Morgunblaðið - 27.04.1962, Page 17
Föstudagur 27. apríl 1962
MORGVNBf 4*>r»
17
/Víræð í dag
Frú Margrét G. Jónsdóttir
Afmæliskvqpjc
í DAG er frú Margrét G. Jóns-
dóttir, ek'kja Jóns Auðuns Jóns-
sonar alþingismanns níutíu ára.
Hún er fsedd að Gerðhömruna í
Dýrafirði 27. apríl 1872, dóttir
eéra Jóns Jónssonar þá prests að
Gerðhömrunt, Jónssonar prests
á Barði, og Sigríðar Snorradótt-
ur frá Klömbrum í Vesturhópi.
Voru 'henni i skirninni gefin þau
tvö nöfn, sem föður hennar voru
kserust, Margrétar nafn, sem
verið hafði kvennafn ættar hans
í margar aldir, og nafn móður
Ihans, Guðrúnar Björnsdóttur
Ólsen á Þingeyrum.
Frú Margrét ólst upp í föður-
Ihiúsum, fyrst á Gerðhömrum og
síðar á Stað á Reykjanesi. Munu
5>au systkinin hafa fengið óvenju
llegt uppeldi á þeirri tið og notið
þar góðs af gáfum föður síns og
lærdómi. Og þær systur fengu
góða tilsögn í allri handavinnu
Ihjá móður sinni, sem var orð-
Jögð hannyrðakona.
Frú Margrét var þvi vel að
Iheiman búin, þegar hún kom 18
éra gömul til Reykjaví'kur til
frekari mennta. Mun og Björn
Ólsen, síðar rektor, fljótt hafa
orðið þess vís, þvj í bréfi, sem
hann skrifar þá séra Jóni frænda
BÍnum, segir hann m. a.: „Mar-
grét frænka á ekkert erindi i
Kvennaskólann, svo mikið ert
þú búinn að kenna henni heima
á Stað.í hannyrðum mun þó
Margrét hafa fullkomnað sig
Iþar í höfuðstaðnum. Þessi hafa
'líka alltaf verið hugðarefni
Ihennar í tómstundum: bækur,
hannyrðir og hestar. En þá átti
Ihún góða og kunni vel að sitja
þá.
Rúmlega tvitug fór Margrét
vestur í Ögur við ísafjarðar-
djúp, sem heimiliskennari. I>ar
kynntist hún eiginmanni sínum,
sem síðar varð, Jóni Auðunni
Jónssyni á Garðsstöðum, sáðar
bankastjóra og alþingismanni,
og giftust þau árið 1900. Á einu
ári 'höfðu þá báðir foreldrar
Ihans létizt frá stóru heimili og
sjö börnum. Var Jón Auðunn
þeirra elztur, 22 ára, en Kristin
yngst, 2 ára. Tóku imgu hjónin
jþegar við Öllum búsforráðum á
Garðsstöðum, og kom í hlut frú
Margrétar að ala upp yngstu
systkinin. En þó hún færðist þar
mi'kið i fang, leysti hún vandann
r frá ísafirði
af hendi af sömu ástúð og um-
hyggju og væru það hennar eig-
in börn. Gekk hún þeim £ móður
stað, enda unnu þau henni mik-
ið. Öll eru þessi Garðsstaða
systkin létin, nema Kristján
Jónsson erindreki á ísafirði.
