Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. apríl 1962 Dr. Steingríniur J. Þorsteinsson: yvind Johnson HÉR birtist í íslenzkri þýðingu ræða sú, sem dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor flutti á sænsku á tíu ára afmælis- hátíð Norðurlandaráðs í hátíðasal háskólans í Helsinki 22. marz sl., áður en Fagerholm, forseti Norðurlandaráðs, af- henti Eyvindi Johnson fyrstu bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir skáldsöguna „Hans nádes tid.“ Hét dagskrárliðurinn „Pristagaren presenteras". Var athöfn þessari útvarpað og sjónvarpað um Norðurlönd. MÉR ER það mikil ánægja og sómi að kynna hér á tíu ára af- mælishátíð Norðurlandaráðs fyrsta skáldið, sem hlýtur bók- menntaverðlaun ráðsins, sænska riithöfundinn Eyvind Johnson. Það er von mín, að norrænu bókmenntaverðlaunin haldist — aldrei gæti Norðurlandaráð var- ið efnum sínum betur. Og það er ekki aðeins, að Eyvind Johnson sé hið bezta að þessari viður- kenningu kominn. Það er heldur varla hægt að hugsa sér, að betur yrði af stað farið, að betri fyrir- heit yrðu gefin um fordómalaus- ar verðlaunaveitingar framvegis. Við vitum öll, að styrkur Norð- urlanda er ekki fólginn £ fólks- fjölda, auðæfum eða flugskeyt- um. Langdræg eru hins vegar list okkar og bókmenntir, — menning og mannréttindi eru dýrmætasta eign okkar og öflug- asta vörn. Það sem sameinar okk ux bezt innbyrðis eru sameigin- leg menningarverðmæti og frels- ishugsjón, þroskað þjóðfélag, sem virðir og verndar réttindi og sjálfstæði einstaklingsins. Þegar bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í fyrsta sinni, hefðu menn ef til vill getað búizt við, að valið yrði öndvegisdæmi hins háþróaða norræna þjóðfélags til að sýna og sanna, hvernig ágæt mennt- unarskilyrði þess og prýðilegt skólakerfi verði frjósamur jarð- vegur mikils rithöfundar. Vissu- lega er Eyvind Johnson lærður maður og hámenntaður, einn af víðlesnustu rithöfundum Norð- urlanda og jafnvel Norðurátfu, hæfur háskólakennari í heim- speki, sögu og bókmenntum Evrópu. En það er af sjálfsdáð- um, sem fyrrverandi kvikmynda vélstjóri og verkamaður Eyvind Johnson hefur rutt sér brautina fram til alls þessa — og þó miklu lengra: hann hefur þroskað skáld legt sköpunarafl sitt, agað ímynd unarauðuga vitsmuni sína, rækt- að stílgáfu sína og orðið einn af mestháttar nútímarithöfundum á Norðurlöndum. Hér er því ekki urn að ræða neinn þjóðfélags- gerðan eða stjórnskapaðan höf- und, heldur mann, sem er mikill af sjálfum sér. Það hefði kannske líka mátt ætla, að hér yrði verðlaunað eitthvert sérstaklega norrænt verk, bæði að efni og anda, til að kynna öðrum þjóðum sérkenni sögu okkar, menningar og listar. En það sjónarmið var dómnefnd- armönnum jafn fjarlægt og þjóð- ernisviðhorfið. Ég held varla, að ég ljóstri upp neinum leyndar- dómi, er ég segi, að af þeim bókum, sem til álita komu, var Hans nádes tid einhver hin allra ónorrænasta. Hún er alþjóðleg, bæði að inntaki og gildi. Milli Norðurlanda og umheims eru engir veggir. Virðingin fyrir list- inni er hafin yfir alLan boðskap. Loks hefði einnig mátt gera ráð fyrir, að norræn bókmenntaverð- laun yrðu veitt ungum og lítt þekktum höfundi, — og oft verð- ur því máske svo farið. En að þessu sinni varð fyrir valinu einn af virtustu rithöfundum Norður- landa, sem fylgir öldinni að ár- um og hefur þegar samið um