Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBl AÐJÐ Þriðjudagur 27. marz 1962 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átjm.) * Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: óðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMAR í KLÍPU TTh'nn alþjóðlegi kommún- ismi er í slæmri klípu um þessar mundir. Skipulag hans hefur leitt stórkostleg vandræði yfir þær tvær stórþjóðir, sem það hefur ver ið kúgað upp á, Rússa og Kínverja. Báðar eru þessar þjóðir einar mestu akur- yrkjuþjóðir heims. Engu að síður er það fyrst og fremst kornskortur og vandræði á sviði landbúnaðar þeirra, sem veldur þeim nú hrika- legum erfiðleikum. Kínverj- ar hafa orðið að kaupa geysi legar kombirgðir frá „auð- valdsheiminum“ til þess að koma í veg fyrir hungurs- neyð í landinu. Sjálfur Krúsjeff hefur orðið að lýsa því yfir á flokksþingi rúss- neskra kommúnista, að allar áætlanir hans um fram- leiðsluaukningu rússnesks landbúnaðar hafi gersamlega brugðizt. Samyrkjubúskapur inn sé í raun og veru að ríða rússneskum landbúnaði að fullu. Hins vegar hafi stór- felld framleiðsluaukning orð- ið hjá einkaframtakinu í rússneskum landbúnaði. En það eru ekki aðeins kornvandræði Kínverja og Rússa, sem valda kommún- istum áhyggjum um þessar mundir. Hið pólitíska ástand í leppríkjum Rússa er hið bágbomasta. í Búlgaríu hafa kommúnistar til dæmis neyðzt til þess að gera víð- tækar stjómarbreytingar og vitað er að þar ríkir mikil ólga innan sjálfs kommún- istaflokksins og mögnuð ó- ánægja meðal alls almenn- ings í landinu. í Ungverjalandi, þar sem kommúnistar hafa stært sig af að hafa framkvæmt full- kominn samyrkjubúskap í landbúnaðinum, hefur Kad- arstjómin neyðzt til þess að birta fregnir, sem sýna að einkaframtakið þar í landi fer langt fram úr samyrkju- búunum. Aðeins 10,5% af ræktuðu landi í Ungverja- landi er í höndum einka- framtaksins, en þessi 10,5% af landinu framleiða hvorki meira né minna, samkvæmt yfirlýsingum kommúnista sjálfra, en 63% af landbún- aðarframleiðslu Ungverja ár- ið 1961! Þannig er sama hvert lit- ið er. Hinn kommúníski sam- yrkjubúskapur stendur alls staðar gjaldþrota. Það er einkaframtakið í landbúnað- inum, sem heldur lífinu í þeim þjóðum, sem hinu kommúníska skipulagi hefur verið þröngvað upp á. í Póllandi hafa kommún- istar neyðzt til þess að fella niður nauðungarkennslu í marxisma í framhaldsskólum landsins vegna óbeitar nem- endanna á þessari „fræðslu“. Allt bendir þetta til þess, að sá tími nálgist að spila- borg hins kommúníska ein- ræðisskipulags hrynji til grunna. Sjálfir höfuðpáfar þess hafa orðið að viður- kenna frammi fyrir alheimi, að meginkenningar marx- ismans hafi reynzt ófram- kvæmanlegar. Þær hafi leitt hungur og skort yfir þær ólánssömu þjóðir, sem notað- ar hafa verið sem tilrauna- kanínur kommúnista. KARLAGROBB U’ldgamalt karlagrobb hefur enn einu sinni skotið upp höfðinu í Tímanum. Sl. sunnudag heldur blaðið því ekki einungis fram í for- ystugrein sinni, að Framsókn arflokkurinn hafi haft for- ystu um byggingu sundhall- arinnar í Reykjavík, heldur hafi hann og haft forgöngu um fyrstu virkjun Sogsins í harðri andstöðu við Sjálf- stæðisf lokkinn! Fyrir nokkrum árum voru Framsóknarmenn alltaf van- ir því að láta þessari stað- hæfingu sinni fylgja yfirlýs- ingu um það, að þeir hefðu einnig einir haft forgöngu um byggingu Háskóla ís- lands! Það er auðséð að það er kosningaskjálfti kominn