Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBl AÐ1Ð Laugardagur 24. marz 1962 Guðmundur Björnsson kennari sextugur ÁRIÐ 1819 flutti Bjarni Rafns- son hreppstjóra Bjamasonar á Fornastöðum í Þingeyjarsýslu að Núpsdalstungu í Miðfirði. — Kvæntur var hann Ásgerði Ölafsdóttur af þeirri nafnkunnu fræðimannaætt, sem kennd er yfð Stórubrekku í Fljótum. ■ Afkomendur þeirra hafa síðan búið sem óðalsbændur í Núps- dalstungu. Bjami dó fyrir rétt- um 100 árum, háaldraður. Son- ardóttir hans var Ásgerður Bjarnadóttir og giftist hún Bimi syni Jóns á Syðri-Reykj- tim Teitssonar og konu hans Elinborgar Guðmundssonar smiðs á Ytri-Völlum, en hún var dó(,turdóttir Sigfúss Bergmanns. Elinborg var föðursystir Guð- mundar landlæknis, skörungur mikill og ráðrík. Björn og Ás- [gerður bjuggu í Núpsdalstungu 4 hartnær 50 ár og áttu all- margt bama. Meðal þeirra var idr. Björn sálugi Bjömsson, hag- ifræðingur Reykjavíkurborgar, og Guðmundur kennari á Akra- nesi, sem á sextugsafmæli í dag. Guðmundur gekk fysrt á al- þýðuskólann á Hvamnastanga, síðan á Flensborgarskóla, stund aði barnakennslu í heimahögum Isínum í 12 ár, en tók síðan kennarapróf 1934, gerðist sama ar kennari við barnaskólann á Akranesi og hefur gegnt þvi Starfi síðan með mikilli prýði, en lengst af einnig verið kenn- ari við iðnskólann á Akranesi. Auk þess hefir hann gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, m. a. verið yfirskattanefndar- maður síðastl. 10 ár. Guðmundur kvæntist 19. maí 1935 Pálínu Þorsteinsdóttur Mýr manns bónda á Óseyri í Stöðv- arfirði og konu hans Guðríðar Guttormsdóttur prests í Stöðv- arfirði. Eiga þau fimm böm: Ormar Þór, sem er að ljúka arkitektsnámi í Þýzkalandi, Gerði Bimu, sem er gift Daníel Guðnasyni lækni, Bjöm Þor- stein, stud. juris, Ásgeir Rafn, skrifstofumann á Akranesi og Atla Frey, gagnfræðanema. Guðmundur Bjömsson erhinn mesti myndarmaður í sjón og reynd, prúðmenni í framgöngu og fasi, enda vinsæll maður og virtur vel, og má hiklaust telja hann einn af laukum ættarsinn ar. Er þá allmikið sagt ogreynd ar óþarfi að bæta þar nokkm við. Hann dvelst í dag á heim- ili dóttur sinnar í Hjarðarhaga 58. Fyrir hönd frænda hans af Bergmannsætt flyt ég honum í tilefni dagsins heillaóskir þær, sem ég á beztar í fórum mín- um, og óska honum, að hann megi njóta langra og góðra líf- daga. P. V. G. Kolka. Fyrir allmorgum árum las ég smá sögu, sem hét: „Vertu kyrr við mnninn þinn“. Hún var um börn, sem fóru í berjamó. Þegar heim kom um kvöldið og farið var að skoða í berjaföturnar hjá bömunum, kom í Ijós, að einn dregurinn hafði lang mest af berjum í fötunni sinni. Og er hann var um það spurður, hvern- ig á því stæði, þá svaraði hann: „Eg var kyrr við runninn minn. Hinir krakkarnir hlupu fram og aftur um berjamóinn til þess að. leita að berjum. Tíminn hjá þeim fór að mestu í hlaup. En berin voru einmtt rnest þar sem við byrjuðum að tína“. Mér finnst, að þessi litla saga eigi vel við æfistarf Guðmundar