Morgunblaðið - 27.03.1962, Síða 19
Þriðjudagur 27. marz 1962
MORGUISBL AÐIÐ
19
Flugfreyjur
Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands verður
haldinn í Glaumbæ miðvikudaginn 28. marz kl. 4.
STJÓRNIN.
Framtíðaratvinna
Ungur maður, 17—20, óskast til fatapressunar,
þarf ekki að vera vanur. Lysthafendur sendi nöfn
sín til afgr. blaðsins, fyrir laugardag, merkt:
„Atvinna — 4137“.
Kaupmenn — K,aupféMlj
FREÐÝSAN KOMIN.
VESTFIRZKA HARÐFISKSALAN
Símar 3-80-30, 3-75-16 — Pósthólf 259 — Reykjavík.
Málverkasýningu
Sigurðar Kristjánssonar Týsgötu 1 verður fram-
lengt til mánaðamóta. Skipt hefur verið um myndir,
því flestar myndirnar á sýningunni seldust.
Aðgangur er ókeypis. Opið frá kl. 13 til 19 daglega.
NÝKOMIÐ :
HOLLE m
KVENSKÓR
Verð kr. 398.00
SKÓSALAN
LAUGAV'EGI 1
Verkfræðingur
til hagræðingarstarfa
( R A S JON ALISERINGS ARBEID )
Við viljum ráða verkfræðing til að vinna að vinnu-
hagræðræðingar verkefnum.
Menntun í reksturstækni er ekki nauðsynleg, þar
sem við munum veita kennslu og æfingu á aðal-
skrifstofu okkar í Noregi, en umsækjandi þarf að
hafa minnst 2 ára starfsreynslu ásamt vilja og
áhug'a fyrir verkefninu.
Full laun verða greidd á námskeiðstímanum.
Sá sem verður ráðinn mun verða búsettur í Reykja-
vík og staðan mun veitá réttum manni hagstæð
skilyrði.
Umsóknir, gjarnan á íslenzku, með upplýsingum
um menntun, starfsreynslu og Öðrum persónulegum
upplýsingum sendist fyrir 2. apríl til
INDUSTRIKONSULENT A. S.
Kvisthaga 25 — Reykjavík.
Sinfóníu-
hijómsveit
íslands
TÍUNDU tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands fóru fram í
Samkomuhúsi Háskólans 22.
marz. Stjórnandi var Jindrich
Rohan, en einleikari á cello Ein-
ar Vigfússon. Á efnisskránni voru
verk eftir Beethoven, Tschaik-
owsky, Sibelíus og Mendelssohn.
Tónleikarnir hófust með Eg-
mont-forleiknum eftir Beethov-
en. Ég kvíði jafnan fyrir að
heyra innganginn að þesu hetju-
lega verki, vegna misskilnings
margra dírigenta á tempóinu.
Hér var það í lagi, rólegt og
breitt. Rohan flutti verkið af
mestu snilld, og byggði það upp
á glæsilegan hátt, allt frá himun
dökku sarabanda hljómum upp-
hafsins til hinna glæsilega sigur-
hljóma í lok verksins.
Rokoko-tilbrigðin op. 33 fyrir
cello og hljómsveit eftir Tschaik-
owsky er mjög vinsælt verk,
enda elskulegt og aðgengilegt.
Einar Vigfússon lék hér einleiks-
hlutverkið með miklum yfir-
burðum. Einar er fullþroskaður
listamaður og verðskuldar mikið
lof fyrir glæsilegan leik sinn í
þessu verki.
Sinfóníska skáldverkið „Tapi-
ola“ eftir Sibelíus er langt
og mikið verk, en var hér
flutt allmikið stytt. Orkar það
jafnan tvímælis hvort leyfilegt
eða rétt sé að breyta ( því breyt-
ing er það) verkum á þennan
hótt. Ég játa, að ég er ekki sér-
lega hrifinn af einmitt þessu
verki meistarans, en mér fannst
þó að það hefði mátt njóta sín
betur. Kalevala-verk Síbelíusar
eru merkileg og táknar þetta
verk heimkynni skógarguðsins
Tapio.
