Morgunblaðið - 27.03.1962, Side 13
Þriðjudagur 27. marz 1962
MORGrNTtLAÐIÍ)
13
Leikhúsdagur þjóðanna
eftir Jean Cocteau
ÞAÐ er eðli leikhússins að ala
þessa þversögn: Mannkynssag-
an, sem tíminn máir, og goð-
fræðin, sem tíminn mótar, öðl-
ast sinn eina sanna veruleika á
leiksviðinu,
Vafalaust væri það ágætt ef
dávaldur gæti sefjað áhorfend-
ur í þéttsetnu leikhúsi og talið
þeim trú um að þeir hafi not-
ið hálistrænnar sýningar. En
þvi miður eru slíkir galdramenn
ekki til og það verður að vera
hlutverk leikskáldsins að skapa,
með þeim ófullkomnu aðferð-
um sem það hefur yfir að ráða,
almenna sefjun og eiga þannig
draum sinn með áhorfendum,
því í svefni og draumum er
einhver undursamlegur töfra-
máttur, sem er óháður efnahag
manna.
Leikhúsið, sem líkir eftir
þessu undri, krefst af áhorfend-
um næstum bamslegrar trú-
girni. Beztir allra áhorfenda eru
gestir brúðuleikhússins ogþann-
ig yrðu einnig okkar áhorfend-
ur, ef þeir aðeins gætu látið
af ósveigjanlegum mótþróa sin-
um og hrifist svo með leiknum,
»ð þeir hrópuðu upp, t. d. til
Ödipusar: „Ekki giftast Lóköstu!
Hún er rnóðir þin!“
Þó gerist það stundum, án
þess að svo langt sé gengið, að
hópur áhorfenda þiðnar við yl-
inn df hugsýn, sem var honum
hulin, en tekur að lýsa í huga
hans, líkt og að þar hafi hún
kviknað; samhugur ríkir. Þessi
hópur er sem ein vera, næstum
barnsleg sál, sem skilur eftir
trú sína og skoðanir í fata-
geymslunrii, reiðubúinn að
sækja hvort tveggja þangað aft-
ur að sýningu lokinni.
Sönn aðdáun er ekki vakin
með algengum hugmyndum eða
skoðunum, heldur hlutdeild í
hugsýn, sem við höfum ekki
fóstrað sjálf, en tileinkum okk-
ur að sHku marki, að okkur
finnst jafnvel að við gætum
hafa skapað hana.
Þetta er því eins konar ást,
vegna þess að 1 ást geta and-
stæður sameinast. Er ekki starf
leikhússins hið lýsandi dæmi
um OMOSIS — þessa náttúru-
athöfn að teyga lífið? Því þeg-
ar allt kemur til alls er sá
túlkandi mikilhæfastur, sem
lætur líta svo út sem hann skapi
hlutverk sitt jafnóðum og hann
flytur það, til hæfis hverjum
og einum, sem á hann hlýðir.
Jafnvel í Frakklandi, þar sem
menn eira illa tilhugsuninni um
að láta svæfa sig, — þar sem
einstaklingshyggjan er svo sterk,
að menn sporna af alefli gegn
þeirri sefjun, sem leikhúsið beit
ir, — jafnvel Frakkar hafa ný-
lega sýnt, í Leikhúsi þjóðanna,
hversu þá hungrár og þyrstir
eftir að láta skemmta sér, þó
ekki með auðvirðilegum brögð-
um. Ágætustu leikflokkar hafa
komið ineð snilldarverk þjóð-
tungna sinna og með eldmóðin-
um einum í túlkun leikaranna
hefur þeim tekizt að töfra á-
horfendur, sem margir hefðu
ekki álitið færa um að gleyma
sínu eigin tungutaki og sínum
eigin vandamálum, til þess að
gefa því gaum hvernig þessu
er háttað hjá öðru fólki.
Leikhúsdagur heimsins mark-
ar þau tímamót, er hinn furðu-
legi hjúskapur hins einfalda og
hins margbrotna, hin hlutlæga
og hins huglæga ,hins meðvit-
aða og hins ómeðvitaða mun
sýna heiminum sérkennileg af-
sprengi sín.