Björnssonar. Á þessu ári mun 'hann eiga 40 ára afmæli sem barnakennari. Það hefur verið aðalstarf bans alla tíð frá því að hann komst til fullorðinsára. Hann hefur ekki hlaupið úr einu í annað. Hann hefur haldið sig við sama blettinn í berjamónum. Og nú, þegar hann er sextugur, skulum við líta 1 berjafötuna hans. Mér sýnist þar vera óvenju mikið af stórum og fallegum berjum. Kennslustarf sitt hefur Guð- mundur Björnsson stundað með sérstakri samvizkusemi, dugnaði og stundvísi. Hann hefur ávalt verið talinn í röð fremstu kenn- ara. Og í yngri bekkjum barna- skólans á Akranesi þykir kennsla hans afburða góð. Guðmundur er maður gervi- legur og drengur hinn bezti, fé- lagsmaður góður og vinfastur. Hann er fæddur í Núpdalstungu í Miðfirði. Foreldrar hjónin Ás- gerður Bjarnadóttir og Björn Jónsson bóndi þai. Farkennari var hann i V-Húnavatnssýslu, eft ir nám í Flensborgarskóla 1921— 1933. Kennaraprófi lauk hann á einum vetri 1933—1934. Fluttist þá til Akraness og hefur síðan verið kennari þar við bamaskól- ann, en kenndi einnig um skeið við iðnskólann þar. Árið 1935 kvæntist Guðmund- ur Pálínu Þorsteinsdóttur frá Óseyri í Stöðvarfirði, hinni mestu myndarkonu. Eiga þau fallegt 'heimili á Jaðarsbraut 9 á Akra- nesi, þar sem gott er að koma. Þau eiga fimm mannvænleg og elskuleg böm; en nöfn þeirra eru: Ormar Þór, ^Gerður Bima, Björn Þorsteinn, Ásgeir Rafn og Atli Freyr. Eg óska þér, kæri frændi og vinur, og fjölskyldu þinni allri til 'hamingju með daginn í dag. Eg held, að þú hafir verið og munir áfram verða fyrirmynd margra ungra manna. Þú hefur fundið góðan blett í berjamónum og verið duglegur að tína. Enniþá er nokkur tími til stefnu. Eg von- ast til þess, að þér auðnist að halda áfram berjatínslunni allt til kvölds. Og ég veit, að þú kvikar ekki frá lífsstefnu þinni: „Vertu kyrr við runninn þirrn". Guðmundur Jónsson, Hvanneyri. Tveir nýir bátar á Akureyri AKUREYRI, 22. marz. — Nýlega voru sjósettir tveir bátar, smíð- aðir í skipasmíðastöðum á Akur- eyri. Frá skipasmíðastöð KEA kom 27 lesta frambyggður bátur, búinn 200 ha Scania-Vabis-vél. Eigendur hans eru fimm ungir menn á Akureyri, og er hann 'þegar farinn á netaveiðar. Þá hefur skipasmíðastöð K.R., Nóa Kristjánssonar nýlega sjó- sett tíu lesta bát, byggðan fyrir Norðfirðinga, en í bátnum er 65 ha Bolinder-vél. Báturinn mun fara til heimahafnar einhvern næstu daga. — St. E. Sig. Ástarævintýri Anusohka og Karim Khan hefur vakið at- hygli á nafninu „von Mebhs“, sem er ættarnafn stúlkunnar. Hún er mjög elsk að föður sínum og hefur ekkert á móti því, að hann hagnist á orð- rómnum um að hún sé vænt- anleg Begum. Mjög fáir hafa vitað það, að tilvonandi tengdafaðir Karims er skradd- ari, þar til hann hélt fyrstu tízkusýningu sína fyrir skömmu í París. Hin ljóshærða dóttir hans annist í kyrrþey sölu á tízku- fatnaði föður síns, en auk þess hefur hún gefið honum marg- ar hugmyndir að fallegustu flíkunum og séð um, að hægt sé að hreyfa sig