Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. maí 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 Litið inn hjá And- rési EITT af því, sem svip set- ur á hið gróskumikla at- hafnalíf höfuðborgarinnar, eru margs konar fyrirtæki framtakssamra einstakl- inga, sem hér hafa skotið rótum á liðnum árum. — Mörg þeirra skipa nú orð- ið svo fastan sess í hugum borgarbúa, að þeim þætti mikið vanta, ef þau væru ekki vís á sínum stað. í hópi þessara traustu og gamalgrónu fyrirtækja er án nokkurs efa klæðagerð og — verzlun Andrésar Andrésson ar að Laugavegi 3. Mbl. brá sér því í skyndiferð þangað í gær og svipaðist þar um inn- an dyra. ★ Þegar við komum inn í verzlunina, var þar allmargt viðskiptavina að sjálfsögðu í fatakaupahugleiðingum. Sum Andrés Andrésson og Þórarinn sonur hans á svölum Laugavegs 3. Hraðsaumar 8000 krakkarnir gjarna klsbddir upp, áður en þeir fara í sveit ina. Svo er oftast mikið að gera fyrdr stórhátíðir, jólin og páskana. Mörg stúdentsefnin fá sér „smokinginn“ hjá okk- ur fyrir hátíðarhöld sín 17 júní. a ári Úr kjallara — og upp í ris í verzluninni og klæðagerð- inni vinna að jafnaði um 80 manns. Húsið að Laugavegi 2 er allt lagt undir fyrirtækið — frá kjallara og upp í ris. Þegar við höfðum gengið um Margt er starfið í verzluninni hittum við Þórarin Andrésson, sem veií- ir tækinu forstöðu með föður sínum, og gengum síðan með honum um vinnustofurnar. Á tveim hæðum hvinu sauma- vélar nær hvert sem litið var, gufustrók lagði upp af fata- / pressum, sniðhnífar þutu í J gegnum 20—30 falt fataefnið eins og það væri þynnstá pappír og hver klæðnaðurinn á fætur öðrum þokaðist í átt til fullkomnunar. Það gæti jafnvel farið svo, að fyrr en varir verður þú eða ég kom- in í einhvern þeirra. Hver veit? Arsframleiðslan af hrað- saumuðum karlmannafötum hjá Andrési er um 5000 — fimm þúsund — og þar við bætast svo klæðnaðir saum- aðir eftir sérstöku máli. Þá verður ekki sagt, að kven- þjóðin sé látin sitja á hakan- um, því að 2—3000 kvenkáp- ur eru nú saumaðar hjá fyrir- tækinu árlega. Talsvert hefur verið saumað úr íslenzkum efnum, en einnig t.d. hollenzk um, japönskum og enskum. Eins og nú standa sakir eru þau síðastnefndu efst á blaði. — Eftirspurnin fer mikið fðt og kápur ir mátuðu jakka, aðxir þreif- uðu á efnum, málbandi var brugðið um mitti fólks og fata krít hent á lofti. Handtökin voru mörg og markvisst að því stefnt að enn mætti sann ast hið fornkveðna; „Fötin skapa manninn". Fötin sniðin. eftir árstíðum, sagði Þórarinn okkur. — Bæðj vor og haust fá margir sér ný föt, t. d. eru hinar mörgu vinnustofur, end uðum við uppi undir rdsi, þar sem unnið er við smiðar. Og þar stóð Andrés Andrésson sjálfur við sniðborðið — og mældi út efni í einkennisbún inga á lögreglumenn. Við ræddum stundarkorn við þennan nær hálfáttræða en spengilega klæðskerameist ara, sem rekið hefur eigin klæðagerð í Reykjavík í meira en 50 ár. ★ Þeir feðgarnir skruppu með okkur út á svalirnar, þar er óvenjulegt útsýni yfir miðbæ- inn. Andrés sagði okkur frá þvi, að það hefði verið fyrir ábendingu í draumi, sem hann byggði hús sitt á þessum stað, laust eftir 1920: — Áður fyrr mátti sjá héð- an af svölunum alla leið upp í Mosfellssveit. Það hefur ver ið mikið byggt í Reykjavík síðan — og margt breytzt. Og