Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. maí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 * KKKiiMl Heimasíminn hringir stöðugt. Margir eiga erindi við Auði. Guðrún dóttir hennar híður eftir %ð ná tali af mömmu sinni. móðir nennar, frú Margrét, er á heimilinu. ,,Það er mikill munur, þá er ég alltaf örugg um krakkana og heimilið, þó ég þurfi að vera fjarverandi", segir Auður. „Og krakkarnir eru nú orðnir svo stórir“, bætir hún við. Upp úr matmálstíma þarf Auður aftur að leggja land undir fót og fara að sinna ýmsum útréttingum á skrif- stofum, þar á meðal að koma við á skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar á Njálsgötu 3. Auður hefur verið lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar siðan 1940. Hún er til viðtals á skrif stofu nefndarinnar síðdegis á hverjum mánudegi. Þá geta efnalitlar konur fengið þar ókeypis lögfræðilegar ráð- leggingar og aðstoð. Nota margar sér það, einkum er leitað til Auðar um aðstoð í sambandi við börn og ýmis- konar hjúskaparmál. Oft eru margar í biðstofunni á mánu- dögum. Þennan dag þurfti Auður að koma við á skrif- stofunni til að sækja plögg, Aiiur dagurinn setinn FRÚ Auður Auðuns, fram- bjóðandi á lista Sjálfstæðis- flokksins við næstu borgar- stjórnarkosningar er dóttir Jóns Auðuns Jónssonar al- þingismanns á ísafirði og Margrétar Jónsdóttur konu hans. Stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1929, lögtfræðingur að menntun, hefur setið í bæjarstjórn síð- an 1946 og forseti bæjar- stjórnar frá 1954...... Nei, siik upptalning er að- eins og fyrir uppsláttarbækur. Til að kynna frú Auði bæjar- búum, er líklega betra að fylgjast með henni í einn dag og vita hvað hún tekur sér fyrir hendur. Það var ástæðan fyrir því að fréttamaður blaðsins barði að dyrum skömmu eftir fóta- ferðartkna á föstudag á Æg- issíðu 86, þar sem Auður býr með þiemur börnum sínum. Yngsti sonurinn, Árni, sem er 7 ára, opnaði dyrnar. Jú, mamma var heima. Þó ekiki væri langt liðið á morguninn, var síminn þegar tekinn til að hringja. Auður vinnur mikið af störfum í sambandi við op- inber ir.ál heima og því fylgir að síminn er sfhringjandi frá morgni til kvölds,' því marg- ir eiga við hana erindi. Nú sat hún við símann og dóttir- in, Margrét, sem er 13 ára, beið sýnilega færis að kom- ast að henni milli hringinga. Uppi á lofti sat Einar sonur, Auðar, og las undir stúdents- prótf. Ekki var til setunnar boð- ið, því kl. 9.30 átti að hefjast fundur í fræðsluráði og Auð- ur hefur átt þar sæti síðan 1946. f fyrstu var þetta ekki svo mikið starf, þvá þá voru startfandi skóianefndir við Frú Auður, sem er lögfræð- ingur Mæðrastyrksnefndar, kemur við á skrifstofunni til að sækja skjöl til frú Svövu Mathiesen. hvern skóla, en 1947 tók fræðsluráð við störfum nefnd anna. Tilefni þess að nú þurfti að kalla saman fund í ráðinu, var m. a. að leggja þurfti fyrir það teikningar að við- bótarbyggingu Langholtsskóla en sú viðbót er ætluð undir gagnfræðadeild. Og eftir að fræðsluráð hefði samþykkt teikningar, átti að leggja þær fyrir fund borgarráðs síðdeg- is. Ýms fleiri mál voru til af- greiðslu á þessum fundi, og samþykkt var tillaga til borg- arráðs um að veittar yrðu ár- lega allt að 100 þús. kr. úr bæjarsjóði til að styrkja kennara til framhaldsnáms. Og