fjörutíu bækur. Miklar bók- menntir verða aldrei nógsamlega kunnar. Verðlaunahafi Norðurlanda- róðs getur vissulega verið hvort heldur sem vera skal háskóla- genginn eða sjálfmenntaður, íhaldssamur eða róttækur, há- norrænn eða alþjóðlegur, frægur eða ókunnur. Það sem varð þyngst á metum við valið — og verður það væntanlega alltaf — var bókmenntagiidi verksins, listagildi þess. n. Eyvind Johnson velur sögum sínum margháttuð svið í tíma og rúmi, — þær spanna yfir þús- undir ára og ná frá jörðu til himintungla, frá jarðnesku hel- viti til himnarikis. — Blæbrigða- ríkur stíll hans er ýmist knappur og tær eða ljóðrænn, í ætt við tónverk, — frásagnarháturinn leikur milli óvæntustu hug- myndatengsla og íhygli og gátar, — milli fjörmikillar, glettinnar fyndni og djúprar, þungrar al- vöru. Undir svalanum býr varmi og samúð. — Ef einhverjum kynni að þykja sumir kaflar nokkuð þungir í vöfum við fyrstu kynni, vil ég minna á, að það er sjaldnast sú ástin, sem flýgur fyrirhafnarminnst upp í fang manns. er veldur langvinn- astri sælu eða dýpstri nautn. En auðugusit er persónusköp- un höfundar. Hann lýsir heil- steyptum manni og klofnum, of- urmenni og hversdagsmanni, sig urvegara og þó um fram allt hin um þjakaða, þjáða. I skáldheim- um Eyvindar Johnsons skynjum við leyndasta sálarlíf mannsins og innstu hugsanir. „Svo auðug er mannssálin, að það má skipta henni í óendanlega margar gerð- Uhro Kekkonen FinnlandsforsetT óskar Eyvind Johnson og konu hans til hamingju. ir, og getur þó sérhver þeirra verið sönn mannsmynd,“ segir höfundurinn. („S& rik ar eu manniskosjál att den kan upp- delas p& femtielva typer och and& kan var odh en av dem vara en sann mánniska.“ Tidens gang, 1955). Og ennfremur: „Það skipt ir mestu að leita sannleikans um manninn, hvar sem hann er að finna.“ („Det gáller att söka upp sanningen om mánniskan dár den finns.“ Avsikter, 1945). í goðsögnum sínum og helgisögum, þjóðsögum og æv- intýrum er hann líka í þjón- ustu sannleikans og veruleik- ans, raunsær í hugarflugi sínu, jafnvel í jóreið sinni um him- ingeiminn stendur hann föst- um fótum í jarðlífinu. Þessi sér- kenni koma glöggt fram í Hans nádes tid. Þar hefur Eyvind Johnson náð lengst í því list- bragði sínu að láta hið einstaka víkka og stækka og veita því almennt gildi, láta samtímann sjá dæmigerða mynd sína ífor- tíðinni, skynja eilífðina í sam- tímanum. Þetta víðfeðma gildi eykur verkinu jafnt inntak sem umfang. Það lýsir nokbuð Eyvindi Johnson, að hann ætlar að nota verðlaun sín til dvalar í Grikk- landi, en alkunna er, hvílíkt gildi fornmenning þess hefur haft fyrir hann. Megi heilnæmt og hressandi andrúmsloft húm- anismans verða honum til yndis og örvunar. Það er með þakklæti, virðingu og ámaðaróskum, sem Norður- landaráð veitir fyrstu bók- menntaverðlaun sín Eyvindi Jöhnson. • Sunnudags- spurningin mmmmmmmmmmmmmmmmi í starfi mínu hefi ég örðið þess var, að þó nokfcuð marg- ir menn, sem ég ætla að ná í finnast ekki í símaskránni. Venjulega hugsa ég miður ihlýlega til þessara skrýtnu fugla, sem vilja fela sig svona. En kannski þeir eigi sér ein- hverjar málsbætur. Þessvegna spurði ég einn þeirra, Ragn- ar Jónsson forstjóra, er ég náði í hann: • Hvers vegna hafið þér leynisíma* Ragnar Jónsson? Mér finnst auðveldara að svara spurningunni ef ég má hafa í huga, jafnhliða sím- anum, tvær aðrar stórfengleg- ar