Mörg misklíðin í heiminum
stafar af því djúpi, sem hin
ólíku tungumái skapa milli
mannnanna. Það er gegn þess-
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Klerkar í klípu
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar
frumsýndi sl. laugardagskvöld
gamanleikinn „Klerkar í klípu“,
eftir enska rithöfundinn Philip
King, en höfundurinn er hér að
góðu kunnur af gamanleiknum
„Tannhvöss tengdamamma", sem
hann er höfundur að ásamt
Falkland Cary, en Leikfélag
Reykjavíkur sýndi þann leik
árið 1957 við mikinn fögnuð
leikhúsgeesta, enda urðu sýning
ar félagsins á leiknum alls 86
og eru þá taldar með sýningar
úti á landi. L. R. er nú að
hefja „sýningar á leiknum
„Taugasírið tengdamömmu“ eft-
ir sama höfund og er það fram-
hald af þeirri „Tannhvössu“. —
Sýndi L. R. „Taugastríðið“ úti á
landi sl. sumar.
„Klerkar í klípu“ er bráðfjör-
ugt og fyndið leikrit. Geristþar
hvert atriðið öðru hlægilegra
og með þeim hraða að áhorf-
endur hafa varla við að „taka
á móti.“ Leikurinn fer fram á
Btríðsárunum á heimili séra
Lionel Toop’s og Penelope, hinn
er ungu og fríðu konu hans.
Hún var leikkona áður en hún
giftist séra Toop og er því nokk
uð frjálslegri í háttum, en sum-
um þykir hæfa virðulegri prest-
frú. Er hún einkum þymir í
eugum ungfrú Skillon, miðaldra
piparmeyjar, sem lætur van-
þóknun sína í ljós. Og þegar
ungur leikari, vinur prestfrúar-
innar og nú í hemum, kemur
í heimsókn til hennar tekur
fyrst út yfir. Hefjast þá hinar
kostulegustu atburðaflækjur,
misskilningur og gauragangur á
prestsheimilinu, svo að engu er
líkara en að allir séu meira og
minna bilaðir í kollinum. Fer
Bvo að prestarnir eru orðnir
fjórir á leiksviðinu, en ekki aU-
ir jafn „ekta“, og aldraður
fciskup að auki. Skapar þetta
hina fáránlegustu og skemmti-
iegustu ringulreið, enda linnti
»ldrei hlátri leikhúsgesta frá
byrjun til leiksloka.
Steindór Hjörleifsson hefur
haft leikstjórnina á hendi og
farizt það prýðilega. Leikurinn
Frh. á bls. 23.
ari misklíð og þessari hindrun,
sem hinni mikilfenglegu og
margbrotnu vél leikhússins er
nú stefnt.
Þjóðirnar munu nú loks kynn
ast gersemum hver annarrar,
fyrir tilstilli alþjóðlegu leikhús-
dagannna, og munu starfa sam-
an að hinu háleita friðarverk-
efni.
Nietzsche sagði: Hugmyndir,
sem breyta svip heimsins, koma
til vor á dúfufótum. Ef til vill
getur það orðið eftir leið, sem
hingað til hefur um of takmark-
ast af því einfalda áformi að
vera til gamans, að æska heims-
ins hafi hag af að sækja glæst-
an og lifandi háskóla, þar sem
fyrirlestrarnir eru gæddir holdi
og blóði og þar sem snilldar-
verk allra þjóðtungna eru sýnd
í sínum upprupnalega ofsa, ekki
útþynnt af amstri hins einmana
nemanda.
Ég vil ennfremur segja þetta:
Því er haldið fram að véla-
menningin hafi greitt leikhús-
inu banahöggið. Því trúi ég ekki
I eitt andartak og þar sem Al-
Jean Cocteau
þjóða leikhúsmálastofnunin hef-
ur falið mér að tala í sínu
nafni, lýsi ég yfir, svo sem
forðum var gert, er konungar
vorir áttu í hlut, — ég breyti
forskriftinni aðeins óverulega:
Ef leikhúsið er dáið, lengi lifi
leikhúsið.
Isíenzk leiklist og leikhúsmál
í DAG er haldinn alþjóða leik- ur hefur þó án efa verið Banda-
húsdagur að tilhlutan Aliþjóða lag íslenzkra leikfélaga, sem
leikhúsmálastofnunarinnar, sem ! stofnað var sumarið 1950. Stofn-
hefur aðsetur sitt í París. Hér félögin voru allmörg, eða flest
verður ekki gerð grein fyrir þess j starfandi leikfélög utan Reykja-
ari stofnun sérstaklega eða til-! víkur auk fjölda ungmemnafé-
gangi hennar, því að það er' gert laga. Verksvið Bandalagsins
Sigurður Grímsson
á öðrum stað hér í blaðinu. Hins-
vegar er ekki úr vegi á þessum
degi að víkja nokkrum orðum
að leikhúsmálum okkar fslend-
inga, þróun íslenzkrar leiklistar
á síðari árum og hversu við er-
um staddir í þeim málum í dag.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja ,að leiklistaráhugi manna
er almennari og meiri hér í landi
en líklega nokkursstaðar annars-
staðar og að þessi álhugi hefur
færst mjög í aukana á síðasta
áratugi. Kemur hér margt til.
