Morgunblaðið - 01.04.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 01.04.1962, Síða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 1. apríl 1962 JMftraisitMfaktfr CTtgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustj óri: Sverrir Þórðarson. - Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKIPULA G „STQR-REYKJA VÍKUR“ Fj’ins og margsinnis hefur^ “ verið skýrt frá í blöðum er nú kappsamlega unnið að skipulagi alls svæðisins upp um Mosfellssveit og suður fyrir Hafnarfjörð, en á þessu svæði mun „Stór-Reykjavík“ framtíðarinnar rísa. Með samþykkt í bæjar- stjóm Reykjavíkur 18. febrú- ar 1960 var lagður grund- völlur að því samstarfi, sem verið hefur í þessu efni með sveitarstjómum í Reykjavík og nágrenni. Fyrir frum- kvæði borgaryfirvalda í Reykjavík tókst samstarfhöf uðborgarinnar við Kópavog, Garðahrepp, Hafnarfjörð, Sel tjamamesshrepp, Mosfells- sveitarhrepp og Kjalamess- hrepp. Samvinnunefnd þessara sveitastjórna hefur síðan starfað ötullega að þessu máli. Danski skipulagsfræð- ingurinn, próf. Bredstorff, sem borgaryfirvöld Reykja- víkur réðu í sína þjónustu, hefur haft yfirstjóm þessar- ar skipulagningar, og þegar liggja fyrir frumdrættir að henni, sem áfram verðurunn ið að, þangað til skipulag þetta í heild verður endan- lega samþykkt. Þessu frumkvæði borgar- yfirvalda Reykjavíkur hefur mjög verið fagnað og margir lýst stuðningi við það í ræðu og riti. En sl. mánudag brá svo kynlega við, að fyrirles- ari í Ríkisútvarpinu kemur eins og álfur út úr hól, þeg- ar hann ræðir um skipulag á því svæði, sem hér-er til um- ræðu. Hann segir: „Ég vil að lokum leggja til að Alþingi skipi nú þegar á þessu þingi stóra nefnd, sem athugi möguleika á myndun höfuðstaðar íslands eða Stór- Reykjavík.“ Þegar unnið hefur verið að þessari skipulagningu í tvö ár kemur fram maður, sem virðist telja þetta sína hug- mynd og segir að nú eigi að byrja á því, sem þegar er langt á veg komið. Áhugi hans er auðvitað góðra gjalda verður, en skemmtilegra hefði verið, að hann hefði bent á þá staðreynd málsins, að borgaryfirvöld Reykjavík- ur hafa þegar haft frum- kvæði í þessu efni. Gat hann síðan lýst stuðningi sínum við þær aðgerðir. FORDÆMI FINNA í ágætu ávarpi, sem Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, flutti á starfsfræðsludaginn sl. sunnudag, minntist hann m. a. á það skipulag, sem Finnar hafa komið á hjá sér í þessum málum. Hann kvað Finna fyrir tveimur árum hafa sett lög um starfs- fræðslu. Samkvæmt þeim skipar vinnmnálaráðuneytið starfsfræðslunefnd, sem er skipuð skólamönnum að hálfu, en fulltrúum frá at- vinnuvegunum að hálfu. — Skólamennimir eiga að sjá um, að starfsfræðslan falli eðlilega inn í starfsskrá skól- anna, en fulltrúar atvinnu- veganna gæta þess, að starfs- fræðslan gefi æskufólki rétt- ar og hagnýtar upplýsingar um atvinnulíf þjóðarinnar. Landinu er síðan skipt í starfsfræðsluhéruð, en í hverju héraði er starfs- fræðslumiðstöð, sem starfs- fræðslustjóri veitir forstöðu. Höfuðverkefni starfsfræðsl unnar í Finnlandi er sam- kvæmt upplýsingum fræðslu stjórans að skipuleggja fræðslu- og upplýsingastarf um hina mörgu ólíku starfs- greinar, safna upplýsingum um þær kröfur, sem hver um sig gerir til starfsmannsins og gefa skýrslu um menntun, launakjör og atvinnumögu- leika innan hverrar starfs- greinar. Þá er það einnig verkefni starfsfræðslunnar að aðstoða einstaklinga við að gera sér grein fyrir, hvaða starf þeim hentar bezt, og hvort þeir hafa hæfni til þess, sem hug- ur þeirra í svipinn beinist framar öðru að. Finnar leggja áherzlu á að starfsfræðslan rýri ekki á neinn hátt frelsi