uppfinningar, bonum ná- skyldar, nefnilega útvarp og sjónvarp. Fyrir mér er þessi þrenning af sama toga. Þetta eru mír.ir höfuðóvinir, eins og margra annarra, sem betur kunna því, að fá sjálfir að ráða hverju í þá er helt, jafnt atf svokallaðri andlegri fæðu, og hinu sem í magann er lát- ið. Sími, útvarp, sjónvarp, þrír tindar hinna vísindalegu upp- Ijóstrana, hvílíkar dásemdir ■— næstum á borð við atóm- sprengjuna — ef einhver kynni með að fara. í reyndinni eru þetta raun- ar öðrum þræði höfuðplágur mannsins, verri öllum land- farsóttum Og hafa hneppt hina vesælu mannskepnu í ferlegri þrældóm en orð fá lýst. Eg hef nokkrum sinnum skroppið til kunningja minna að horfa á sjónvarp, að geta svolítið talað með um það mái, og hvert sinn sagt við sjálf- an mig: Er þetta vanburða indivíð, sem við köllum manneakju, virkilega enn á svo frumstæðu þróunarstigi, að tíina að eyða lífi sínu að mæna köldum augum inn í þetta taugabilaða glerauga, að láta þau fylgja á eftir stráklingum að sparka bolta eða þeysandi á bátum, bílum og truntum. Guð forði æsku þessa lands frá svo hörmu- legri niðurlægingu. Því miður höfum við ekki útvarp á þessu landi er bor- ið geti slíkt nafn, bara Rífcis- útvarp. Það er því þýðingar- laust að gera kröfur. Einok- unarfyrirtæki þurfa ekfci á því bezta að halda, þar gildir magn en ekki gæði. Ef ein- hver er svo barnalegur að koma fram með athugasemdir liggur beint við að svara eins og Adolf sálugi Hitler. „Wer Jude ist bestimme ieh“. Mér hefir verið sagt að Ríkisút- varpið okkar sé símalandi 14 klukkutíma á sólarhring, eins og bröndótti kötturinn á bíla- verkstæðinu, þar sem gert er við jeppann minn. Eg á góð- an kunningja, sem leyfir mér að hlusta hjá sér á hann Þorstein ö og aðra snillinga, sem stunduan kófna þar fram upp á punt, og hann er þeirrar skoðunar að vel mætti ná hér saman boðlegu efni í þriggja til fjögurra stunda efnisakrá, ef eytt væri í það öllu pví fé, sem dagskráin hefir, að viðbættu því sem sparaðist ef slökkt væri á stöðinni í 10 tíma á dag. Eg yrði geðveikur ef þessi símal- andi íressköttur væri á mínu heimili að kvelja mig. Eg leyfi mér að líta svo á að heimilt sé að taka þessar dá- semdir vísindanna í sína þjón ustu, eftir því sem hentar. Sjonvarp er enn svo gjör- samlega á frumstigi í heimin- um, noma rétt til notkunar á litlum bletti umhverfis hin- ar vönduðustu og aflmestu stöðvar. sem kosta hundruð milljóna, að það heyrir til fjarlægri framtíð, enginn veit enn hve fjarlægri, að hóta að plaga fó!k hér norður við heimskaut með þvílíkum appa rötum, ög útvarp verður auð- vitað aldrei neitt neitt hér maðan það er rikiseinokað. • Heimasími fyrir mig og mitt fólk ©PIB tQPtmiSSEM Siminn minn, hann er miík- ið þarfaþing. En ég læt það ekki eftir fylliröftum og anfetamin kellingum að beita honum gegn lífsnautn minni og svefnfriði. Verzlunarsimi minn er þeim ætlaður, sem panta vilja hjá mér það sem ég hef að selja, eða fá um það upplýsingar. Eg hef beðið starfsfólk mitt að nota hann sem minnst. svo hann standi kúnnunum opinn allan daginn. Heimasími minn er aftur á móti fyrir mig og mitt fólk, Við þurfum stundum að panta bíl eða viðgerðarmemu En þegar ég er að vinna, eða skemmta mér við tónlist Og lestur, er ég ekiki til viðtal* fremur en ef ég er í kirkju eða á kousert. Ragnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.