Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 24. marz 1962 Rækjuveiðum hætt í Arnarfirði 40—50 manns missa afvinnuna á Bildudal BÍLDUDAL, 23. marz — Rækju veiði er nú hætt á Bíldudal. — Síðasti róðurinn var farinn 21. þ.m. Fiskideild atvinnudeildar háskólans setti það takmark að fiska mætti frá áramótum 120 lestir af óskelflettri rækju. Afli hefur verið g-óður hjá rækju- bátum og rækjan verið stór og góð. Virtist hún aukast síðustu dagana. Mikil óánægja ríkir hér vegna þessa, sérstaklega að veiði skuli stöðvuð nú á bezta tima og um hávertíð. Sótt var um leyfi til framlengingar veið innar, en því synjað. 40—50 manns missa atvinnuna í 300 manna kauptúni. Aðeins tveir bátar eru gerðir út héðan á línuiveiðar svo fyrir sjáanleglt er atvinn.uleyisi hjá flestu þessu fólki. — Hannes. Til varaar ofveiði. Mbl. átti tal við Inigvar Hall grímsson, miag scient., hjá fiski deild Atvinnudeildar Háskóla ís lands, vegna þessarar fréttar. Kvað hann fyrrgreind tak- mörk hafa verið sett, til þess að koma í veg fyrir oiflveilði rækju í Arnarfirði. Veiðitiminn væri frá 1. sept. tiil 31. apríl, en að þessu sinnj hefði 120 lesta „kvóti“ verið settur frá áramót um að telja. Ræikjur heÆðu verið ofveiddar í Ísafjarðardjúpi, að dómi fiskifræðinga, og væri ætl unin sú að láta sömu sögu ekki endurtaka sig í Arnarfirði. Ræ.kjuveiðabátuim við ísafjarð ardjúp befði ekki verið sett slik takmörk, svo að þeir mega veiða til 31. apríl, en myndu hsettir vegna aflabrests. — í Ingólfsfirði hefði einn bátur, vb. Guðrún frá Eyri, lejrfi til þess að stunda rækjuveiðar. Afli bátanna í FYRRAKVÖLD var heildarafli Vestmannaeyjabáta 600 lestir og að auki fóru nokkrir bátair það an með uan 100 lestir til Þor- láóosbafnar. f gaer hafði frétzt að bátarnir væru með ágætan afla. Grindavíkurbátar fengu 582,3 lestir, sem skiptist á 35 báta. — Aflahæstur var Guðjón Einars- son með 32,4 lestir. -- XXX - AKRANESI, 23. marz — Hing- að bárust í gær 293,8 lestir fiskj ar af 21 báti. Aflalhæstir voru þessir fjórir: Sig. AK 26,9 lestir, Skírnir 22,9, Ásbjörn 19,3 og Sæ fari 18,1 lesti. Sami bátafjöldi er á sjó í dag og þeir sem kornnir voru að kl. 10 höfðu ágætan afla. Höfrungur annar fékk í dag milkið og stórt síldarkast í hring nótina á Selvogsbanka. En því miður rifnaði stóreflis gat á nót ina og síldin synti brott. Höfr ungur II kemur kl. 1 á miðnætti heim í nótt. Flutningaskipið Baldur EA 770 er nú við sementsbryggjuna að lesta sement í annaö sinn á þessu ári. Fer hann nú með þann farm, 300 lestir, til Vestfjarða Kynvilla læknuð með segulböndum o. fl. Sjálfsafgreiðsluverzlunin „Kjöt og fiskur" á Laugarásvegi 1. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). Ný matvöruverzlun á Laugarásvegi I í BREZKA læknablaðinu „Britiish Medical Journal“ er nýtlega frá þvi skýrt að fertug ur maður, sem hafði verið kynvilltur frá 18 ára aidri, hafi verið læknaður með lyfjum og segulböndum. Dr. Basil Jones segir í grein í ritimu að maður þessi hafi verið halddnn kynvillu frá 18 ára aldri og allar tiil- raunir sálræns eðlis í þá átt að læflona hann hafi mistek- izt. — Mamninum voru nú gefnar sprautur aÆ svonefndu apomorfíni, en það veldur ó gleði Og uppköstum. Þegar hann kenndd ógleðisáhriía 112 fleiri en fyrir 25 árum f GÆR hóf Sundlhöllin í Reykja- vík 26. starfsár sitt. Gestir í gær voru samtals 636, að því er Frið- jón Guðbjörnsson vaktstjóri tjáði blaðinu í gæikvöldi. Til saman- burðar má geta þess að fyrsta daginn sem Sundhöllin starfaði voru gestir 524 — en þá var að- eins opið frá kl. 4 og var hiðröð mikil. Svo skal leiðrétt tala gesta í Sundlhöllinn s.l. ár. .