einstaklings til að velja sér starf eða við- fangsefni. Jónas B. Jónsson taldi, að þetta fyrirkomulag, sem Finnar hafa tekið upp, fnundi henta vel hér á ís- landi. Taldi hann, að þjálfa yrði sérstaka kennara til þess að hafa hina almennu starfs- fræðslu á hendi í skólum, en nánari leiðbeiningar yrðu gefnar af sérfróðum mönn- um. Þessar ábendingar fræðslu stjóra eru hinar athyglisverð ustu. Ber brýna nauðsyn til þess að lög verði hið fyrsta sett um starfsfræðsluna. Er það og greinilegur vilji Al- þingis, sem samþykkti þings- ályktunartillögu um málið fyrir rúmU ári. Jouhaud handtekinn af einskærri tilviljun ÞAÐ var mikið áfall fyrir leynihreyfingTi hersins, OAS, er einn æðsti maður hennar, Edmound Jouhaud, fyrrum hershöfðingi, var handtekinn ásamt öðrum háttsettum OAS- mönnum í Oran síðdegis s.l. sunnudag-. Jouhaud var hand- tekinn, þar sem hann sat að snæðingi. í fyrstu höfðu lög- reglumenn, sem húsleit gerðu í ákveðnu hverfí í Oran, ekki minnstu hugmynd um hvaða mann þeir höfðu handtekið, og raunar hefði Jouhaud senni- lega sloppið, ef ekki hefðu fundizt í ibúð hans hrúga af peningaseðlum, innpökkuðum í pappír, sem lögreglan taldi á- stæðu til að rannsaka betur. Voru allir í íbúðinni fluttir á lögreglustöð í Oran til að gera grein fyrir þessum peningum, og við rannsóknina á þeim rann loks upp ljós fyrir lög- reglunni hver maðurinn var! Jouhaud og fólagar hans voru handteknir í lúxusíbúð á ströndinni í vesturíhiluta Oran. Lögreglan vissi að OAS-leið- togar, þar á meðal Jouhaud, ferðust til og frá Oran að vild og bjuggu stundum í vellyst- ingum í betri hverfum borgar- innar. S.l. sunnudag gekkst lög- reglan fyrir víðtæikum húsleit- um í betri hverfuan Oran, og var ætlunin fyrst og fremst að hræða OAS-menn, en ekki beinilínis ráðgert að handsama leiðtoga þeirra, enda gerði lög reglan sér engar vonir uim slíkt. Kluikkan tvö síðdegis um kringdu 2,500 öryggislögreglu- menn og hermenn hverfi stórra fjölbýlishúsa og lögregl an hóf að leita í hverri íibúð. Klukíkan hálf fjögur börðu lögreglumenn a@ dyrum lúxus íbúðar á áttundu hæð í einu húsanna. Komu þeir að manni á fimmtugsaldri, með yfirvara skegg og hökutopp, þar sem hann sat hinn rólegasti ög snæddi léttan málsverð ásamt ungri, fallegri stúlku. Maðurinn sýndi lögreglunni skilríki sin var hinn kurteis- asti og kvaðst vera skólaeftir- litsmaður að nafni Angelbert. í stofunni var innrömmuð mynd af Joulhaud, sem ungum liðsforingja í flugfhernum. í öðru herbergi í xbúðinni fann lögreglan sjö menn. Kvaðst einn þeirra Camelin að nafni vera laeknir, og sýndi tösku með laeknistæfcjum þvá til -önnunar. Við frekari leit 1 ibúðinni Edmomd Jouhaud fundu lögreglumenn 10,000 ný frankd og 2,000 doilara inn- paikkaða í pappír. Fannst lög- reglunni þetta grunisamlegt og ekki bætti úr skák, þegar einn mannanna bar á sér tvö öku- skírteini, og var annað þeirra nafnlaust. Mennirnir voru fluttir til lögreglustöðvar á mörkum hverfis Evrópumanna í vestur hluta Oran og voru yfirheyrð iir þar. Hafði lögreglan þá efcki hugmynd um að hún hafði haft hendur í hári Jou- haudis en OAS vissi það. Klukkan fimm gerðu OAS- menn áráis á lögreglustöðina. í þeirri viðureign féll einn lögreglumaður en 17 sœrðust. Tókst lögreglunni að hrinda álhlaupinu. Við yfirheyrslur fór ýmis- legt einkennilagt að koma í ljós. Jouhaud varð tvísaga um starf sitt, og hann vissi ekki hvað nánustu yfirboðarar hans hétu. Lögreglumenn, sem voru að rannska myndir ait foringjum OAS, tóku eftir því, að svipur var með mynd af Jouhaud og miðaldra mannin- um með skeggið sem þeir voru að yfirheyra. Jouhaud var nú orðinn óró- legur. Hendur hans skulfu og hræðslumerki sáust á andlit- inu. Að lofcum sagði hann: „Gott og vel, það þýðir víist ekki að halda þessu til streitu. Ég ©r Jouhaud.