Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 24. marz 1962 Valgrímur Sigurðsson smiður Stykkishólmi Gæðaúríð öllum fremra og frægra - um lönd og höf - hvað gefur betur til kynna örugga smekkvísi nútímamannsins. Aðeins ROAMER býður mér einmitt það er é- 3 Alla kosti (100% vatnspétt. gengur af Hið heimsfræf ’ VALGRÍMUR Sigurðsson smið- ur lézt hinn 16. marz sl. Með hon um hverfur nú yfir móðuna nriklu sérstæður persónuleiki, maður sem þeir sem kynntust bezt gleyma ekki strax og sem óneitanlega setti sinn svip á um- Kverfið. Hann var ekki marg- förull um dagana. Heimakær með afbrigðum og þær voru ekki margar stundirnar sem hann var fjarvistum að heiman úr húsi sínu. Hann var vel verki farinn og kom það sér vel fyrir marga, þvd þeir eru ótaldir sem nutu verka hans og alltaf var hann boðinn og búinn að gera öðrum greiða og helst þeim sem hann vissi að c-rfitt áttu. Bg minnist margra slíkra viðskipta og greiðsla ekki nefnd. Eitt var það í fari Valgríms sem ekki fór fram hjá mönnum og það var hversu öll börn voru að honum hænd og hversú góður hann var við þau. Heiima hjá honum voru ýms þau tæki til leikja sem börn sóttust eftir og voru þau óspart notuð Og mörg voru þau skipti sem herbergið hans og eldhúsið voru full af smáfólki. Valgrímur var fæddur a Harrastöðum á Fellsströnd í Dala sýslu 14. júlí 1884. Foreldrar hans voru Sigríður Gísladóttir og Sig- urður Gíslaison búandi hjón þar. Mörg systkini átti hann og því oft þröngt í búi á hans uppvaxt- arárum en þeim eyddi hann öll- um í foreldrahúsum unz hann giftist þaðan árið 1909, Guðrúnu Hallgrímsdóttur ættaðri af 9kóg- arströnd. Þar byrjuðu þau búskap en árið 1912 fluttu þau að Hrauns fhði í Helgafellssveit og bjuggu þar í 3 ár unz Valgrímur missti konu sína. Tvö börn áttu þau þá á lífi Guðmund vélvirkja, nú bú- settann í Reykjavík og Guðrúnu, sem einnig á þar heima. Valgrím- ur fluttist eftir lát konu sinnar til Stykkishólms. Þar átti hann heima æ síðan. Meðan Valgrímur bjó í Hrauns- firði varð hann fyrir þeirri mann raun sem nú greinir: Fellis- og harðindaárið 1913 til 1914 var mjög að bændum sorfið þar ytra og að aflíðandi páskum fór hann ásamt bændunum Gísla Kárasyni á Horni og Jónasi Stef- ánssyni á Selvöllum inn í Stykkis hólm til að sækja korn handa mönnum og skepnum. Fóru þeir snemma morguns á smábát og gistu í Stykkishólmi um nóttina, enda ekki tilbúnir til heimferð- ar um kvöldið. Morguninn eftir lögðu þeir svo af stað í sunnan- átt og með' hlaðinn bátinn. Eftir því sem lengra var haldið óx og ýfðist sjór og gekk á með hviðum. Þegar komið var á móts við Bjarnarhafnarfjall á sundinu millj Akureyja og lands var kom- ið stólparok og illráðanlegt við siglingu. Skrúfuðust rokstrókarn- ir upp í loftið og í einum slíkum lendir báturinn og skiptir það engum togum að hann hvolfir. Allir komust þeir á kjöl, en-öldu- gangur var svo mikill að við ekk- ert var ráðið. Báturinn bylti þeim af sér hvað eftir annað og að því kom að Valgrímur var einn’ eftir á kjöl. Var það af til- viljun einni að til hans sást úr Akureyjum og gat Bjami bóndi þar með dæmafáu snarræði kom- ið honum til hjálpar. Var Val- grímur þá svo magnþrota að engu mátti muna að hann héldi lífi. Bilaði hann mjög að kröft- um og heilsu eftir þennan at- burð og bar hann menjar þess alla æfi, svo ekki sé minnst á þá hugraun að horfa á tvo heimilis- feður og vini sökkva í sæ rétt hjá sér og geta ekiki rétt hendi til bjargar. Valgrímug. var í 10 ár póstur á Snæfellsnesi. Póstleið hans var úr Helgafellssveit yfir Tröllaháls út Eyrarsveit, fyrir Búlandshöfða um Fróðárhrepp til Ólafsvíkur og síðan suður Fróðárheiði um Stað- arsveit til baka um Kerlingar- skarð. Var þetta löng leið og oft var hann gangandi alla leiðina með byrði á baki. Lítið var greitt fyrir slíka þjónustu en ábyrgð mikil. Smíðar stundaði hann og í Stykkishólmi eftir að hann fluttist hingað og ekki má gleyma því að á síðari árum keypti hann sér lítinn vélbát og stundaði veiðar á