Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erlectlar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 77. tbl. — Sunnudagur 1. ap. íl 1962 SMYGLAÐ11000 TÖFL- UM AF AMFETAMÍNI Fékk þær hjá ákveðnum blSstjóra j Grimsby t FYRRINÓTT, er togarinn Röðull kont. til landsins úr söluferð, leit- aði tollgæzlan sérlega vel hjá skipverjum einkum hjá einum manni, en hjá honum hafði maðurinn sem tekinn var með amfetamín- töflumar á Akranesi sagzt hafa fengið 1000 töflu-glas. Fannst ekk- ert við leitina. Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu í gærmorgun og viðurkenndi hann að hafa selt amfetamínglasið. Hefur maður þessi verið lengi í siglingum og kveðst oft hafa keypt ritalin í búðum í Bret- Iandi þangað til fyrir tveimur árum, er hætt var að selja það lyJseðilslaust. Þá birtist bjarg- vætturin, leigubílstjórinn Harry, í fiskhöllinni í Grimsby og gat boðið ritalin til kaups, 100 töfl- ur fyrir pund. Mun Harry þessi leggja ívana sinn að koma niður að ísl. tog- urunum, er þeir koma og bjóða þeim slík lyf. Kveðst sjómaður- inn alls hafa keypt af honum 5 stauka af ritalini. 1 jólaferð- inni keypti hann einn skammt og spurði um amfetamín, sem Harry gat selt honum, 1000 stk. stauk af dexamifetamíni fyrir 4 pund. En þegar hann fór að að- gæta þetta betur, sá hann að ekfki voru nema 4 mg. í hverri pillu af hreinu amfetamíni og frétti að hitt væru „helvítis Jón G. Maríasson endurkjörinn formaður BLAÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá Seðlabankanum: Á fundi í gær 30. marz 1962, ákvað bankastjórn Seðlabankans að endurkjósa Jón G. Maríasson formann bankastjórnarinnar og er kjörtímabil hans til 31. marz 1964. — Erlu búinn að flýta klukkunni? Í-NÓTT var klukkunni flýtt um eina klukkustund. Er því kominn í gildi sumar- timinn, sem er hinn sami og Greenwich meðaltíminn. Þegar kluikkan varð eitt í nótt var hún færð fram og varð tvö. bætiefni.“ Slíkt glundur kærði hann sig ekki um, og greip fyrsta tæikiifæri til að selja það. Segist hafa selt það fyrir 700 krónur. Ekki ber þó framiburði hans um verðið saman við framburð mannsins sem tekinn var á Akra nesi. Sá átti eftir 583 töflur í glasi sínu, er hann var hand- tekinn. Kveðst hann hafa keypt 1000 töflu glas af sjómanninum í janúar að beiðni manna á Akranesi, og hafi hann verið bú- irm að afhenda þessar 417 í þrem ur skömmtum, án þess að fá greiðslu og hafi hann í Akra- nesferðinni ætlað að láta það sem eftir var, um leið og hann fengi greitt kostnaðarverð. Sjómaðurinn segir félaga sína ekki hafa keypt neitt af.slíkum pillum, nema einn sem var á skipinu eina ferð, og fékk sá glas af ritalíni. Örvandi pillur misnotaðar Sveinn Sæmun<Jsson, yfinlög- regluþjónn, skýrði blaðamönnum í gær svö frá að mikil brögð væru að því að fálik notaði alls konar örvandi pillur í óháfi. í þeim væri eitur, sem væri auð- vitað mtjög skaðlegt þegar þann ig er með það farið. Einikum virt ist ásókn unglinga mikil í þetta Erfitt væri orðið að svikja pillur út eins og amfetamin og ritalín, sem aðeins væru afhent gegn lyf seðlum. En meira bæri á öðrum töflum, sem sviknar væru út undir ýmsu yfirskini hjá lækn- um. Menn kæmu gjarnan og lýstu átaikanlega erfiðleikum konu sinnar vegna fitu sem á hana sækti og hún kæmi sér ekki til að leita læknis sjálf og þannig fengju þeir e.t.v. skammt af preludini, sem er megrunar- lyf. I fyrradag var lögreglunni t. d. tilkynnt frá veitingastofunni Vest urfhöfn, að þar væru 4 drukknir menn með pillur og hefðu gefið konu einni tivær. Þeir voru hand- teknir og höfðu þeir meðferðis preludin megrunartöflur og meprobamat töflur, sem - eru ró- andi, 30 stykki af hvoru. Höfðu þeir fengið þetta út á lyfseðla, og fannist ástæða til að gefa kon unni 2 megrunartöflur, hún mætti að skaðlausu missa svo- lítið af holdum, að þeim fannst. Líkiegt að Dranga jökull náist ú flot lítið skemmdur EIN S og skýrt var frá í nokkrum hluta upplags Morg unblaðsins í gær strandaði flutningaskipið Drangajökull í Tálknafirði í fyrrinótt. — Skipið var á leið inn í höfn- ina, en innsigling er þar mjög