Morgunblaðið - 01.04.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 01.04.1962, Síða 2
N. 2 MOKCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. apríl 1962 ■< * j 4. sunnudacrur í föstu: BRAUÐ LÍFSINS eftir sr. Jónas Gíslason í Vík „Eftir þetta fór Jesús burt til landsins hinum megin viö Galí- leuvatnið, sem kennt er við Tí- berías. En mikill mannfjöldi fy Igd, honum, því að menn sáu þau tákn, sem hann gjörði á hin- um sjúku. En Jesús fór upp á fjallið og settist þar niður ásamt lærisveinum sínum. En páskar, hátíð Gyðinga, voru í nánd. Þegar Jesús nú hóf upp augu sín og sá, að fjöldi fólks kom tii hans, eegir hann við Filippus: Hvar eigum vér að kaupa brauð, til þess að menn þessir fái etið? En þetta sagði hann til að reyna hann, því að sjálfur vissi hann, hvað hann ætlaði sér að gjöra. Filippus svaraði lionum: Brauð fyrir tvö hundruð denara er ekki nóg handa þeim, til þess að hver einn fái Xitið eitt. Segir þá einn «f lærisveinum hans, Andrés, bróðir Símonar Péturs, við hann: Hér er ungmenni, sem hefur fimm byggbrauð og tvo smáfiska, en hvað er þetta handa svo mörg- um? Jesús sagði: Látið fólkið setj- ast niður. En mikið gras var á staðnum. Settust þá niður karl- mennimir, að töXu nær fimm þús- - undir. Jesús tók þá brauðin, og er hann hafði gjört þakkir, skipti hann þeim meðal þeirra, sem setzt höfðu niður; sömuleiðis og af fisk- imum, svo mikið sem þeir vildu. En er þeir voru mettir, segir hann við lærisveina sína: Takið saman brauð brotin, sem afgangs eru, til þess að ekkert fari til ónýtis. Þeir söfn- uðu þeim þá saman og fylltu tólf karfir með bretum af byggbrauð- unum fimm, sem gengu af hjá þeim, sem neytt höfðu. Þegar fólkið nú sá það tákn, sem hann gjörði, sagði það: Þessi er sannarlega spá- maðurinn, sem á að koma i heim- fnn. Þegar Jesús því varð þess var, að þeir ætluðu að koma og taka hann með valdi til að gjöra hann að konungi, veik hann aftur afsíð- Is upp á fjallið einn saman." Jóh. «. 1—15. L ÖI1 guSspjöll dagsins eru tek- m úr 6. kafla Jóhannesarguð- spjalk. Eftir að Jesús hafði unn. ið kraftaverkið úti í úbyggðinni og naettað þúsundirnar með firnm byggbrauðum og tveimur smá- fidkum, fór hann að taila við Gyðingana um þetta undoir og hvað það ætti að tákna. Mannfjöldinn, sem verið hafði með iwmrn úti i óbyggðinni, var hwgfanginn. Aldrei hafði neitt gerzt áður þessu Mkt. Enginn hefði getað satt jafnmarga með jafnlitlu. Hann hlaut að vera sendur frá Guði. Annaxs gaeti hanan ekki unnið slík verk. Viðbrögð mannfjöldans láta ekki standa á sér. Þeir vilja taka hann ti/1 konungs. Þess vegna verður Jesús að láta fóbkið fara burt frá sér. Hann var ekki kom- úm til að verða jarðneskur kon- umgur. Hann var ekki kominn ti'l að leita tignarstöðu á jarðnesk- an mælikvarða. Fólkið sá aðeins hið ytra tákn, se*n hann vann í máttarverkinu. Það sá matinn sem margfaldaðist og varð nægur til að metta þús- undir. Jesús leggur megináheral- xma á allt anrxað. Mettunim varð honum aðeins tákn þess, sem hann var kominn til að vinna fyrir mennina. Mönnum er nauðsyn að _fá fæðu til viðhalds líkamslífi. Án þess getur enginn lifað. Þess vegna uppfyllir Jesús eðlilega þörf fólksins á fæðu, þegar það er komið út til hans á óbyggð- am stað án matar. Hann þekkti þessa þörf. Engimn þurfti að segja Jionutn frá henni. Hann lét engan synjandi frá sér fara. En það var ömmur þörf manns- ins, sem hann var þó fyrst og fremst kominn til að fullnsegja, þörf hans á Guði. Á sama hátt og hann hafði mettað fólkið í óbyggðinni, var hann kominn til að metta hungur mannsins eftir Guði. Trúþrá mannsins er eðlislæg. Súmir reyna að afneita henni, en ár. árangurs. Þeir sem afneita trúnni á Guð, leita sér útrásar í trú