í Framsóknarmaddömuna. — Þess vegna grípur hún þess- ar gömlu lummur og ber þær á borð fyrir reykvíska kjós- endur. En þær munu nú eins og fyrri daginn verða mál- stað Framsóknarflokksins að litlu liði. Allir Reykvíkingar sem komnir eru til vits og ára muna, að Framsóknar- flokkurinn rauf Alþingi árið 1931 m. a. til þess að koma í veg fyrir fyrstu virkjun Sogsins. Honum tókst að tefja ríkisábyrgð fyrir lán- inu til Sogsins í nokkur ár. Þá var andstaða hans brot- in á bak aftur og Sjálfstæð- ismenn hrundu fyrstu virkj- un Sogsins í framkvæmd. Svipuðu máli gegnir um hitaveituna og fjölmargar aðrar nauðsynjaframkvæmd- ir í höfuðborginni. Fram- sóknarmenn reyndu eftir fremsta megni að hindra þær. Um Sundhöll Reykjavíkur Brezki flugherinn er um þessar mundir að taka í notkiun nýja gerð flutninga- flugvéia, sem nefnist Argosy C. MK 1. Hefur flug herinn fest kaup á 56 vélum af þessari gerð. Þær geta lestað um 14 tonn, eða flutt 69 hermenn með allan út- húnað. Mynd þessi er tekin afturúr Argosy vél, en fyrir aftan hana sjást tvær aörar á flugi. Á afvopnunarráðstefnunni í Genf eru fulltrúar frá 17 þjóðum. En mest ábyrgð hvílir þó á herð- um utanríkisráðherranna þriggja, sem hér sjást. Þeir eru, talið frá vinstri, Andrei Gromyko frá Sovétríkjunum, Dean Rusk frá Bandaríkjunum og Home lávarður frá Bretlandi. °g byggingu hinna nýju húsakynna Háskóla íslands höfðu þeir sannarlega enga forystu. Ýmsir af leiðtogum Framsóknarflokksins sýndu Háskólanum þvert á móti fullan fjp.ndskap í mörgum málum og sundhöllin reis í skjóli gifturíkrar forystu Sjálfstæðismanna í bæjar- málum Reykjavíkur. ÖRNINN ¥> jartmar Guðmundsson, ® Gunnar Gíslason, Jón Skaftason og Birgir Kjaran hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um ráðstafanir til vemdunar ís- lenzka erninum. Leggja þeir til að ríkisstjórninni vérði falið að gera ráðstafanir til að athugun fari fram á því, hvað tiltækilegt sé að gera, er afstýrt geti því að ís- lenzki örninn verði aldauða. í greinargerð er frá því skýrt, að 10 eða 11 arnarpör hafi verið við hreiður hér á landi sl. sumar og gizkað sé á að allur arnarstofninn sé milli 30 og 40 fuglar. Fyllsta ástæða er til að gefa þessum málum gaum. Haförninn er konungur hins íslenzka fuglaríkis. Að hon- um væri hinn mesti sjónar- sviptir, ef hann hyrfi, en á þvi er greinilega mikil hætta. Má í þessu sambandi á það benda, að áratugir eru nú liðnir síðan haförninn var aldauða á Bretlandseyjum og í allri Skandinavíu eru nú aðeins örfá amarpör eftir. Annars staðar í heiminum mun þessi svipmikli fugl svo að segja horfinn. Hinu ber ekki að neita, að nokkrir íslenzkir bændur, og þá fyrst og fremst eyjabænd- ur, hafa stundum orðið fyrir allmiklu tjóni af völdum arnarins. Öll sanngirni mæl- ir með því, að það tjón sé frekar bætt en að haldið verði áfram að drepa öminn og láta hann þar með verða aldauða í landinu. 13 ríki kaupa skuldabréf SÞ ENN HAFA 4 ríki tilkynnt a8 þau muni kaupa skuldabréf Sam- einuðu þjóðanna, sem gefin eru út til ' að tryggja samtókunum 200 milljón dollara lán. Þessi ríki eru Burma með 100.000 doll- ara, Malaja með 340.000 lollara, Indland með 2 milljónir dollara og írland með 300.000 dollara. Hafa þá alls 13 ríki heitið að kaupa skuldaibréfin, þeirra á með al Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Hin eru Ástralía, Bandaríkin, Bretland. Kanada og Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.