Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl .— eftir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 FRETTASIÐA Sjá bls. 13 70. tbl. — Laugardagur 24. marz 1962 Litla kaffistofan brann af völdum 5 unglinga RANNSÓKNARLÖGREGLAN Aefur nú upplýst hverjir valdir voru að brunanum, er varð í Litlu kaffistofunni í Svína- hrauni aðfaranótt 29. sept., en þá brann húsið. Höfðu 5 ungl- ingar brotizt þar inn um nótt- ina og farið óvarlega með eld. Náðist sá fyrsti 28. febrúar, en sá síðasti, er var á sjó, í gær. Þarna var um að ræða 3 stúlk ur og 2 pilta, 15—21 árs gömul. 200 þús. kr. sekt f GÆR var kveðinn upp í sakadómi Vestm.annaeyja dóm ur í máfli skipstjórans á brezska togaranum Wire Mariner, Percy Bedsford. Var7 hann dæmdiur ti)l að greiða 200 þús. kr. sekt og kotni 12 mánaða varðhald í stað sekt arinnar, verði hún ekki greidd. Afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn áfrýjaði dómnum. Varð hann að setja 350 þús. kr. trygigingu. Torfi Jóhannsson bæjarfógeti kvað upp dóm- inn. Togarinn áttj að fara frá Vesttmannaeyjum seint í gær. Flensan herjar á V estmannaeyinga INFLÚNEZA herjar nú á land- fólk og sjómenn í Vestmannaeyj- um. Var skóla gagnfræðastigsins þar lokað í gær, en barnaskólinn starfar enn. Þrír bátar lágu inni í gær vegna manneklu af völdum in- flúenzunnar Og mikið af fólki í frystiihúsunum liggur. Goðafoss legg ur nf stað JERSEY City, 23. mare. — (AP). — Einkaskeyti til Mbl. — íslenzku mönnunum þrem- ur, sem ákærðir eru fyrir að. hafa reynt að smygla írskum happdrættismiðum fyrir sex milljónir dollara til Bandaríkj anna, var leyft að fara heim með Goðafossi eftir að íslenzki ræðismaðurinn í New York fullvissaði yfirvöldin um að mennirnir myndu koma aftur og mæta fyrir rétti er mál þeirra kemur fyrir. Goðafoss lagði af stað áleiðis til íslands í dag, föstudag. Varðarkaffi verður ekki í dag vegna fundarhalda í Valhöll Voru þau á ferð í bíl eftir veg- inum um Svínahraun og brutust inn í Litlu kaffistofima til að fá sér að drekka og sælgæti. — Notuðu þau eldspýtur til að lýsa sér, en kveiktu ekki að öðru leyti. Enginn var í kaffistofunni, en eigandi hennar er Ólína Sigvaldadóttir. Stóð fólkið ekki við lengi í kaffistofunni og segist hafa gengið vel frá hurðum er það fór. En eftir það hefur senni- lega kviknað út frá sígarettu eða eldspýtu, þvi húsið brann undir morguninn. Jeppi valt við Seifoss Tveir piltar slösuðust UM hálf ellefu í fyrrakvöld valt jeppabifreið á vegimum rétt aust- an við Selfoss. Voru tveir piltar í bílnum og slösuðust báðir. Liggur farþeginn með slæman heilahristing á sjúkrahúsinu. Bíllinn, sem þeir höfðu að láni, er talinn ónýtur. Jeppinn kom að austan, en allt í einu hlupu hestar upp á veg- inn fyrir framan hann. Missti bílstjórinn vald á jeppanum er hann reyndi að forðast þá og valt bíllinn. Farþeginn kastaðist út úr biln- um og lá 10 m. frá honum, er að Harður árekstur LAUST eftir k)l. 8 í gærkvöldi varð harður árekstur á Kefla- viiburveginum skammt frá Krýsu víkurafleggjaranum. Skemmldist annar bíilinn, Vofllkswagen úr Sandgerði mjög mikið, en slys urðu ekki á mönnum. Völikswagen-bíllinn var að korna úr Reykjavíik, en hinn, sem var vörubíll úr Grindavíik, sunnan að. Rákuist þeir harka- lega saman er þeir mættust og lenti minni billinn ilfla á aftur- hjólj hins. Einn maður var í hvorum bíl, og sluppu þeir ó- meiddir. Kröfu Dagsbrún ar hrundið hjá borgardómara KVEÐINN hefur verið upp dómur hjá embætti borgar- dómara 4 frávísunarmáli Verkamannafélagsins Dags- brúnar vegna lögbannsmáls Kassagerðarinnar. Eins og kunnugt er hugðist verkfallsstjórn Dagsbrúnar knýja fram vinnustöðvun hjá Kassagerðinni í verkföllunum á síðastliðnu sumri. Síjórn Kassagerðarinnar lét koma í veg fyrir þær aðgerðir með lögbanni en síðan var hafið mál til staðfestingar lögbann- inu, eins og venja er. Lögfræð ingur Dagsbrúnar bar þá fram frávísunarkröfu, þar eð málið ætti að reka fyrir félagsdómi en ekki almennum dómstól- uim. Borgardómari tók þá kröfu ekki til greina. