Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 3
t Sunnudagur 1. apríl 1962 MORGUNBL AÐtÐ u Silfrið Framih. aá bls. 1. Ég vissi að það mundi finnast. — Jón sagði, að þegar hann var lítill hefðu strálkarnir oit leitað að silfri Egils, en yfir- leitt meira í gilinu, sem er vestan við Mosfell, e.t.v. af því það var nær. En á seinni áruim hefðu þeir verið famir að sætta sig við að silfrið hans Egils væri annárs konar. Það vaeri heita vatnið, sem alls staðar streymir upp úr j örð- inni á þessu svæði. Guðmundur, sonur Jóns, 9 ára gamall, var með í förinni og er fjánsjóðurinn fannst, sagði hann: — Ég vissi það alltaf, að silfrið væri þarna. Pabbi er oft búinn að segja mér af því. Og ég vissi alitaf að við mundum finna það! —: Ég vona bara, að gamli maðurinn sitji í Vaihöll við mjaðardrykkju, og ég hugsa hlýlega til hans, sagði Guð- mundúr Ásmundsson í lok viðtalsins við fréttamenn blaðsins. Þar eð laugardagur var í gær, fór blaðið snemma í pressuna. Eklki hafði þá verið hægt að gera tæmandi leit þarna, vegna þess hve gler harður jarðvegurinn var í gil inu. Verða að sjáifsögðu gerð ar við fyrsta tækifæri ráð- stafanir til að ganga úr Skugga um hvort meira er þarna að finna. Bróðurgjöld Egils fundin. Engum blöðum er um það að fletta, að hér em bomin bróðurgjöld Egils Skallagríms Tveir af peningum Ólafs kvarans Sigtryggssonar, sem fundust við Mosfell. Egils saga kallar Ólaf kvaran „Ólaf rauða Skotakonung“. sonar, silfrið góða ur kistun- um, sem Aðalst inn Játvarðs- son konungur Engla galt Agili eftir orrustuna við Ólaf kvaran á Vínheiði árið 937. Þar féll Þórólfur bróðir Egils, og munu allir kannast við lýs inguna á því í Egil-ssögu, þeg ar Egill sat gneypur í sigur- veizlu Aðalsteins og tók ekki gleði sína, fyrr en konungur hafði goldið honum gullhring og silfurkistur tvær fyrir bróð ur hans. Cap. LV. Galt engum neitt. Egill skildi kisturnar síðan aldrei við sig og engum frænda sinna galt hann nein- ar bætur af silfrinu; ekki einu sinni föður síinum sonargjöld in, eins og konungur hafði þó áskilið. Vildi láta þingheim berjast um silfrið. Undir lok sögunnar segir svo frá því, þegar Egil lang- ar til að ríða til þings og hafa með sér kisturnar Aðalsteins, en „hvár tveggja er fu.ll af ensku silfri“. Egill var þá kominn á níunda tug ára og sjónlaus orðinn. Var það ætl un gamla mannsins að „bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast; síðan ætla ek at sá silfrinu, ok þykki mér undarligt, ef allir skipta vel sín í milli; ætla ek at þar myndi vera þá hrundningar eða pústrar, eða bærisk at um Er farið var að róta þarna síðir, at allr þingfheimrinn berðisk". Egill bjó þá hjá bróðurdótt ur sinni, Þórdísi Þórólfsdótt- ur, og manni hennar Grími Svertingssyni á Mosfelli Leizt þeim miðlungi vel á ráðagerð karls og eyddu henni. Þrælar og kistur týndust. Síðan segir frá því, að kvöld eitt, þegar Grimur og Þórdís voru bæði að heiman, og „þá er menn bjuggusk til rekkna at Mosfelli, at Egill kallaði tiil sín þræla tvá, er Grímur . átti; hann bað þá taka sér hest, — „vil ek fara til laugar“. Ok er Egill var búinn, gekk hann út ok hafði með sér silfrkistur sínar; hann steig á hest, fór síðan öf an eptir túninu fyrir brekku þá, er þar verðr, er menn sá síðast. En um morgininn, er menn risu upp, þá sé þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð ok leiddi eptir sér hestinn; fara þeir þá til hans ok fluttu hann heim. En hvárki kom aptr síðan þræl- arnir né kisturnar, ok eru þar margar gátur á, hvar Eg ill hafi fólgit fé sitt. Fyrir austan garð at Mosfelli gengr gil ofan ór fjalli; en þat hef- ir orðit þar til merkja, at í bráðaþeyjum er þar vatns- fall mikit, en eptir þat er vötn in hafa fram fallit, hafa fund izk í gilinu enskir penn- ingar; geta sumir menn þess, at Egill muni þar fét hafa fólgit. Fyrir neðan tún at Mösfelli eru fen stór ok furðu liga djúp; hafa þat margir fyr ir satt, at Egill muni þar hafa kastat í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar ok þar skammt frá jarðholur stórar, ok geta þess sumir, at Egill mundi