Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 3
M O R G l) N B L71Ð 1Ð
3
! Föstudagur 27. apríl 1962
«« •«««!•»
Ljósm. Mlbi. Ól. K. M.
ÞAÐ mátti segja með sanni,
að gamli og nýi tíminn mætt-
ust í Reykjavíkurhöfn á
fimmtudag. Á stóru myndinni
liggja tvö seglskip hlið við
hlið; tveir færeyskir kútterar
við Grandagarð. Á minni
myndunum gefur hins vegar
að líta nútíma-veiðiskip, búið
öllum nýtízkutækjum. Það er
spánnýr þýzkur skuttogari,
sem heitir Grönland, enda er
honum aðallega ætlað að yrja
miðin við Grænland og fsland.
Á annarri myndinni sést ofan
á vinnudekkið aftan á skipinu.
Finnbogi
Rútur
— Rússar boða
Framh. af bls. 1
hæfu tilraunir á nýjan leik,
hefur þess verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu, hvort
þeir myndu gera alvöru úr
hótun sinni.
Onsök þess, að Rússar stóðu
ekki við hótun sína, er af full-
trúum vestrænu ríkjanna talin
vera afstaða hlutlausu ríkj-
anna 8.
Á fundinum lýstu fulltrúar
þeirra ríkja því yfir, að þeir
væru mótfallnir kjarnorkutil-
raunum, hver sem hlut ætti að
máli, og hvöitu jafnframt stór-
veldin til að halda áfram til-
raunum til að komast að sam-
komulagi um bann og eftirlit.
Þótt Rússar muni þannig
halda áfram viðræðum í Genf,
vildi Tsarapkin ekki tjá frétta-
mönnum, hvenær næsti fundur
undirnefndarinnar á afvopnun-
arráðstefnunni yrði haldinn. —
,Sá tími verður ákveðinn eftir
umtali“, sagði hann.
Rusk segir Bandaríkin munu
leita eftir samkomulagi áfram
Dean Rusk hélt í dag fund
með fréttamönnum í Washing-
ton. Hann kvað Bandaríkin
mundu gera allt, sem í þeirra
valdi stæði, til þess að konva á
banni við kjarnorkutilraunum.
Hann bar einnig fram afsakan-
ir Bandaríkjamanna vegna til-
rauna þeirra, sem nú eru hafn-
ar, og gat þess um leið, að þess
hefði greinilega orðið vart, af
viðbrögðum annarra þjóða, að
mikili skilningur ríkti á þeim
vandamálum sem Bandaríkin
ættu nú við að glíma.
Mótmælagöngur og hópfundir
í Glasgow gerði hópur manna
aðsúg að bústað bandariska
ræðismannsins, og réðst síðar
inn í bygginguna, til þess að
bera fram mótmæli sín.
í New York söfnuðust um
3000 manns umhverfis byggingu
SÞ. Báru ýmsir mótmælaspjöld,
en aðrir hópuðu: „Rússland —
Bandaríkin, semjið áður en það
er um seinan“. Konur voru
fjölmennastar í þeim hópi.
Kennedy Bandaríkjaforseti
tilkynnti í dag, að engar opin-
berar mótmælatilkynningar
hefðu enn borizt sér. Hins veg-
ar hefur japanski utanríkisróð-
herrann afhent sendiherra
Bandaríkjanna í Tókíó mótmæla
orðsendingu.
ítalir eru meðal þeirra, sem
styðja málstað Bandaríkjanna.
Auk þess hafa ráðamenn í Thai-
landi lýst sig sama sinnis. —
Willy Brandt, borgarstjóri V-
Berlínar, hefur einnig lýst
fylgi sínu við málstað Banda
ríkjanna. Blöð á Vesturlöndum
hafa mörg talið, að ekki hafi
verið annans kostur, úr því
sem komið var, en harma hins
vegar, að ekki skuli hafa náðst
samkomulag.
Skoðanir í kommúnistalönd-
unum eru hins vegar allar
einn veg.
— Alsír
Framh. af bls. 1
ganga milli bols og höfuðs á OAS
hreyfingunni, Hann bað þá gæta
stillingar. því að framtíð Alsír
væri ekki þess eðlis, að þeir
vyrftu neinu að kvíða.
Æffi greip íbúa í Algeirsbor
Fréttamaður Associated Press
skýrði frá því í gærkvöldi, að
eftir að hryðjuverk OAS spurð-
ust, hefðu borgarar af evrópskum
uppruna almennt gripið til vopna,
og hefði verið skotið úr gluggum
og af húsaþökum í Algeirsborg
síðdegis í gær. Vegfarendur, Og
þeir sem sátu á gistihúsum, flýðu
sem fætur toguðu, í skjól. Það
var fyrst eftxr að franska lög-
reglan greip til vopna, í götu-
vígjum, að kyrrð komst þar á,
Stórárás OAS á stöffvar
franska hersins í Oran
Til stórátaka kom í Oran í
kvöld, er OAS-menn, óein-
kennisklæddir, en vel búnir vél
byssum og handsprengjum,
gerðu árás á stöðvar franska
hersins, hér í borg. Stóð árásin
í eina klukkustund, og allan
þann tíma héldu árásarmenn
uppi stanzlausri skothríð. Síð-
an drógu þeir sig í hlé, eftir
hliðargötu, en íbúar fögnuðu
þeim, er þeir fóru þar um.