á eitthvað annað, jafnvel sjálfan manninn, eí ekki annað. En enginm heilbrigður ma'ður getur afneitað þörf sinni á Guði. Jesús þekkir þessa þörf. Hann veit einnig, að syndin hefur gjört þann aðskilnað milli Guðs og manns, að engirnn getur af sjálfum sér fundið Guð eða kom- izt til þekkingar á honum. Þess vegna grípur Guð inn í. Jesús Kristur kom inn í þennan heim til að veita þekkingu á Guði. Hann opinberar Guð. Hann einn hefur séð Guð. Þess vegna er öll sönn þekkimg á Guði komin frá honuim, og honum einum. En Jesús Kristur kom ekki að- eins til þessarar jarðar til að op- imbera okkar Guð og veita okk- ur þekkingu á honum. Hann kom líka til að veita okkur lífssam- félag við hamn. Hann kom til að rifa niður allt það, sem áður aðskildi okkur frá Guði. Því var það táknrænt, «ð fortjald must- erisins rifnaði, þegar hann lét lífið á krossinum. Fyrir kross- dauða hans er öllum mönnum greiddur aðgangur inn í guðs- ríkið fyrir trúna á hann. Þetta er meginatriði alls þess, sem bann segir i 6. kafla Jóhann- esar'guðispjalls. Hann talar þar um sjálfan sig og notar mettun- arundrið sem tákn. „Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kernur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. Sá, sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu.“ Jesús gaf líf sitt á kro9sinum okkur til lífs. Hann fórnaði sér okkar vegna. Hann gaf í bók- staflegum skilaingi líkama sinn fyrir okkur. n. Þessi boðskapur Jesú hefur oft hneykslað marga menn. Þeim finnst hann bera vott um grimmd Guðs. Það er ekkert nýtt, að menn hneykslist á þessu. Gyðingarnir, sem heyrðu Jesúm tala þannig, hneyksluðust Og margir þeirra sneru við 'honum baki. Þeir gátu ekki tniað. En Jesús breytti samf engu um kenningu sína. Hann vissi, að þetta var sannleikurnn. Þetta var hin eina færa leið, sem mönn unum var gefin til samfélags við Guð. Eg get ekki séð grimimd Guðs í því, að bann skyldi gerast með- ur, vitja okkar og taka á sig sekt okkar, heldur þvert á móti kærieika hans sem er ollu öðru ineiri. Svo heitt elskaði Guð okk ur, að engin fórn var of miki’ til að frelsa okkur. Slíkur var kær- leikur hans. Á páskum færði Jesús fórriina fyrir okkur. Hann gaf líf sitt á krossinum. Hann reis aftur upp frá dauðum. Þetta vill kirkjan minna á 1 dag, á föstunni. Jesús mettaði þúsundirnar, sem komu til hans út í óbyggðina. Jesús mettar líka allar þær þúsundir og milljónir manna, sem ti'l hans leita, knúð- ir af þörf sinni á Guð. Jesús Kristur er brauð lífsins. Hann gefur eilíft líf. Kornurn til hans. Þiggjum fórn hans. Þannig getum við bezt bú- ið okkur undir komu heilagrar hátíðar. Þá getum við af hjarta þakkað Guði náð hans okkur veitta. v Jónas Gislason, I KVÖLD (sunnudag) verður leikrit, Sigurðar A. Magnússonar, Gestagangur sýnt í næst siðasta sinn í Þjóðleikhúsinu, en síðasta sýning leiksins verður nk. fimir.fudag. Myndin er af Robert Arn finnssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur og Gísla Alfreðssyni í lokaatriði leiksins. Málefna- hnupl TÍMINN' er mjög framlágur yfir því í gaer, að Bjartmar Guðmundsson skyldi varpa fram hugmyndinni um það á Alþingi að af framlagi bænda tii' búnaðarsjóðanna yrði e.t.v. síðar hægt að stofna Iífeyrfc- sjóð bænda við Búnaðarbank ann. Reynir Tíminn að hnupla þessari athygliverðu hugmynd og segir að Gunnar á Hjarðarfelli hafi minnzt á þetta á Búrvaðarþingi! En hvað gerði Búnaðar- þing í þessu máli? Frá því heyrðist hvorki stuna né hósti um lífeyrissjóð bænda. Þjtcrt á móti mótmælti meiri hluti þess frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um viðreten lánasjóða landbúnaðarins, sem gæti orðið grundvöllur að lífeyrissjóði bænda. Timamenn ættu að hafa vit á því að minnast