“ Síðan reii hann af sér skeggið. Auk Jouhaud handtók lög- reglan Julian Camelin, fyrr- verandi majór, en hann var yfirmaður OAS-sveiita í Oraa Og nágrenni. Er hand'taka hans í sjálfu sér talin meira virði en taka Jouhauds, þvá hann var foringi OAS-manna á staðnum, en Jouhaud skipu- lagði og starfaði meira á bak við tjöldin. Klukkan hálf fimnt næsta morgun var Jouhaud og fylgi- fiskar hans flluttjr með herflug vél til Parísar. Jouhaud var dæmdur til dauða fjarverandi 11. júlí sL eftir uppreisn hershöfðingj- anna í Alsír í fyrra. Síðan hafa ýmsar sakir safnast á hendur hönum þannig að hann þarf að sivara fyrir ýmislegt fleira fyrir herrétti. Edmond Jouhaud fæddist 1905 í þörpinu Bou Sfer Skammit fyrir utan Oran. Hann gekk á herSkóla Frakka, Saint-Cyr, og gegndi síðan störfum í franska flughern- um í nýlendum Fralkka í Af- ríbu til 1939, en þá tók við stjórn könnunarflugdeildar i norður Frakklandi. Hann var handtekinn af Þjóðverjum 1940 en tókst að flýja, og starf- aði mikið í neðanjarðarhreyf- ingunni í Frakklandi. Vegna frammistöðu hanis I neðanjarð arhreyfingunni á stríðsárun- um hlaut hann Skjótan frama í hernum. 1956 tók hann við stjórn fimmita flugbersins í Al sírj og varð þá í fyrsta sinn undirmaður Raoutl Salan. t maií 1958 tók hann hiöndum saman við Salan um að koma de Gaulle til valda. Stoömmu síðar varð Jouhaud yfirmaður flughersins, en brátt tók að bera á þvá að áliit Jouhauds á manninum, sem hann hafði hjálpað í æðsta embætti Frakils lands, fór þverrandi. Andstaða hans gegn stefnu frönsku stjórnarinnar um sjáltfsálkvörð unarrétt Alsír varð brátt svo augljós, að við sjálft lá að hon um værj bannað að fara til Alsír enda þótt hann væri yfirmaður alls flughersins. 1 október kvaddi hann her- inn, og héit til Alsír til þesa að starfa við einkatfyrirtæfci, að því er hann sagði. Jouhaud tók virkan þátt f uppreisn hershöfðingjanna i Alsír í apríl 1961, en þegar hún mistófcst fllúði hann frá Alsír ásamt Salan. Sfcömmu síðar kom hann aftur til Al- sír og gerðist yfirmaðux OA3 í Oran og nágrenni. MIKIL ATVINNA TTvaðanæva að af landinu “ berast fregnir af mikilli atvinnu og góðri afkomu manna. Hér í blaðinu var í gær birt fréttabréf frá Vopna firði, þar sem m.a. var að því vikið, að í kauptúninu hefði atvinna aldrei verið meiri og jafnari en árið sem leið og óhætt væri að fullyrða, að fólk hefði aldrei búið við betri lífskjör en síðasta ár. Sem betur fer er þetta ekkert einsdæmi. Þvert á móti eru svipaðar fréttir frá flestum eða öllum sjávar- þorpum. Það stingur illa í stúf við kenningar Fram- sóknarmanna um kreppu og samdrátt. Sá málflutningur er nú orðinn meðal þess bros legasta, sem borið hefur ver- ið á borð fyrir íslenzka blaða lesendur. Fyrir skömmu varð Tím- inn raunar sjálfur að játa, að atvinnulífið væri víða blómlegt. Samt sem áður heldur blaðið áfram aðkrefj- ast þess, að nokkur hundr- uð milljónir króna verðilátn ar út í atvinnulífið. Sú krafa byggist á því, að þannig halda Framsóknarmenn að takast mundi að koma af stað nýrri verðbólgu, sem mundi hindra áframhaldandi viðreisn. Þeir gera sér ljóst, að viðreisnarstefnan hefur sigrað og ríkisstjómin er traustari og vinsælli en stjómir hafa hér verið um langt skeið. Eina von Fram. sóknarmanna er ný verð- bólga. En eitt megintakmark Viðreisnarstjómarinnar er einmitt að koma í veg fyrir verðbólguþróun, og þesg vegna verður Framsóknar- mönnum ekki að ósk sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.