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæsta réttar var komið. Voru piltarnir báðir fluttir á sjúkraihús og liggur Guð mundur Bernar Sigurgeirsson, Heiðarvegi 6. þar enn með heila- hristing, en bílstjórinn, Ágúst Mortens, Eyrarvegi 5, var fluttur heim. Hafði hann hlotið talsverð- ar skrámur. Piltarnir höfðu bílinn að láni sem fyrr er ságt og er hann tal- inn ónýtur. Bátar komast ekki á sjó vegna flensu GRUNDARFIRÐI, 23. marz. —- Undanfarnar 1—2 vikur hefur herjað hér inflúenza til mikilla erfiðleika varðandi störf til sjós og lands. Leggur þessi flenza fólk í rúmið í hrönnum og eru þess dæmi að bátar hafi ekki komizt á sjó hennar vegna. — Annars hafa menn reynt að tína til fólk á bátana úr nágranna- sveitunum og annars staðar frá, til að komast á sjó. Afli hefur verið sæmilegur öðru hvoru, allt upp 1 23—24 lestir í róðri. Allan þennan mánuð hefur verið góð veðrátta og eru allir vegir færir. E. Mag. Myndin er tekin á f»mdi Bandalags evrópskra riuiöf-i unda í Comes. — f miðið er ítalski rithöfundurinn Gius-1 eppe Ungaretti, forseti þings- ins, til vinstri Halldór Kiljan Laxness, einn af varaforset- um þess og til hægri rússneski rithöfundurinn Nicola Bajan.i Myndin var tekin á lokafund-l inum 16. marz — Ljósm. Al’ ’ Str. Guilio Torrini. <S>- Frumvarp um lausaskuldir bænda Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórnar- stjórnarinnar um lausaskuldir bænda samþyfldkt við 3. umrœðu og afgreitt sem lög frá Alþingi. Tvö börn fyrir bíl ■U M hádegisbilið i gær fluttu slökkviliðsmenn tvo litla drengi á Slysavarðstofuna, eftir að þeir höfðu orðið fyrir bíl, annar á Túngötunni, hinn á Njálsgöt- uinni. Voru drengimir, sem bet- ur fer, lítið slasaðir. Sá fyrrnefndi heitir Gunnaj* Stefánsson, fjögurra ára, Garða- stræti 33. Hinn heitir Einar Guð jónsson, 5 ára og var fluttur frá Njálsgötu 16. Þá var fullorðinn maSur, Mey vant Guðmundsson, fluttur á Slysavarðstofuna síðdegis frá Þórsgötu 12. Var hann að bora fyrir handriði og féll niður á stigapall og slasaðist á höfði. Elriur 3. nóttina í röð í FYRRINÓTT fór SlökfcviUðið í Reykjavík þriðju nótt’ina í röð suður í Kópavog vegna elds- voða. Aðfaranótt miðvikudags brann Frystihús Kópavogs og varð mikið tjón, næstu nótt kviknaði í íbúðarhúsinu við Fífuhvammsveg 5 og í fyrrinótt £ geymsluskúr við Álfhólsbraut Hringt var klukkan liðlega hálf fimm um morguninn. Er komið var í Kópavoginn kom £ Ijós að eldur var í skúr við húsið nr. 66 á Álfhólsbrautinni, en þar voru geymdir bílahlutar og annað dót. Brann skúrinn nær alveg. Stal fyrir 100 þús. kr. Rannsóknarlögreglart upplýsir þjófnaði 21 ára ga.nals manns RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú upplýst nokkra þjófn anði, sem 27 ára gamall mað- ur hefur verið valdur að und anfarið. Nemur verðmæti þýf isins liðlega 100 þús. kr. Tveir aðrir menn eru flæktir í mál þetta, annar sem milligöngu- maður um sölu þýfisins en hinn mun hafa tekið þátt í einu innbrotanna. Málið er þannig vaxið að fyrir nokikru var eftir því tek ið að farið hafðí verið inn í vörugeymslu bókiabúðar Norðra í Hafnarstræti 4. Var læsing á geymislunni svo lé lag að hægt var að stinga upp smekíklásinn og ganga um án þess að eftir því yrði tekið hverju sinni. Var loks tekið eftir því að í geymisiluna vant aði 33—34 teikniáhöld, „be stikk“ og 75 lindarpenna. Við rannsókn málsins upp lýstist ennfremur að þessi sami maður hafði einnig brot izt inn í hei'ldverzlunina Brim nes í Mjóstræti 3 og stólið það an 26 dúsínum af kvennælon soklkium og 10 karlmannisslkyrt um. Annar maður var viðrið inn það innbrot. — Á sama tíma brauzt maðurinn inn hjá Eirílki Helgasyni og stafl það an útvarpstæflcL Þann 6. þessa mánaðar brauzt maður þessi inn í Kápu og dömiubúðina að Laugavegi 46 og stal þar kvenfatnaði fyr ir 8—9 þús. kr. Alls nemur verðmætí þýfisins í þessum innbrotum rúmlega 100 þús. kr. Eins og fyrr getur er þriðji maðurinn flæíktur í mál þetta en hann mun hafa baft milligöngu um sölu þýfisins, en það hefur að mestu náðst atftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.