Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 8
8 MORGTr\BT/AÐf» Löugardagur 24. marz 1962 Flesfar þjóðir Vestur-Evrópu hafa svipaö skránip*arfyrir- komulag gengisins. Á FUNDI neðri deildar Alþing- is í gær urðu töluverðar umræð um frumvarp ríkisstjóranarinnar til staðfestingar um frumvarp ríkisstjómarinnar til staðfesting- ar á bráðabirgðalögum um Seðla- banka íslands. Ekki tókst að ljúka umræðimum á venjulegum fundartíma deildarinnar, svo að fundi var fram haldið síðdegis. — Atkvæðagreiðslu var frestað. Tæknileg skráning gengisins. Birgir Kjaran (S), framsögum. meirihl. fjárhagsnefndar, kvað meirihlutann samþykkan frum- Varpinu og telja þá tilskipan að færa gengisskráninguna í hend- ur Seðlabankans, að fengnu samþykki rikisstjórnarinnar, eðli lega og til bóta. Við fyrstu umræðu frumvarps- ins virtist sumpart hafa gætt mis- skilnings varðandi efni þess og eðli, en öðrum þræði blandað inn í óskyldum efnum, þar sem frumvarpið fjallar einungis um tæknilega skráningu íslenzks gengis, í höndum hvaða aðilja sú skráning skuli vera, en alls ekki um það, hvert gengið skuli vera og hvort ástæða hafi verið til að breyta því og þá hve mikið Áður en menn taka því afstöðu til þessa frumvarps, þurfa þeir að hafa gert sér nokkra grein fyrir eftirfarandi: 1) Hvað er gengi? 2) Hvernig myndast gengi? KJÖRSKRÁ (stofn) til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík, 27. maí 1962 liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borg_ arstjóra, Austurstræti 16, alla virka daga frá 27. þ.m til 24. apríl n.k., kl. 9 f.h. til kl. 6 e.h. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgar- stjóra eigi síöar en 6. maí n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. marz 1962 Geir Hallgrímsson Verkfræðingur til hagræðingarstarfa ( RAS J ON ALISERIN GS ARBEID ) Við viljum ráða verkfræðing, til að vinna að vinnu- hagræðingarfræðslu hér á landi. Menntun í reksturstækni er ekki nauðsynleg, þar sem við munum veita kefinslu og æfingu á aðal- skrifstofu okkar í Noregi, en umsækjandi þarf að hafa minnst 2 ára starfsreynslu ásamt vilja og áhuga fyrir verkefninu. Full laun verða greidd á námskeiðstímanum. Sá sem verður ráðinn mun verða búsettur í Reykja- vík og staðan mun veita réttum manni hagstæð skilyrði. Umsóknir, gjarnan á íslenzku, með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og öðrum persónulegum upplýsingum sendist fyrir 2. apríl til INDUSTRIKONSULENT A. S. Kvisthaga 25 — Reykjavík 3) Hvernig hefur íslenzka geng ið verið skráð frá þeim tímá, er til þess var stofnað? 4) Hvernig er gengisskráningu nágrannaþjóða okkar tæknilega háttað? Varðandi 1. spurninguna, kvað alþingismaðurinn íþvi til að svara, að gengi væri verð innlendrar myndar í erlendri mynt. Varðandi 2. spurninguna kvað hann þau öfl, sem að verki eru og ráða stöðu gengismyntar til lengdar, vera: Innlent peningamagn, innlendi kaupmátturinn og viðskiptakjör- in út á við, en með viðskipta- kjörunum er átt við verðlag er- lendra vara og verðlag innlendra sem ákvarðast af innlendu kaup- gjaldi, útlánum bankanna og fjár lögum rikisins en einnig snerta viðskiptakjörin magn innlendr- ar framleiðslu og sölumöguleikar hennar á erlendum mörkuðum. Kvað hann um stundarsakir hægt að stríða gegn eðlilegri verkan þessara afla með