Skozka sinfónían eftir Mend-
elssohn var síðust á efnisskránni.
Fingals-forleikur hans og skozka
sinfónían heyra til hans fegurstu
og snjöllustu verka. Hefur tón-
skáldið notað hér skozk þjóðlög
í öðrum þætti og í lokaþætti.
Það er rétt sem dr. Hallgrímur
Helgason segir í inngangsorðum
að þessum tónleikum: „Sinfónía
þessi er veigamest af öllum sin-
fónískum verkum Mendelssohns.
Hún er ágætt dæmi um róman-
tíska músik“.
Þáttur Rohans og hljómsveit-
arinnar var hér framúrskarandi
góður. Rohan h'efur unnið mikið
og gott starf hér sem hljómsveit-
arstjóri og þjálfari hljómsveitar-
innar. Hann er samvizkusamur
og mjög alvörugefinn listamaður,
og vinnur markvisst með hljóni-
sveitinni. Forleikur Beethovens,
svo og skozka sinfónía Mendels-
sohn báru þess fagurt vitni
hversu ágætur og öruggur stjóm
andí Rohan er.
Stjórnanda, einleikara og hljóm
sveit var ákaft fagnað, og voru
þessir tónleikar í tijlu hinna
beztu, sem hljómsveitin hefur
haldið til þesso.
P. í.
fi'fj
HPINCUNUM.
Qfouhþáw*
A'týtta-i&utiá 4
ýr Híjómsveit Andresar Ingólfssonar
•jr Söngvari Harald G. Haralds
ITALSKI BARINN
OPÍNN í KVÖLD
NEO-tríóiö
og
Margit Calva
KLÚBBURINN
i Eldgleypirinn YASMIN skemmtir |
Sameignarfélagið Faxi
Reykjavík
Sameigendurnir, Borgarstjórn Reykjavíkur og
h.f. Kveldúlfur hafa ákveðið að leita tilboða í eignir
félagsins, með það fyrir augum að selja þær, ef
viðunandi tilboð berst, að dómi eigendanna.
Hefir undirrituðum verið falið að auglýsa eftir
tilboðum og veita þeim viðtöku.
Skrár um eignirnar, fastar og lausar, geta menn
fengið í bcrgarskrifstofunum, Pósthússtræti 9,
I 6. hæð, kl. 11—12, alla virka daga frá miðvikudegi
28. þ.m., gegn 200 kr. skilatryggingu, svo og hjá
undirrituðum, sem veita upplýsxngar, eftir nánara
umtali.
Er óskað eftir tilboðum í allar eigrárnar, sameigin
lega, eða hluta þeirra, og verður tekið við tilboðum,
hverskonar fyrirvara sem bjóðendur kunna að setja.
Tilboðum verður veitt viðtaka til laugardags 28.
apríl næstkomandi kl. 12 á hádegi.
Fyrir s.f. Faxa, Reykjavík, 25. marz 1962
Björgvin Frederiksen, borgarfulltr., Lindg. 50. Sími 15522
Thor Hallgrimsson, c/o Kveldúlfur, Hafnarhv. Sími 11058
Tótnas Jónsson, borgariögmaður, Aust. 16. Sími 18800
heimasími 14421.
Félagar
Byggingarsamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana,
sem hafa áhuga fyrir byggingu íbúða í sambýlis-
húsi á vegum félagsins, eru beðnir að hafa samband
við skrifstofuna í Hafnarstræti 8 næstu daga kl.
5—6 e.h.
STJÓRNIN.
f kvöld
kl. 9.00.
KJÖRBIIMGÓ ☆ AÐ ☆ ☆ HÓTEL BORG #
Stórglæsilegt úrval kjörvinninga. Til dæmis: Flugfe rðir og Skiþsferðir til útlanda — Sófasett — Gólfteppi
— Svefnherbergishúsgögn — Flugferðir innanlands —- Sindrastóllinn — Kíkar — Ferðatæki _________ Gullúr
og tugir annarra vinninga ásamt 30 aukvinningum.
Stjórnandi: Kristján Fjeldsted — Aðgangur ókeypis — Borðpantanir í síma 11400.