Andrés hélt áfram: — Ég hef haft það fyrir lífsreglu að gera fyrst kröfu til sjálfs mín. Þá fyrst, þegar mér hefur fundizt ég leggja Fram'hald á bls. 23. Úr hraðsaumastofunni. STAK8TEIIMAR Aumleg vinstri stjóm á ísafirði f blaðinu „ísfirðingur", sem gefið er út af Framsóknarmönn- um á fsafirði, er nýlega grein, þar sem rætt er um hörmulegan aðbúnað íþróttafólks í bænum. Á ísafirði hefur, eins og kunn- ugt er, verið vinstri stjórn kom- múnista, Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna s.l. kjör- tímabil. En hún hefur verið at- hafnalítil. Málefnum unga fólks ins hefur hún sýnt lítinn skiln- ing og er nú svo komið, að jafnvel hennar eigin málgögn geta ekki orða bundizt um ástandið. Þannig segir „fsfirðingur" til dæmis frá því, að þau liörmu- legu tiðindi „fyrir knattspymu- menn og knattleiksstúlkur hafi gerzt ,að rafveitustjóri hefur neyðst til þess að loka fyrir raf- magnið í búningsklefunum, vegna þess að ÍBÍ hefur ekki séð sér fært að greiða rafmagn í eitt eða tvö ár og hefur ekki gert neitt í að reyna að semja um greiðslur og skuldin orðin mjög há. Nú standa knattspyrnu menn ráðþrota. íslandsmótið í fyrstu deild fyrir stafni, fyrir utan öll önnur mót. f búnings- klefunum fara í bað og hafa fataskipti á annað hundrað íþróttamenn í viku hverri yfir sumarið. Nú sjá knattspyrnu- menn sér ekki aðra leið út úr þessum ógöngum en að treysta á velvild rafveitustjóra, að hann láti opna fyrir rafmagnið með því að, knattspymumenn gangi sjálfir í ábyrgð fyrir greiðslu rafmagns í sumar.“ Ekki er á.standið fallegt und- ir vinstri stjórn á ísafirði. i fþróttafólkið verður sjálft að ganga í ábyrgð fyrir greiðslu rafmagns til þess að hægt sé að fara í bað!!! | Dugmikið íþróttafólk Allir sem þekkja til á ísafirði vita að þar er mikið af ágætu íþróttafólki. Það er vissulega illa farið, að svo hörmulega skuli að því búið sem raun ber vitni. f fyrrgreindu blaði er einnig skýrt frá því, að „íþrótta fólk skuli ávalt þurfa að fara i eigin vasa til bess að greiða fyr- ir aðgang að íþróttamannvirkj- um til æfinga, fyrir utan það sem þetta fólk leggur á sig við æfingar". Loks bendir greinin í ísfirðingi á það, að í öðrum bæjarfélögum séu ríflegir §tyrk- ir veittir til íþróttastarfsenr.i, en á fsafirði geti íþróttafólkið ekki einu sinni fengið sér bað!! Allt er þetta til athueunar fyr ir ísfirðinga, sem búið hafa við vinstri stjórn um skeið. Framsókn logandi hrædd Framsókn gamla er nú orðin logandi hrædd við þjóðfylking- armákk sitt við kommúnista. Er Timinn í gær skelfingu lost- inn og lýsir því yfir á öllum síðum, að þjóðfylkingin sé að- eins hugarórar Mbl. En þessir svardagar hinnar gömlu maddöm.u duga ekki. Verkin sýna merkin. Alþjóð hef ur horft upp á bandalag Fram- sóknarmanna og kommúnista innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Hún hefur meira áð segja séð Tímann skora á reykvískt iðnverkafólk að kjósa harðsoð- inn Moskvukommúnista eins og Björn Bjarnason til forystu í félagssamtökum þess. Sama sagan hefur gerzt um allt land. Framsóknarmenn hafa allsstaðar staðið í órofa fylkingu með kommúnistum, bæði í bar- áttunni gegn lýðræðissinnum innan samtakanna og í viðleitni þeirra til þess að eyðileggja grundvöll islenzks efnahagslífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.