lauk fundinum um kl. 11. Þá þurfti Auður að drífa sig heim, til að elda matinn og sinna heimilisstörfunum. Hún hefur enga stúlku, en sem frú Svava Mathiesen, hafði tekið við fyrir hana, en frú Svava er á skrifstofunni aðra daga. f biðstofunni voru nokkrar konur önnum kafnar við að útbúa mæðrablóm, sem selja á til ágóða fyrir starf- semina á mæðradaginn. Ekki var lengi hægt að hafa viðdvöl þarna, því kl. 4 hófst borgarráðsfundur í Skúlatúni 2. Auður hefur átt sæti í borg arráði síðan 1952 og mætir þar tvisvar í viku. Fundurinn á föstudag var eini opni fund urinn, sem borgarráð heldur á árínu, og því notuðum við tækifærið til að vera viðstödd. Yfir 20 mál voru á dagskrá, en fréttamaðurinn lét sér nægja að fylgjast með því fyrsta, úrskurði kjörskrár- kærna. Og nú urðu aftur nokkrir tímar til að sinna heimilis- störfunum, elda mat, drífa þann yngsta inn o. s. frv. Urn kvöldið var svo boðaður stjórnarfundur í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt, ög María Maack búin að gefa Auði kall. Líklega er þetta ákaflega venjulegur dagur í lífi frú Auðar. Síðdegiis á hverjum degi vikunnar verður hún að gefa sig að ákveðnum mál- efnum. Á mánudögum að veita efnalitlum konum lög- fræðilega aðstoð á vegum Mæðrastyrksnefndar, á þriðju dögum afgreiða bæjarmál á borgarráðsfundum, á mið- vikudögum eru iðulega flokks fundir, á fimmtudögum borg- arstjórnarfundir tvisvar í mánuði, á föstudögum er aft- ur borgarráðsfundur og á laugardögum tínist otftast eitt hvað til. Morgnarnir eru held ur ekki allir lausir. Auður situr 1 heil'brigðisnefnd, og þar eru venjulega fundir ann- an hvern þriðjudagsmorgun og fræðsluráðsfundir eru á mörgnana. Borgarráðsmenn eru einnig oft skipaðir í nefndir til að gera tillögur um ákveðin verkefni. Og yfir þingtímann, frá 10. okt. og fram á mðivikudag í dimbil- viku að þassu sinni, bætist enn við störfin hjá frú Auði. Þingfundir hefjast kl. 1,30. Framan af þingtímanum eru þeir yfirk-itt stuttir en undir lokin eru iðulega kvöldfund- ir og nefndarfundir á morgn- ana. Og hvað gerir Auður helzt í frístundum sínum. „Ja, frí- stundunum, þá er alltaf nóg að gera á heimilinu," segir hún. Og heimilið ber þess merki að hver stund hlýtur að vera notuð. Hver hlutur er á sínum stað og allt hreint og fágað. Það er ekki að sjá að húsmóðirin hafi öðrum störfum að sinna en hugsa um börn cg heimili. Að lökum spyrjum við frú Auði hvaða bæjarmálefnum hún hafi mestan áhuga á. —» Það er ekki óeðlilegt að sem kona hafi ég mesta áhuga á þeim málum, sem sérstaklega varða húsmæður og æskuna, segir hún. Undir það falla fjölmörg mál, skólabyggingar og skólamálin í heild, barna- heimilin, æskulýðsstarfsemin. Og svo maður taki einhver dæmi, þá snertir hitaveitu- áætlunin kannski enga meir en þær húsmæður, sem ekki hafa enn fengið heitt vatn inn á sitt heimili. Annars þarf borgarfulltrúi að hafa af- skipti af allskonar málum og um leið skapast áhugi á að þöka þeim áleiðis. Það væri lítill framfarahugur í borgar- fulltrúa og börgarstjórnar- meirihluta, sem ekki sæi við- fangsefni á hverju leiti. Ktústján Gunnarsson, skólastjóri, Helgi Her mann Eiríksson, fyrrv. skólastjóri, og frú Auður Auðuns, liittast fyrir utan Vonarstræti 8, á ieið á fræðslufund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.