A þessu tímabili hafa risið upp
myndarleg félagsheimili víða um
byggðir landsins og við það hafa
gjörbreytzt til hins betra allar
aðstæður til leiksýninga úti um
land. Þetta hefur orðið til þess
er að útvega bamdalagsfélög-
unum verkefni við þeirra
hæfi og ýmislegt, sem til leik-
sýninga þarf, svo sem búninga
eftir því sem hægt er, semja við
höfumda um sýningarrétt á verk-
um þeirra o. fl. Jafnframt ann-
ast Bandalagið fræðslustarfsemi
um leiklist og hefur haldið nám-
skeið í leiktjrildamálun og förð-
un og hefur haft milligöngu um
útvegun leikstjóra. Auk banda-
lagsfélaganna hafa skólar og
fjöldi félagssamtaka utan Banda-
lagsins leitað til þess um margs-
konar fyrirgreiðslu. Hafa um 30
—50 meiriháttar verk verið sýnd
árlega á vegum bandalagsfélag-
anna, auk smáþátta svo tugum
skiptir. Hefur starfsemi Banda-
99
Farið í leikhús,44
kjororð leikhúsdags þjóðanna
að ýms félagssamtök í þorpum I lagsins aukist mjög með fjölgun
/v rf (itta i í w\ 1 a (I r-1 c n.o ro n T rvTn _ i 43A1 „ hi ^ÍL — I _. 11 ___ "iv"r r T—— T
EINS og skýrt hefur verið frá í
fréttum er 5 ára afmæli Leik-
húss þjóðanna í dag og er þess
minnst með því að haldinni er leik
húsdagur um allan heim. Fyrir
þessum leikhúsdegi gengst Al-
þjóða leikhúsmálastofnunin, sem
hefur aðsetur í París og eru 42
þjóðir frá öllum heimsálfum að-
ilar að henni.
Ísland er aðili að Alþjóða leik
biúsmálastöfnuninni og þar af
leiðandi er leikhúsdagsins minnst
hér á landi í dag. í tilefni hans
verða leiksýningar í Þjóðleik-
húsinu, sem sýnir Skugga-Svein
Og í Iðnó, sem sýnir Kviksand.
Tiil þeasara leiksýninga bjóða
Þjóðleifchúsið og Leikfélag
Reykjavíkur ýmsum aðilum. f
kvöld verður svo sérstök dagskrá
í Ríkisútvarpinu tileinkuð leik-
húsdeginum. Flytur Guðlaugur
Rósirukrans Þjóðleilkihússtjóri,
formaður TslandsdeHdar Alþjóða
leilkhúsmálastofnunarinnar, á-
varp og Sveinn Einarsson flytur
erindi.
Stjórn fslandsdeildar stofnunn
arinnar skýrði fréttamönnum frá
starfsemi hennar fyrir skömmu,
en stjórnina skipa Guðlaugur
Rósinkrans, f.h. Þjóðleikhússins
Og er hann formaður, Brynjólf-
ur Jóihannesson f.h. Leikfélags
Reykjavíkur og Jón Sigurbjörns-
son f. h. Félags ísl. leikara og
er hann ritari.
Alþjóða leikhúsmálastofnunin
var stofnsett 1947 og var fyrsta
ráðstefna hennar haldin í Prag
1948. Að stofnuninni stóðu 36
þjóðir flestar frá Evrópu, en nú
hafa sex þjóðir bætzt í hópinn
Og auk þess hafa fiimrn sótt um
upptöku.
í hverju þátttökulandanna er
starfandi sérstök deild stofnun-
arinnar og eru leikhús, leikfélög
félög leikritahöfunda, leiklistar-
gagnrýnenda, leikstjóra, sjónvarp
Og útvarp í hverju landi aðilar
að henni.
ísland gekk í Alþjóða leikhús-
málastofnunina 1957 á ráðstefnu,
sem haldin var í Aþenu.
Fyrir fimm árum hóf Leikhús
þjóðanna í París starfsemi sína
á vegurn Alþjóða leikhúsmála-
stofnunarinnar og starfar það
nokkra mánuði ársins. Þangað
koma leikflokkar alls staðar að
úr heiminum og sýna þjóðleg
verk, á sínu eigin máli.