ekki á fram komu Búnaðarþings í þessum málum. Hún mótaðist af skammsýni einni og römmu „framsóknarafturhaldi“. Stóraukinn ferða- mannagjaldeyrir í SAMBANDI við auglýsingu frá gjaldeyrisbönkunum um aukningu ferðamannagjaldeyris sneri blaðið sér í gær til Ing- ólfs Þorsteinssonar, skrifstofu- stjóra í Landsbankanum, og spurðist nánar fyrir um þetta mál. Hann kvað það vera rétt að síðan bankamir tóku sjálfir við allri gjaldeyrismeðferð og eftir að utanríkisviðskiptin kom ust í betra horf hefði nú verið talið fært að stórauka gjaldeyr- isveitingar til þeirra, sem ferð ast til útlanda. Hefði nú síðast verið hækkuð gjaldeyrisveiting til hvers einstaklings, sem utan ferðast úr sem svarar 8000 kr. í 12000 kr. Þá spurðist blaðið og fyrir um gjaldeyrisgreiðslur til náms- manna erlendis. Sagði Ingólfur að fram hefði farið mjög gagn- ger endurskoðun á reglum þeim, sem í gildi hafa verið um gjald- eyrisveitingar til námsmanna. Hefðu þær einkum verið fólgn- ar í samræmingu gjaldeyrisupp- hæðanna eftir tilkostnaði í hverju landi, en mestar kvartan- ir hefðu að undanförnu borizt um að gjaldeyririnn en-tist illa i Bretlandi og Svíþjóð Dýrustu löndin hvað dvalar- kostnað snertir eru sem fyrr IVierkfasala Bláa bands- ins FYRSTI sunnudagur í apríl ár hvert, er merkj'asöhidagur Bláa bandsins. f dag verður því fólki, sem skilið hefur þýðingu þess h'lutverks, serni Bláa bandið gegn- ir og leysir í þessu þjóðfélagi, gefinn kostur á, að kaupa merki félagsins, og þannig styrkja þetta þjóðnytjafyrirtæki í við- lei'tni þess, til að aðstoða og bjarga þeim mörgu mönnum og konum, sem áfengið hefur orðið fjötur um fót. Almenningi er þegar feunnugt xim mörg tilfelli, þar sem bágstaddir . drykkju- menn og konur, hafa gegnum Bláa bandið, hlotið ómetanlega aðstoð til að ná ótrúlegum ár- angri til úrbóta á sínum flókna vanda í sam'bandi við áfengið, og verða vafalaust margir fúsir og fljótir til að kaupa Biáu svöd- una i dag. Bandaríkin og Kanada og Sviss. Reglur um þetta eru flestar margra ára gamlar og var því óhjákvæmilegt að breyta þeim. Til námsmanna sem dveljast í Bandaríkjunum og Kanada eru nú veittar 28000 kr. fyrir hvern einstakling, en 50% hærri upp- hæð ef um f jölskyldu er að ræða, til þriggja mánaða dvalar. Til þeirra er dveljast í Sviss veitast 24000 kr. fyrir sama tíma bil, Englandi, Svíþjóð og Frakk- landi, 20000, Þýzkalandi 18000 og í Danmörku, Noregi og Austur- ríki 15000. Hér er víða um talsverða hreyt ingu að ræða eða allt frá 4% og upp í 22% þar sem lakast var talið ástandið áður. - Alsír Framh. af bls. 1. Reyna frönsku yfirvöldin að mæta áróðri þessum með dreifi brófum, þar sem skorað er á Serkí jafnt sem Evrópumenn að gera vopnahié í Alsír að veru- leiika. Meira en 40 OAS-menn hafa verið handteknir í nágrenni Bordieaux í Frakklandi. Er talið að net OAS á þessuim slóðum sé þar með eyðilagt, þótt yfirmað ur þess leiiki enn lausum hala. Ben Bel'la, varaforseti bróða birgðastjórnarinnar, kom til Kaiíró ásaint fjórum öðrum Serkj um, sem sátu í fangelsi með hon um í Frakklandi þar til vopnahlé var samið í Evian. Nasiser, for- seti Egyptalandis, tók á móti þeim á flugvellinxjím og fagnaði þeim innilega. Var 21 fallbyssixislkoti skotið tiá heiðurs Alsiæmonnun- um. LÆGÐIN, sem er á kortinu austan við Færeyjar færðist lítið úr stað í gær. Vegna áhrifa hennar var orðið frost- laust á Austfjörðum um morguninn og útlit fyrir, að draga myndi úr frosti vestan lands. Yfir Davíðssiundi og Labra- dor eru lægðir, sem eru ennþá grunnar, en færast beldiur í aukana og gefa veika von um, að norðan-áttin verði ekki jafn algerlega einráð næstu daga og 'hún hefur verið und- anfarnar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.