Þeir voru 230 þús., en ekki 23 þús. eins og segir í grein í blaðinu í gær. Var árið í fyrra næst bezta ár Sund- hallarinnar frá uppíhafi að sögn lyfsins voru honum sýndar myndir af þeim karlmönnum gem hann hafði umgengist, og siðan var hann neyddur til þess að hilusta á tveggja klst. fresti á segulbönd, sem skýrðu frá uppruna kynvillu hans. Síðan voru manninum sýnd- ar miyndir aif fögru kvenfólki og hann látinn hiusta á seið andi kvenmiannsraddir. Lækningin tók 20 vikur og segir í greininni að maðurinn sé nú fullkomlega eðlilegur, eigi sér vinstúÆfcu og einka lif hans og starfsmöguleikar hafi stórum batnað. „KJÖT og fiskur“ opnaði nýja verzlun á Laugarásvegi 1 sl. föstudag. Hér er um mjög full- komna sjálfsafgreiðslubúð að ræða, sem selur allar fáanlegar fisktegundir, bæði nýtt og fryst, og kjötvörur. Eigendur fyrirtækisins, þeir Einar Bergmann og Jón Ásgeirs son, reka einnig sjálfsafgreiðslu búð á Þórsgötu 17. Pökkun fisksins er mjög vönd uð og framkvæmd undir eftir- liti fiskimatsmanns. í húsnæði verzlunarinnar á Laugarásvegi 1 er ný, vestur-þýzk pökkunarvél. Lokar hún matvæli inni í öskj- um af 30—40 stærðum. Lokið á öskjunum er gagnsætt cello- Og Norðurlcd^hafna. — Oddur. Friðjóns vaktstjóra. JVfAlAIShnáhr IVÍ SVSOhnuhr ¥ Sn/Mtoma t C/Simm J7 SSúrir K Þrumur 'WZ, KuUoM Zs* Hitaakt HiHmS 1 iÉAssL1 Nú er stillt veður um allt land dag eftir dag. í gær var hitinn 3—6 stig á Suður- Og Vesturlandi, en við frostmark norðaustan lands. Yfirleitt var skýjað, en úrfcomulaust. Þó dropaði sums staðar suð vestan lands, rétt til að væta í rót oig hefta rykið á götun- um. Fyrir sunnan Nýfundnaland er stór og kraftmikil lægð á hreyfingiu NA eftir. Áhrif hennar hér á landi verða lík lega þau, að suðaustan átt og hlýnandi veður verða ofan á l um og upp úr helginni. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: Hæg breytileg átt, skýjað en úrkamulítið. Norðurland til SA-lands Og miðin: Hægviðri, víðast skýj- að. Horfur á sunnudag: Hæg suðlæg átt, dálítil rign ing á Suður- og Vesturlandi en bjart veður og úrkomulaust á Norður- og AusturlandL Þjóðskráin taki v/ð vottorðagjöfum Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var til umræðu í efri deild frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðskrá og almanmaskráningu. Samþykkt var að vísa frumvarp- inu til 2. umræðu og allsherjar- nefndar. Mjög mikilar breytingar Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvað frumvarpið gera ráð fyrir mjög litlum efnislegum breytingum að því undanskildu, er varðaði flutning vottorðsgjafa til þjóðskrárinnar frá Þjóðskjala- safninu og að niður verði lögð hin sérstaka stjórn þjóðskrárinn- ar. Kvað hann þessar vottorðs- gjafir hafa aukizt mjög á síðustu áratugum og sívaxandi hluta starfstíma safnvarða farið til að sinna þessu hlutverki, sem teljast verði óviðkomandi hlutverki safnsins. Þar að aulki hefði af- greiðsla þessara vottorða orðið til truflunar bæði fyrir starfs- menn þess og fræðimenn, sem Bíll eyðilegst í árekstri UM kl. hálf sex í gær varð harð- ur árekstur tveggja bíla við inn- keyrsluna að Shell-stöðinni við Birkimel. Var Ghevroletbifreið, leigubíll frá Steindóri, að koma suður Birkimelimn, en Morris- bifreið norður, er síðurnefnda bif reiðin sveigði í veg fyrir