þröng og kröpp beygja í henni. Verður skipið því að hafa talsverða ferðtilþess að ná henni. í fyrrinótt var á þessum slóð- um stinningskaldi NNA um 6 vindstig. Fór skipið upp 1 fjör- una á svonefndri Hvammeyri sunnan fjarðarins, gengt bryggj unni með um 9 mílna hraða. Þarna er sandur í fjörunni en vegna strauma hreinsast hann oft burt og koma þá upp flúðir, að sögn formanns frá Tálknafirði, sem kom á strandstaðinn í gær. Ekki niikið skemmt Skipið er ekki mikið skemmt að þvá er haldið er. í því voru um 600 tonn af freðfiski, sem það 'hafði lestað á höfnum fyrir norðan og vestan. Það var á leið til Tállknaf jarðar til þess að lesta lítið magn af fiski hjá frystihúsi S.Í.S. á staðnum. í gær var unnið að þvi um borð að flytja farminn aftur í skipið og átti að freista þess að kornast á flot á flóðinu. Kviknaði í lest Vatnajökuls Vatnajökull, sem eins Og Drangajökull, er eign Jökla h.f., var í gær sendur áleiðis vestur til að taka farminn. Það óhapp vildi til er verið var að búa Vatnajökul á brott héðan úr höfn inni, að kviknaði í einni lest þess Missti fingur í vélhefli Varðskip sækir slasaðan mann til Raufarhafnar ÞAÐ SLYS varð s.l. fimimtu- dagskvöld að bóndinn að Höskud arnesi, næsta bæ norðan Rauifar haifnar, lenti með hægri hendi í vélhefli og slasaðist ilila. Árni Árnason er maður um fertugit og stundar smíðar með búskap síinum. Fyrir bveimur ár um lenti hann með sömu hendi í heflinum og skaddaði þá illa tvo fingur. Nú tók hann alveg af einn heilu fingranna, sem eftir voru. Hann var þegar filuibtur til IMámskeið SIJS í Kefla- vík lýkur í dag SÍÐASTI fundur Sambands ungra Sjálfstæðis- manna um sveitarstjórnarmál, sem hófst í Keflavík á föstu dagskvöld, verð- ur í da-g. Fundurinn hefst kl. 16 og er haldinn í Aðalveri. Þá mun Ingólf ur Jónsson, ráð- herra flytja er- námskeiði indi um samgöngu- og raforku- mál. Hann mun ennfremur ræða stjórnmálaviðhorfið almennt. Er öllu Sjálfstæðisfólki á Suður- nesjum heimill aégangur að fundi þessum JflDirgjiíilbltótt Auglýsingaverð blaðsins er: kr. 32.— pr. eind. sm. læknis á Raufarhöfn og átti síð an að fljúga með hann til Akur eyrar til að'gerðar í sjúfcrahús- inu þar. Flugveður hefir ekki verið síðan og var því í gær á- kveðið að varðskipið Ægir sækti manninn til Raufarhafnar og flytti hann til Akureyrar. HEIMDALLUR MÁLFUNDAKLÚBBUR heldur áfram á þriðjudag kl. 8:30. Um- ræðuefni og framisögumenn: — Þegniskylduvinna: Erlingur Sig urðsson og Ragnar Kjartansson. Æskan og stjórnmálin: Gunnar Ásgeirsson og Sverrir Gunnlaugis son. Glæpur og refising: Júlíus S. Ólafsson og Jón Magnússon. Sjá'lf valið efni: R. G. Pedersen og Böðvar Haufcsson. St. Mirren vann ST. MIRREN vann Celtic í und anúrslitum skozku biikarkeppm innar í gær með 3 mörkum gegn 1. — Hinn undanúrslitaleikinn vann Rangers Motherwell með 3:1. og er talið að það hafi verið út frá neista. Fljótt tókst að ráða niðurlögum eldsins og síðan gat skipið haldið vestur. Það hafði einnig meðferðis togvíra Og dæl- ur ef þurfa þætti. Engin hætta fyrir áhöfn Drangajökull er ekiki talinn 1 mikilli hættu þar sem hann er staddur. Þarna er kyrr sjór og Skipið stendur rétt. Ekki var vatn komið í lestar þess og mun farrn- ur því óskemmdur. Aðstaða er sögð sæmilega góð til að toga í Skipið. Áhöfn þess er ekki í neinni hættu. Varðskipið Al'bert var komið á strandstaðinn laust fyrir há- degið í gær og Óðinn kom þar einnig um kl. 13.00. Munu þau aðstoða við að ná Drangajökli á flot ef um það verður beðið. Sverrir Þórðarson, útbreiðslustjóri Morgunblaðsins NÚ UM mánaðamótin kemur Sverrir Þórðarson, blaðamaður, á ný til Morgunblaðsins og tek- ur við starfi útbreiðslustjóra, sem er nýtt starf hjá blaðinu og miðar að því að bæta þjón- ustu .við kaupendur. Sverrir Þórðarson er einn af kunnustu blaðamönnum lands- ins. Lengst af hefur hann starf- að við Morgunblaðið, en síðasta árið hefur harm verið frétta- stjóri Vísis. Morgunblaðið fagn- ar því að njóta á ný starfs- krafta Sverris og væntir sér góðs af hinu nýja starfi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.