Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐih Miðvikudagur 16. maí 1961 Mynd þessi er tekin niðri í skurði þeim ,er grafinn er fyrir vatnslögninni með Miklubraut, en unnið er að greftrinum frá báðum endunv Þar sem jarðvegurinn er mjög mýriendur þarf að grafa mjög djúpt, jafnvel á fimmta metra, og síðan fylla upp aftur með um tveggja metra lagi af sandi og möl, áður en rörin eru lögð. Sé litið eftir skurðinum, sést, að það kemur eins og haft í hann á einum stað, þar sem vatnslögnin úr Gvendarbrunnum að vatnsgeynrdnum við Háteigsveg liggur. FYRIR röskri hálfri öld eða hinn 16. júní 1909 var vatni í fyrsta skipti hleypt í vatns- Ieiðslur Reykjavíkur; „þó ekki þegar úr Gvendarbrunnunum, heldur úr Elliðaánum fyrst um sinn. „Þetta var fyrsti stórsigur tækninnar í daglegu lífi Reykjavíkur" og dagurinn merkisdagur í sögu bæjarins. Vatnsveitan kostaði 504 þús kr. “, segir í Árbókum Reykja- vikur. Ári fyrr var vinna haf- in við lagningu vatnsveitunn- ar og mun í fyrstu hafa verið gert ráð fyrir, „að taka mætti vatn úr Elliðaánum.“ „En er sannað þótiti, að það væri mið- ur heppilegt, var horfið að því ráði að veita vatni til bæjarins Unnið er að kappi að grunnj mikils vatnsgeymis á Litluhlíð. Á myndinni sést glöggt. hve hé er um mikið mannvirki að ræð? „Fyrsti stórsigur tækninnar i daglegu lífi Reykjavíkur" í þá átt að stuðla að því, að gætt sé spamaðar við vatns- notkun. Má þar nefna, að fyr ir nokkur árum var tekið að selja vatn eftir mæli til þeirra fyrirtækja, er mikið vatn nota, en þeim jafnframt gefinn kost ur á 50% afslætti á því vatni, er þau söfnuðu í geyma að nóttu til. Þrem geymum hefur þegar verið komið upp af þess um sökum, en hafinn er und- irbúningur að smíði fjórða geymisins. Um daginn hitti einn blaða- manna Morgunblaðsins f>ór- odd Th. Sigurðsson, vatnsveitu stjóra, að máli til að forvitn ast um vatnsveituna og helztu framkvæmidir hennar. Gaf það tilefni til ökuferðar um borg- ina og allt inn að Hrauntúns- tjörn, en þaðan til Bullaugna. M.a. var komið við á Rauð- arárstíg, en þar er nú unnið að lagningu 16 þuimlunga vatnsæðar frá Laugavegi til Háteigsvegar og var tækifærið gripið, þar sem hvort sem er þurfti að grafa fyrir nýrri hol- ræsalögn. Er lokið verður tengingu þessarar nýju vatns- lagnar mun m.a. fást jafnari og meiri vatnsþrýstingur á Skólavörðuholti. I Lönguhlíð er nú unið að endurnýjun vatnslagnarinnar, en þar sem tæring er mest, þykir það fremur borga sig en að lappa upp á viðgerðir. Á 10 þúsund rúmmetra vatnsgeymir. Frá Lönguhlíð lá leiðin á Litluhlíð, eilítið norð-austur af Golfskálanum, en þar er nú unnið að því að sprengja fyrir grunni 10 þús. rúmmetra vatnsgeymis. Til samanburðar má geta þess, að hitaveitu- geymamir allir á Eskihlíð eru 8,4 þús. rúmmetra, en gömlu vatnsgeymarnir við Háteigs- veg 2000 rúmm. Hinn nýi vatnsgeymir verður niðurgraf inn og að sjá sem slétt gras- flöt, er liggur í svipaðri hæð og hitaveitustokkurinn, þar sem hann liggur hæst á Litlu- hlíð. Fyrst um sinn verður aðeins ein lögn að hinum nýja geymi og er þegar byrjað að leggja hana meðfram Kringlúmýra- braut frá Sogavegi, þar sem hún sameinast aðalæðunum. Vatnsæð með Miklubraut og dælustöS á Háalelti. Með Miklubraut sunnan- veðri er nú verið að leggja mikla vatnsæð, 32 þumlunga, frá hinni nýju æð frá vatns- geyminum á Litluhlíð inn að Skeiðvelli. Þar sameinast hún vatnsæðunum úr Gvenda- brunnum, og jafnframt hinni væntanlegu lögn úr Bullaug- um, er leggja á meðfram hita- veitustokknum, Þá verður bygging dælu- stöðvar á Háaleiti boðin út á næstunni, en verið er að semja útboðslýsinguna. Vélarnar eru til taks og ein þegar