Alþjóða leikhúsdagurinn, sem
haldinn er í dag er sá fyrsti sinn
ar tegundar og er tilgangur hans
að glæða áhuga á leiklist al-
mennt og leiklistarsamvinnu
þjóða í milli. Kjörorð dagsins
er „Farið í leikhús“. Hans er
minnst með leiksýningum og ým-
iskonar hátíðahöldum í öllum
löndum, sem aðilar eru að Al-
þjóða leikhúsmálastofnunni. í
tilefni dagsins hefur franski leik
ritahöfundurinn og lei'karinn Je-
an Cocteau samið ávarp, sem
birt verður í blöðum allra landa,
sem aðild eiga ,að leikhúsmála-
stofnuninni.
og sveitum landsins hafa stofn
að til leiksýninga, undir stjórn
góðra manna, ýmist úr byggðar-
laginu, eða þá að fengnir hafa
verið leikstjórar annarsstaðar
frá, einkum héðan úr borginni.
Þessar bættu aðstæður til leik-
sýninga úti á landi, hafa einnig
orðið til þess að margir leikflokk
ar hafa á sumrin ferðast um lamd
i og haldið leiksýningar og hvar-
vetna verið tekið með miklum
fögnuði og áhuga. Auk þessa hafa
Þjóðleikhúsið og Leikfélag
Reykjavíkur farið að staðaldri
á sumrin með leikrit út á lands-
byggðina. Leikfélagið hóf þessar
ferðasýningar þegar árið 1931,
er það sýndi gamanleikinn
„Húrra krakki!“ Þá um sumarið
og síðar hefur það sýnt fjölda
leikrita víðsvegar um landið, síð
ast í fyrra sumar „Taugastríð
tengdamömmu", sem það sýnir
nú hér í borginni. Þá hefur Þjóð-
leikhúsið átt mikinn þátt að því
að vekja leiklistaráhuga manna
úti um lar.d með fjölda leiksýn-
inga þar allt frá því er það hóf
starfsemi sína. Telst mér svo til
að það hafi sýnt á leikferðum
sínum tíu ieikrit, sum þeirra með
beztu leikritunum, sem það hef-
ur sýnt hér, svo sem Brúðuheim-
ilið. Rekkjan, Horft af brúnni,
Faðirinn, Horfðu reiður um öxl
o. fl., alls á þriðja hundrað sýn-
ingar á um 140 stöðum. Flestar
sýningar hafa verið á „Horfðu
reiður um öxl“, eða 53 á 47
félagsiheimilanna. Nú er Banda-
lagið að hefja útgáfu tímarits,
sem ætlað er meðal annars að
birta athyglisverð leikrit eftir
íslenzka og erlenda höfunda. Mun
fyrsta hefti tímaritsins væntan-
legt í næsta mánuði og birtist
þar í íslenzkri þýðingu hið frá-
bæra leikrit „Draumleikur“ eftir
August Strindberg.
Jafnframt leiklistaráhugia
manna hér hefur leiklistin sjálf
tekið stórstigum framförum á
síðustu árum, ekki síst hér í höf-
uðborginnd. Viðvaningsbragur-
inn, sem eðlilega gætti nokkuð
hér áður, er að mestu horfinn á
leiksýningum hér þó að ýmislegt
standi þó enn til bóta. Hér hafa
leikskólamir, sem starfræktir
hafa verið undanfarið af nokkr-
um mikilhæfum leikurum, og þó
ekki síður leikskóli Þjóðleikhúss
ins, átt hvað ágætastan þátt að
svo og ballettskóHnn, sem Þjóð-
leikhúsið hefur starfrækt frá
byrjun undir öruggri stjórn
Bidsteds ballettmeistara. Árang-
urinn af starfi allra þeirra ágæt-
ismanna, sem að leiklistarmálum
okkar hafa unnið hin síðustu ár
hefur orðið geysimikill, svo sem
meðal annars má sjá á hinni
glæsilegu sýningu Þjóðleikhúss-
ins á „My Fair Lady“ um þessar
mundir. Þó hygg ég að sýning
þess hefði ekki orðið jafn af-
burðagóð og raun ber vitni, ef
ekki hefði notið vði hinna snjöllu
listamanna, leikstjórans Sven
stöðum. Hefur þessi víðtæka Áge Larsen og ballettmeistarans,
starfsemi allra framangreindra , Erik Bidsteds. Við eigum marga
aðila vitanlega átt sinn veiga- j ágæta leikara og góð leikara-
mikla þátt að því að glæða leik- : efni, en það sem okkur vantar
listaráhuga manna og örfa félög fyrst og fremst eru mikilihæfir
úti á landsbyggðinni til leikstarf leikstjórar, vel menntaðir í sinini
semi. En einn allra áhrifamesti j grein, er hafa átt þess kcxst að
aðilinn að þessari þróun leik- \ kynna sér hið bezta í leikstjóro
starfseminnar utan Reykjavík- ^ erlendis. Sigurður Grímsson.