón Sigurbjörnsson. 27. marz n.k. verður nánar skýrt frá alþjóða leikhúsmála- stofnunni og alþjóða leikhús- deginiun í blaðinu. V erkf allstogararn ir orðnir 11 í Rvík í GÆR kom Egill Skallagríms- son til Reykjavíkur og landaði 160 lestum af fiski og í fyrra- dag landaði Ingólfur Amarson um 200 lestum. Togaramir em nú að tínast inn og leggjast við bryggjur vegna verkfallsins. I Reykjavíkurhöfn eru nú 11 tog- arar fastir. Hallgrímur í Togara afgreiðslunni sagði í símtali að hér gætu orðið 20 togarar, þeg- ar allir væru komnir af veið- um. Sáttasemjari hafði í gær ekki boðað sáttanefndir á fund. Sviðsmynd úr „Taugastríði tengdamömmu“ — tengdamamman sópar gólf. . HAPNARFIRDI. — Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar var haldinn s.l. sunnudag. Flutt var skýrsla félagsstjórnar og sam- þykktir reikningar. Á árinu höfðu 64 nýir félagsmenn gengið í Hlíf. Samiþykkt var að ársgjald ið skyldi vera 400 krónur og hluti af þvá renna í vinnudeilu- sjóð. i Þá fór fram kosning stjórnar og trúnaðarmanna og var farið eftir þeirri tillögu, sem > fram kom, tillögu uppstillinganefndar og trúnaðarráðs. Voru þeir menn, sem á þeim lista voru sjálfkjörn- ir. Hermann Guðmundsson er sem fyrr formaður, Ragnar Sig- urðsson varaform. Hallgrímur Pétursson ritari og Sveinn Ge- orgsson gjaldkeri. Á fundinum var m.a. sam- þykkt eftirfarandi: „Aðalfimdur V.m.f. Hlífar haldinn 18. marz 1902 lítur svo á, að tilraunir þær, sem nú eru hafnar af félagssam- tökum togaraeigenda í því skyni að lengja vinnutíma togarasjó- manna, sem nú er 12 stundir á sólarhring, séu hættumerki fyrir allan verkalýð í landinu.“ LR frumsýnir framhald leikrits- ins „Tannhvöss tengdamamma" VETURNA 1957 og ’58 sýndi Leikfélag Reykjavíkur gaman- leikinn „Tannhvöss tengda- mamma“ hvorki meira né minna en 86 sinnum, alltaf við góða að- sókn. Hefur ekkert erlent leikrit verið sýnt jafnoft á íslenzku leik- sviði og það. Næstkomandi mið- vikudag frumsýnir LR framhald þessa vinsæla gamanleiks og nefnist framhaldið: „Taugastríð tengdamönMnu“. „Taugastríð tengdamömmu" var sýnt í sumar úti á landi 56 sinnum. Leikstjórinn er sá sami og stjórnaði „Tannhvassri tengda mömmu“, Jón Sigurbjörnsson. Aðalhlutverkið, sjálfa tengda- mömmuna leikur Arndís Björns- dóttir, en aðrir leikendur eru: Brynjólfur Jóhannesson, Guð- mundur Pálsson, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Sigríður Hagalín, Þóra Friðriksdóttir, Nína Sveinsdóttir og Auróra Halldórsdóttir. Steinþór Sigurðs- son gerði leiktjöld og þýðingu annaðist Ragnar Jóhannesson. ★ Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir þrjú leikrit, „Kviksand", sém sýndur verður n.k. þriðjudag á alþjóða leikhús- deginum, og „Hvað er sannleik- ur?“ sem sýndur verður n.k. sunnudag í síðasta sinn, og svo „Taugastríð tengdamömmu". Einnig hafa æfingar verið hafn- ar á nýju íslenzku leikriti eftir Jökul Jakobsson, sem nefnist „Hart í bak“. Er það dramatískt leikrit og leika í því 12 leikarax. Gíslj Halldórsson er leikstjóri. Ekki er endanlega ákveðið hve- nær leilkritið verður frumsýnt. Samkomur Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e. h. Öll börn velkomin. amvinnusamningur Noröur- ianda undirritaður í gær Helsingfors, 23 marz. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. SAMVINNUSAMNINGUR Norðurlanda var undirritaður í Helsingfors við hátíðlega athöfn í dag. Fór athöfnin fram í þinghúsinu. Undir samninginn, sem nefndur hef- ur verið „Helsingforssamning urinn“, ritaði fyrstur Viggo Kampmann, forsætisráðherra Dana, en síðan dómsmálaráð- herra íslands, Bjarni Bene- diktsson og ráðherra frá Finn landi, Noregi og Svíþjóð. Forsætisráðherra Finna, Mi ettunen, sagði í stuttu ávarpi að sér væri það mikið gleðiefni að samningurinn væri undirritaður í Helsing- fors. Skáluðu fulltrúar á fundi Norðurlandaráðs í kampavíni að undirritun samningsins lok inni, en samningurinn verður nú sendur til þjóðþinganna til fullgildingar. Ríkisprentsmiðjan í Hels- ingfors vann að því í alla nótt að prenta samninginn og sér- stök flugvél var send frá Stokkhólmi með pappír af réttri stærð þannig að hægt væri að prenta texta samn- ingsins á fimm tungumálum hlið við hlið. Var ekki hægt að fá nægilega breiðan pappír í Helsingfors, og var þá grip- ið til þessa ráðs. í samningnum er gert ráð fyrir aukinni samvinnu Norð- urlanda á sviði réttarfarsmála, þjóðfélagsmála, menningar- méla o.fl. M.a. er gert réð fyrir að auðvelda norrænum ríkisborgurum að fá ríkisborg ararétt í hinum Norðurlönd- unum Þá skal kennsla í skól um ná til tungu, menningar og þjóðfélagshétta á hinum N orðurlöndunum. í efnahagsmélum er gert ráð fyrir að Norðurlönd hafi samvinnu varðandi stefnu í þeim efnum. Þá telja menn að eygja megi möguleika á frjáls- ari flutningi fjármagns á milli lahdanna en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.