lagasetningu, höftum og hömlum, en þó hljóti verulegar breytingar á innbyrðis afstöðu þessara verðmyndunar- iþátta fyrr eða síðar að koma fram sem gengisbreytingar, Og sé gengið bundið með lögum í trássi við veigamikla atfstöðu- breytingu þessarar verðmyndun- arþátta, myndast skekkja í bygg- ingu þjóðarbúskaparins, sem fyrr eða síðar hlýtur að koma niður á framleiðslunni og torvelda eða stöðva eðlilegan vöxt þjóðarbú- skapar og þjóðartekna. Gengisskráningin í höndum kunnáttumanna. bá rakti Birgir Kjaran þróunar sögu gengisskráningarinnar hér á landi og komst að þeirri niður- stöðu, að íslendingar virtust á því 40 ára tímabili, sem hægt er að tala um sjálfstætt gengi krón- unnar, hafa reynt flestar þær tæknilegar tilraimir, sem aðrar þjóðir höfðu áður reynt ekki skapað sér neina hefð, en von- andi orðið reynslunni rikari. Með al nágrannaþjóðanna sé það svo, að ef ellefu löndum, sem þing- maðurinn kvaðst meira og minna hafa getað aflað sér upplýsinga um, þurfi í Belgíu einni sérstök lög til gengisbreytingar. Meirihlutinn teldi, að merg- urinn málsins væri, að frum- varp þetta ákvaðaði einungis, hver skrá skuli gengið. Sá hring- landaháttur, sem hér hefur verið á þessum málum síðustu fjóra áratugina, er síður en svo æski- legur. Þessi tæknilega fram- kvæmd á að vera í höndum kunn áttumanna, sem alhliða yfirsýn hafa yfir þjóðarbúskapinn og sú staðreynd, að flestar þjóðir Vest ur-Evrópu hafa tekið upp svipað skráningarfyrirkomulag, og hér er lagt til, byggt á víðtækari reynslu en við höfum fengið, styðji tillögu þessa verulegum rökum. Skúli Guðmundsson (F) kvaðst ekki geta fallizt á, að nauðsyn- legt hafi verið að breyta gengis- skráningunni s.l. sumar. En úr því að stjórnin taldj það nauð- synlegt, hefði hún átt að kveðja þingið saman til að fjalla um það mál. í>etta hafi hún ekki gert, en í þess stað gefið út þau bráðabirgðalög, sem hér um ræðir, en þau taldi þingmaðurinn stjórnarskrárbrot. Það væri því tillaga hans, að frumvarpið yrði fellt. Lúðvík Jósefsson (K) kvað tvímælalaust eiga að fella þetta frumvarp, þcir sem það væri flutt til staðfestingar bráðabirgðalög- um, sem tvímælalaust hefðu ver- ið sett án heimildar í stjórnar skrá landsins. Þar að auki kvaðst hann andvígur sjálfu efni frum- varpsins, því að færa gengis- skráningarvaldið úr höndum Al- þingis til Seðlabankans. Forseti vítir Lúðvík tvívegisj EINS og fyrr greinir, hafði Lúðvík fullyrt í ræðu sinni, að ríkisstjórnin hefði framið stjórnarskrárbrot með setn- ingu laganna. Forseti, Ragn hildur Helgadóttir bað hann þá gæta þingskapa. Litlu síðar komst Lúðvík þó svo að orði, að ríkisstjórnin hefði valið þessa leið, þótt hún vissi að um stjórnar- skrárbrot væri að ræða. For seti áminnti þingmanninn í annað sinn. Kvað talsverð- an mun á þvi, hvort þing- maður teldi eitthvað stjórn arskrárbrot eða fullyrti í þingræðu, að ríkisstjórnin hefði vísvitandi brotið stjórnarskrá landsins. Þar væri um alvarlegri ásökun að ræða en svo, að unnt sé að láta það óátalið og kvaðst forseti vænta þess, að slík ummæli yrðu ekki endur- tekin. Húsnæðismálastjórn hefur veitt 350 millj. til 5 þús. íbúða VIÐ umræður um frumvarp rík- isstjórnarinnar um húsnæðis- málastofnun á fimmtudag skýrði Eggert Þorsteinsson nokkuð frá störfum húsnæðismálastjórnar. Verður hér getið