Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvíku-dagur 16. maí 1962 Verk eítir Kielland, er stjórnar hljómleikunum hefðu viljað sjá og bíóin missi viðskiptavini. Stórt bíó, eins og Háskólabíó, spilar auð vitað fyrr út myndir en þau sem minni eru. Það er senni- lega ástæðan fyrir því að ég hefi undanfarið heyrt svo marga tala um að þeir hafi misst af fyrrnefndri mynd þar. Svo hefi ég líka heyrt fólk tala um að það væri leiðin- legt að ekki gæfist tæikifæri til að skoða hið nýja Tóna- bíó, en það hefði enn sem 'komið er sýnt svo lítt eftir- sóknarverðar myndir. Von- andi á það eftir að lagast. • Lætin þarf að útiloka En úr því við erum að tala um bíóin, þá verð ég enn einu sinni að minna á, að þær raddir verða æ háværari að nauðsynlegt sé að dyraverðir séu staddir inni í salnum á sýningu, til að vera til taks að vísa út unglingum og jafn vel fullorðnu fólki, sem ekki getur þagað og er með ólæti, og eyðileggur fyrir hinum sem hlusta vilja. Oft eru þetta krakkar, sem ekkl skilja talið í myndinni og stundum auðheyrilega ekki hvað um er að vera og verða því leiðir miðju kafi og byrja ólæti. Siíkt verður bíó- ið auðveitað að útiloka. Það hlýtur að vera starf dyravarð ar. Sinfóníuhljómsveit- in leikur á morgun Efstu menn D-LISTAMS á Akureyri Guðbjörg Þorbjarnardóttir Stjórnandi hljómsveitarinnar á næstu tónleikum verður hinn góðkunni listamaður Olav Kiel- land. Hann hefur eins og kunn ugt er stjórnað hljómsveitinni mörgum sinnum áður, og fyrst árið 1951. Var hann fyrsti leið- beinandi hljómsveitarinnar, eft- ir að hún varð fullskipuð. Framsögn og hljómleikar Hljómleikarnir eru haldnir hinn 17. maí, sem er þjóðhátíð- ardagur Norðmanna, og eru ein göngu norræn verk á leikskrá, tvö norsk og eitt sænskt. Fyrst verður flutt pastoralsvíta eftir Lars Erik Larsson, sænskt nú- tímatónskáld. Þá verður Berg- ljót eftir Grieg leikin. Guð- björg Þorbjarnardóttir leikkona • Ertu búinn að sjá . . . ? Undanfarna daga eða vik- ur hefi ég hpyrt meira talað um kvikmyndir þar sem ég hefi komið en í langan tíma þar á undan, og umtalið yf- irleitt verið jákvætt. Menn segja: Hefurðu séð Meyjarlindina hans Ingmars Bergman í Hafnarfjarðarbíó? Hún er nokkuð óhugguleg en geysi- lega sterk og myndrænt falleg. Ertu búinn að sjá söngleik- inn Porgy og Bess í Laugar- ásbíó? Það er bezta söng- mynd, sem komið hefur. Söng raddir negranna og uppsetn- ing söngleiksins eru alveg stórkostleg. Ertu búinn að sjá Faulkner myndina í Kópavogi? Það er ágæt mynd. Æ, ég missti af brezku myndinni „Frá laug- ardegi til sunnud-ags" í Há- skólabíó. Eg hafði þó séð svo mikið skrifáð um hana erlendis að ég ætlaði endilega að sjá hana. En maður getur ekki verið á bíói öll kvöldin í vikunni. Og svo eru fleiri sem ég missti af. Já, það er ekki gott við að eiga. Stundum sér maður enga girnilega mynd tímun- tim saman, en svo allt í einu er eins og oli bíóin bregði sér í sunnudagaflíkurnar og dragi upp úr pússi sínu það sem þau eiga bezt í kistu- handraðanum. Og þá vill svo fara að bíógestir missi af myndum, sem þeir annars A FIMMTUDAG heldur Sin- fónuhljómsveit Islands tónleika í Háskólabíói. Hún hefur hald- ið 14 konzerta í vetur og að auki 10 skólahljómleika, svo að þetta verða 