tekin til notkunar, en þær verða alls þrjár. Unnið er að því að tengja saman Bústaða'hverfi og Háaleitisbverfi, svo að hin nýja dælustöð geti jafnframt komið þar að gagni. ★ Merki flóffsins sjást greini lega á girffingum. Er við ókum ur;o _ ígróf upp með vatnsæðunum irá Gvendarbrunnum og á Suður- landsveg mátti víða sjá á girð ingum, hve mikið flóðið hefði verið um dagana, þar sem sina og annað þess háttar markaði greinilega, hve hátt vatnsborðið hefði verið. Karl Norðdahl á Hólmi, er skráð hefur og fylgzt með flóðum á þessum slóðum í yfir fimm ára tugi hefur látið þess getið, að svo mikið flóð hafi ekki kom- ið frá 20 apríl 1912. En þar skilur þó á miili, að þá var hvorki stíflan við EJliðavatn komin né heldur vegurinn að Rauðhólum, er beindi vatninu suður að Helluvatni og tafði frárennsli, svo að fyrr flæddi hjá Gvendarbrunnum. Vatnsveitustjóri kvað mjög bagalegt, að flóð þetta skyldi einmitt hafa komið á þessu ári, þar sem s.l. haust hefði verið hafizt handa um stíflu- garða umhverfis Hrauntúns- tjörn, sem liggur fyrir neðan Gvendarbrunna. Ekki hefði unnizt tími til vegna frosta s.l. vetur að gera þá vatns- helda, svo að þeir sprungu í flóðunum miklu, en höfðu þó tvívegis staðizt töluverð flóð fyrr á vetrinum. — Nú er ið að því að fylla upp í garð- ana á ný og grafa skurð með fram þeim. Tilgangur þeirra er tvíþætt- ur. Annars vegar munu þeir verja Gvendarbrunna flóðum, en einnig valda því, að rennsli úr brunnunum verður minna og vatnið nýtist þar af leið- andi betur, þótt vatnið hins- vegar geti ekki runnið hina leiðina, úr tjörninni í brunn- ana. ★ Vatnsveita frá BulT augum. Þegar hefur verið borað eftir vatni á tveim stöðum í svokölluðum Bullaugum, eða á hinum nýja Golfvelli við ágæta raun og er verið að bora á þeim þriðja. -Er ég spurði vatnsveitustjóra, hvers vegna einmitt væri borað á þessum stað benti hann mér á, að beggja vegna við þá lág, sem borað er í, fyrir þriðju holunni liggja tvær jarð- sprungur og er lágin sem fleygur á milli þeirra. Sér- staklega er vestri sprungan greinileg, þar sem hún liggur gegnum ásinn, en á honum norðanverðum kemur húin niður hja Enni, þar sem einn- ig rennur vatn úr henni. En eins og kunnugt er eru mest- ar líkur til að árangur fáist með borunum á jarðsprungu svæðum og má m.a. geta þess, að Gvendarbrunnar og Kald- á, vatnsból Hafnfirðinga, eru á sömu sprungulínunni. Árangur borananna við Bullaugu hefur orðið mjög góður. Samtals nemur rennsli úr holum þeim, sem búið er Framíh. á bls. 15. Mynd þessi er tekin af rörum þeim, er leggja á mefffram Miklubrautinni, en þau em 32 þumlunga víff og 5 metra löng. Hvert þeirra kostar 12 þúsund og 600 krónur, svo aff augljóst er, hve mikiff er undir því komiff aff vatnsæffarnar séu lagffar um sem skemmstan veg. frá svonefndum Gvendar- brunnum (nálægt Hólmi), en hugmynd mun Jón Þorláksson verkfræffingur hafa átt.“ Af þeim stöðum, er Jón Þor láksson taldi til greina koma sem vatnsból Reykjavíkur, nefndi hann þó fyrst lindir í Grafarlandi, er hann nefndi Builaugu. Hann hvarf þó frá þeim og valdi Gvendarbrunna vegna óhagstæffari hæffar- legu Bullaugna lindanna. Nú hafa hins vegar frekari rann- sóknir leitt í ljós, aff fremur muni borga sig aff virkja þær en halda áfram virkjun Gvend arbrunna, auk þess sem því fylgja ýmsir kostir og aukiff öryggi aff hafa fleiri vatnsból en eitt. En jafnfrarot því sem um- fangsmiklar rannsóknir undir stjórn Jóns Jónssonar jarff- fræffings hafa fariff fram á vegum vatnsveitunnar á því hvar affstæður séu beztar til frekari öfiunar neyzluvatns, hefur mikiff starf veriff unniff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.