leigu- bílinn, í þeim tilgangi að fara inn á innkeyrslu benzínstöðvar- innar. En þar rákust bílarnir harkalega saman. Er Morrisbíllinn talinn ger- ónýtur eftir árefcsturinn og leigu bíllinn talsvert skemmdur. Engin urðu meiðsli á mönnum. þar hefðu verið að störfum. Þó skuli fram tekið, að vottorðsgjaf- ir presta haldi áfram óbreyttar frá því, sem verið hefur. Sjálfstæðiskaffi og ferðamyndir í Hafnarfirði STEFNIR, félag ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, hefir hinar góðkunnu kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag kl. 3—5. Að lokinni kaffidrykkju verður landkynning um Suðurlönd á veg um ferðaskrifstofunnar Sunnu. Verða þar sýndar mjög fagrar litkvikmyndir frá Spánareyjum, Miðjarðarhafsströnd Frakklands og víðar. Guðni Þórðarson, fram kvæmdastjóri skrifstofunnar, segir um leið frá landsháttum og þjóðlífi í þessum suðlægu löndum. fan, sem heitt loft er látið loka fast. Á lokinu eru mislitir mið- ap, og merkir hver litur ákveðna fisktegund. Þar er einnig núm- er, sem segja til um verkunina, og að lokum er dagsetning, sem á við daginn, þegar fiskinum var pakkað. Á veggtöflu má lesa skýringar á litum og núm- erum. Umbúðir þessar eru hinar snotrustu. Fiskurinn verður seld ur í allt frá 250 gr. öskjum og upp í 2—3 kílógrömm. Verður fiskurinn ekki hlutfallslega dýr- ari í smærri umbúðunum. Þessi pölckunaraðferð er al- ger nýjung hérlendis. Auk fisksins verða fleiri matvæli seld í þessum umbúðum, svo sem sítrónur, epli, appelsínur, rófur, kartöflur o.s.frv. Helgi Hallgrímsson, húsgagna arkitekt, teiknaði innréttingar og réð öllu fyrirkomulagi. Hann sá einnig um allar verlclegar fram- kvæmdir. Æskulýðsstnnd í Neskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag 25. þ,m. kl. 5 e.h. verður efnt til sérstakrar æsbulýðshelgistundar í Neskirkju, sem tiíleinkiuð er fermingarbörnum frá síðasta ári og þeim sem fermast á þeseu árL Þess er vænzt að foreldrar komi með börnum sínuim ti‘1 þess arar heigistundar og kynnist þvi sem kirkjan býður æskufóiki. Hér er brotið upp á nýju J kirkjustarfi þar sem unglingarn ir sjálfir taka virkan þátt í helgistundinni, bæði með lestri ritnimgagreina og bæna og sem flytjendur tónlistar. Það er Bræðrafélag Nessókn- ar, sem undirbúið hefur þessa fyrstu helgistund æslkunnar J Nessókn, og er það von félagis- stjórnarinnar að upp af þessum litla vísi megi vaxa fjölþreytt og gróskuimikið æskulýðsstarf inn ain safnaðarins. Grafarar höggva gegn< um 60 sm. klakalag Á NORÐURLANDI mun ekki mikill klaki í jörðu eftir vet- urinn, en á Suðurlandi kom mik ill frostakafli á mikið til auða jörð og er klakinn því enn tals- verður ofan í jörðinni. Til að fá staðfestingu á þessu, hafði Mbl. samband við Sigur- bjöm Þorkelsson, fortjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Graf- arar vita gerla um klakalagið, þar eð þeir taka 3—4 grafir á dag og verða að höggva sig nið- ur í gegnum það. Sagði Sigurbjöm að klakalag- ið hefði farið upp fyrir 60 sm. á þykkt í vetur, en væri nú 50—60 sm. í báðum kirkjugörð- unum, heldur meira í gamla garðinum, sem er sendnari. —. Væri þetta meiri kiaki ©n mynd azt hefði í jöðm undanfarna vetur. En áður hefði komið fyr- ir að klakalagið færi upp fyrir meter, t d. hefði það gerzt fyr- ir 7—8 árum. Annars var nær enginn klaki í jörðu hér sunn- anlands fram að jólum, en myndaðist í frostkaflanum mikla, sem er nýlega afstaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.