Árið 1904 fluttust þau hjónin
til ísafjarðar og keyptu þar hús
Hannesar Hafsteins, sem þá var
nýfluttur úr bænum og setztur
í ráðherrastól. Þar bjuggu þau
síðan og þar stjórnaði frú
Margrét sínu stóra og oft eril-
sama heimili af fyrirhyggju og
dugnaði í þau 43 ár, sem þau
hjónin dvöldust á ísafirði. Þau
eignuðúst 4 börn, sem komust á
fullorðinsaldur en eitt þeirra,
Árni J. Auðuns skattstjóri, and-
aðist í blóma lífsins, þé ný-
kvæntur. Var það mikið áfall
fyrir móður hans og aðra ást-
vini, þótt hún bæri þann harm
í hljóði. Fimmta og yngsta barn
þeirra hjóna, Einar, dó í
bernsku. Hin börnin, sem upp
komust, eru þegar orðin þjóð-
kunn: Frú Sigríður Auðuns, sem
er bæjarfulltrúi á Akranesi og
gegnir þar fleiri störfum, frú
Auður Auðuns alþingismaður og
forseti borgarstjórnar Reykja-
ví'kur, og séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Öll bera þessi börn
hins aldraða afmælisbarns móð-
ur sinni fagurt vitni um uppeldi
og heimilisbrag í föðurhúsum.
Frú Margrét reyndist öllum
börnum sínum einstök móðir, og
kennari þeirra fram yfir það,
sem tíðkaðist og tiðkast, enda
var hún prýðilega menntuð
sjélf. Vakti hún af stakri um-
hyggju yfir námi þeirra, unz
þau fóru að heiman. Þau syst-
kinin frú Auður og séra Jón
lásu í heimahúsum undir 4. bekk
menntaskólans, og las þá móðir
þeirra með þeim tungumál og
fleira. Er slí'kt fágætt. Hún var
börnum sínum að okkar kunn-
ugra dómi móðir, eins og bezt
verður, vinur þeirra og félagi
um margt. Hún er gædd óvenju
lega góðri Iund, allt í senn,
sterk, glöð og mild.
Frú Margrét hefir verið mikil
hamingjukona um dagana. þótt
hún hafi ekki farið á mis við
ástvinamissi og fleira mótlæti.
Enn er hún hress til sélar og
lí'kama, grípur bókina til að
lesa og nálina til hannyrða sinna
níræð. Síðustu árin hefir hún
dvalizt í heimili frú Auðar dótt-
ur sinnar, glöð og ánægð í hópi
barna og barnabarna. Og dýr-
mætt ömmustarf hefir hún unnið
fyrir börn frú Auðar, sem eru
yndi hennar í ellinni. Hún er
forsjóninni þakklát fyrir alla þá
hamingju, sem hún hefir fengið
að lifa. Og ekki er langt S'iðan
hún fór þessum orðum um sína
löngu ævi: „Ég hefi fengið að
lifa bæði óvenju löngu og auð-
ugu lífi. Ég átti yndislegt æsku-
heimili og síðan um langan ald-
ur eiginmann og heimili eins og
ég óskaði mér allra helzt sjálf.“
Frú Margrét er og verður allt-
af ísfirðingur, enda mun hugur
hennar oft reika þangað vestur,
þar sem hún lifði og starfaði öll
sín manndómsár, og þar sem
'hún mun hafa átt vinina flesta
og bezta. Þar stóð hún við hlið
manns síns í hans margþættu
athafnasemi, og var oft margt
um manninn í heimili hennar á
þeim árum og ávallt mikill
gestagangur. Heimilið var sam-
komustaður fjölda fólks úr bæn
um og úr héraðinu vegna stjórn
málaafskipta Jóns Auðuns. En í
Djúpinu áttu þau hjónin vini og
vinarhug á hverjum bæ, að
kalla. Vegna landsmála var oft
stormasamt um heimilið, en
vinsældir frú Margrétar voru
alltaf fyrir það miklar.
Það tiðkaðist ekki þó að kon-
ur tækju áberandi þátt í opin-
berum málum, en frú Margrét
tók ávallt mi'kinn þátt í störf-
um manns síns og var engan
veginn ævinlega myrk í máli,
er því var að skipta. Hún var
ein af stofnendum Kvenfélags-
ins Óskar á ísafirði og tók við
formennsku þess eftir að frú
Camilla Torfason fluttist úr
bænum.
Um góðgerðasemi fni Margrét
ar við ýmsa bágstadda öll sín
ár á ísafirði, sem hún gat ekki
dulið eins og hún vildi, fjölyrði
ég ek'ki. En hún verður að fyrir-
gefa mér, þótt ég fullyrði að í
þeim hópi átti hún marga vini.