honum á sumrin sér til gagns og ánægju. Um margt atlhyglisvert í fari Valgríms mætti Skrifa langa grein en það verður ekki gert nú. Ef til vill síðar á öðrum vett- vangi. Skömmu áður en hann lézt gaf hann til kirkjubyggingar og elli- heimilisbyggingar í Stykkiáhólmi sínar 10 þúsundir í hvorn stað. Hann unni kirkju Og kristin- dómi og vissi að án hans væri allt menningarlíf lítils virði. Með okkur Valgrími var góð vinátta sem hélst til leiðarloka. Hann brást aldrei vinum sínum það fékk ég víst að reyna. Því er mér mikil eftirsjá að hönum. Gerði sannarlega ekki ráð fyrir þvi að svona skjótt skildu leiðir. Eg kveð hann með þökik fyrir allt. Blessuð veri minning hans. Árni Helgason Vinno Heimilishjálp óskast. Góð vinnuskilyrði á nýtízku heimili. Gott kaup og mikil frí. Skrifið Mrs Black, Nesfield, Ferncliffe Drive, Keighley, Eng- land. Koup — Sulu Kaupsýslumannstimaritið „Export-Import-The Bridge to the World“ segir frá nýjum fram leiðsluvörum og söluárangri á ensku og þýzku og auglýsir fram leiðsluvöru yðar um víða veröld. Fáið ókeypis eintak! Schimmel Publications, Wurzburg, West- Germany — Umboðsmaður ósk- ast. Bátur óskast lð—40 tonna mótorbátur ósk- ast til leigu á handfæraveiðar. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir hádegi á mánudag, merkt: „4230“. Hilmar Guð- mannsson minning F. 18. jan. 1938 D. 26. des. 1961 Týndist í Þýzkalandi fyrir jólin í vetur. Ég man þig frændi, vinur vorsins bjarta í vaskra drengja sveit á æskutíð. Ég man sem barn þú hvíldir mér við hjarta, ég horfði 1 augun síkær og undurblíð. þú áttir marga mjúika hrokkna lotoka, er mildri hönd ég strauk um kollinn þinn. Og svipur þinn var gæddur glöðum þoktoa, því gleyini ég aldrei, hjartans vinur minn. Því varð svo dimmt og dapurt mér í sinni, er dagm þinn var hörfinn minni braut. Svo tómt og kalt þá varð í veröldinni, er vonir þínar suktou í djúpsins skaut. Já, þú varst horfinn. — hljóðir vinir sakna. — Þú hlauzt að dvelja á annarlegri strönd? Nei, aldrei framar vonir okkar vakna, þótt vorið fari hönd um sæ og lönd. Samt bið ég Guð að hlessa vini þína við burtför héðan elsku frændi minn. Ég bið þér sendi hann bjarta engla sína, er blíðu og friði gleðji anda þinn. Og sveitin þín, hún brosir bráðum aftur í blíðu morguns, ilmi og fuglasöng, þá bið ég gefist von og vorsins kráftur þar vinum þínum sumardægrin löng. Kveðja frá föðursystur. Samkomur K.F.U.M. í kvöld: Almenn samkoma f Laugarnestoirkju kl. 8.30. Ástráð- ur Sigursteindórsson skólastjóri, talar. Nokkur orð: Brynhildur Sigurðardóttir hjúkrunarnemi. Blandaður kór syngur. — Allir velkomnir. Á morgun, sunnudag: K1 10.30: Sunnudagaskóli. —r K1 13.30: Drengjadeildir Amt- mannsstíg, Kirkjuteig, Langa- gerði. Bamasamkoma í Kársnes- skóla, Kópavogi. K1 20.30: Síð« asta samkoma æskulýðsvikunnar, Nánar auglýst á morgun. Boðun fagnaðarerindisins Almennar samkomur Á morgun, sunnudag, Austurg. 6, Hafnarf. kl. 10 f.h. Hörgshlíð 12 Rvík kl. 4 e. h. Bamasamkoma, litskuggamyndir. Kl. 8 e. h. Al- menn samkoma. j Bifvélavirki sem unnið hefur mikið við diesel og þunga- vinnuvélar óskar eftir vinnu Vinsamlegast sendið tilboð til afgr. Mibl. fyrir 4. apríl, merkt: „Reglusamur 00456 — 422i5“. Móðir okkar og tengdamóðir JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala hinn 16. þ.m. — Útförin hefur farið fram Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug. Reykjavík, 23. marz 1962 Margrét Brandsdóttir, Svava Brandsdóttir Haraldur Guðmundsson Faðir okkar, GUÐMUNDUR ÁRNASON húsasmiður lézt í Landakotsspítalanum hinn 18. þ.m. — Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju n.k. mánudag kl. 10,30 f.h. Börn hins látna Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar EYRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR Njarðargötu 43 Guðrún Marelsdóttir, Eiríkur Marelsson, Sigurbjörg Marelsdóttir, Rúnar Már Marelsson. Soffía Marelsdóttir, Sigurður Marelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.