Engar fréttir bárust af því,
hve margir hefðu látið lífið,
eða særzt, í þessum átökum.
Franskir hermenn höfðu
einnig öflugan vörð á þaki Les-
cure-byggingarinnar, í miðbiki
Oran. Byggingin er 15 hæðir,
og gnæfir yfir aðrar byggingar
í nágrenninu. Um 40 OAS-
menn, flestir á aldrinum 18—20
ára réðust inn í bygginguna,
en um leið var skotið á þak
hússins, úr vélbyssum, frá nær-
liggjandi húsaþökum.
Venjulegir borgarar gripu
einnig til vopna, og gekk á
ákafri skothríð um stund. Var
enn barizt, er síðast fréttist.
STAKSTIINAR
Bylting í Kópavogi
Mikil og álhrifarík bylting virff
ist hafa orffiff í flokki kommún-
ista í Kópavogskaupstaff. Finn-
bogi Rútur Valdimarsson og
Hulda Jakobsdóttir, kona hans,
sem haft hafa forystu í flokkn-
um og bæjarmálum kaupstaðar-
ins mörg undanfarin áv, hafa nú
bæffi dregiff sig í hlé. Eru þau
nú hvorugt á framboðslista
flokksins og munu ekki einu
sinni veita honum stuðning í
kosningunum.
Ýmsum getgátum er aff þvi
leitt. hver sé orsök þessarar ráffa
breytni. Sú
skýring er þó
talin líklegust,
aff Finnbogi Rút
ur sé svo hygg-
inn maffur aff
hann geri sér
ljóst, aff fram-
undan er stór-
fellt tap hjá
kommúnista-
flokknum. ör-
uggt megi telja
aff hann glati
meirihluta sinum í Kópavogs-
kaupstað ©g verffi fyvir margvis
legum öðrum áföllum.
Áffur en þetta gerist telur
Finnbogi Rútur sér heppilegast
aff hafa yfirgefiff hiff sökkvandi
skip.
Ekkert skal þó um þaff fuU-
yrt, hvort hann muni stíga skref
iff heilt og yfirgefa sjálfan
kommúnistaflokkinn.
Klofningur
í kommúnistaflokknum
Þessiar atburðir í Kópavogs-
kaupstaff eru enn ein sönnun um
þann klofning og glundroða, sem
ríkir innan kommúnistadeildar-
innaar á islandi um þessar mund-
ir. Hér í Reykjavík er ástandið
í flokknum litlu betra. Fjöldi
kommúnista er nú á framboffs-
lista „Þjóffvarnarmanna“ og er
þaff þeim „Alþýffubandalags-
mönnum" mikiil þyrnir í aug-
um. Til þess aff rétta hlut sinn
hafa þeir svo fengiff einn effa
tvo „Þjóffvarnarmenn“ til þess
aff taka sæti á Iista kommúnista.
Alit ber þetta vott einstæðri
upplausn og ruglingi.
Víffa úti um land eru kommún-
istar orðnir svo fylgislausir aff
þeir þora ekki fyrir nokkurn
mun aff bjóða fram og leita sem
ákafast eftir samvinnu viff aðra
áikafast eftir samvinnu viff affra.
Reykvíkingar
hafna tætingsliðinu
Við hverjar einustu bæjar-
stjórnarkosningar, sem fram hafa
fariff undanfarna áratugi, hafa
hinir svokölluðu vinstri flokkar
boðiff Reykvíkingum forystu
sína. Þá hefur veriff talaff um
„vinstri stjórn“ í Reykjavik, ým-
ist undir forystu kommúnista,
Framsóknarflokksins effa Al-
þýffuflokksins. En Reykvíkingar
hafa boriff giftu til þess aff hafna
forystu tætingsliðsins. Allar lík-
ur benda til þess aff svo muni
enn verffa. En enda þótt glund
roðinn sé meiri nú en nokkru
sinni fyrr innan raffa hinna svo
kallaðra vinstri manna, ber
brýna nauffsyn til þess, aff Sjálf
stæðisfólk j bænum efli samtök
sin eftir fremsta megni. Hinn
mikli kosningasigur Sjálfstæðis
flokksins viff síffustu bæjar-
stjórnarkosningar má ekki
verffa til þess að skapa andvara
leysi og oftrú á fyrirhafnarlítinn
sigur nú.
Þaff er einnig athyglisvert, aff
öll málgögn vinstri ílokkanna
hafa lýst því yfir, aff Sjálfstæff
isflokkurinn sé viss með að
halda meirihluta sinum. Tilgang
ur þessara yfirlýsinga er auff-
vitað fyrst og fremst sá aff skapa
andvaraleysi i röðum Sjálfstæff
ismanna.