Frú Margrét og Jón Auðunn
lifðu í ástríku hjónabandi í 53
ár, og einhugur þeirra brást
aldrei. Á ísafirði dvaldist hún
flestöll þau ár og þar naut hún
mestrar hamingju í sinu stóra
og glaðværa heimili. Þar var oft
Frú Margrét G. Jónsdóttir
glatt á hjalla, og eiga maigir ís-'
firðingar, bæði bæjarbúar og
vinir úr Djúpinu, ógleymanleg-
ar endurminningar um ánægju-
stundir þar. En húsfreyjan var
þar hrókur alls fagnaðar, og það
hefir frú Margrét ævinlega ver-
ið í vinahópi.
Það var yndi hennar, að koma
á hestbak, eins og áður er vikið
að. Maður hennar var einnig
mikill hestamaður, og áttu þau
'hjónin ávallt góðhesta sem þau
höfðu mikið yndi af. Áður en
bílar fóru að þjóta um landið
höfðu þau farið á hestum um
flestar sýslur landsins, og mun
frú Margrét eiga margar ljúfar
minningar frá þeim ferðum. En
aðalénægja ísfirðinga á þessum
árum áður en bílar fóru að tíð'k-
ast, voru útreiðar á helgum um
sumartímann, og raunar á vetr-
um li'ka, á ísum. Métti þé oft,
einkum á sumrum, sjá stóran
hóp kvenna og karla þeysa frið-
um fákum „í faðmi fjalla
blárra“, inn í Skóg, inn á Skip-
eyri, eða út í Arnarnes, til að
horfa á hið óviðjafnanlega
fagra sólarlag um lágnættið. Á
þessurn ánægjustundum, sem
mér verða alltaf í fersku minni,
man ég alltaf eftir frú Margréti
fremstri í flokki og oft á bezta
hestinum.
Árið 1947 fluttust þau fni
Margrét og Jón Auðunn til
Reykjavíkur. Þar missti hún
mann sirin sex árum síðar. Varð
sá viðskilnaður sár eftir langa
og ástríka samfoúð. En frú
Margrét er trúkona og tók sorg-
um með stillingu. Hefir hún síð-
an lengst dvalizt hjá frú Auði
dóttur sinni. Þangað munu
margar hlýjar hugsanii leita af-
mælisibarnsins 'níræða. Og sjólf-
sagt verða margir til þess að
þrýsta hönd hennar í dag. Því
miður á ég þess ekki kost, en.
vil færa hinni öldruðu heiðurs-
konu innilegt þakklæti okkar
hjóna fyrir trausta vináttu og
órjúfanlega tryggð frá fyrsfcu
kynnum fyrir nærfellt 60 árum
og óska þess, að hún eigi enn
mörg ár við sömu heilsu sér og
ástvinum sínum til gleði.
Undir þá ósk munu margir
ísfirðingar taka, og vinir úr
Djúpinu. Jón Grímsson.
EDDA RADIO „Haugtíissa 4“ í
SKF.IFUKASSA er unnin af framúr-
De Luxe
STEREO
skarandi fagtnönnum úr völdu efni.
Sðnn stofuprýði og yndisauki hverjum þeim sem
kröfur gerir til fxábærra tóngæða. Hinar norsku
útvarpsverksmiðjur EDDA RADIO hafa unnið sér
stöðu meðal allra fremstu viðtækjasmiðja heims.
Með þessu nýja viðtæki „Haugtiissa 4“ hefur
náðst nýr áfangi í hljómi og tóngæðum. Hinir 8
nýju NOVAL-larnpar eru jafnvígir 16 venjulegum
útvarpslömpum. Kynnið yður betta frábæra tæki.
Skeifustíll
Skeifugœði
Skeifuskilmálar
(tSKEIFANk
Kjörgarði — Sími 16975. N