25. tónleikarnir á starfsárinu og þeir næstsíð- ustu. Hinir síðustu verða föstu- Olav Kielland daginn 1. júní, en ekki 31. maí, eins og fyrirhugað hafði verið. t júnímánuði starfar hljómsveit in fyrir Þjóðleikhúsið, vinnur að tónupptökum og flytur óperettu í Ríkisútvarpið. les texta Björnstjerne Björns- son í þýðingu Matthíasar Joch- umssonar. Segir þar frá vígi Einars þambarskelfis og Indriða sonur hans. Verk þetta hefur aldrei áður verið flutt hér með hljómsveit og framsögn. Nýtt verk Síðasta verkið er svo ný symfónía eftir Olav Kielland, Symphonia secunda, opus 21. — Synfónían var fullsamin á ár- inu 1961 og frumflutt í Björg- vin þá um haustið undir stjórn höfundar. Hlaut hún þar verð- laun. Síðan hefur symfónían verið flutt í Niðarósi og Osló og hlotið sérstaklega góða dóma. Reykjavík er því fjórða borg- in, þar sem verkið er flutt. Norsk þjóðlagaerfð Fréttamenn hittu Olav Kiel- land og forráðamenn Sinfóníu- hljómsveitar íslands að máli á mánudag. Skýrði Kielland svo frá, að hið nýja verk sitt ætti rætur að rekja til norskrar þjóð lagaerfðar. Var tónskáldið bú- sett á Þelamörk um árabil til þess að kynnast eins vel og unnt væri norskri þjóðlaga- geymd. Olav Kielland sagði, að uppistaðan- í verki sínu, temað, væri meira en 20 ára gamalt, en •sl. níu ár hefði hann unnið að gerð þess. Hljómburður Olav Kielland var spurður að því, hvernig honum litist á Há- skólabíóið nýja. Sagði hann á- gætt, að slík hús væru smíðuð skv. umsögn færra sérfræðinga um hljómburð, en þó hefði hann vantrú á því, að það væri einhlítt til þess að tryggja góða heyrð. Ekki væri hægt að reikna allt út. Jafna mætti smíði hljómleikahúss saman við smíði strokhljóðfæris. Þrátt fyr- ir rækilegar rannsóknir á smíði fiðlanna frá Cremona, á viðn- Jón G. Sólnes, bankastjóri. Helgi Pálsson, kaupmaður Árni Jónsson, tilraunastjóri Jón H. Þorvaldsson, byggingam«istari Gísli Jónsson, menntaskólakennari Jón M. Jónsson, klæðskeri um, lakkinu etc., þá hefði ekki tekizt að smíða aðrar eins fiðl- ur. Þar kæmi meistarans hönd til, og sama væri að segja um hljómleikasali. Minntist Kiel- land í þessu sambandi á erfið- leika frægra arkitekta við að byggja slíka sali, svo sem hinn fræga Salle Pleyel í Barís. — Bjóst hann við, að um 50% mætti reikna út, en afgangur- inn væri „intuitivt". Hallalaus rekstur Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, lét þess getið, að Sin- fóníuhljömsveit íslands hefði nú verið rekin hallalaust í fyrsta skipti, þ.e.a.s ekki hefði verið eytt fram yfir þær tekjur, sem henni eru ætlaðar. Tveir styrkir frá Kvenstúclentafél. SÍÐASTLIÐINN vetur auglýsti Kvenstúdentafélag íslands 20 þús. króna styrk til náms í við- gerðum handrita. Styrkurinn hef ur nú verið veittur Guðrúnu Matthíasdóttur, stud. phil. Mun hún fara til London í haust, en í sumar mun hún starfa um tíma, á Landsbókasafninu til að kynn- ast starfinu. í haust hyggst félagið veita annan 20 þús. króna styrk. Er hann ætlaður kvenstúdent, sem tekið hefur lokapróf við Háskóla íslands, til framhaldsnáms er- lendis. Umsóknir skulu sendar stjórn Kvenstúdentafélags ís- land í box 326 fyrir 1. sept. nk. Umsóknareyðublöð í skrifstofu Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.