þar hafa fólgit fé sitrt, því at þangat er optliga sénn hauga eldr. Egill sagði, at hann hefði drepit þræla Gríms, ok svá þat, at hann hafði fé sitt fólg it, en þat sagði hann engum manni, hvar hann hefði fólg- it. Egill tók sóft eptir um haustit, þá er hann leiddi til bana“ Cap. LXXXV. Eins og Egils saga skýrir frá, hafa menn snemma á öld um byrjað að velta því fyrir sér, hvar silfrið værj fólgið. Sjálf nefnir sagan þrjá lík- lega staði, en nú þarf ekki að fara x neinar grafgötur um það, að í gilinu faldi Egill kisturnar. Egill mun hafa lát izt um árið 990, svo að silfr ið hefur legið þarna í 970 ár. Þrír peningar fundust 1725. Fyrr á öldum hafa fundizit peningar á Mosfelli, sem segja má með fullri vissu, að verið hafi úr kistunum tveiimur. Jón Ólafsson frá Grunnavik, ritari Árna Magnússonar, seg ir svo frá á einum stað í riti sínu „Islandske Olditidslevn- inger“, sem birtist í Antiqv. Ann., Khöfn 1813: „ErlendTxr sýslurnaður, bróðir minn, . . . hefur sagt mér, að hér um annó 1725 hafi í vatnavöxtum spýbt fram nokkrum þeirn silf urpeningum, svo fundizt hafi hér um þrír, og hafi hann á nefndum tíma séð einn þeirra að vísu. Sagði hann peningur sá hefði verið á stærð sem einn tískildingur heill vorra tíma ög hefði staðið á honum nokkuð krasslegt og ómerki- legt letur, kannske ANSLAFR eða þvílíkt með fleiri bókstöf um“. Aðalsteinn konungur gTeiddi Agli með mynt Ólafs kvarans. Einu myntirnar. sem slegn- ar hafa verið með svipaðri áletrun, eru peningar, er Ólaf- ur kvaran konungur lét slá í Jórvík árið 937, skömmu áður en Aðalsteinn konungur sigraði hann í orrustunni á Vínheiði. Á þeim stendur ANLAF CVNVNC. Jón Grunn víkingur fer hér eflaust með rétt mál, því að ekki vissi hann, að nafnið Ólafur var stafsett Anlaf fyrir vestan haf, og sams konar peningar hafa nú fundizt, sem taka af allan vafa. Hefur Aðalsteinn konung- ur ekki viljað greiða Agli með eigin mynt, heldur hinni ógjaldgengu mynt nýsigraðs konungs, en þeirrar myntar beið ekkert nema bræðslan. Þjóðsaga um peningafund í Kýrgili. Til er gömul þjóðsaga, sem bendir til þess, að almenning hefur grunað, að silfrið Egils væri að finna í Kýrgili, eins og nú hefur komið á daginn. Séra Magnús Grímsson, sem var prestur á Mosfelli á ár- unum 1855—60 hefur skrásett þjóðsöguna, sem er með munn mælakeim. Segir þar af því, að bóndinn á Þverárkoti í Mosfellssókn hafi einhverju sinni farið til kirkju að Mos- felli ásamt fólki sínu. Síðan segir: „En kirkjuvegur frá Þverárkoti liggur um austur- hallann á Mosfelli og yfir Kýrgil ofarlega. Þegar að gil- inu kom, veik bóndi sér lítið eitt upp með því til að gegna nauðsynjum sínum, en fól-kið hélt áfram gönguna. Þegar bóndi náði því, varð vinnu- maður hans þess var, að hann var moldugur á handleggn- um, og spurði, hví svo væri. Bóndi svaraði fáu og vildi ekkert um það tala; féll þetta svo niður. Heim varð bóndi samferða fólki sínu og gekk til rekkju um kvöldið eins og aðrir. En um nóttina á hann að hafa leynzt einsamall frá bænum og komið aftur með morgninum. Segja menn, að hann hafi fundið peningana í kirkjuferðinni, en sótt þá og komið þeim undan um nóttina. Áttí. bóndi þessi síðan að hafa skipt silfri þessu við Jón Ólafsson ríka í Síðumúla fyrir gjaldgenga peninga. Er sagt, að bóndi hafi á fám árum orð ið ríkur í Þverárkoti, og á því er peningafundurinn helzt byggður". Hafi sagan einhvern sann- leiksneista að geyma, hefur það tæpast verið nema önnur kistan, sem bóndi fann. En hitt mun sönnu nær, að sagan hafi myndazt til skýringar á auðsæld einhvers bónda í Þverárkoti fyrr á öldum. . , * v^vA'. ' . wl.AvV.v..'. 'V. . é, Nærmynd af Kýrgili. Esja í baksýn. Myndin er tekin af þjóðveginum í Mosfeilsda Inum. Lengst til vinstri sést nýja prestsseturs- húsið á Mosfelli, uppi í f jallinn, þar sem ga mla bæjarstæðið var fyrrum. Lengra til hægri er bærinn Minna-Mosfell og skammt þar fyrir austan er Kýrgiiið, þar serr. Egill hefur faiið silfur sitt. Ör sýnir staðinn. Húsið næst á myndinni er gamla prestseturshúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.