í og dansa tvist í hinum glæsilðgu kjól- um. ♦ Ramminn í Hellnakirkju Helgi Kristjánsson vélstjóri hefur beðið Velvakanda fyrir eftirfarandi: Að undanförnu hafa birzt í blöðum borgarinnar greinar- stúfur um ramma þann, sem Jóhannes heitinn Helgason skar út utan um altaristöfl- una í Hellnakirkju. Þar sem ég sá frá degi til dags þetta listaverk myndast og verða til úr samanlímdum mahoni- stykkjum í það listaverk sem það nú er, vil ég bæta hér við einu litlu greinarkorni, lesendum þessa blaðs til skýr- ingar, svo að enginn miskiln- ingur myndist í sambandi við þetta mál. í þeim blaðagreinum, sem ég hefi séð, er þess hvergi getið hvort Jóhannes hafi lært tréskurð eða ekki. Var hann aðeins leikmaður í listinni? Jóhannes lærði teiknun og tréskurð hjá hinum milkil- hæfa meistara Stefáni Eiríks- syni í 4 ár og lauk þaðan sveinsprófi. Sveinsstykki það er hann gerði er bókarspjald og þótti Stefáni það svo mikið listaverk að hann gaf það þjóðminjasafninu og hefur það verið geymt í eldtryggum stað og ekki almenningi til sýnis, en aðeins sýnt nánustu ættingjum. Árið 1919 áttu foreldrar Jó- hannesar 50 ára hjúskapar- afmæli, en þar sem faðir hans var farinn að heilsu og móðir hans vildi ekki að afmælisins væri minnzt, ákváðu systkinin að gefa kirkjunni í þessu til- efni fyrrnefndan ramma og vann Jóhannes að því verki þá um sumarið. • Ramminn gjöf frá 7 systkinum Ramminn er bví gjöf til Hellnakirkju frá systkininum 7, er þá voru á lífi, en ekki frá Jóhannesi einum, eins og kemur fram í grein fyrrv. sóknarbarns, sem skrifar í Velvakanda 7. marz s.l. Ramm inn var afhentur við guðs- -A> þjónustu 1 Hellnakirkju og veitti honum móttöku fyrir kirkjunnar hönd þáverandi sóknarprestur, sr. Guðmund- ur Einarsson, og las upp með- fylgjandi gjafabréf, þar sem m.a. segir að ef Hellnakirkja verði lögð niður eða flutt frá Hellnum verði ramminn eign Þjóðminjasafnsins og þangað fluttur til varðveizlu. Afrit af þessu gjafabréfi mun hafa ver ið sent þjóðminjaverðL Mér kemur einkennilega fyr ir sjónir í greinarborninu i Velvakanda frá T. marz sl. að „fyrrverandi sóknarbarn" seg- ir orðrétt: „Ætti að svipta kirkjuna og söfnuðinn þessum fallega grip myndi það haf® ill áhrif á safnaðarlíf þar“. Hvaðan kemur sóknarbarninu þessi staðleysa í hug? • ÖII hitabreyting mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm skaöleg Engum af okkur, nánustu ættingjum Jóhannesar heitins, hefur komið til hugar að svipta kirkjuna sínum 'helgu munum, enda skortir okkur alla heimild til þess. En hitt er svo annað mál, að okkur ber siðferðisleg skylda til þess, sem ættingjar Jóhannesar heit ins, að stuðla að því að þetta listaverk verði ekki glötun- inni að bráð fyrir aldur fram. Fyrrverandi sóknarbarn telur enga eldhættu af ofninum, því hann sé ekki í notkun nema 12 sinnum á ári. Eins og ég gat um í upphafi er ramm- inn límdur saman og öll hita- breyting er því mjög skaðleg fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.