nokkurra atriða úr ræðu hans. Teikningar við hóflegu verði Kvað hann mjög víðtæka heimild í gildandi lögum til hvers konar tæknistarfa í hús- næðismálum ,til hvers konar nýjungar, er telj» mætti að leiddi til lækkun^y byggingar- kostriaðar. Samkvæmt heimild- BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ Hefi opnað nýja hjólbarðavinnustofu undir nafninu t *■ HJOLBARÐAVIÐOER9 VESTIJRBÆJAR Opið alla daga vikunnar, helga sem virka frá kl. 8 f.h. — 11,00 e.h. Stórt og rúmgott bílastæði HJOLBARÐAVIÐGERÐ VESTLRBÆJAR Við hliðina á benzínafgreiðslu ESSO við Nesveg Sími 23120 um þessum var á sl. ári samþ. fjárhagsleg að- stoð við bygg- ingu fimm íbúð arhúsa í til- raunaskyni. En ýmist er verið að undirbúa byggingu þeirra eða unnið að byggingunni og er eitt þeirra orðið fokhelt. í upphafi olli miklum erfiðleikum í öllu lána starfi, hve víða bárust að lé- legar teikningar með lánsum- sóknum, sérstaklega þó utan af landi. Var það ein af höfuð- ástæðum þess, að ákveðið var að setja á stofn teiknistofu til þess að gefa væntanlegum hús- byggendum kost á viðunandi teikningum við hóflegu verði. Stórfelld breyting hefði nú orð- ið í þessum efnum og heyrði til undantekninga, ef léleg teikn ing bærist. Frá því teiknistofan tók til starfa hefur hún selt teikningar af 520 íbúðum, þar af 117 íbúðum ásamt sérteikn- ingum á sl. ári, er nærri ein- göngu hafa verið notaðar utan Reykjavíkur. Teikningar ásamt sérteikningum kosta nú kr. tvö þús., sem verður að teljast mjög vægt verð, en til skammt tíma kostuðu þær aðeins 15 hundruð krónur. Þá hefur húsnæðismálastjórn talið sér skylt að vera í sem nánustu samstarfi við sams kon- ar stofnanir á Norðurlöndum, og fengið hingað sérfræðinga í þessum málum. Þá hafa einnig komið hingað fyrir milligöngu Sam. þjóðanna ýmsir sérfræðing ar um byggingarmál. Loks er væntanlegur hingað á næsta sumri norskur bankastjóri til að gera tillögur um bætta skip- an þessara mála. En hjá Norð- mönnum eru þessi mál talin til sérstakrar fyrirmyndar. Yfir fimm þúsund fengið lán Þá skýrði hann frá því, að fyrsta afgreiðsla lánveitinga stofnunarinnar hófst 2. nóv. 1955, en fram til áramóta þesa árs voru afgreiddar 26,4 millj, — Næstu ár voru lánin sem hér segir: 1956 63,6 millj. 1957 45,7 — 1958 48,8 — 1959 34,5 — 1960 52,2 — 1961 78 — Samtals hafa því verið veittar 350 millj. 212 þús. frá upphafi veðlánakerfisins til síðustu ára. 15. ágúst 1961 fór fram athug- im á því, hve margar íbúðir hefðu þó notið þessara lána og reyndust þær 4739. Varlega virðist því að áætla, að nú í dag hafi yfir 5 þús. íbúðir feng- ið ná hjá stofnuninni. Síðast er talning fyrlcliggj- andi lánsumsókna fór fram hjá stofnuninni, þ. e. 1. jan. sl., reyndust þær 1579, en skiptust svo: Þær sem enga fyrirgreiðslu höfðu notið 722, en 857 höfðu enga úrlausn hlotið. Umsóknir þessar hljóðuðu upp á rúmar 98 millj. kr. í sambandi við umsóknafjöldann væri þó rétt að taka fram, að nokkur hlutt væri nú orðinn óraunverulegur, þar sem umsóknir hafa ekki verið endurnýjaðar frá 1957. — Þar á móti kemur aftur óvenju- legur fjöldi lánsumsókna, sem borizt hefur, það sem af er þessu ári, og kvað þingmaður- inn það stangast nokkuð á við þær fullyrðingar, að íbúðahúsa- byggingar væru að leggjast niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.